Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 35
þeir láta hann frjálsan fara um
þeirra storð. Sama dag, 26. apríl
1986, urðu miklir hvellir í Kerno-
byl og geislavirkt ryk geystist í
sömu átt og lestin stefndi. Ein
myndin í hugskotinu er af Þór
sem gestgjafa í Flóanum sæla,
þar hljómar kímniblandin rödd
frásagnargáfunnar sem kann að
hafa í heiðri að „húmor er ekki af-
sal nokkurrar alvöru“ nema
„óvænt og omvent“. Fleiri eru
myndirnar t.d. frá vesturströnd
Kanada meðal indjána en Modest
er hættur að spila undir og plássið
ekki nægt. Þór var stemningar-
maður afbragðsgóður, mála-
fylgjumaður, rökfastur og fimur.
Frumlegur var hann og uppörv-
andi. Hann bætti hvert manna-
mót sem hann sótti. Fyrir sam-
vistir og samvinnu hans er ég
þakklátur. Ég votta Hildi Há-
konardóttur og aðstandendum
samhygð mína. Nú vaknar
Brahms í huga mér ...
Jón F. Hjartarson.
Sumarið 1972 sótti ég um stöðu
þýskukennara við Menntaskól-
ann við Tjörnina, til húsa í gamla
Miðbæjarskólanum. Björn
Bjarnason var nýráðinn rektor
skólans. Fyrstu sporin þangað
voru því að ganga á fund hans,
kynna mig og leita eftir ráðningu.
Það var mikið heillaspor og heið-
ursmaðurinn Björn tók mér opn-
um örmum. Eftir það varð þessi
stofnun starfsvettvangur minn
næstu 34 ár. Hún flutti seinna bú-
ferlum frá Tjörninni inn að Sund-
um og hlaut þá núverandi nafn
sitt, Menntaskólinn við Sund.
Deildarstjóri þýskudeildarinn-
ar var Þór Vigfússon. Mér var það
sérstakt gleðiefni. Við vorum
skólafélagar í Menntaskólanum
að Laugarvatni. Fæddir sama ár
en hann stúdent ári á undan mér.
Þar hófust fyrstu minningar og
kynni mín af honum. Strax varð
mér ljóst að þar var meira en
meðalmaður á ferð. Mikill að vall-
arsýn og miklum námshæfileik-
um gæddur.
Það var til siðs á þessum árum í
ML að munnleg stúdentspróf
voru haldin í heyranda hljóði.
Menn fóru þá gjarnan að hlusta á
skólafélaga sína, ekki síst ef dúx-
ar voru á ferð og stórra tíðinda að
vænta. Flest af þessu er nú fallið í
gleymskunnar hít. En einn slíkur
viðburður er mér enn í fersku
minni. Það var sú stund er Þór
Vigfússon gekk til munnlegs
stúdentsprófs í latínu. Frammi-
staða hans þar var slík að hún
hreif alla viðstadda.
Samstarf okkar Þórs í MT og
seinna í MS var mér afar dýr-
mætt. Hann var brautryðjandinn
í þýskukennslunni. Mótaði stefn-
una. Var afar næmur og smekkvís
á gott, áhugavert og krefjandi
námsefni. Hann samdi líka mik-
ilvæg námsgögn fyrir nemendur.
Fyrir allt þetta á skólinn honum
mikið að þakka.
Þór var afar farsæll og vinsæll
kennari. Jók það vissulega á vin-
sældir hans hversu skemmtilegur
hann var og frásagnarlist hans
leiftrandi.
Ég votta Hildi og aðstandend-
um Þórs Vigfússonar mína dýpstu
samúð. Blessuð sé minning hans.
Guðlaugur Stefánsson.
Vegferð Þórs var ævintýri.
Vakinn og sofinn við að gleðja og
bæta hag samferðamanna sinna.
Aðsópsmikill, ætíð í fararbroddi
fylkinga, sagnamaður slyngur.
Sveiflaði léttilega yfir hindranir
þeim er voru hugumminni.
Löngum voru gengin fjöll, heiðar,
svartir sandar, vaðnar ár og stikl-
aðir jöklar, áð á ljúfum bala.
Kvæntist á fjalli og að fornum sið
heilladísinni sinni Auði Hildi.
