Morgunblaðið - 18.05.2013, Síða 10

Morgunblaðið - 18.05.2013, Síða 10
„Við erum að fræða leikskólabörn og grunnskólabörn um listir og menningu. Þetta er styrkt af Lista- og menningarsjóði Kópavogsbæjar og við köllum þetta Ormadaga með tilvísun í krakkaorma, bókaorma og jafn- vel óþekktarorma,“ segir Arna Schram, upplýsinga- fulltrúi Kópavogsbæjar. Börnin hafa flakkað á milli helstu menningarhúsa Kópavogs og meðal annars kynnst hljóðfæraleik, mynd- list og vísnasöng. „Síðustu tvö ár hafa Ormadagar verið liður í Kópa- vogsdögum, menningarhátíð Kópavogsbæjar. Þetta er liður í því að fá yngstu kynslóðina til þess að kynnast því sem bærinn hefur upp á að bjóða í menningu og listum. Það er vilji til þess að fjölga þessum dögum og hafa þá oftar yfir árið,“ segir Arna en dagarnir verða endurteknir nú í haust. „Í Náttúrufræðistofunni fengu börnin fræðslu um skordýr og á Bókasafni Kópavogs hafa verið lesnar fyrir þau ormasögur og þau fengið að skoða bækur. Í Gerð- arsafni fengu þau síðan fræðslu um myndlistarsýningar sem þar hafa verið. Þar var einnig listasmiðja þar sem börnin fengu meðal annars að teikna og fá útrás fyrir sína list,“ segir Arna en hún segir að mikill áhugi hafi verið á dögunum. „Þegar það hafa losnað rými eða stundir hjá söfn- unum þá hafa krakkar í öðrum sveitafélögum verið vel- komnir en þar sem þetta er styrkt af lista- og menning- arsjóði Kópavogsbæjar þá njóta börn í Kópavogi forgangs,“ segir hún að lokum. davidmar@mbl.is Börnin fræðast um listir og menningu Ormadagar í Kópavogi Fræðsla Krakkarnir fengu meðal annars að fræðast um myndlistarsýningar og hvernig hljóðfæri eru búin til. Kraftur Innlifunin var mikil hjá krökkunum í Kópavogi. Ormar Börnin syngja hér Aravísur sem Ingibjörg Þorbergs, heiðurslistamaður Kópavogs, samdi á sínum tíma. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég byrjaði að safna þegarég var þrettán ára og þávar ég yngsti meðlimur ímyntsafnarafélaginu. Ég fékk að taka þátt á uppboðum með skriflegu samþykki móður minnar,“ segir Sigurður Helgi Pálmason, safnari af Guðs náð, en hann opnaði nýlega Safnaramiðstöðina við Hverfisgötu. Þar er til sölu mynt, seðlar, frímerki, bréf og allskonar gamlir hlutir sem tengjast sögunni okkar. „Ég missti áhugann á söfnun þegar ég komst á gelgjuskeiðið en fyrir sex árum blossaði þetta aftur upp hjá mér. Ástæðan fyrir því að ég opna þessa verslun er fyrst og fremst hugsjón. Þessi markaður hef- ur breyst mjög mikið og allar safn- arabúðir í bænum hafa lagt upp laupana. Ég vil vera með búð þar sem safnarar geta nálgast aukahluti til að skipuleggja söfnin sín, en ég er líka með sérstakt horn hér með stól- um þar sem hægt er að setjast niður og spjalla saman, af því þannig læra safnarar mikið hver af öðrum.“ Leiðir mig í ævintýri Helgi segir að söfnunaráráttan sé til í mörgum stigum og margar ólíkar gerðir safnara séu til. „Allir safnarar eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á sögunni, þó vissulega séu til þeir sem eru einvörðungu í þessu fyrir peninga og eru einfald- lega að fjárfesta. Ég finn ákveðna ró í því að grafast fyrir um hlut, lesa mér til og komast að sögu hans, og það leiðir mig oftast inn í eitthvert ævintýri. Mér finnst gaman þegar fólk kemur til mín og biður mig að skoða hlut og í framhaldinu áttar það sig á hvað það hefur í hönd- unum, eitthvað sem það hélt kannski að væri verðlaust. Stundum eru þetta gamlir pappírar. Við Íslend- ingar erum gjarnir á að henda hlut- um án þess að láta athuga þá. Við er- um svo nýjungagjörn. Við eigum að þekkja söguna okkar og tengjast henni,“ segir Sigurður og bætir við að fólki sé velkomið að koma til hans með hluti sem það vill fræðast um eða selja. Sætapeningar frá Eyjum Sigurður féll fyrir vöru- og Finnur ró í því að grafast fyrir um hluti Hann segir söfnunaráráttu vera til í mörgum stigum. Sjálfur féll hann fyrir vöru- og brauðpeningum. Hann á eina eintakið sem til er af orðu frá fyrsta landsleik Íslands í fótbolta, sem var við Dani árið 1919. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013 T il bo ði n gi ld a 15 .- 20 .m aí 20 13 eð a m eð an bi rg ði r en d as t. Dásamlegt dekur Kringlan - Sími: 577 7040 | www.loccitane.com Magnolia & Mûre tvenna Sturtugel 175 ml og húðmjólk 175 ml. Einnig til í Jasmine & Bergamot, Thé Vert & Bigarade og Vanille & Narcisse. 3.550 kr. Andvirði 5.140 kr. Hátíðin KexReið verður haldin í sum- ar föstudaginn 14. júní. Um er að ræða tveggja daga veislu en það er Kex Hostel, í samstarfi við Kría Cyc- les, sem stendur á bak við viðburð- inn. Hjólreiðakeppnin verður laug- ardaginn 15. júní en hægt er að skrá sig í keppnina á heimasíðu Kexlands, kexland.is. Keppendur verða ræstir klukkan 15 í Skuggahverfinu og ligg- ur brautin um Skúlagötu og Hverfis- götu. Að keppni lokinni munu nokkr- ar hljómsveitir stíga á svið í Vitagarði, nýjum almenningsgarði við Kex Hostel, og skemmta fólki fram á kvöld. Ætlunin er að styðja við vax- andi hjólreiðamenningu hér á landi auk þess að auðga mannlífið við Hverfisgötu og í Skuggahverfinu. Þess má til gamans geta að keppt verður í verðlaunatreyjum Kexreiðar- innar sem hannaðar eru af Guðmundi Jörundssyni hjá JÖR. Vefsíðan www.kexland.is Hátíð Skráning er á síðu Kexlands en þar eru frekari upplýsingar um keppnina. Hjólreiðakeppni í Skuggahverfi Á morgun, laugardaginn 18. maí, munu Svavar Knútur og dúettinn Dillidó standa fyrir tónleikum í Frí- kirkjunni í Reykjavík. Um er að ræða fjölskylduskemmtun en á dagskránni, sem hefst klukkan 14, verða meðal annars vinsæl barna- og fjölskyldulög. Tónleikarnir eru haldnir í því skyni að sameina yngri og eldri kynslóðina og því fá afar og ömmur frítt inn ef þau eru í fylgd með afa- eða ömmubörnum. Að loknum tónleikum verður stefn- an sett á Tjörnina og allir þeir tón- leikagestir sem vilja fá brauð til að gefa öndunum. Yngri og eldri kynslóðin sameinuð í söng Fjölskyldufjör í Fríkirkjunni Morgunblaðið/Ómar Söngvari Svavar mundar gítarinn. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.