Morgunblaðið - 18.05.2013, Síða 38
✝ Hrefna Krist-jánsdóttir
fæddist á Gunn-
arsstöðum á
Langanesströnd 8.
maí 1922. Hún lést
á Dvalarheimilinu á
Lundi, Hellu 9. maí
2013.
Hrefna var dótt-
ir hjónanna Jak-
obínu Þ. Gunn-
laugsdóttur, f. 15.
ágúst 1892, d. 3. maí 1978 og
Kristjáns F. Friðfinnssonar, f. 6.
maí 1896, d. 29. feb. 1952.
Hrefna var næstelst tíu systkina
þeirra hjóna.
Árið 1947 hinn 30. des. giftist
Hrefna Árna Árnasyni, bónda
og landgræðsluverði í Stóra-
Klofa í Landsveit, f. 30. des.
1897, d. 11. sept. 1979. Þau áttu
tvö börn; Kristján Árnason, f.
26. mars 1945, kvæntur Inger
Nielsen, f. 21. nóv. 1962 og Ruth
Árnadóttir, f. 24. júní 1948, gift
Grétari N. Skarphéðinssyni, f. 7.
des. 1940. Barnabörn Hrefnu
eru: Hrefna Grétarsdóttir, Arna
Grétarsdóttir,
Kristín Kristjáns-
dóttir, Árni Krist-
jánsson, Margrét
Grétarsdóttir,
Skarphéðinn Grét-
arsson, Jakob
Kristjánsson og
Jens Kristjánsson.
Barnabarnabörnin
eru átján að tölu.
Hrefna fluttist
frá Gunnarsstöðum
til Vopnafjarðar og síðar til
Reykjavíkur þar sem hún vann á
Hótel Skjaldbreið. Hún var hús-
freyja og bóndi í Stóra-Klofa
mestan sinn starfsaldur. Hún
starfaði í kvenfélaginu Lóunni
og var heiðursfélagi þar.
Áhugamál hennar voru upp-
græðslu- og ræktunarstörf þar
sem þau hjón voru samstiga í
ræktun lands og lýðs. Nú má sjá
fallegan gróður og skóglendi
þar sem áður var auðn.
Útför Hrefnu fer fram frá
Skarðskirkju í Landsveit í dag,
18. maí 2013, og hefst athöfnin
kl. 14.
Látin er næstelsta systir okk-
ar Hrefna úr stóra systkinahópn-
um, en 10 vorum við alls.
Hrefna fæddist á Gunnars-
stöðum á Langanesströnd og
fluttist sex ára gömul til Vopna-
fjarðar með foreldrum sínum og
systkinum þar sem gaman var að
alast upp í stórum hópi barna.
Þegar hún óx úr grasi stundaði
hún hefðbundin störf sem til féllu
í sjávarþorpi, var kaupakona,
ráðskona og hjálpaði til á spítal-
anum. Hrefna flutti suður
sautján ára gömul og vann við eitt
og annað áður en hún flutti í
Stóra Klofa.
Hrefna systir mín var mikill
forkur til vinnu og dugleg að mati
allra sem hana þekktu og mér
finnst hún hafa verið „ljónynja“ í
orðsins bestu merkingu, sem fór
fyrir systkinahópnum og gætti
hans. Hrefna giftist Árna Árna-
syni í Stóra Klofa í Landsveit og
var þar þegar Hekla gaus 1947,
svo nálægt að bæði sást til eld-
anna og heyrðust drunurnar frá
„drottningunni“ þegar hún
ræskti sig. Þetta var mikil upp-
lifun fyrir þá sem ekki höfðu
kynnst öðru eins, aðeins mátti sjá
gufustrók frá eina staðnum á
Austurlandi þar sem finna mátti
heita laug, þar sem Hrefna ólst
upp, sem var í Merki í Vopnafirði.