Gerðu sér rann og vinjar er tóku
öðru fram og margir fengu að
njóta. Reru um fljót og flóa, fet-
uðu stíga Machu Picchu, settust
að skör munka og náttúrufræð-
ara. Göldruð fram hollustufæða,
gleði og friður í fyrirrúmi. Æv-
inlega ný sjónarhorn og listiðja í
skemmtilegur og hann sýndi okk-
ur áhuga. Hann kom ávallt með
ferskan blæ inn í kennslustofuna
og kom okkur annað slagið á
óvart með því að bregða út af van-
anum. Sem dæmi má nefna að eitt
sinn kenndi hann okkur að taka í
nefið. Þór var jú frægur fyrir sína
rauðu tóbaksklúta og hversu fag-
lega hann iðkaði þá iðju sína að
taka í nefið. Auk þess má nefna að
hann bauð okkur heim í garðhýsið
sitt í Vesturbænum og þar sátum
við með kaffi í krús og þýddum
þýskar smásögur. Góður kennari
veit hvernig vekja má áhuga nem-
enda, hann er skipulagður, hann
býður nemendum sínum upp á
ögrandi verkefni en hefur jafn-
framt í huga að námsefnið sé ekki
of langt frá getustigi þeirra. Um
fram allt tekur góður kennari sig
ekki of hátíðlega, er léttur í lund
og viðurkennir fúslega ef hann
hefur ekki svör á reiðum höndum
við öllum þeim spurningum sem
upp koma. Þannig kennari var
Þór Vigfússon. Við þökkum hon-
um þá vegferð sem við nutum með
honum á stúdentsárum okkar í
Menntaskólanum við Tjörnina.
F.h. 4-A Menntaskólanum við
Tjörnina 1974,
Erla Aradóttir.
Kveðja frá bekkjarsystkinum
á Laugarvatni
Við fráfall Þórs Vigfússonar
lýkur liðlega sextíu ára samfylgd
sem hófst á Laugarvatni haustið
1951. Sá hópur, sem settist þar á
skólabekk, hafði hlýtt kalli Bjarna
Bjarnasonar, skólastjóra Laugar-
vatnsskólans, að hefja merki nýs
skólasamfélags, menntaskóla í
sveit, þar á staðnum, þótt ekki
væru enn fengin formleg réttindi
til að brautskrá stúdenta. Og það
var margt sem skóp samheldni og
samkennd okkar sem hófum þar
nám, ekki síst vitundin um, að það
væri líka undir okkur komið hver
yrði framtíð menntaskóla í sveit.
Einn eldhuginn í kennaraliði
skólans, Þórður Kristleifsson, sá
mæti maður, talaði stundum við
okkur um nauðsyn þess að menn
hefðu sinn „ráðhústurn“ til að
taka mið af og ná réttum áttum.
Og hann fór ekki í neinar graf-
götur með það álit sitt að „Selfos-
spilturinn“ Þór Vigfússon væri
kennileiti sem treysta mætti. Og
það var ekki bara í þýskunni hjá
honum Þórði sem finna mátti slíkt
viðmið í „Selfosspiltinum“. Þór
var hvarvetna fremstur meðal
jafningja, jafnt í námi, leik og
starfi, og lagði sig allan fram við
þau verkefni sem hann glímdi við.
Hann stundaði sína uppáhalds-
íþrótt, körfuboltann, af miklu
kappi á menntaskólaárunum,
enda náði bekkjarliðið frábærum
árangri bæði innan skóla og utan.
En meðal minnisstæðustu atvika
frá skólaárunum er einstakur
flutningur hans á lífsnautnakvæði
Davíðs Stefánssonar, „Vodka“,
sem hann flutti á dagskrá helg-
aðri skáldinu á 60 ára afmæli
þess, af slíkri innlifun og svo
þorstlátri röddu að áheyrendur
fundu áður ókennda strauma
hríslast um hverja taug. Þá var
eins gott að Laugarvatn var
„þurr“ staður!
Þór var umfram allt „drengur
góður“ eins og sagt var forðum og
er best lýst í þessum fleygu vísu-
orðum:
– Þitt er menntað afl og önd,
eigirðu fram að bjóða
hvassan skilning, haga hönd,
hjartað sanna og góða.
