Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 0. J Ú N Í 2 0 1 3
Stofnað 1913 142. tölublað 101. árgangur
LISTMÁLARI
SKRIFAR UM
TRÚ OG APPLE
NÝSKÖPUN
OG ÞJÓÐLEG
HEFÐ
FYLKISMENN LÁTA
EKKERT STÖÐVA SIG Í
BIKARKEPPNINNI
VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIRFAGURFRÆÐI 10
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
aslaug@mbl.is
„Það yrði strax verulegur ávinningur
ef okkur tækist að útskrifa stúdenta að
jafnaði 18 ára, líkt og í flestum ná-
grannalöndum okkar, í stað 20 ára,“
segir Þorsteinn Víglundsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Hann telur að stytta eigi hvort skóla-
stig um eitt ár, bæði grunn- og fram-
haldsskólastigið.
„Ég tel mikilvægt að stytta nám að
háskólastigi. Við erum tilbúin að skoða
alla möguleika og útfærslur á breyt-
ingum,“ segir Illugi Gunnarsson,
mennta- og menningarmálaráðherra,
sem telur augljóst í sínum huga að
þetta sé eitt af helstu verkefnum rík-
isstjórnarinnar. „Þarna er á ferðinni
stórt efnahagslegt mál fyrir þjóðina og
það er ekki hægt annað en að horfa til
þess að við tökum lengri tíma heldur en
aðrar þjóðir að klára nám að háskóla-
stigi. Ekkert land í OECD tekur jafn
langan tíma að klára nám að háskóla-
stigi og Ísland,“ segir Illugi en á Íslandi
er tekið 14 ára nám að háskólastigi en
meðaltalið í OECD er 12,4 ár. „Það er
einnig sláandi að rannsóknir sýna að
einungis 45% nemenda á Íslandi klára
námið á fjórum árum, eða réttum tíma.
Það er mun lægri prósentutala en í
löndunum í kringum okkur. Vandinn
er því í raun og veru stærri en margir
halda því við erum almennt ekki að út-
skrifa stúdenta 20 ára, við útskrifum
rúmlega helming þeirra eldri en 20 ára
og erum því að gera þetta allt mun
hægar en ásættanlegt er,“ segir Illugi.
Mikilvægt að stytta nám
Stytta á grunn- og framhaldsskólastigið um eitt ár hvort, að mati framkvæmda-
stjóra SA Mennta- og menningarmálaráðherra vill skoða allar útfærslur
MEndurreisa þarf … »Viðskipti
Þorsteinn
Víglundsson
Illugi
Gunnarsson
„Þetta er með bestu opnunum hjá
okkur,“ segir Einar Sigfússon, ann-
ar eigandi Haffjarðarár, en 30 laxar
veiddust á þrjár stangir fyrstu tvo
veiðidagana í ánni. Einar segir flesta
laxana stóra en þrír smálaxar hafi
veiðst og þeir hafi verið afar vel
haldnir, rétt eins og stóri laxinn. „Ég
hef varla séð laxinn koma betur
haldinn úr hafinu síðustu ár. Þetta
vekur vonir um gott sumar.“
Áhugamenn um laxveiði sjá marg-
ir ástæðu til að gleðjast yfir líflegri
veiði nú í upphafi veiðitímabilsins.
Opnunin í Kjarrá var einnig ein sú
besta í mörg ár. Þar veiddust 54 lax-
ar á stangirnar sjö, rúmlega lax á
stöng á vakt. Vaxandi göngur hafa
verið í Þverá og Kjarrá síðustu daga,
rétt eins og í Norðurá þar sem smá-
laxinn er farinn að ganga, og veiðast,
að því er virðist af talsverðum krafti.
Þá var byrjun laxveiðinnar í
Skjálfandafljóti afar góð, því 17 lax-
ar veiddust þar fyrsta daginn. Veiði
hefst í Elliðaánum og Kjósinni í dag.
Laxveið-
in lífleg
Morgunblaðið/Einar Falur
Átök Veiðimaður glímir við lax í
opnun Kjarrár um helgina.
„Vekur vonir
um gott sumar“
Alþjóðleg hjólreiðakeppni, kennd við WOW, hófst í gær við tónlistar- og
ráðstefnuhúsið Hörpu. Keppendur munu hjóla hringinn um Ísland í boð-
sveitum. Þetta er annað árið í röð sem keppnin fer fram. 200 þátttakendur
eru skráðir til leiks sem er aukning um 78 manns frá því í fyrra. Hægt er að
fylgjast með framvindu keppenda á netinu. Samtökin Barnaheill njóta góðs
af áheitum sem safnast í keppninni.
Lagt af stað í hjólreiðakeppni hringinn um landið
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Koma mun í
ljós hvaða staður
verður fyrir val-
inu fyrir nýja
Valhöll á Þing-
völlum í lok árs,
að sögn Ólafs
Arnar Haralds-
sonar, þjóðgarðs-
varðar á Þing-
völlum. Verið er
að skoða þrjá staði og finna út
hvaða staður mun vera heppileg-
astur undir veitingastað og veislu-
sal. Mörgum þykir leitt að nú sé
ekki hægt að setjast niður á veit-
ingastað í þjóðgarðinum á Þingvöll-
um og fá sér góðan mat. Það varð
að engu þegar Valhöll brann árið
2009.
Staðirnir sem verið er að skoða
eru gamli Valhallarreiturinn, við
furulundinn fyrir neðan Öxarárfoss
og Hakið á barmi Almannagjár, að
sögn Ólafs Arnar. Verkfræðiúttekt
hefur þegar verið gerð og virtist
Hakið vera besti kosturinn til að
reisa á nýja Valhöll en beðið er eftir
öðrum sjónarmiðum.
Óvíst er hvort hótel verði á Þing-
völlum aftur vegna umhverfis-
áhrifa og mikils kostnaðar í fram-
kvæmd, en engin endanleg
ákvörðun hefur verið tekin. »6
Valið í lok árs á milli þriggja mögulegra
staða fyrir nýja Valhöll á Þingvöllum
Á Þingvöllum.
Útflutningsverðmæti sjávaraf-
urða jókst um 5,4% á fyrstu fjórum
mánuðum ársins ef tekið er mið af
sama tímabili árið 2012. Á sama
tímabili jókst útflutningur á
sjávarafurðum um 11%. Jón
Þrándur Stefánsson, grein-
andi hjá ráðgjafarfyrir-
tækinu Marko Partners,
sem sérhæfir sig í sjáv-
arútvegi, telur að þorsk-
verð sé nærri botni og
býst við einhverjum
hækkunum þó að þær
þurfi ekki að verða mikl-
ar. Heildarmagn útflutn-
ings á þorski hefur aukist
um 18% en á sama tíma hefur þorsk-
verð fallið um 16%. „Mikið hefur
verið flutt út af bita-
fiski, þar sem
verðmætustu bit-
arnir eru skornir af
og fluttir út í auknum
mæli. Það hefur haldið uppi
verðinu,“ segir Jón Þrándur.
Hann telur jafnframt að geng-
isstyrking muni ekki hafa afger-
andi áhrif á sjávarútveginn til lengri
tíma. Hlutfall útflutningsverðmætis
sjávarafurða af heildarútflutnings-
verðmæti landsins frá janúar til apr-
íl í ár var um 44% en var 41,9% árið
2012. »12
Útflutningsverðmæti sjávarafurða jókst
um 5,4% á fyrstu fjórum mánuðum ársins