Árni vann alla tíð með bústörfum
að ræktun landsins og Hrefna
lagði sitt af mörkum með ötulli
ræktun trjágarðs sem nú stendur
sem vitnisburður um eljusemi
hennar og áhuga á að fegra allt í
kringum sig og veita skjól.
Börn okkar systkina hennar
eru mörg og hafa notið þess að fá
að vera um tíma í Stóra Klofa og
kynnast raunverulegu sveitalífi.
Og ekki fór dóttir mín varhluta
af því, þegar hún var fimm ára
fékk hún fyrst að vera í Klofa og
voru þær Hrefna ávallt bestu vin-
konur eftir það, skap þeirra var
ekki ólíkt, báðar hreinlyndar og
sögðu það sem þær meintu.
Mér er minnisstætt í eitt sinn
er Árni bóndi hennar fór með
okkur inn á afrétti og alla leið í
Landmannalaugar, það var nú
ekki amalegt að hafa hann til leið-
sagnar sem þarna var á heima-
velli og þekkti hverja þúfu. Árni
sýndi okkur inn í afdrep gangna-
manna, Gangnamannahelli Land-
manna. Þetta var ógleymanleg
ferð þar sem fjöll, vötn og önnur
kennileiti fengu nöfn í kennslu-
stund sem ég bý að enn í dag.
Meðan á ferðinni stóð gerði
Hrefna sér lítið fyrir og gætti
átta barna okkar systkina.
Alltaf var glatt á hjalla þegar
við komum í Stóra Klofa, Árni og
Hrefna voru afskapleg viðræðu-
góð og gaman að ræða við þau um
málefni dagsins. Ekki lá Hrefna á
skoðunum sínum og hélt ákveðið
fram því sem henni fannst rétt-
ast, þó að það passaði ekki öllum.
Elsku systir mín, við fjölskylda
mín þökkum þér af alhug fyrir
samveruna og biðjum þér allrar
blessunar.
Við vottum börnum hennar,
Kristjáni og Ruth, ásamt fjöl-
skyldum þeirra dýpstu samúð.
Halldóra systir og fjölskylda.
Nú er Hrefna búin að kveðja
þennan heim, sem hún var farin
að þrá. Hrefna var ákveðin kona,
gat staðið fast á sínu en svo
skemmtileg heim að sækja. Það
var alltaf svo gaman að hitta hana
Hrefnu, kom alltaf til dyranna
eins og hún var klædd. Hrefna
var hörkudugleg kona og henni
féll aldrei verk úr hendi, var alltaf
að og henni var margt til lista
lagt, hún saumaði og prjónaði,
bæði á sig og sína fjölskyldu.
Þetta var allt svo fallega gert hjá
henni, hún var svo vandvirk í öllu
sem hún gerði og kom nálægt
þótt hún sæi nú ekki vel. Hún var
líka svo útsjónarsöm, ef henni
datt eitthvað í hug þá fram-
kvæmdi hún það strax. Hrefna
var mikil húsmóðir og höfðingi
heim að sækja, alltaf svo fínt hjá
henni því kattþrifin var hún. Hún
var ekki eyðslusöm, fór vel með
hlutina, samt var hún ekki nísk
því að Hrefna mín var með af-
brigðum greiðug kona. Hún lét
öllum líða vel hjá sér, það kunnu
börnin og unglingarnir að meta
sem voru hjá henni í sveit. Hrefna
var mikil búkona, hafði gaman af
öllum skepnum og hændi þær að
sér, eins hafði hún gaman af allri
garðrækt, það sýnir sig skógar-
lundurinn fagri sem hún gróður-
setti í. Nú eru þetta stórvaxin tré,
trjálundurinn er augnayndi.