(Stephan G. Stephansson)
Þannig var Þór; þannig mun-
um við hann og þannig minnumst
við hans.
Eftir menntaskólaárin strjál-
uðust fundir okkar eins og geng-
ur; sambandi var þó jafnan við
haldið og síðari árin hittumst við
bekkjarsystkinin árlega ásamt
mökum og fórum saman í ferða-
lag, langt eða stutt eftir atvikum.
Minnisstæðastar eru ferðirnar til
Dublin og síðar Berlínar, þar sem
fagnað var fimmtíu ára stúdents-
afmæli okkar. En ferðirnar innan-
lands voru ekki síður uppspretta
gleði og gáska. Oft var þá komið
við í Straumum eða í litla húsinu
þeirra Hildar og Þórs við Þing-
vallavatn þar sem góðgerðir voru
á borðum fyrir hópinn. Og ekki
þarf að taka fram að Þór var
ávallt Leiðsögumaðurinn (með
stórum staf og greini) í þessum
ferðum. Þar nutum við einstakrar
frásagnarsnilli hans og þeirrar
glaðværu stemningar sem hann
átti svo létt með að skapa í kring-
um sig. Síðasta ferð okkar var far-
in í lok ágúst á síðasta ári og þá
kom okkur svo sannarlega ekki til
hugar að svo stutt væri til hinstu
kveðjustundar.
Við bekkjarsystkini og makar
kveðjum góðan dreng með sárum
söknuði og sendum Hildi, börnum
Þórs og öðrum aðstandendum
dýpstu samúðarkveðjur.
F.h. bekkjarsystkina
frá Laugarvatni,
Björgvin Salómonsson.
Það er erfitt að finna rétt
kveðjuorð til að minnast þessa öð-
lings og mikla heiðursmanns enda
einstakur maður og engum líkur.
Þór var einstakur maður og var
það mikil gæfa að fá að kynnast
honum og konu hans Hildi. Hann
var alltaf hrókur alls fagnaðar og
mikið tilhlökkunarefni að eiga
með honum samverustundir
hvort sem var um eldri eða yngri
meðlimi fjölskyldu okkar að ræða.
Einhverju sinni datt Þór í hug að
útbúa göngubraut frá heimili sínu
þvert yfir mýrina og yfir að skrif-
stofu okkar og verkstæði. Þegar
hann hafði lokið þeirri fram-
kvæmd bauð hann okkur og stafs-
mönnum okkar yfir í heimsókn.
Hópurinn hélt af stað undir hans
góðu leiðsögn og gengið var sem
leið lá að heimili þeirra hjóna þar
sem tekið var á móti okkur með
veisluhöldum og miklum myndar-
skap. Þessi heimsókn var okkur
mikils virði og fékk okkur öll til að
líta upp úr amstri dagsins og
komast yfir í annan heim. Heim
ævintýra og ævintýrasagna þar
sem allir skemmtu sér vel og áttu
góðar stundir saman og þannig
var það ávallt með allar þær
stundir sem við áttum með Þór.
Við kveðjum þig með djúpum
söknuði og þakklæti fyrir vináttu
þína og ómetanlegan stuðning.
„Einstakur“ er orð sem notað er þegar
lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðm-
lagi eða sólarlagi eða manni sem veitir
ástúð með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af
rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu
annarra.
„Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og
dýrmætir og hverra skarð verður aldrei
fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez.)
Við vottum Hildi, fjölskyldu og
öðrum aðstandendum okkar
dýpstu samúð.
Guðmundur Tyrfingsson
og fjölskylda.
Aðdáun er orð sem kemur
sterkt upp í hugann þegar stóri
Þór er kvaddur. Aðdáun á mögn-
uðu lífshlaupi, aðdáun á sterkri
nærveru, aðdáun á orðkynngi, að-
dáun á djúpum skilningi á öllu
mannlegu og aðdáun á dásam-
legri nálgun á þau verkefni sem
fyrir lágu hverju sinni, þar sem
allt varð skemmtilegt.
