Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 47
Á tíu ára tímabili hafa um 500 heimili verið blessuð hérlendis vegna þess að íbúar hafa upp- lifað einhvers konar óþægindi sem ekki tókst að finna jarð- neskar skýringar á. Í öllum tilfellum hafa íbú- ar að eigin frumkvæði óskað eftir aðstoð presta en það er hluti af þjónustu þeirra að aðstoða fólk í hvers kyns erfiðleikum og óör- yggi – líka þegar eitthvað óútskýranlegt á í hlut. Að meðaltali heimsækja prestar landsins því í heild um 50 hús á ári sem er nærri 1 hús á viku. Þessar tölur er sjaldnast að finna í starfsskýrslum einstakra presta og til að Sunnudagsblað Morgunblaðsins fengi ein- hverja heildarsýn yfir fjölda þessara tilfella var hafður sá háttur á að hafa samband við mjög stóran hluta þeirra presta þjóðkirkj- unnar sem starfandi eru auk þess sem haft var samband við Fríkirkjuna í Reykjavík og Kaþólsku kirkjuna. Prestar brugðust vel og skjótt við beiðninni og má þakka þeim góð svör. Í heild gáfu um 90 prestar upp þann fjölda tilfella sem þeir töldu að þeir hefðu komið að. Þó að prestar í sumum sóknum hafi aðeins farið í örfáar vitjanir af þessu tagi á löngum prestsferli eru aðrir, sérstaklega í stærri prestaköllum, sem árlega fá þó- nokkrar beiðnir inn á sitt borð og sinna þeim. Benda má á að þar sem ekki náðist í alla presta landsins eru tölur um húsblessanir að líkum hærri. Á ekkert skylt við særingar bíómynda Eflaust kemur það mörgum á óvart að einu sinni í viku séu íbúar einhvers heimilis í land- inu það uggandi yfir einhverju óútskýranlegu að þeir leita á náðir prests. Prestar virðast vera á einu máli um að það sé ekki þeirra að dæma og langflestir hafa þá reynslu að eftir einfalda bænastund heima fyrir líði fólki betur. „Óværan“ hverfi, fólk sofi betur og friður skapist. Mál sem þessi eru viðkvæm enda fólk oft feimið við að stíga fram af ótta við að vera einfaldlega álitið ruglað. Að sama skapi segja prestar að taka þurfi skýrt fram að athafnir þeirra eigi ekkert skylt við neins konar særingar, kukl eða „ex- orcisma“ bíómyndanna. Það megi ekki dæma fólk þótt það telji sig upplifa eitthvað sem fellur ekki undir pólitískan rétttrúnað. Og hluti af þeirra þjónustu sé að fólk geti leitað til þeirra í hvers kyns vanda. Þar fyrir utan er alvanlegt að heimili, fyrirtæki og jafnvel skip séu blessuð án þess að það tengist neinni óværu. Prestar landsins höfðu frá margbreyti- legum sögum að segja, oft gátu þeir ekki greint mjög ítarlega frá atriðum til að brjóta ekki trúnað prests og sóknarbarns en þess má þó geta að nákvæmar frásagnir sem fylgja hér til hliðar – til dæmis frásögn séra Þórs Haukssonar – eru fengnar með leyfi þeirra sem til prestanna leituðu. Upplifanir þær sem fólk lýsir geta verið allt frá und- arlegum hljóðum upp í að húsgögn hreyfist. Þótt flestir prestanna segist ekki hafa fundið fyrir óþægindum sjálfir segjast þeir trúa sóknarbörnum sínum. Þó eru nokkrir sem segjast hafa upplifað að ekki væri allt með felldu þegar þeir komu á staðinn og and- rúmsloftið á við það sem heimilisfólk lýsti. Prestar segja að mjög oft sé alls ekki hægt að finna neitt í sálarlífi eða aðstæðum fólks sem geti orðið til þess að það upplifi ógnir í vöku, sofandi og oft milli svefns og vöku. Stund- um megi þó rekja ónotin til jarðneskra atburða; ást- vinamissis og sorgar. Prestur sem vildi ekki láta nafns síns getið sagði frá því að eitt sinn hefði kona leitað til hans sem misst hafði manninn sinn á sjó og hún fann fyrir kaldri nærveru hans og fannst það óþægilegt. Hún flutti út en áfram fylgdi veran eða hin kalda nærvera. „Ekkjan bað mig að koma og blessa húsið. Ég kom og við ekkjan fórum í hvert einasta herbergi hússins og báðum í nafni Jesú Krists.“ Voveiflegir atburðir í verksmiðju Íslendingar virðast oft biðja um blessun ef börn eiga í hlut – sofa illa, finnst þau sjá eitt- hvað eða líður illa í herbergjum sínum eða ákveðnum hluta hússins. Þá er til að skyndi- leg tíð heimilisslys og mikil veikindi eftir flutning í nýjar vistarverur verði til þess að fólk óski eftir blessun. Í handbók þjóðkirkjunnar, bls. 136, er sett upp bænastund, sem er kölluð „blessun hús- næðis“. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir fer til dæmis yfir í stuttu spjalli á næstu opnu hvernig hún fer að þegar hún er beðin um að hjálpa fólki með heimili sitt og oftast nær byrjar hún á því að biðja heimilisfólk að biðja og sjálf biður hún fyrir heimilinu án þess að fara á staðinn. Gangi það ekki er heimsókn prests næsta skref. Þess eru líka dæmi að forsvarsmenn fyrirtækja hafi leitað til presta. Nýverið óskaði eigandi fyrirtækis eftir því að prestur kæmi með fyrirbæn. Ástæðan var sú að framleiðslutækin voru alltaf að bila og af undarlegum ástæðum fór neyðarstöðvun ítrekað í gang á færiböndum þótt enginn væri þar nærstaddur. Hafði þetta gengið svona ár- um saman og heimsóknir fagfólks frá þeim verksmiðjum sem framleiddu tækin báru eng- an árangur. Í þessu húsnæði hafði voveiflegur atburður átt sér stað fyrir nokkrum árum. „Nú um daginn hitti ég eigandann og fékk að heyra af því að eftir heimsókn mína hefði allt fallið í ljúfa löð og allt gengur eins og smurt,“ upplýsti prestur sem vildi ekki láta nafns síns getið. Leita blessunar vegna ótta á heimilum NÆR VIKULEGA ER LEITAÐ TIL PRESTA HÉR Á LANDI VEGNA EINHVERS KONAR ÓVÆRU Í HÍBÝLUM SEM ÍBÚAR TELJA SIG EKKI FINNA JARÐNESKAR SKÝRINGAR Á. FÓLK GREINIR FRÁ ÓÞÆGILEGRI NÆRVERU, FINNST SEM HÚS- GÖGN HREYFIST, SUMIR HEYRA HLJÓÐ OG EINHVERJUM FINNST ÞEIR HREINLEGA SJÁ FÓLK SEM Á EKKI AÐ VERA TIL. SVOKÖLLUÐ HÚSBLESSUN ER HLUTI AF ÞJÓNUSTU PRESTA OG ER HÚN VEITT VIÐ ÝMISS KONAR HEFÐ- BUNDIN TÆKIFÆRI EN MÖRG DÆMI ERU UM AÐ LEITAÐ SÉ TIL ÞEIRRA VEGNA ÓÚTSKÝRÐRA ATBURÐA. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Húsblessanir presta vegna óútskýrðra óþæginda eða reimleika 500 hús síðustu 10 árin 50 hús á ári Um eitt hús á viku 28.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 „Mín reynsla er sú að það er yfirleitt bænahald heim- ilisfólks sem hrífur best þegar óværa leggst á heimili. Í því tel ég ekki fólgna neina af- stöðu fólks með eða gegn prestum. Þjónusta presta er vel þegin þegar svo á við,“ segir Aðalsteinn Þorvaldsson, sóknarprestur í Grund- arfjarðarkirkju. Hann segir að þegar persónulegt bænahald heimilisfólks hafi ekki gengið af einhverjum sökum og enn sé vart óværunnar sé prestur kallaður til. „Þetta er í sjálfu sér stórmerkilegt fyrirbæri í trúarlífi Íslendinga því mjög víða annars staðar í heiminum fær fólk „sérfræðing“ að svona verkefnum og prestar eru meira á hlið- arlínunni. En Íslendingar taka skírn sína og al- mennan prestsdóm alvarlega og maður veltir vöngum yfir þessari afstöðu sem ég álít vera að mörgu leyti birtingarmynd sterkrar trúar og góðrar og hollrar sjálfsmyndar í trúnni. Þetta er afar hugrökk afstaða gagnvart því sem þú skil- ur ekki og vekur jafnvel hjá þér ótta og er tví- mælalaust afstaða trausts, trú á hið góða.“ Aðalsteinn Þorvaldsson Stórmerkilegt fyrirbæri „Fyrir hefur komið að ég hef verið beðinn að koma í hús og blessa það vegna ein- hverrar ónotakenndar sem fólk hefur upplifað á staðn- um. Sjaldan hefur fólk talað um draugagang eða reim- leika. Frekar hefur verið rætt um eitthvað sem ekki er hægt að útskýra en veld- ur fólki óþægindum,“ segir Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur Akureyrarkirkju. Fyrir nokkrum árum fór Svavar til fólks sem leigði gamalt hús. Það hafði upplifað ým- islegt og það sem var sláandi var að leigjend- urnir á neðri hæðinni reyndust hafa upplifað það sama þegar á þá var gengið. „Um var að ræða kulda, hljóð, umgang, högg og fleira í þeim dúr. Ég gekk milli herbergja í húsinu, flutti bæn og blessun.“ Fólkið ætlaði að hafa samband við Svavar ef ástandið lagaðist ekki en hann hefur ekki heyrt frá því síðan. „Ég veit að það samrýmist kannski ekki pólitískum rétttrúnaði okkar tíma að tala um svona lagað en ég veit um fleiri en eitt dæmi þess að fólk hafi upplifað eitthvað sem það getur ekki útskýrt. Ég er sannfærður um að fleira er til en það sem við sjáum eða skynjum og skiljum.“ Nágrannarnir einnig vitni Svavar Alfreð Jónsson „Ég ráðlegg öllum að signa yfir heimili sín og vist- arverur daglega. Því fylgir blessun og minnir okkur sjálf á að ekkert er að óttast. Þegar fólk telur sig finna fyrir einhverri óværu og vill fá prest til að vera með hús- blessun er það til vitnis um að þegar okkur finnst að öll sund séu að lokast leitum við til kirkjunnar,“ segir Kristinn Ágúst Friðfinnsson, sókn- arprestur Selfossprestakalls. Kristinn tók þátt í kvikmyndinni Hreint hjarta fyrir nokkrum árum sem átti einmitt að sýna þetta og tengdist gamalli sögu úr Fló- anum. „Til prestsins var leitað til að kveða niður draug, ekki vekja upp draug, eins og einhverjir misskildu. Kirkjan hefur alltaf og mun alltaf verða fólki innan handar og standa með því í gleði og sorg og í meðvindi og mótvindi. Það er boðskapurinn.“ Kristinn Ágúst Friðfinnsson Ekkert er að óttast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.