Hrefna var með smá garð við
húsið sitt þar sem hún var með
blóm og ræktaði kartöflur sér til
ánægju og gleði. Hrefna átti
mjög góðan mann, hann Árna,
sem lést 1979. Þau voru samhent
hjón í svo mörgu, þau eignuðust
eina dóttur saman hana Rut, á
hún góðan mann og börn. Eins er
með Kristján sem hún Hrefna
mín átti áður, kjörson hans Árna,
hann á líka yndislega konu og
börn. Kristján og Rut voru mikið
góð sínum foreldrum, það er mik-
ið gott í þeim systkinum.
Elsku Hrefna mín, hjartans
þakkir fyrir allar okkar liðnu
stundir og gott nágrenni, þar bar
aldrei á skugga milli bæjanna,
þakka þér fyrir allt og allt. Ég
votta börnum hennar og fjöl-
skyldum þeirra innilega samúð
mína. Guð blessi ykkur öll.
Bjarney G. Björgvinsdóttir.
Að mörgum góðum minning-
um úr Landsveitinni hvarflar
hugurinn í dag er Hrefna Krist-
jánsdóttir, fyrrverandi húsfreyja
í Stóra Klofa í Landsveit verður
til moldar borin. Vil ég fyrrver-
andi nágranni hennar úr Skarði
þakka Hrefnu kærlega góða sam-
fylgd. Er Hrefna kom að Klofa
hafði Árni Árnason eiginmaður
hennar, sem lést 1979, byggt þar
hús í landi Sandgræðslunnar sem
hann var starfsmaður hjá. Sam-
einuðust þau af heilum í hug í að
koma sér upp notalegu heimili
fyrir fjölskyldu sína og vini enda
var hún afar gestrisin. Frá því að
kynni tókust með okkur höfum
við alltaf átt góðar stundir saman.
Landsveitin er stór og falleg sveit
þó að gróðurfar geti verið erfitt
þar. Hrefna hafði hug á að snúa
því við og vildi gera skrúðgarð við
bæinn sinn uppi á hólnum. Þrátt
fyrir mótbárur í fyrstu rættist
þessi draumur hennar, fyrstu
plöntuna keypti hún í kvenfélags-
ferð og með árunum átti hún
margar vinnustundir í garði sín-
um sem dafnaði og óx vel. Um-
hverfi hennar allt og fas bar
sannarlega vitni um einstakan
dugnað hennar enda var hún ern
til hinsta dags. Ákaflega gott var
á milli bæjanna okkar, það er
mikils virði að eiga góða ná-
granna og fyrir tryggð sem aldrei
brást vil ég þakka. Mörg sameig-
inlegt áhugmál áttum við og ekki
síst í kringum börnin, við skipt-
umst á að kenna þeim, það kom í
hlut Hrefnu að sjá um lesturinn
en ég annaðist stærðfræðina og
þannig unnum við sameiginlega.
Gott var að eiga hana að enda var
hún fljót að sjá það sem vel var
gert. Á ný lágu leiðir okkar sam-
an er ég fluttist á Lund á Hellu,
kom í ljós að við höfðum engu
gleymt um hin góðu kynni okkar
því Hrefna var enn sami góði vin-
urinn. Ég vil sérstaklega þakka
samveruna hér á Lundi því okkur
leið vel saman. Um leið og ég
votta börnum hennar og fjöl-
skyldu mína innilegustu samúð
við ég þakka fyrir áralanga vin-
áttu og tryggð sem aldrei bar
skugga á eða gleymdist. Blessuð
sé minning dugmikillar og
tryggrar konu.
Sigríður Theodóra
Sæmundsdóttir, Skarði.
Hrefna í Stóra-Klofa kom í
Landsveit ung að árum um miðja
öldina sem leið. Þá gnæfði ægi-
fögur Hekla yfir sveitina, þá sem
nú, en allt um kring blasti við
auðn og sandur. Þarna er þjóðleið
vinda sem höfðu látlaust borið
kæfandi sand og ösku ofan af há-
lendinu og þyrlað upp moldinni
þegar skógurinn eyddist. Mold-
viðri og sandfok byrgði tíðum
sýn. Sandinn skóf í skafla, hann
fyllti vatnsból og huldi tún og
engi. Bæir höfðu verið fluttir til
eða yfirgefnir.
