Morgunblaðið - 18.05.2013, Síða 23

Morgunblaðið - 18.05.2013, Síða 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013 Þú getur verið afslappaður og öruggur við grillið með AGA gas. Öruggur um að þú ert að nota gæðavöru og að þú fáir góða þjónustu þegar þú þarft áfyllingu á gashylkið, hvort sem þú nýtir þér heimsendingarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu eða þegar þú heimsækir söluaðila AGA. Farðu á www.gas.is og finndu nálægan sölustað eða sæktu öryggisleiðbeiningar og fáðu upplýsingar um AGA gas. ÍSAGA ehf. • www.gas.is Breiðhöfða 11 • 110 Reykjavík • Sími 5773000 www.GAS.is VIÐ ERUM SÉRFRÆÐINGAR Í GASI Umboðsmenn ÍSAGA ehf: Selfoss: Vélaverkstæði Þóris, s. 482 3548. Vestmannaeyjar: Bíla- og vélaverkstæðið Nethamar, s. 481 3226. Sauðárkrókur: Byggingarvörudeild Kaupfélags Skagfirðinga, s. 455 4626. Ísafjörður: Þröstur Marsellíusson hf, s. 456 3349. Akureyri: Sandblástur og málmhúðun hf, s. 460 1515. Reyðarfjörður: Verslun BYKO, s. 470 4200. ÚR BÆJARLÍFINU Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Kuldatíð hefur ríkt hér á norðausturhorn- inu og fólk er orðið langeygt eftir betri tíð með blómum í haga. Vorverkin eru þó víða hafin og eitt af þeim er eggjatekja á Langa- nesi. Svartfuglinn er sestur upp og fyrir nokkrum dögum fóru sigmenn af stað í Læknisstaða- og Skoruvíkurbjarg. Eggja- tekja fer mjög rólega af stað, segja sigmenn því kuldinn er mikill og björgin eru svaðblaut og ekki ákjósanlegur varpstaður fyrr en þornar til. Eggjatekjan núna er aðeins fjórð- ungur af því sem er eðlilegt í venjulegu ár- ferði, sögðu sigmenn en með hlýnandi veðri má búast við aukningu. Svartfuglseggin þykja mesta ljúfmeti og er eftirspurn mikil eftir þeim á vorin. Fuglalífið er fjölskrúðugt úti á Langanesi og kunnugir menn segja að lundabyggðin þar hafi farið vaxandi síðustu árin.    Grásleppuvertíð fer nú senn að ljúka en þrír bátar eru enn að. Vertíðin hófst með ágætu tíðarfari og mikilli veiði en aflahæsti grásleppubáturinn í apríl skv. aflafréttum er Þórshafnarbáturinn Garðar. Seinni hluta ver- tíðar voru mikil frátök vegna veðurs og langur kvikukafli. Grásleppan er gengin mjög grunnt nú þegar liðið er á hrygningartímann og lítið má hreyfa sjó svo netin verði ekki full af þara. Veiðin hefur ekki verið betri í áratugi en verð- ið er lágt eða nær helmingi lægra en það var fyrir tveimur árum.    Húsnæðisskortur hefur verið viðvarandi á Þórshöfn og lítil breyting þar á. Fyrir tveim- ur árum var hafist handa við byggingu þriggja parhúsa eða sex íbúða í Miðholtinu en þá hafði ekki verið byggt íbúðarhúsnæði hér í fimmtán ár. Þessar íbúðir eru allar í leigu núna. Tölu- vert er um fyrirspurnir frá fólki í húsnæðisleit enda hefur atvinnuástand hér verið nokkuð gott.    Löghæðin er ný viðbót við Gistiheimilið Lyngholt en hún er staðsett á hæðinni fyrir of- an lögreglustöðina í hjarta bæjarins og ber því nafn með rentu. Þar eru sex herbergi og segja eigendur Lyngholts að full þörf hafi verið fyrir aukið gistirými en níu herbergi eru í Lyng- holti. Ferðafólk leggur í auknum mæli leið sína á Langanes og nú í vorkuldanum eru ferða- menn strax komnir á stjá.    Í Grunnskólanum hefur margt verið að gerast og styttist nú í skólalok. Nordplús verkefni hefur verið í gangi og á vordögum komu í heimsókn nemendur frá Eistlandi og Lettlandi ásamt kennurum og voru í tæpa viku. Nemendur á unglingastigi voru í gest- gjafahlutverki og bjuggu erlendu nemend- urnir á heimilum þeirra. Heimsóknin heppn- aðist vel sem við var að búast því vandað var til dagskrár og skipulagningar til að gera dvöl erlendu gestanna sem eftirminnilegasta. Stuttmyndasýning var haldin í félagsheimil- inu Þórsveri í vikunni en sýningin er afrakstur af áhugasviðsverkefni á unglingastigi í grunnskól- anum. Alls voru þetta tólf myndir af ýmsum toga og sýndu greinilega að hugmyndaauðgi ung- menna er mikil og sköpunargleðin í algleymingi. Tónlistarskólanum er lokið þetta skóla- árið og fjölmennir tónleikar voru haldnir í Þórshafnarkirkju undir stjórn tónlistarkenn- arans Kadri Laube sem hér hefur unnið gott starf í skólanum. Morgunblaðið/ Líney Sigurðardóttir Reynslubolti Einn reyndasti sigmaðurinn á Þórshöfn, Óli Þorsteinsson, er nýhættur að síga í björgin en er þó áfram á bjarginu með bílinn og festi. Fólk er orðið langeygt eftir betri tíð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.