Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 46
46 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013 www.nortek.is Sími 455 2000 Nortek sérhæfir sig í öryggislausnum sem þú getur treyst hvort heldur er að degi eða nóttu, miklir möguleikar bæði fyrir lítil og stór fyrirtæki. Meira en 16 ára reynsla í sölu og þjónustu á öryggiskerfum. Nortek ehf | Eirhöfði 13 og 18 | 110 Reykjavík Hjalteyrargötu 6 | 600 Akureyri | nortek@nortek.is FYRIRTÆKJAÖRYGGI • Aðgangsstýring • Brunakerfi • Myndavélakerfi • Innbrotakerfi • Slökkvikerfi / Slökkvitæki • Öryggisgirðingar / Hlið / Bómur • Áfengismælar / fíkniefnapróf Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Stoltið hleypur með fólk í gönur í dag. Rétt er að gefa sér góðan tíma til þess að kanna málavöxtu og láta svo til skarar skríða. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú færð hugsanlega tækifæri til að koma þér á framfæri. Ef þið haldið að þið séuð ekki nægilega listræn skulið þið njóta fallegs umhverfis og verka annarra. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú nýtur þess að vera í hópum þar sem samfélagsleg norm halda ekki aftur af þér eða stjórna. Reyndu að láta ekki undan löngun til að eyða peningum í dag. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Haltu þínu striki en mundu að ekki er allt gull sem glóir. Láttu ekki eigin vangaveltur draga athygli þína um of frá verkefnum dagsins. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Láttu neikvæðnina ekki ná tökum á þér, Viðhorfið breytist líka. Byrjaðu ótrauð- ur upp á nýtt og talaðu nú tæpitungu- laust. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Láttu það nú eftir þér að hrinda draumum þínum í framkvæmd þótt það kosti einhverjar fórnir. Komdu skjölum í röð og reglu hvort sem um er að ræða reikninga eða bréfaskriftir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Vingjarnleiki sem þú sýndir ókunnug- um fyrir margt löngu verður endurgoldinn innan tíðar og meira til. Hikaðu ekki við að koma hugmyndum þínum á framfæri. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Maður getur opnað augun til þess að njóta fegurðar umhverfisins, hið sama gildir um hjartað sem opnar sig fyrir sælutilfinningum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hófstilltur og traustur mál- flutningur er enn það sem þú helst vilt. Vinnan verður tómt strit í dag og yfirmað- urinn einstaklega önugur í viðmóti. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vinur blekkir þig eða ruglar þig í ríminu í dag. Byrjarðu nú að skipuleggja eitthvað í fjarlægri framtíð. Vertu opinn, brostu og heilsaðu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það getur reynst erfitt að gefa nánum vini góð ráð, þegar maður er sjálf- ur viðriðinn málið. Þú ert í ljúfu og góðu skapi og fólk vill vera nálægt þér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ættir að viðra hugmyndir þínar við vinnufélagana og sjá hvaða viðbrögð þær fá. Karlinn á Laugaveginum var ný-kominn að norðan, þegar ég sá hann. „Það er fallegt á Sléttu þegar veðrið er gott. Hvergi er féð vænna og þar eru óendanlegir möguleikar í ferðaþjónustu. Fuglinn er gæfur og norðrið er svo hreint,“ sagði hann. Og svo veik hann talinu að séra Sigurði á Presthólum en þriðj- ungur af Sigurðarstöðum féll undir kirkjustaðinn samkvæmt konungs- úrskurði. Séra Sigurður réð bróður sinn ráðsmann á Sigurðarstaði og rak þangað sauðfé á haustin til að féð yrði vænna og til að auka frjó- semina og sömuleiðis þegar kom fram á þorrann. „Þetta voru kall- aðar sjóarær. Friðrik á Efri-Hólum gerði þetta líka. Samdi við bóndann á Ásmundarstöðum um fjörubeit ef ég man rétt,“ sagði hann og bætti við; Mælti kerling í Kötlu með hettu: „Það er kraftur í þarafléttu.