Morgunblaðið - 18.05.2013, Page 8

Morgunblaðið - 18.05.2013, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013 Fararstjóri: Jónas Þór 1. - 10. september Hið stórbrotna Alaska Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Óvíða í álfunni er náttúrufegurðin eins mikil og í Alaska. Ríkið er hálent, vogskorið og víðast skógi vaxið. Í ferðinni kynnumst við menningu Alaska, stórbrotinni náttúru og merkilegu mannlífi fyrr og nú. Verð: 413.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Eftir að núverandi borgarstjóri,Jón Gnarr Kristinsson, tók við embætti hefur hann markvisst dreg- ið úr hefðbundnum starfsskyldum borgarstjóra.    Ámóti hefurhann aukið við hinar „val- kvæðu“ starfs- skyldur, svo sem að mæta á kjörstað í grímubúningi, en óvíst er að borgar- búar telji að þær „starfsskyldur“ eigi að meta með sama hætti til launa framkvæmda- stjóra síns.    Í nýlegri skýrslu úttektarnefndará stjórnkerfi og stjórnsýslu borgarinnar er vikið að þessu vandamáli, að vísu afskaplega kurt- eislega. Þar er bent á að borg- arstjóri hafi þrenns konar meg- inhlutverk og eru furðufatasýningar ekki þar á meðal.    Í skýrslunni segir að skyldur borg-arstjóra við framkvæmdastjórn séu skilgreindar í samþykkt um stjórn borgarinnar. Þá segir: „Að mati úttektarnefndarinnar hafa þeir einstaklingar sem gegnt hafa starfi borgarstjóra á því tímabili sem er til skoðunar lagt mismikið til þriggja meginhlutverka borgar- stjóra, einkum er varðar það sem snýr að starfi hans sem fram- kvæmdastjóra Reykjavíkurborgar. Úttektarnefndin telur óheppilegt að litið sé svo á að það sé að einhverju leyti valkvætt með hvaða hætti æðsti embættismaður borgarinnar hagi aðkomu sinni að því verkefni þegar á sama tíma rammi er settur um verkefnið í lögum og sam- þykktum borgarinnar.“    Hvaða borgarstjóri ætli það sésem hefur einkum lagt „mis- mikið“ til starfs framkvæmdastjóra borgarinnar? Jón Gnarr Kristinsson Mismikil áhersla á framkvæmdastjórn STAKSTEINAR Veður víða um heim 17.5., kl. 18.00 Reykjavík 9 skýjað Bolungarvík 4 skýjað Akureyri 5 alskýjað Nuuk -6 snjóél Þórshöfn 7 alskýjað Ósló 22 skýjað Kaupmannahöfn 21 heiðskírt Stokkhólmur 17 heiðskírt Helsinki 17 skýjað Lúxemborg 10 skýjað Brussel 8 skýjað Dublin 12 léttskýjað Glasgow 17 léttskýjað London 11 skýjað París 16 léttskýjað Amsterdam 8 skúrir Hamborg 23 léttskýjað Berlín 27 heiðskírt Vín 21 skýjað Moskva 22 heiðskírt Algarve 17 léttskýjað Madríd 8 skýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 20 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 22 skýjað Winnipeg 17 alskýjað Montreal 15 léttskýjað New York 18 heiðskírt Chicago 22 alskýjað Orlando 26 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 18. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:02 22:47 ÍSAFJÖRÐUR 3:39 23:20 SIGLUFJÖRÐUR 3:21 23:04 DJÚPIVOGUR 3:25 22:23 Minningarlundur um atburðina í Osló og Útey þann 22. júlí árið 2011 var vígður í landi Háskóla Ís- lands í Vatnsmýri í gær á þjóðhá- tíðardegi Norðmanna, þann 17. maí. Dag Wernö Holter, sendi- herra Norðmanna á Íslandi, ávarp- aði meðal annars samkomuna og kór frá Þrændalögum söng norskt lag. Í lundinn hefur verið plantað átta íslenskum reynitrjám í hring og verið er að planta 77 birkitrjám sem eru afkomendur íslenskra og norskra trjáa. Reynitrén eiga að tákna Norðurlöndin fimm og sjálfs- stjórnarsvæðin þrjú, Álandseyjar, Færeyjar og Grænland. Birkitrén standa hins vegar eitt fyrir hvern sem lést í hryðjuverkaárásunum. Lundurinn er samstarfsverkefni Norræna félagsins, Norræna húss- ins, Háskóla Íslands, Skógræktar- félags Reykjavíkur, Landmótunar sf., bókaútgáfunnar Draumsýnar og Reykjavíkurborgar. Trjálundur til minningar um þá sem féllu í Noregi Athöfnin Margir veifuðu norska fánanum og klæddust þjóðbúningum. Morgunblaðið/Rósa Braga Noregur Þjóðhátíðardagur Norðmanna var í gær og var minningarlundur- inn um fórnarlömbin í Osló og Útey vígður við það tilefni. Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands hefur ákveðið að ráða Örnu Kristínu Einarsdóttur fram- kvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveit- arinnar frá og með 1. september næstkomandi. Ráðið er í starfið til fjögurra ára að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá hljómsveit- inni. Arna Kristín hefur verið tón- leikastjóri og staðgengill fram- kvæmdastjóra hjá Sinfón- íuhljómsveit Íslands frá árinu 2007. Áður starfaði hún við skipu- lagningu menningarviðburða hjá Hafnarfjarðarbæ og í Norræna húsinu. Þá hefur hún verið flautu- leikari í Sinfón- íuhljómsveit Ís- lands og í Bretlandi. Arna er með meistara- gráðu í menn- ingar- og menntastjórnun frá Háskólanum á Bifröst og hef- ur lokið framhaldsmenntun í þver- flautuleik í Bandaríkjunum og Bretlandi. Hún tekur við starfinu af Sigurði Nordal. Ráðin framkvæmdastjóri Sinfóníunnar Arna Kristín Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.