En það varð hlutskipti Hrefnu
að standa við hlið mannsins síns,
Árna Árnasonar landgræðslu-
varðar, í baráttunni við eyðing-
aröflin og taka þátt í að snúa vörn
í sókn. Og nú er öðru vísi um að
litast umhverfis Stóra-Klofa,
sandur þakinn gróðri og skógur
prýðir sveit. Hrefna á markverð-
an hlut í þessum breytingum. Í
Skógræktarritinu 2003 segir hún
í viðtali við Þór: „Ég setti fyrstu
hríslurnar niður árið 1964. Árni,
maðurinn minn, var vantrúaður á
það tiltæki Hrefnu að gróður-
setja tré þarna. Það mundi ekk-
ert þýða. Sandauðn var allt um
kring og baráttan stóð um að fá
melgresi til að spretta þarna – og
gras á ný. Árni taldi þetta kalk-
visti.“ En hlúð var að hverju tré
og upp spratt skógurinn. Og
sandgræðslukempan Árni fékk
trú á trjárækt hinnar ungu konu
sinnar þegar á leið.
Nú er við kveðjum með sökn-
uði Hrefnu okkar í Stóra-Klofa
líða hjá í huga hugljúfar minning-
ar frá fyrstu kynnum haustið
1986 til þessa dags. Þau byrjuðu
er við hjónin hófum að hreiðra um
okkur með samþykki Land-
græðslunnar á eyðijörð á um-
ráðasvæði Stóra-Klofa, Mörk á
Landi. Þar hafði ætt Þórs búið
um 75 ára skeið á 19. öld en hrak-
ist brott undan eyðingaröflunum.
Nær þriggja áratuga vinátta okk-
ar við fjölskylduna í Stóra-Klofa
hófst.
Áður en Baðsheiði var yfirgef-
in á leið heim til Reykjavíkur var
jafnan komið við í Stóra-Klofa
meðan Hrefnu naut þar við. Í eld-
húsinu hennar áttum við margar
góðar samverustundir. Búfé var
þá einungis kindur, en Hrefna
var síður en svo iðjulaus, hún hélt
myndarlegt heimili þar sem fal-
legir hlutir prýddu veggina, en
ekki síður myndir af fjölskyldu-
meðlimum lifandi og látnum og
fjölmörgum vinum hennar. Alls
kyns leiðbeiningar um trjárækt
voru vel þegnar. Við þáðum að
gjöf birkiplöntur sem fljótt urðu
að stæðilegum trjám. Við vorum
leidd út í garðinn sunnan við hús-
ið, þar sem sumarblómum var
komið fyrir á fegursta hátt. Og
það voru sérstök hughrif sem
maður varð fyrir við að koma í
skógarlundinn hennar þar sem
mörg trén áttu sér sína sögu,
hann bar vitni um elju hennar og
sterk tengsli við gróður og mold-
ina sem nærir okkur öll. Hrefna
var svipmikil og sterklega byggð
og hafði sennilega aldrei dregið
af sér við bústörfin. Hún var orð-
in hvíthærð þegar hér var komið
sögu, hún klæddist vel og hafði
ánægju af skærum sumarlegum
litum. Við erum þakklát fyrir ein-
læga vináttu Hrefnu í okkar garð,
minningin um persónuleika
hennar mótaðan af margs háttar
lífsreynslu mun alltaf verða okk-
ur hugstæður. Við vottum Krist-
jáni og Ruth og fjölskyldum
þeirra innilega samúð. Blessuð sé
minning Hrefnu Kristjánsdóttur.
Þór Jakobsson og
Jóhanna Jóhannesdóttir.
Blessað vertu og velkomið,
vorið yndisbjarta.
