Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2013, Blaðsíða 53
28.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Óhætt er að hvetja alla, áhugamenn um listir sem aðra, að skoða útskriftar- sýningu nemenda Listahá- skóla Íslands í Hafnarhúsinu. Þetta eru einhverjar vinsælustu og áhuga- verðustu sýningarnar á hverju ári. 2 Þungarokksveitirnar Sól- stafir og Dimma koma fram á tónleikum sem hefj- ast í Edinborgarhúsinu á Ísa- firði klukkan 22 á laugardagskvöldið. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferð- inni „Náttfararnir“ og ætti koma sveitanna vestur að kæta alla málm- hausa þar um slóðir. 4 Myndlistarmaðurinn og verk- fræðingurinn Kristján Eld- járn opnar sýningu á mál- verkum í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri á laugardag klukkan 15. Á sýningunni eru ný ab- straktverk unnin með blandaðri tækni. 5 Merkum áfanga er fagnað í starfi Listaháskólans kl. 14 á laugardag þegar fyrsta sam- sýning meistaranema mynd- listardeildar skólans verður opnuð í Hnitbjörgum, Listasafni Einars Jónssonar, sem er elsta nútíma- listasafn landsins. Sýnendur eru níu á sýningunni sem nefnist Kveikjuþræðir en meistaranámið hófst í fyrra. 3 Mugsison ætti að fara létt með að fylla Sundlaugina í Ála- fosskvosinni af gestum á laug- ardag kl. 17, þegar hann held- ur útskriftartónleika sína frá LHÍ. Hann er að útskrifast úr náminu Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf. MÆLT MEÐ 1 Ný tónleikaröð, Hljóðön, hefst í Hafn-arborg á sunnudag klukkan 20 meðtónleikunum „Tilbrigði fyrir Atla Heimi“ þar sem fram koma Frank Aarnink slagverksleikari og Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari. Á efnisskránni eru verk frá seinni hluta 20. aldar og fram á okkar daga. Meðal höfundanna eru Atli Heimir Sveins- son, Morton Feldman, Iannis Xenakis, Gy- örgi Kurtág og fiðuleikarinn Una Svein- bjarnardóttir. Tónleikaröðin Hljóðön er sögð tileinkuð tónlist frá 20. og 21. öld og leiði einstök hug- myndaauðgi og listræn glíma tónskáldanna áheyrendur inn á áður ókunnar slóðir. Þrá- inn Hjálmarsson er listrænn stjórnandi tón- leikanna. Hann segir fyrirhugað að halda tvenna að vori og tvenna að hausti. Hann vinnur með flytjendunum að efnisskránni. „Við reynum að byggja brýr og tengja heima á hverjum tónleikum, til dæmis út frá efnistökunum,“ segir hann. „Stundum otum við einhverju ólíku saman, eins og í sept- ember í haust þegar tónleikar verða helgaðir tungumálinu og verkin eru öll byggð á tungumáli sem tónlistarlegum efnivið.“ Hann segir stefnt að því að flytjendurnir nái að skína á tónleikunum og liður í því er að á hverjum tónleikum munu flytjendur leika eigin verk, auk tónsmíða annarra. Því er verk eftir Unu nú á efnisskránni. „Mitt hlutverk er að eiga í samræðu við flytjendurna og finna þræði sem gera efnis- skrána enn áhugaverðari en ella, og hjálpa áheyrendum jafnframt að kynnast þeim hug- myndum og hugleiðingum sem liggja að baki verkunum,“ segir Þráinn. Tónleikarnir á sunnudag eru kenndir við tilbrigði við verk Atla Heimis. Hvernig tengjast verkin tónsköpun hans? „Það er svo merkilegt hvað Atli hefur ráð- ið við að vinna í fjölbreytilegum stílum. Löngu áður en farið var að tala um póst- módernisma var hann að semja á slíkan hátt. Við setjum ólík verk með hans verkum en þau eiga það engu að síður sameiginlegt að það má líta á þau sem ólíka kafla