Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.4. 2013 Matur og drykkir Þ órunn Högnadóttir, stílisti og ritstjóri tímaritsins Home Magazine, bauð nokkrum góðum vinkonum heim í ítalska veislu. Þórunn er mikill fagurkeri sem finnst gaman að vera innan um fallega hönn- un en hún er líka sælkeri sem nýverið uppgötvaði hvað pasta get- ur verið gott. „Mér fannst pasta alltaf hálf bragðlaust þó að mér finnist ítalskur mat- ur mjög góður. Síðastliðin ár hef ég hins vegar vanið mig á að smakka sí- fellt meira pasta á ferðalögum og hef um leið prófað mig áfram með pastauppskriftir. Ég hef alltaf haft gaman af því að elda en síðastliðin þrjú ár hefur þetta orðið ástríða hjá mér. Ég get gleymt mér við að skoða uppskriftir á netinu fram á nótt, horfi mikið á Food Network og er líka farin að kaupa fleiri matreiðslubækur en aðrar bækur. Svo get ég verið marga klukkutíma í eldhúsinu að dúlla mér og hef jafnvel undirbúninginn daginn áður með því að leggja hráefni í marineringu,“ segir Þórunn og bætir við að foreldrar sínir hafi bæði eldað og pabbi hennar verið mikill „gúrmekall“ svo að áhugann eigi hún ekki langt að sækja. Þórunn segir að pasta sé nú á matseðlinum á heimilinu einu sinni í viku en auk þess eldar hún líka mikið úr laxi og kjúklingi og eldar mat frá ýmsum heimshornum. Þórunn bauð heim til sín systur sinni, mágkonu og vinkonum úr þeim hópi sem hún heldur hvað mestu sambandi við og hittast þær reglulega yfir hádegismat eða kaffi. Forrétturinn var skothelt, ítalskt ljúfmeti en Þórunn hætti við að gera litlar kökur úr geitarosti þar sem mörgum finnst slíkur ostur ekki góður. Hún bendir á að pastaréttinn hafi hún líka prófað að gera með nautakjöti en einnig megi sleppa kjötinu alveg fyrir þá sem það vilja. Eftirrétturinn olli Þórunni valkvíða en valið stóð á milli tveggja tertna. „Ég er algjör kökukerling,“ segir Þórunn en Baby Ruth kakan sem hún gefur hér uppskrift að er í miklu uppáhaldi hjá Þórunni. „Ég hef bakað hana svo oft að það liggur við að ég geti gert það blind- andi,“ segir Þórunn í léttum dúr. Kökuna gerir hún tvöfalda til að hún líti enn betur út á diski en Þórunn hefur líka gert hana fjórfalda. Þá megi segja að kakan hafi verið í bandarískri yfirstærð og auk þess með við- bættu hnetusmjöri. FYRIR 6-8 MANNS 8 eggjahvítur 4 dl sykur/hrásykur 2 dl púðursykur 1 msk lyftiduft 1 tsk salt 5 dl salthnetur, smátt saxaðar 40 stk saltkex, mulið smátt Aðferð Eggjahvítur og sykur er hrært vel saman og því næst bætt saman við salthnetum og saltkexi ásamt lyftidufti og vanilludropum. Setjið í tvö form og bakið við 180° í 22 mínútur. Kælið og setjið helming af kreminu á annan botninn, látið seinni botninn yfir og restina af kreminu, salt- hnetur settar yfir. Gott er að hafa rjóma með kökunni. KREM 8 eggjarauður 150 gr flórsykur 100 gr smjör 200 gr suðusúkkulaði Aðferð Eggjarauður og flórsykur hrært vel saman en smjör og súkkulaði brætt saman og síðan bætt úti eggjablöndu og hrært vel saman. Baby Ruth bomba Þórunn skammtar tagliatelle með humri, klettasalati og fleira góðgæti á diska. ÍTALSKT MATARBOÐ Í FOSSVOGINUM Nýfundin pasta-ást Frá vinstri, Vala Sigurjónsdóttir, Kolbrún Pet- rea Gunnarsdóttir, Helga Agnarsdóttir, Rósa Björgvinsdóttir, Heiða Björg Bjarnadóttir og þá gestgjafinn Þórunn Högnadóttir. ÞÓRUNN HÖGNADÓTTIR, STÍLISTI OG RITSTJÓRI TÍMARITSINS HOME MAGAZINE, BAUÐ NOKKRUM GÓÐUM VINKONUM HEIM Í ÍTALSKA MATARVEISLU. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Dömuhópurinn nýtur þess að borða grillað brauð með hráskinku og mozzarella í forrétt og njóta félagsskaparins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.