Aðdáun smástráksins, sem
henti öllu frá sér þegar hann birt-
ist mikilúðlegur með síða alskegg-
ið á hlaðinu heima, breyttist í að-
dáun skólastráksins á
skólameistaranum sem auðnaðist
að laða það besta fram í öllum sem
í kringum hann voru og svo
seinna í aðdáun á vini sem alltaf
bar birtuna með sér.
Með aðdáun hlustaði maður á
allar sögurnar sem sagðar voru
við eldhúsborðið hjá afa og ömmu
meðan tekið var í spil og seinna
þegar við fórum í ferðir til að spila
eða bara í erindislaust flandur.
Ég þakka þau spor sem ég fékk
að ganga með stóra Þór og bið all-
ar góðar vættir að gæta hans og
allra þeirra sem kveðja nú sannan
meistara.
Gestur Guðjónsson.
Meistari vor er fallinn frá.
Hann var meistari okkar allra í
Fjölbrautaskóla Suðurlands, allra
nemenda og starfsmanna. Þór var
einstakur persónuleiki og stjórn-
andi en hann notaði þá aðferð við
að stjórna, að eigin sögn, að miða
þumalputtanum á tunglið og
margfalda með Pí. Það gaf þá
góðu raun að Þór var líklega einn
ástsælasti skólameistari landsins.
Þór stjórnaði skólanum af mildi
og hjartagæsku. Hann tók við
„Hlaupabrautinni“ af Heimi Páls-
syni haustið 1983. Skólahúsnæðið
var á sjö stöðum. Alla tíð Þórs við
skólann var verið að byggja að-
alskólahúsið Odda og síðari hluti
þess var ekki vígður fyrr en
nokkrum mánuðum eftir að Þór
lét af störfum. Hann átti stóran
þátt í því að vel tókst til við bygg-
ingarframkvæmdir. Þór var flest
til lista lagt. Brautskráningar-
ræður hans voru áhrifamiklar,
orðsnilldin kynngimögnuð. Hann
fjallaði um margt í ræðunum, m.a.
um þekkinguna og sagði: „Það er
fleira mikilvægt í lífinu en þekk-
ingin og miklu mikilvægara. Sá
sem klappar ekki konunni sinni,
honum duga engar Pýþagórasar-
reglur, sú sem faðmar ekki barnið
sitt, henni dugar enginn kjarna-
kljúfur.“ Gott hjartalag og brjóst-
vitið skiptu öllu máli. Samskipti
hans við nemendur voru afar góð,
þeim fannst orðfar hans sérstakt
og skemmtilegt. „Hér sé friður“,
„Haldið árunni hreinni“. „Dásam-
legt“ var eitt af þeim orðum sem
hann tók sér hvað oftast í munn.
Hann heilsaði öllum á göngum
skólans. Þór var sagnameistari og
hrókur alls fagnaðar á kaffistof-
unni Bollastöðum. Þór hafði
frumkvæði að því að nefna vist-
arverur í skólanum eftir bæjar-
nöfnum á Suðurlandi. Ráðagerði
hét fundarherbergið og Ráðleysa
skrifstofa skólameistara. Tækja-
draugurinn Móri kom fljótlega í
skólann eftir að Þór tók við. Ég
minnist þess að draugsi hljóp í
símaskiptiborðið á aðalskrifstof-
unni og ljósritunarvélarnar. Nóg
var að Þór nefndi nafn Móra svo
allt færi í samt lag aftur. Þór
kenndi ýmsar greinar við skólann
og þótti afbragðskennari. Hann
kenndi þýsku en einnig stærð-
fræði og bókfærslu. Hann tók
einnig að sér kennslu í söðlasmíði
og aflaði sér gagna frá Þýskalandi
í þeim tilgangi. Þór var alltaf til í
nýjungar og breytingar í skóla-
starfinu. Hægt væri að halda
áfram endalaust að tala um hæfi-
leika og fjölhæfni Þórs. Hann
skokkaði, hjólaði, stundaði körfu-
bolta, sigldi á kajak, gekk yfir fjöll
og firnindi. Tíkin hans hún Týra
hljóp oft með meistara sínum en
þegar hún fór að eldast og þreyt-
ast lét Þór smíða handa henni
vagn sem hann festi við hjólið.