“ - - Sólskinið baðar sílspikaðar sjóarær norður á Sléttu. Á þessum degi 18. maí 1886 fædd- ist Jakob Thorarensen skáld á Fossi í Hrútafirði en ólst upp á Ströndum og nam trésmíð. Fyrstu kvæði hans „komu eins og hressandi gustur. Þau voru hispurslaus í máli, hrein og karlmannleg í kveðandi og rími, sjálfstæð og sérkennileg að yrkis- efnum, einlæg og opinská í skoð- unum,“ segir Vilhjálmur Þ. Gíslason um hann sextugan. En Jóhannes úr Kötlum tekur þessa vísu í Skáldu: Hvort skal nú heldur eftir öld að auður og nauð fari þá með völd í menguðum geimi og hálfdauðum heimi – eða heiðara líf með fegri skjöld? Kvæðið „Í hákarlalegum“ er klassískt: Öruggt var þeirra áralag, engum skeikaði vissa takið; stæltur var armur, breitt var bakið, og brjóstið harðnað við stormsins slag. Seigluna gátu og vaskleik vakið vetrarins armlög nótt og dag. Síðar í kvæðinu segir, að þeir hafi róið á dýpstu mið. Með Andrarímur í andans nesti en annars harðfisk og blöndukút; og munaðaraukinn eini, besti ögn af sykri í vasaklút. Hraðkveðlingar og hugdettur komu út 1947. Þar stendur, að allt víki að sama púnkt: Myndu ei stefin mín og þín mjókka skjótt og hverfa sýn, fyrst Hallgrímsljóð nú henta í grín og hætt að prenta Vídalín? Vorvísa: Nú er vöknuð foldin fríð, fjörugt líf á stjái. Dýrð sé guði í grænni hlíð, guði í hverju strái. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sjóarær á Sléttu og í hákarlalegum Í klípu LÁRUS HAFÐI EKKI SKILGREINT SIG SEM HLUTA AF HINUM ALMENNA VINNU- MARKAÐI Í MÖRG ÁR, OG ÆTLAÐI EKKI AÐ BYRJA Á ÞVÍ NÚNA. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVERNIG ER FISKURINN Í DAG?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera önnum kafin. VEISTU HVAÐ MÉR LÍKAR BEST Í FARI ÞÍNU, JÓN? HVAÐ ÉG ER DUGLEGUR AÐ NOTA TANNÞRÁÐ? AÐ ÉG GETI GERT MIG RANGEYGÐAN Á ÖÐRU AUGA? AÐ ÞÚ ERT ÖÐRUVÍSI. PABBI ER KOMINN ÚR RÁNSFERÐINNI TIL ENGLANDS! GOTT, KOM HANN MEÐ GÓSSPOKANN SINN? JÁ, EN EKKI BÚAST VIÐ OF MIKLU. 1005 tímarit nefnist einstaklega fal-legt og frumlegt tímarit sem hóf göngu sína nýverið, nánar tiltekið 10. maí. Þetta er tilraunakennd út- gáfa sem sameinar margbreytileika tímaritsins og bókverkið. Fyrsta út- gáfan lofar góðu, í það minnsta var tilfinningin að fá eintakið í hendur góð. Það er eitthvað við áþreifanlega hluti eins og bók sem vekur góða til- finningu fyrir því að maður hljóti að vera með einhverja mikilvæga visku milli handanna. x x x Að sjálfsögðu ætlar Víkverji aðminnast á vorið, en ekki hvað! Hann rennir í grun, að oft og tíðum sé hægt að fletta upp í gömlum Vík- verjum, kanna umfjöllunarefnið og para saman við árstíð og veðurfar. Prýðishugmynd að partíleik, góðir hálsar. x x x Jú, því veðrið og árstíminn ernokkuð sem Íslendingum verður tíðrætt um, og er það vel. Vonir og væntingar vorsins hafa náð til Vík- verja. Eins og fyrri daginn á hann það til að verða aðeins of kappsamur og fara fram úr sjálfum sér. Þannig er mál með vexti að ræktunaráhugi hefur náð að sá fræjum sínum í hjarta hans. Forræktað kál er ekki enn komið ísölu í garðyrkju og blómabúðir. Ástæðan er einföld – það er víst enn þá of kalt úti til að geta leyft því að komast út undir bert loft. Hitinn fer víst niður í þrjár gráður yfir nóttina. x x x Á sama tíma og höfuðborgarbúinner að hugsa um ræktun og býsn- ast yfir næturkulda, þá er nánast hægt að skella sér á skíði á öllu land- inu. Á Ísafirði er einstaklega gott skíðafæri og ætti fátt að vera því til fyrirstöðu að skíðaáhugamenn skundi vestur og renni sér síðustu bununa niður fjallið fyrir sumarið. Já, þessu er ansi misskipt milli landshluta. Á meðan sunnlenskir bændur hleypa kindum sínum út á tún sem víða eru orðin græn, þá eru frændkindur þeirra fyrir norðan enn á heygjöf. En svona er víst lífið. víkverji@mbl.is Víkverji Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi ei- líft líf. (Jóhannesarguðspjall 3:16)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.