í einu verki. Þau límast öll vel saman og við leikum okkur að þeirri hugsun að þetta gætu hafa verið verk samin af Atla,“ segir hann. Nafn tónleikaraðarinnar skírskotar til smæstu merkingargreinandi hljóðeininga tungumála, grunneininga sem púsla má ólíkt saman svo úr verði tilraun til merkingar. Frank Aarnink slagverksleikari er slag- verks- og pákuleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Auk þess er hann helmingur tvíeyk- isins Duo Harpverk.. Una leikur einnig með Sinfóníuhljómsveit Íslands og kennir víða. Hún hefur leikið með Kammersveit Reykja- víkur frá 1995. efi@mbl.is NÝRRI TÓNLEIKARÖÐ HLEYPT AF STOKKUNUM Í HAFNARBORG Byggja brýr og tengja heima TÓNLEIKAR MEÐ UNNI SVEIN- BJARNARDÓTTUR OG FRANK AARNINK Í HAFNARBORG KALLAST „TILBRIGÐI FYRIR ATLA HEIMI“. Unnur Sveinbjarnardóttir er annar flytjend- anna á tónleikunum. Hún mun meðal annars flytja eigin tónsmíð ásamt Frank Aarnink. Morgunblaðið/Ómar menntir eða málfrelsi. „Ég segi, það er það sama. Annað þrífst ekki án hins. Þar sem ekki er málfrelsi er hvert orð sem skrifað er tæki í baráttunni fyrir frjálsri tjáningu.“ Tungumál fámennra þjóða Saul hefur verið forseti PEN frá árinu 2009. Hann hefur komið nokkrum sinnum hingað til lands, hefur til að mynda stýrt hér heim- spekiþingi og var árið 2003 í fylgdarliði Adrienne Clarkson, eiginkonu sinnar, sem er fyrrverandi landstjóri Kanada, þegar hún kom í opinbera heimsókn. Saul segir að hvert PEN-þing sé ólíkt hinum fyrri enda dragi þau iðulega dám af borginni og menn- ingunni þar sem þau eru haldin. „Í haust koma hingað um 200 höfundar að sitja þingið og margir fleiri sem tengjast því og sem sækja Bókmenntahátíðina. Höfund- arnir koma af mismunandi ástæðum en þeir munu skrifa um Ísland; ferðagreinar, póli- tískar greinar og um mannlífið; Ísland mun birtast í ljóðum þeirra og sögum; í greinum, samtölum og viðtölum. Þetta er því mik- ilvægt tækifæri fyrir Ísland og Íslendinga til að kynna sig. Ég er líka viss um það mun verða fjallað um norðrið á ýmsan hátt á þinginu – eins og um málefni sem tengjast frumbyggjum þjóða á norðurhveli, um tungumál sem fámennar þjóðir tala, eins og íslenskuna, og tengingar við málsvæði sem eru í hættu. Stafræni heimurinn blandast inn í þá umræðu – og svo er það hin símik- ilvæga umræða um málfrelsi. Lykilumræða mun fjalla um baráttuna fyrir málfrelsi og réttindum í Kína og Suður-Ameríku. Ég tel að þetta verði mikilvægt þing fyrir Ísland.“ Í starfi sínu fyrir PEN-samtökin þeytist Saul um heiminn og kemur fram sem fulltrúi þeirra, meðal annars í samtölum við stjórnvöld þar sem reynt er að kúga höf- unda. Hann er höfundur fjölda merkra bóka, skáldsagna og heimspekirita, situr það starf ekki á hakanum? „PEN tekur bara sjö daga af vinnuvik- unni og þá á ég þrjá eftir,“ segir hann og brosir. „Ef ég á að ná að skrifa verð ég bara að leggja enn meira á mig. Rithöfundar skrifa af innri þörf, drifkrafturinn kemur að innan. En þessi misserin tekur baráttan fyr- ir félaga okkar mestan minn tíma.“ „Við berjumst fyrir frelsun höfunda sem hafa verið fangelsaðir. Í dag verjum við um 850 rithöfunda sem sitja í fangelsum í mörgum þjóðlöndum. Að auki eru um 150 höfundar drepnir árlega,“ segir John Ralston Saul, forseti PEN, alþjóðlegra samtaka höfunda, útgefenda og blaðamanna. Morgunblaðið/Einar Falur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.