Þú, sem alltaf fró og frið
fyllir sérhvert hjarta!
(Guðm. Guðmundss.)
Eftir langan og strangan vetur
eru þeir loksins komnir vorboð-
arnir og bera með sér sól og sum-
aryl. Einmitt þá kveður öldruð
kona sem á langri ævi hefur svo
oft beðið vorsins.
Hrefna flutti ung frá æsku-
stöðvunum á Austfjörðum, þar
sem landið var gróðri vafið frá
fjöru til fjalls, í Landsveitina sem
enn var á mörkum landeyðingar.
Það hljóta að hafa verið mikil við-
brigði. Og þetta vor gaus Hekla.
Þarna festi unga konan rætur
og tók að yrkja jörðina. Alla tíð
var hún mikil ræktunarkona,
kom upp trjágarði þar sem aldrei
hafði vaxið tré, ræktaði blóm og
grænmeti og ber. Allt með ein-
stakri elju og snyrtimennsku.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Hrefnu alla gæsku í minn garð og
míns fólks. Ekki síst fyrir að hafa
hvatt mig til að taka í fóstur dálít-
inn landskika undir Baðsheiðar-
hólnum, sem seint verður full-
þakkað. Góða ferð.
Kæra fjölskylda, mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Kolbrún Haraldsdóttir.
Hrefna
Kristjánsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma,
Hverfur margt
huganum förlast sýn
þó er bjart
þegar ég minnist þín.
Allt er geymt
allt er á vísum stað
engu gleymt,
ekkert er fullþakkað.
(Oddný Kristjánsdóttir
í Ferjunesi.)
Takk fyrir allt.
Jakob, Jens og fjölskyldur.
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
útfararstjóri
útfararþjónusta
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Jón Bjarnason
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir uðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
G Þorsteinn Elíasson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÚN JÓNSDÓTTIR
kennari,
lést þriðjudaginn 14. maí.
Útför hennar fer fram frá Kristskirkju Landa-
koti mánudaginn 27. maí kl. 15.00.
Gyða Magnúsdóttir, Ársæll Jónsson,
Jón Magnússon, Margrét Þórdís Stefánsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar
ástkæru
ILONU STEFÁNSSON,
Keilusíðu 6e,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar-
heimilinu Hornbrekku og Heimahlynningar á Akureyri fyrir góða
umönnun.
Sigríður Steinþórsdóttir, Guðmundur Björnsson,
Sigríður Harðardóttir,
Kristinn Steinþórsson,
Jón Steinþórsson, Stefanía Sigurjónsdóttir,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu,
langömmu og langalangömmu,
INGU LOVÍSU GUÐMUNDSDÓTTUR,
Lækjasmára 8,
Kópavogi,
sem lést föstudaginn 19. apríl.
Guðlaug Anna Ámundadóttir, Snorri Böðvarsson,
Gunnar Þorsteinsson,
Ásdís Ámundadóttir, Kjartan H. Bjarnason,
Guðmundur Ámundason, Elísabet Siemsen,
Ámundi Ingi Ámundason, Hanna G. Daníelsdóttir,
Reynir Ámundason, Guðrún H. Sigurðardóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hlýju og vinar-
hug við andlát og útför
BJÖRGVINS MAGNÚSSONAR,
Björgvins í Borg,
frá Vestmannaeyjum,
Gullsmára 10,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir fyrir að annast hann af einstakri umhyggju
og hlýju, fær starfsfólk L4 á Landakoti og hjúkrunarheimilisins
Ísafoldar í Garðabæ.
Sigríður Karlsdóttir,
Magnús Björgvinsson, Kristrún Ingibjartsdóttir,
Kristín Björgvinsdóttir, Ómar Jónasson,
Gísli Björgvinsson, Nanna Hreinsdóttir,
Ásrún Björgvinsdóttir, Karl Pálsson,
barnabörn og langafabörn.