Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 6
HEIMURINN FRAKKLAND PARÍS Franska þingið samþykkti á þriðjudag að lögleiða hjóna- bönd samkynhneigðra. Reiðir mótmælendur höfðu mótmælt frumvarpinu kröftuglega svo mánuðum skipti. Frakkland er 14. landið sem leyfir hjónabönd samkynhneigðra.Andstæðingar laganna lýstu yfir að þeir myndu reyna að fá þau dæmd ógild á grundvelli stjórnarskrárinnar og skoruðu á Francois Hollande forseta að undirrita þau ekki. Hollande bað þá að láta gott heita. BANDARÍKIN BOSTON DzhokharTsarnaev, annar bræðranna, sem sprengdu tvær sprengjur í Boston þeg- ar maraþonhlaupið fór þar fram fyrir tæpum tveimur vikum, sagði í yfirheyrslu að þeir hefðu ætlað að gera annað sprengjutil- ræði á Times-torgi í NewYork. Dsokar Tsarnaev fannst í Watertown, sem liggur að Boston, eftir mikla leit. Bróðir hans, Tamerlan, lét lífið af sárum sínum. BANGLADESH DHAKA Fataverksmiðja hrundi í bæ skammt frá Dhaka, höfuð- borg Bangladesh, með þeim afleiðingum að rúmlega 300 manns létu lífið. Rúmlega 600 manns slösuðust. Mörg hundruð manns var saknað. Stjórnvöld sögðu að verksmiðjan hefði verið illa smíðuð og bygginga- reglugerðir brotnar. Óttast er að fleiri hafi látið lífið og þetta gæti verið mannskæðasta iðnaðarslys í Suður-Asíu í 30 ár. MALÍ BAMAKO Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti samhljóða ályktun um að mynda friðargæslusveit undir merkjum stofnunarinnar til starfa í Malí. 12.600 manns eiga að vera í sveitinni, þar á meðal 6.000 hermenn fráVestur-Afríku, sem eru fyrir í landinu. Ályktunin kom frá Frökkum, sem í janúar sendu hersveitir til landsins til að hrekja íslamska vígamenn frá eyðimerkursvæðum í norðurhluta landsins. Uppgötvun Watson og Crick um uppbyggingu DNA olli straumhvörfum. Iðnbyltingin sem nú á sér stað á grundvelli líftækninnar byggist á þessari formföstu uppbyggingu. Vísindamenn eru ekki leng- ur bundnir af takmörkuðum möguleikum æxlunar þegar hægt er að fara beint í erfða- efnið. Möguleikarnir á að eiga við erfðaefnið eru lykilþáttur nán- ast allra lífvísinda og grund- völlur margvíslegra framfara í skilningi okkar á forsendum lífs og hvernig sjúkdómar virka. Þróunin er hröð og sér engan veg- inn fyrir endann á henni. Þ að er ekki oft sem tíma- mót verða í vísindum, en uppgötvun James Watson og Francis Crick á uppbyggingu erfðaefnisins er sennilega ein sú merkasta í vísindum á liðinni öld. Í vikunni voru 60 ár liðin frá því að grein þeirra um gormlögun DNA birtist í tímaritinu Nature. „Þann dag breyttist skilningur okkar á líf- inu til frambúðar og skeið nútímans hófst í líffræði,“ skrifar Adam Rut- herford í grein í The Guardian á 60 ára afmælinu, 25. apríl. Hinn tvöfaldi gormur Crick og Watson lýstu kjarnsýrun- um sem tvöföldum gormi (helix). „Byggingarefni DNA-sameinda eru svonefnd kirni sem sett eru saman úr sykrunni deoxyríbósa, fosfati og niturbasa,“ skrifar Guðmundur Eggertsson, prófessor emeritus á vísindavef Háskóla Íslands. „Nit- urbasar kirna eru ferns konar, adenín (A), gúanín (G), cýtósín (C) og týmín (T). Við nýmyndun DNA sameinda tengist fosfathópur kirnis við sykru þess næsta á undan. Þannig myndast keðja þar sem sykra skiptist á við fosfat en nit- urbasarnir ganga til hliðar útfrá sykrunum.