Það var stolt tík hún Týra þegar
Þór hjólaði af stað frá skólanum
og hún sat sperrt í vagninum. Ég
sakna Þórs mjög, það voru góðir
tímar með honum í Fjölbraut. Ég
þakka honum þolinmæðina sem
hann sýndi mér sem aðstoðar-
manni sínum, góð ráð á erfiðum
stundum og allan stuðning, líka
hin síðari ár, þegar ég varð skóla-
meistari FSu.
Ég vona að Þór sé á góðum
stað þar sem hægt er að segja
sögur og drekka góðan móasopa
eins og hann gerði oft með Hildi
sinni og fleirum. Innilegar sam-
úðarkveður til Hildar og fjöl-
skyldunnar.
Örlygur Karlsson.
Meira: mbl.is/minningar.
Allt var þeim manni gefið og á
allar listir fleygt. Kappsfullur og
skapharður ef við þurfti, það var
hann sem jafnhattaði Örn Ólafs-
son þriggja álna tröllkarl og þar
eftir sveran bara af því einhver
skólafélaginn missti það út úr sér
að það væri ekki hægt. Þór mátti
það til að reka það ofan í hann.
Hann snerti lítillega á pólitík og
var með það sama kosinn í borg-
arstjórn Reykjavíkur og varla
hafði hann meira en kennsluferil
sinn þegar hann var gerður að
skólameistara eins merkasta
framhaldsskóla landsins, Fjöl-
brautaskóla Suðurlands. Hann
var hratt hugsandi, með gott
tungutak og reyndi að innræta
nemendum sínum það sama.
Hann minntist oft með gleði og
gáska, þess þegar ein námsmey
hans missti fótanna á hálu svelli
og báða upp fyrir höfuð og hring-
snerist fyrir framan hann á boss-
anum að hann reisti stúlkuna upp
og lagði koll hennar að öxl sér og
ætlaði að segja einhver huggun-
arorð, þegar sú stutta varð fyrri
til og sagði: „Þetta er allt í lagi, ég
ætlaði hvort sem er alltaf að verða
ballerína.“ Einhverju sinni gekk
hann undir mér, sárkvöldum af
bakveiki og fótameiðslum eftir
þjakandi gleðskap á gamlárs-
kvöld gegnum hné- og koldjúpan
snjó, í stórhríð og grimmdar-
frosti. Þá sagði ég til að vekja
máls á einhverju hvernig líst þér á
nýja árið, Þór? Hann svaraði.
„Heyrðu félagi, ég veit hvernig
nýja árið verður. Það verður ná-
kvæmlega eins og við ætlum að
hafa það.“ Þá um vorið tók hann
sig til, hætti kennslu og skóla-
stjórn og hélt sig mest heima síð-
an, í húsi því sem hann hafði
ásamt Hildi konu sinni tekið við af
tengdaforeldrum sínum og þau
bæði unnið við af alúð og einstakri
kostgæfni. Hann hafði stóra al-
fræðiorðabók á standpúlti á miðju
stofugólfi. Barnabörn hans ekki
stór þekktu enga skemmtan og
engan heiður meiri en að fá að
standa uppi á kassa og fletta
Stóru bókinni hans afa. Og eftir
þetta er að kunna að kenna. Að-
spurður hvort honum líði ekki illa,
þessum athafnasama manni að
hafa ekkert fyrir stafni, svaraði
hann. „Ég hef nóg að gera.“ Og
hvað? Svar. „Fága minn helga
stein.“ Einnig því starfi sinnti
hann betur en flestir menn. Veri
Guð Þóri Vigfússyni líknsamur og
veiti honum vist í því besta her-
bergi af þeim mörgu sem hann
hefur í húsi sínu.
Sú er mín bæn.
Eyvindur Erlendsson.
fjölbreyttu formi, lífskúnstnerar.
Að hafa fengið að njóta hlutdeild-
ar á langri leið er dýrmæti.
Sárara en orðum verður að komið
er að horfa á eftir öðlingi og vin-
inum ljúfa.
Edda Óskarsdóttir.
„Þegar hann var við nám úti í
Austur-Þýskalandi ætluðu þeir að
gera hann að kúluvarpara á
heimsmælikvarða …“ segir í sögu
Umf. Selfoss um Þór Vigfússon.
