Morgunblaðið - 18.05.2013, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 18.05.2013, Qupperneq 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013 ✝ Karl Jónssonfæddist á Eg- ilsstöðum 16. ágúst 1953. Hann lést á Egilsstöðum 7. maí 2013. Foreldrar hans voru Aðalheiður Þórey Sigurðar- dóttir, f. 25. apríl 1911, d. 28. mars 2001, og Jón Frið- rik Guðmundsson, f. 18. febrúar 1881, d. 20. mars 1964. Systkini Karls samfeðra voru 13 talsins og eru þau öll lát- in; Bergrín, Sigríður, Anna, Þóra, Ólafur, Guðlaug, Þórarinn- ,Guðmundur, Einar, Gunnar, Björn, Hjalti og var Karl yngst- ur. Karl ólst upp á Galtastöðum-fram með móður sinni og stunduðu þau þar hefðbundinn bú- skap. Jafnframt vann Karl ýmsa árs- tíðabundna vinnu ut- an heimilis. Á seinni árum sinnti hann og sýndi gamla bæinn á Galtastöðum-fram, sem gerður var upp af Þjóðminjasafni Íslands. Karl var víðlesinn og um margt fróður maður. Karl hafði fest kaup á íbúð á Egilsstöðum, þar sem hann hafði sitt annað aðsetur. Útför Karls fer fram frá Egils- staðakirkju í dag, 18. maí 2013, og hefst athöfnin kl. 11. Misskipt er manns gæðum, örlög þung ýmsir bera, ætíð sýna æðruleysi, hug stóran þó halli undan. Augnaljós innri hlýja, göfug sál, góður hugur. Hetju fylgir hjarta einlægt, blíð lund bundin fjötrum. Lokið er lífshlaupi, fallinn er að foldu svanur. Faðmur guðs fullur hlýju fagnar vini að ferðalokum. (Hákon Aðalsteinsson) Það er sárt að kveðja góðan vin og frænda minn Karl Jónsson, eða Kalla eins og hann var jafnan kall- aður. Við áttum margar góðar stundir saman á heimili mínu og úti á Galtastöðum fram. Oft voru málin rædd til hlítar og ekki voru allir alltaf sammála, en Kalli stóð fastur á sínu. Hann fylgdist vel með börnunum mínum, fór á tón- leika með þeim og þegar þau komu austur kom hann í heimsókn til að hitta þau. Þegar hann var orðinn einn í sveitinni hringdi hann oft og voru símtölin þá jafn- an löng en þá vissu börnin mín að ég væri að tala við Kalla frænda. Ef hann vissi að ég ætti erfitt hringdi hann eða kom og var þá gott að fá hlýtt handtak eða knús. Kalli kallaði yngstu dóttur mína alltaf Aðalheiði litlu, en hún er skírð eftir móður hans. Mundi hann alltaf eftir afmælinu hennar og gaukaði oft einhverju að henni, sælla er að gefa en að þiggja var auðsjáanlega hans mottó. Í vetur var hann mest í íbúðinni sinni hér á Egilsstöðum og var farið að líða vel þar. Fyrir nokkrum dögum kvaddi hann okkur vel því nú væri hann að fara í sveitina sína til að gera klárt í gamla bænum fyrir sumarið. Kalli var sérstakur mað- ur og hann skildu ekki allir, en hann var ljúfur og góður maður sem vildi engum illt. Hann átti líka sínar erfiðu stundir en var ekki að troða þeim upp á aðra. Guð gefi öllum styrk sem eiga erfitt vegna þessa hörmulega at- burðar. Blessuð veri minning Karls Jónssonar. Sigurborg Sigurðardóttir (Bogga). „Þú hlýtur að vera með eitthvað frændi sæll,“ sagði Kalli stundum við mig þegar honum fannst hægt ganga að semja skemmtidagskrá fyrir þorrablót Tungumanna og farið að styttast í samkomuna. Kalli var alltaf veislustjóri í okkar nefnd. Leiftrandi og skýr fram- sögn hans á sviðinu í Tungubúð verður öllum ógleymanleg sem fengu að njóta. Það get ég fullyrt við villuráfandi fjölmiðlafólk frá kotinu Reykjavík að þar var ekki neinn kotungs- eða einstæðings- bragur á veislustjóranum, enda maðurinn hvorugt. Þessa drunga- legu og köldu vordaga síðan fregnin af dauða Kalla barst mér hefur tekist á í huga mér undrun og söknuður í bland við reiði yfir þessum örlögum. Ég get engan veginn séð að þessi endir passi við þitt lífshlaup, frændi sæll. Ég verð vonandi með eitthvað skemmti- legra, næst þegar við hittumst. Friðjón Kr. Þórarinsson. Elsku Kalli. Ég