“ A parast aðeins við T og C aðeins við G þannig að verði hinn tvöfaldi gormur tekinn í sundur um þrepin sem sameina hann varðveitast upp- lýsingarnar sem þarf til að fylla í skarðið eða til að búa til tvö eins mólekúl. DNA er kóði, sem notaður er til að geyma líffræðilegar upplýsingar. Rutherford lýsir því í grein sinni hvernig þessi kóði var kerfisbundið leystur á sjöunda áratugnum og þá hafi komið í ljós hvað lífið er í föst- um skorðum eða „stórkostlega íhaldssamt“ eins og hann orðar það. „Ef DNA er stafróf eru amínósýru- rnar orðin, sem stöfuð eru með því,“ skrifar hann. „Og þó eru aðeins 20 amínósýrur kóðaðar af DNA í öllum lífsformum. Sama stafrófið, sama kóðunin, sama orðasafnið er notað hvort heldur er í bakteríum eða steypireyðum, sólblómi eða svepp.“ Crick var Breti. Hann fæddist skammt frá Northampton 1916 og nam eðlisfræði við University Col- lege í London. Í síðari heimsstyrjöld starfaði hann við að þróa sprengjur. Hann færði sig úr eðlisfræði í líffræði og fór til starfa við Cambridge-háskóla 1947. Árið 1951 kom bandarískur há- skólanemi, James Wat- son, til Cambridge og þeir hófu að vinna sam- an. Watson fæddist 1928 í Chicago og lærði við Chi- cago-háskóla, Indiana-háskóla og Kaupmannahafnarháskóla. Á þessum tíma notuðu Maurice Wilkins og Rosalind Franklin, sem bæði störfuðu við King’s College í London, röntgenmyndatækni til að rannsaka DNA. Wilkins var yfir rannsóknarstofunni, sem Franklin vann á. Crick og Watson notuðu niðurstöður þeirra í rannsóknum sínum, sem þeir birtu í hinni frægu grein í Nature. Konan sniðgengin? Árið 1963 fengu Watson, Crick og Wilkins Nóbelsverðlaunin í lækn- isfræði. Franklin lést árið 1958 úr krabbameini aðeins 38 ára og þótt rannsóknir hennar hafi verið lyk- ilþáttur í uppgötvuninni eru verð- launin ekki veitt að mönnum látn- um. Það er því ekki hægt að segja til um hvort hún hefði fengið verð- launin hefði hún lifað, en þau eru aðeins veitt þremur einstaklingum í senn. Óumdeilt er hins vegar að hún gegndi lykilhlutverki. Færni hennar í röntgenmyndun gat af sér „Ljós- mynd 51“, sem kom Crick og Wat- son á sporið um að DNA væri eins og stigi, sem snúið væri upp á til hægri. Sumir feminístar setja Franklin á stall og segja að Crick, Watson og Wilkins hafi sniðgengið hana. Hún hefur jafnvel verið kölluð „Sylvia Plath sameindalíffræðinnar“ og er þar vísað til bandaríska rithöfund- arins, sem svipti sig lífi og var í skugga eiginmanns síns, breska ljóðskáldsins Ted Hughes. Crick hélt áfram að vinna í erfða- fræði og fór að rannsaka heilann. Hann lést árið 2004. Watson stjórn- aði hinu umfangsmikla verkefni við að greina erfðaefnið, Human Ge- nome Project, frá 1988 til 1992. Hann gegndi lykilhlutverki við að afla fjár til verksins og leiða saman stjórnvöld og fremstu vísindamenn greinarinnar. Skilningi á lífinu breytt til frambúðar UPPGÖTVUN FRANCIS CRICK OG JAMES WATSON Á UPP- BYGGINGU ERFÐAEFNISINS FYRIR 60 ÁRUM OLLI STRAUM- HVÖRFUM. HÚN VAR GRUNNURINN AÐ ÖRUM FRAM- FÖRUM Í LÍFTÆKNI OG LÆKNISFRÆÐI Á OKKAR TÍMUM. STRAUMHVÖRF Erfingjar Cricks seldu nóbelsverðlaunapening hans á uppboði. James Watson stillir sér upp við líkan af DNA sem sýnir hvernig erfðaefnið er byggt upp eins og tvöfaldur gormur. 60 ár eru liðin síðan hann og Francis Crick birtu grein um uppgötvun sína á uppbyggingu DNA í Nature. AFP * „Það hefur ekki farið framhjá okkur [að hinn tvöfaldihelix] er vísbending um afritunarkerfi erfðaefnisins.“Francis Crick og James Watson í grein í tímaritinu Nature 25. apríl 1953.AlþjóðamálKARL BLÖNDAL kbl@mbl.is 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.4. 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.