Sem betur fer fyrir samfélag okk-
ar hafði hann ekki áhuga á fyr-
irætlunum þeirra. Samfélag okk-
ar hefði orðið mun snauðara ef
áform Þjóðverja hefðu náð fram
að ganga.
Er litið er yfir farinn veg síð-
ustu áratuga og rifjaðar upp þær
stundir er við höfum átt með Þór
og Hildi eru þær óhemju margar
og dýrmætar í minningunni, ferð-
ir sem farnar voru á gönguskíð-
um, í fjallgöngum, kajaksigling-
um og á hlaupum svo fátt eitt sé
nefnt. Ekki þurfti langan aðdrag-
anda til að leggja í ævintýraferðir,
þegar hó kom frá Þór um að fara
skyldi af stað og staða himin-
tungla hagstæð var lagt af stað í
eitthvað óvænt sem ekki var á
hvers manns færi að gera.
Það er ógleymanlegt er við fór-
um saman í maraþon á Mývatni
2006 en Þór hafði tekið ákvörðun
um að fara sitt fyrsta maraþon
sjötugur. Það að hafa fengið tæki-
færi til að hlaupa með honum
maraþon umhverfis Mývatn í
þessari yndislegu náttúruperlu
eru forréttindi og á eftir að lifa í
minningunni. Hann lagði áherslu
á að kajakarnir færu með því að
siglt skyldi á Mývatni daginn eftir
hlaupið. Ekki var þreytu að sjá á
honum þrátt fyrir að hafa runnið
maraþon nokkrum tímum áður.
Annað stórt hlaup sem Þór fór í
og stendur eflaust uppi sem eitt af
merkari hlaupum hans var Brúar-
hlaupið yfir Eyrarsund á milli
Danmerkur og Svíþjóðar árið
2009 enda um einstakt hlaup að
ræða.
Ófáar kajakferðir voru farnar,
allur búnaður með í nokkurra
daga úthald, m.a. í Langasjó, þar
sem siglt var eftir vatninu, slegið
upp tjaldbúðum og þess notið að
vera í nánum tengslum við náttúr-
una og hlusta á frásagnir hans. Í
Jökulfjörðum er við glímdum við
Ægi konung í upphafi ferðar og
síðan í blankalogni á heimleið er
stórhveli fylgdu okkur. Ferðin inn
Hvítárvatn að Karlsdrætti þar
sem slegið var upp tjöldum og
sölvaferðirnar sem farnar voru út
í ystusker við Stokkseyri. Síðasta
kajakferðin var farin sl. sumar
þar sem siglt var eftir spegilsléttu
Þingvallavatni að sumarbústað
Þórs og Hildar og vígt nýtt gufu-
bað niðri við vatnsbakkann þar
sem hann rak „bláa naglann“ í
bygginguna og sagði að nú væri
hann laus við krabbann sem síðan
tók sig upp aftur og hefur nú lagt
hann að velli.
Hlaupasamfélagið hér á Sel-
fossi átti tryggan og góðan félaga
í Þór enda var hann einn af frum-
kvöðlum almenningshlaupa hér
og heiðursforseti Frískra Flóa-
manna sem munu halda minningu
hans á lofti með því að viðhalda
þeirri venju að vera með þorra-
pítsu sem var hans hugmynd um
að blanda saman íslenskri og
ítalskri matarhefð.
Þökkum Þór góða vináttu og
lærdómsríka samfylgd.
Við sendum fjölskyldu hans
einlægar samúðarkveðjur.
Sigmundur og Ingileif.
Það eru forréttindi fólgin í því
að hafa haft Þór Vigfússon sem
kennara. Hann var afar góður
kennari. Hann hafði þá eiginleika
að sýna nemendum sínum virð-
ingu jafnframt því sem hann lagði
ríka áherslu á að nemendum hans
væri það ljóst að þeir væru að ná
tökum á námsefninu, sem varð
þeim hvatning til þess að læra
meira. Þór Vigfússon var þýsku-
kennarinn okkar. Hann var
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013
Hinrik Davíð Jóhanna Óli Pétur
Sími 551 3485,
svarað allan
sólarhringinn.
Vefsíða www.udo.is