Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 41
28.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Hildur Sumarliðadóttir hefur starfað sem hárgreiðslukonasíðastliðin ár og er mikil áhugakona um tísku. „Ég hefætíð haft áhuga á tísku og ákvað því að láta drauminn rætast með þessu námi. Í náminu hef ég heillast enn meira af fatahönnun en ég hef saumað síðan ég var lítil og eru miklar handverkskonur í kringum mig, t.d. mamma mín og amma,“ segir Hildur. Innblástur Hildar í útskriftarlínunni eru sterkar og listrænar og bó- hemakonur. Hildur valdi gróft efni í fatnaðinn og er vefnaður áber- andi í línunni. Hún notaði ull, gróf silkiefni og bómullarflauel í fatn- aðinn auk þess að handþrykkja á efnið. „Í framhaldinu langar mig að geta unnið við fagið og það væri gam- an að geta unnið úti,“ segir Hildur. Hún segir marga hönnuði vera að gera flotta hluti og nefnir sem dæmi Stellu McCartney og Raf Simons. Gaman sé að fylgjast með þeim á tískuvikunum. Hildur valdi gróft efni í fatnaðinn og er vefnaður áberandi. Morgunblaðið/Rós a Braga Innblástur frá bóhemum HILDUR SUMARLIÐADÓTTIR Tískuáhugi Söru Arnardóttur kviknaði snemma en faðir henn-ar stofnaði fataverslun um tvítugt og fóru foreldrar hennargjarnan saman á tískusýningar þegar hún var yngri. „Ég eralin upp við tískuvit og tískuáhuga en amma mín var líka hattagerðarkona og báðar ömmur mínar handverkskonur. Þegar ég lít til baka sé ég því glöggt hvaðan má rekja áhugann og hvers vegna ég valdi mér þetta nám,“ segir Sara. Áður en Sara hóf nám við Listaháskóla Íslands hafði hún numið textíl- og fatahönnun í Fjöl- brautaskóla Garðabæjar en segir fatahönnunarnámið hafa þroskað sig mikið og mótað enn meira. Innblástur Söru að lokalínunni kemur frá BA-ritgerð hennar sem hún skrifaði um korselett og annan slíkan undirfatnað sem skapaði mikið mitti á konum undir þröngum fatnaði líkt og tíðkaðist á ár- unum 1920-1930. „Almennt er tískan þannig í dag að konur klæðast mun víðari fötum svo ég vildi endurskapa dálítið þetta tímabil þó að ég blandi líka nútímanum saman við t.d. með víðum buxum,“ segir Sara. Hún notar ullarefni, hreina ull og kasmír í fatnaðinn og silki í fóður en hún keypti öll efnin í New York. Í framhaldinu langar Söru að starfa sem fatahönnuður og helst að leita út fyrir landsteinana. Hún segir í raun allt opið um framhaldið en hún horfi þó dálítið til New York, Mílanó eða Parísar sem séu sínar uppáhaldsborgir. Sara nefnir einn hönnuð sem sé í algjöru uppáhaldi en þessa dagana fylg- ist hún helst með Alexander McQueen, Henry Vibskov og Wood Wood. Áberandi mitti millistríðsáranna SARA ARNARSDÓTTIR Hverafold 1-3 | Grettisgötu 3 | Smáralind | Langholtsvegi 113 | Turninn Höfðatorgi | 511 1710 | svanhvit@svanhvit.is | svanhvit.is ÞAÐ KOSTAR LÍKA AÐ ÞVO SJÁLFUR! LÁTTU OKKUR SJÁ UM ÞÍNAR SKYRTUR. Efnalaug - Þvottahús 350 KR. SKYRTAN hreinsuð og pressuð -ef komið er með fleiri en 3 í einu Fullt verð 580 kr. stk. NÚ Á FIMM STÖÐUM Hverafold 1-3, 112 Reykjavík Grettisgötu 3, 101 Reykjavík Smáralind, 201 Kópavogur Langholtsvegi 113 Turninn Höfðatorgi Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku SCREEN- OG RÚLLUGARDÍNUR Henta vel þar sem sól er mikil en þú vilt samt geta séð út Meira úrval Meiri gæði Íslensk framleiðsla eftir máli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.