Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Síða 28
*Matur og drykkir Vinkvennahópur fagnar sumri í Fossvoginum með ítalskri veislu fyrir bragðlaukana og augað »32 G rillið á Hótel Sögu hefur verið matgæðingum þessa lands uppspretta ánægju í meira en hálfa öld og veit- ingastaðurinn var opnaður nýlega aft- ur eftir breytingar. Sigurður Helga- son, yfirmatreiðslumaður staðarins, er hæstánægður með andlitslyftinguna og segir sumarið leggjast sérstaklega vel í sig. Sigurður líkir Grillinu við leikhús, þar eigi gestir að upplifa hina full- komnu bragðsamsetningu á hverri árstíð fyrir sig. Grillið leggur áherslu á íslenskt hráefni og matseðlarnir eru árstíða- miðaðir, það er ráðast af því hvað er í boði hverju sinni. Í vor og sumar mega gestir til að mynda eiga von á góðu úrvali af sjávarfangi. Nefnir Sig- urður humar og fersk grásleppuhrogn sérstaklega í því sambandi. Þá sé framboð á grænmeti eðli málsins sam- kvæmt betra að sumri en vetri. Einn- ig er notast við jurtir og rósir, ekki síst hansarósir. Enda þótt íslenskt sé í öndvegi hika Sigurður og hans fólk ekki við að sækja blæbrigði út fyrir landsteinana. „Vanti okkur sítrónu til að bragðbæta gerum við það að sjálf- sögðu,“ útskýrir hann. Spurður um matseðlana svarar Sig- urður: „Við erum með þriggja, fjög- urra og sjö rétta matseðla en líka à la carte-matseðil, sem byggist á því besta af þessum seðlum,“ segir hann. Á dögunum var upplýst að Sigurður yrði næsti kandídat fyrir Íslands hönd í matreiðslukeppninni Bocuse d’Or sem er ein sú virtasta sinnar tegundar í heiminum. Forkeppnin verður í maí á næsta ári og hefst undirbúningur von bráðar. Spurður hvort ekki verði í mörg horn að líta á næstu mánuðum af þessum sökum svarar Sigurður ját- andi. „Svo sannarlega en maður er ekki öðru vanur. Matargerð er mitt líf.“ GRILLIÐ OPNAÐ AFTUR EFTIR ENDURBÆTUR Matargerð er mitt líf SIGURÐUR HELGASON, YFIRMATREIÐSLUMAÐUR GRILLSINS, DEILIR UPPSKRIFTUM MEÐ LESENDUM ÞESSA HELGINA. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurður Helgason á Grillinu. Morgunblaðið/Golli RAUÐSPRETTAN 1stk. rauðspretta smjör olía salt sítrónusafi Aðferð: Sprettan er roðflett og hreinsuð. Rafabeltinu haldið á ef mögulegt er. Steikið í olíu og freyðandi smjöri. Kryddið með salti og sítrónusafa. SPERGILKÁLS-RAGOUT 100 g brokkolítoppar 100 g minni brokkolístilkar 70 g vorlaukur 50 g sólblómafræ Aðferð: Fræin ristuð á pönnu í smá fitu og krydduð með salti. Topparnir eru teknir ofan af krónunum með túrneringarhníf, halda þeim í sömu stærð. Stilk- arnir eru saxaðir fínt. Vorlaukur saxaður mjög fínt í sneiðar. Blandið vel saman og eldið í saute-potti mjög hratt í smáolíu. Kryddið með salti og vel af sí- trónusafa. SPERGILKÁLSSTILKUR 1stk. spergilkálsstilkur Aðferð: Stilkurinn er hreinsaður og skafinn ef þarf. Sjóðið í 10% saltvatni örsnöggt og kælið í klakavatni, rétt til að elda ysta lagið. Grillað og dressað með vinaigrette. ÍSBÚAKREM 165 g Ísbúi, rifinn 20 g vatn 470 g vínberjasteinaolía 170 g gott eplaedik 3 stk. egg Aðferð: Sjóðið eggin í 4 mín. og snöggkælið. Setjið egg, vatn, rifinn ísbúa og eplaedik í blandara. Vinnið vel saman og bætið vínberjasteinaolíu rólega út í til að gera majoneskrem. Takið úr blandaranum og kryddið með salti og pipar. Bætið 50 gr. af ferskum grásleppuhrognum á diskana. Pönnusteikt rauðspretta, spergilkál og ísbúi LANGA Aðferð: Langan er hreinsuð og snyrt. Fitan fjarlægð. Skorin í 50-70 g bita. Langan krydduð með salti. Steikt á pönnu 70% á sömu hliðinni, fyrst í olíu og svo smjöri bætt út í. Löngunni snúið við og safi úr sítrónu kreistur yfir. Langan tekin til hliðar af pönnunni. BLÁSKEL Aðferð: Soðin í örlitlu vatni í potti undir loki þar til hún opn- ast. Örfáar sekúndur á mesta mögulega hita. Blás- kelin snöggkæld um leið, Pilluð og lögð til hliðar. Geymið soðið sem kemur af bláskelinni til að gera froðu. BLÁSKELJAFROÐA 300 ml bláskeljasoð 100 ml rjómi 50 g smjör salt sítróna Aðferð: Soðinu af skeljunum blandað saman við rjóma og smjör, smakkað til með salti og sítrónusafa. Froðan þeytt upp með töfrasprota. BRAUÐRASP ½ gamalt súrdeigsbrauð 50 g smjör 1 stk. chilli-pipar Aðferð: Brauðið er rifið niður í rasp og steikt í freyð- andi smjöri ásamt einum chilli sem er skorinn eftir endilöngu. Kryddað með salti. Brauðraspið lagt á bakka með eldhúspappír til þerris. GRÆNKÁL Grænkál, 3-5 lauf á mann Aðferð: Grænkálið er hreinsað og stilkurinn fjarlægður. Steikt í hreinsoðnu smjöri og kryddað með salti. Langa og bláskel frá Símoni úr Breiðafirði, grænkál og smjörsteikt brauð með eldpipar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.