held að þig hafi grunað það en þú hefur alltaf verið í fullkomnu uppáhaldi hjá mér og það mun ekki breytast svo lengi sem ég lifi. Þetta get ég sagt fyrir systur minnar hönd líka. „Það er ekki eitt heldur allt á þessu vori,“ var eitt af því fyrsta sem foreldrar mínir sögðu við mig morguninn 7. maí. Ég gæti ekki verið meira sammála og ef það er eitthvað sem ég hef lært á síðustu árum þá er það hvað lífið er hverfult. Kalli var hið fullkomna gull af manni, það var hægt að læra margt af því hvernig hann hugsaði og ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Við frekari umhugsun þurfti sennilega ekki mörg skipti til að kynnast Kalla, hann gaf aldrei neitt eftir, var sterkur karakter, fyndinn og nauðsynlegt er að taka fram að þegar hann tók sig til var hann sérdeilis glæsilegur. Það er alveg ljóst að við deildum þeim áhuga að vera vel til fara og þá sérstaklega á þorrablóti í Tungu og oftar en ekki hjálpuðumst við að við að ná settum árangri í sambandi við það markmið. Það hryggir mig mjög að geta ekki hjálpað þér með ermahnappana á næsta þorra- blóti, Kalli minn, en ég veit að þú hefur einhvern til að hjálpa þér við það þar sem þú ert núna, á mun betri stað. Hvíldu í friði, frændi. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir. Það var sem kolsvart kólguský væri dregið yfir Hérað þegar spurðist að Karli á Galtastöðum fram hefði verið varpað fyrir ætt- ernisstapa. Eftir sitja sveitungarnir hnípn- ir, slegnir óhug og hefur verið kippt inn í nýjan veruleika, sem haldið var að einungis væri til í höfuðborg óttans, nú eða erlend- um reyfara. Hvernig má það vera að annar eins öðlingur hljóti þessi örlög, ljúflingur sem í engu mátti vamm sitt vita, samviskusamur og trygg- lyndur svo af bar? Ég kynntist Karli fyrst þegar við vorum um og undir tvítugu, þá unnum við eitt sumar við að leggja raflínu á Efra Jökuldal, síðan unn- um við mörg haust í sláturhúsinu á Fossvöllum. Þar eftir lágu leiðir okkar sam- an endrum og eins, enda var Karl ekki mikið á faraldsfæti utan brýnustu erinda, oftar samt eftir að hann keypti íbúðina á Egils- stöðum, þar sem hann bjó um vetrartímann. Um sumur dvaldi hann langdvölum á móðurleifð sinni, Galtastöðum fram, þar sem hann gætti gamla bæjarins sem hafði verið endurbyggður og sýndi hann gestum fyrir Þjóðminjasafn- ið. Karl var hár, grannur, spengi- legur maður, kvikur á fæti, hann hafði líka sérstakt orðfæri sem eftir var tekið, sagði að vísu ekki margt, en það sem hann sagði var eins og meitlað í stein og eigi batt Karl bagga sína endilega sömu hnútum og samferðamenn. Karl var stálgreindur, nokkurs- konar límheili, eins og stundum er sagt um þá sem eiga auðvelt með að muna, tileinkaði sér ótrúleg- ustu hluti og virtist þeim eigin- leika gæddur að muna allt sem hann hafði lesið. Karl gat verið hrókur alls fagn- aðar ef sá gállinn var á honum og kom oft skemmtilega á óvart með orðfæri sínu og sínum sérstaka húmor, hann var góður sögumað- ur. Hann sagði kannski ekki margt en hlustaði þess betur og athugasemdir hans voru oft kostu- legar, alveg eitraðar pillur eins og sagt er, en þær meiddu aldrei neinn, það var ekki til í huga Karls. Hann kom skemmtilega á óvart þegar hann gerðist fyrir mörgum árum veislustjóri og annálsritari á þorrablótum, í því hlutverki fór hann oft á kostum. Nú nýverið var ég á uppskeruhátíð sauðfjár- bænda af Héraði og fjörðum þar sem Karl las upp hluta annáls sem hann hafði flutt á síðasta þorra- blóti Tungumanna, því hefði ég ekki viljað missa af. Ég hitti Karl fyrir ekki löngu síðan á heimili bróður míns og mágkonu þar sem hann var heim- ilisvinur. Þar horfðum við ásamt heimilisfólki á spurningaþáttinn Útsvar, það var gaman að fylgjast með Karli sem vissi svör við ótrú- legustu spurningum og ekki ann- að að sjá en hann hefði sómt sér vel sem þátttakandi í þeirri keppni. Eftir þáttinn var tekið upp léttara hjal og rifjaðar upp sam- verustundir úr sláturhúsinu á Fossvöllum, fyrir rúmum 30 ár- um, sem var farið að snjóa tölu- vert yfir hjá mér. Það kom mér á óvart hvað Karl mundi frá veru okkar þar, hann gat rifjað upp heilu samtölin og hafði öll okkar strákapör og samskipti við menn þar á hreinu. Ég mun sakna Karls mjög og að geta ekki átt þess kost lengur að hlusta á hann miðla af fróð- leiksbrunni sínum. Ekkert tekur þó frá mér góðar minningar um þennan öðlingspilt sem var allra hugljúfi. Ég óska Karli góðrar ferðar á þeirri leið sem hann nú brokkar og góðrar heimkomu. Sigurður Aðalsteinsson. Okkur langar að minnast vinar, hans Kalla á Galtastöðum fram og þakka honum samfylgdina. Fyrstu kynnin voru 1967 og æ síð- an hef ég getað átt stundir með Kalla. Kalli var dagfarsprúður og vel menntur drengur eins og sagt er í Fljótsdælu um Héraðsmenn. Hafði ákveðnar skoðanir, trúr sinni pólitík og engum vírus hægt að lauma þar inn. Á yngri árum hlustaði hann á samræður sér eldri, lagði þó til orð stundum. Unglingsárin heima á Galtastöð- um og gelgjan kom frekar seint en þá fékk hann bassagítar og risa- lampamagnara frá hljómsveit Ingimars Eydal. Á fóninn skellt Rolling Stones eða Finlandíu eftir Sibelius og bassinn plokkaður í botn. Þá var nú gaman er drundi í Tungunni. Held að Heiða móðir hans hafi sett eitthvað fyrir eyrun inni í herbergi, en við skemmtum okkur konunglega. Seinna fengu mín börn græjurnar með góðum leiðbeiningum. Kalli las mikið, kunni mikið um Ford-bíla frá upphafi og grúskaði í sögu. Einkum var seinna stríðið honum hugleikið og stundum ræddi hann um skipið hálfa er rak hér upp í sandinn með allt timbrið 1944. Þá fór hann á flug og gaman að hlusta, svo kom allt í einu, þú þegir bara og efnið búið. Siglinga- leiðir skipalesta og bardagarnir kringum landið voru honum hug- leiknir og hverslags hetjur sjó- menn voru. Á útvarp hlustaði hann mikið og fylgdist vel með fréttum, stundaði vinnu utan heimilis í sláturhúsi á Fossvöllum, hjá Rarik og víðar. Á sumrin eftir að Heiða lést sá hann um móttöku gesta og leið- sögn í gamla bænum á Galtastöð- um. Þangað höfum við komið í hestaferðum síðan 1986 og Kalli hjálpaði við hestana, færði þá á beit og handsamaði að morgni og hjálpaði reiðmönnum. Þekkti flesta með nafni, suma betur en þá sem tröðkuðu á tám hans. Þá gat fokið í hann og hann orðið hávær. Svona var hann líka við köttinn sinn og ef mús skondraði yfir gólf- ið þegar við vorum að tala saman í síma heyrðist allt í einu, hvert ert þú að fara? og svo hélt símtalið áfram. Eins átti hann til að róa fram í gráðið og tuldra eitthvað og ef ég sagði, ertu að segja eitthvað? kom svarið: Hvernig stendur á því að þú heyrir raddir hér? Svo var það ekki rætt meir. Leiðsögn hans um gamla bæinn var einstök og er hann sagði frá sitjandi á hækjum sér með eld í hlóðum, ferðamenn húkandi á hækjum, reykjarkófið í mittishæð og allir með rauð augu frá flat- kökubakstri á steini og litla kaffi- borðið gegnt hlóðunum. Fólk fór á örskammri stund 100 ár aftur í tímann. Á eftir var gengið til bæj- ar, þar fann maður gömlu íslensku gestrisnina. Kalli var svo glaður ef einhver kom og þreyttir ferða- langar smituðust af gestagleði hans. Myndaalbúm, gestabókin og myndabækur gengu á milli og Kalli bætti í bollana og lekkeríi á diskana, alltaf það besta sem hann átti og svaraði spurningum gesta. Þessi sérstaki einstaklingur sem Kalli var þá var hann mjög vi- nafastur. Ég naut þeirra stunda er hann hringdi í mig vikulega, er mér var kippt út úr hinu daglega amstri og sagði mér fréttir úr sveitinni. Þannig var hann og hlýjuna fann maður. Hans er sárt saknað. Aðstandendum vottum við samúð okkar. Örn, fjölskyldan Húsey og Karl Smári. Ég kynntist Kalla og Heiðu móður hans sumarið 1980. Sveinn vinur minn frá Hrjót hafði tekið að sér það verkefni að endurgera fyr- ir Þjóðminjasafnið gamla bæinn á Galtastöðum fram. Verkefnið var langt komið en þetta sumar átti að endurbyggja hlöðuna. Ég hafði mikinn áhuga á torfbyggingum og fékk leyfi til að taka þátt. Þetta varð til þess að ég átti nokkrar ógleymanlegar vikur með þessu einstaka fólki, sem varðveitti í sín- um ranni síðustu leifar búskapar- hátta horfinnar aldar. Kalli var fæddur og alinn upp í fjósbaðbaðstofunni í gamla torf- bænum Galtastöðum en þau mæðgin höfðu flutt í lítið hús sem byggt hafði verið við bæinn 1976. Þar voru lítil þægindi á nútíma mælikvarða. Kalli bar vatn í eld- húsið úr bæjarlæknum og gekk nokkurra kílómetra leið á hverj- um degi að ná í silung í vatnið handa okkur vinnufólkinu. Við Sveinn og Frikki aðstoðarmaður Sveins stóðum daglangt í mýrinni, skárum torf, komum heim og snæddum í hlýju eldhúsinu á Galtastöðum alltaf soðningu, fisk, kjöt, kartöflur, rúgbrauð, smjör og graut. Steikarapanna hafði aldrei komið þar inn fyrir dyr, en það þori ég að fullyrða að aldrei hef ég borðað af jafn mikilli lyst og þetta sumar. Það var margt skraf- að í eldhúsinu og marga bar að garði. Kalli var vel lesinn, fróður um menn og málefni og hafði sterkar skoðanir á nútíð og fortíð, hló hátt og lét engan eiga neitt hjá sér, síst mig kaupstaðarstúlkuna Karl Jónsson VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann ✝ Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, ÁRSÆLL SNORRASON, er látinn. Snorri Friðriksson, Steinunn Húbertína Ársælsdóttir, Katharina Sibylla Snorradóttir, Eggert Smári Eggertsson, Jón Friðrik Snorrason, Jóhanna Magnúsdóttir, frændsystkini og fjölskylda. ✝ Okkar ástríka og yndislega móðir, tengda- móðir og amma, FRIÐLÍN ARNARSDÓTTIR, lést í faðmi sinna nánustu á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 2. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við viljum þakka auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til Jakobs Jóhannessonar krabbameinslæknis og alls þess yndislega fólks sem annaðist hana. Fyrir hönd barna og tengdabarna, Eva Arna Ragnarsdóttir, Hermann Ragnarsson, Friðlín Björk Ragnarsdóttir, Jökull Ástþór Ragnarsson, Fannar Hrafn Ragnarsson. ✝ Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, ÞÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR, Hásteinsvegi 62, Vestmannaeyjum, lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðis- stofnun Vestmannaeyja fimmtudaginn 16. maí. Útför hennar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 25. maí kl. 14.00. Matthías Óskarsson, Ingibjörg Pétursdóttir, Sigurjón Óskarsson, Sigurlaug Alfreðsdóttir, Kristján Óskarsson, Emma Pálsdóttir, Óskar Þór Óskarsson, Sigurbjörg Helgadóttir, Leó Óskarsson, María L. Kjartansdóttir, Þórunn Óskarsdóttir, Sigurður Hjartarson, Ingibergur Óskarsson, Margrét Pétursdóttir, barnabörn og fjölskyldur. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞÓRÓLFUR MEYVANTSSON, Aflagranda 40, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund fimmtu- daginn 16. maí. Útför verður auglýst síðar. Guðrún Eyjólfsdóttir og fjölskylda. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR, andaðist föstudaginn 17. maí. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 23. maí kl. 13.00. Kristinn Skæringsson, Aðalbjörg Kristinsdóttir, Valgeir Hallvarðsson, Gissur Kristinsson, Ruth Bergsdóttir, Finnur Kristinsson, Herdís Þorsteinsdóttir, Ísleifur Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.