Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Um 7,6 milljónir manna þurftu að
flýja heimkynni sín í heiminum á síð-
asta ári og það jafngildir því að á
fjórðu hverri sekúndu hafi einhver
flosnað upp vegna stríðs eða annarra
hörmunga. Alls eru nú meira en 45
milljónir flóttamanna í heiminum og
þeir hafa ekki verið jafnmargir í
tæpa tvo áratugi.
Þetta kemur fram í skýrslu sem
flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóð-
anna, Antonio Guterres, birti í gær.
„Í hvert skipti sem við deplum auga
neyðist enn einn til að flýja,“ sagði
Guterres. „Þetta eru svo sannarlega
skelfilegar tölur. Þær endurspegla
gríðarlegar þjáningar einstaklinga
og einnig erfiðleika alþjóða-
samfélagsins á því að hindra átök og
leysa vandamálin áður en í óefni er
komið.“
Um 55% alls flóttafólksins koma
frá fimm löndum þar sem stríð hafa
geisað: Afganistan, Sómalíu, Írak,
Súdan og Sýrlandi. Afganar hafa
verið fjölmennasti flóttamannahóp-
urinn síðustu 32 árin. Yfir 2,5 millj-
ónir Afgana eru á flótta og um 95%
þeirra dvelja í Pakistan eða Íran.
Um 87% alls flóttafólksins dvelja í
þróunarlöndum, en hlutfallið var ell-
efu prósentustigum lægra fyrir ára-
tug. Pakistan hefur tekið við flestum
flóttamönnum, eða um 1,6 millj-
ónum, Íran kemur næst með yfir
868.000 flóttamenn og Þýskaland
með nær 590.000.
Heldur áfram að fjölga
Flóttamennirnir hafa ekki verið
jafnmargir frá árinu 1994 þegar
fjöldamorð voru framin í Rúanda og
blóðug átök geisuðu í fyrrverandi
lýðveldum Júgóslavíu.
Sýrland er í fjórða sæti á lista yfir
lönd þar sem fólksflóttinn er mestur,
en sýrlenska flóttafólkinu hefur
fjölgað um milljón frá áramótum og
óttast er að tvær milljónir Sýrlend-
inga til viðbótar flýi heimkynni sín
fyrir lok ársins. Flóttafólkinu fjölg-
aði í tveimur öðrum stríðshrjáðum
löndum, Malí og Austur-Kongó.
45,2 milljónir manna á flótta í heiminum
Heimild: UNHCR
21.300 umsóknir
um hæli komu frá
börnum sem voru
ein síns liðs
Lönd þar sem fólksflóttinn er mestur
Afganistan
2.585.600
Sómalía
1.136.100
Írak
746.400Súdan/
Suður-Súdan
569.200
A-Kongó
509.400
Búrma
415.300
Kólumbía
394.100 Víetnam
336.900
Eritrea
285.100
46%
af flóttafólkinu
eru undir 18 ára
aldri
7,6 milljónir flúðu
heimkynni sín árið 2012
1,1 millj. til annars lands
6,5 millj. voru á flótta í
heimalandinu
Um það bil
10 milljónir
voru án
ríkisfangs
Þróunarlönd tóku við
um 87% af
flóttamönnum
í heiminum
Flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefur birt skýrslu um fjölda flóttamanna á síðasta ári
Pakistan
1.638.500
Íran
868.200
Þýskaland
589.700
Kenía
564.900
Sýrland
728.500
476.500
Eþíópía
376.400
Tsjad
373.700
Jórdanía
302.700
Kína
301.000
Tyrkland
267.100
Lönd sem taka við flestum flóttamönnum
7,6 millj. flosn-
uðu upp í fyrra
Mesti fjöldi flóttafólks í tvo áratugi
Auknar horfur eru á votum sumrum
á Bretlandi næstu tíu árin vegna nýs
veðurmynsturs sem greinst hefur á
Norður-Atlantshafi, að því er breska
dagblaðið The Daily Telegraph hef-
ur eftir sérfræðingum bresku veður-
stofunnar.
Veðurfræðingarnir komu saman
til að ræða óvenjulegt veðurfar í
Bretlandi síðustu misseri; óvenju-
kaldan vetur árið 2010, blautt sumar
árið 2012 og óvenjukalt vor í ár.
The Daily Telegraph hefur eftir
veðurfræðingunum að Norður-
Atlantshafið hafi hlýnað á síðustu
árum og breyting hafi orðið á stefnu
skotvindsins (e. jet stream), sem er
vestanstæður og getur af sér djúpar
lægðir. Skotvindurinn sé yfirleitt
miklu norðar en nú og þegar hann sé
sunnlægur, eins og það sem af er
sumri og í fyrrasumar, fari lægð-
irnar oftar yfir Bretlandseyjar.
Bretar þurftu einnig að sætta sig
við blaut sumur seint á sjötta ára-
tugnum og í byrjun sjöunda áratug-
arins á öldinni sem leið og aftur á ní-
unda áratugnum. Að sögn The Daily
Telegraph vita veðurfræðingarnir
ekki með vissu hvað veldur því að
þetta veðurmynstur er nú komið aft-
ur, en þeir spá því að það standi í tíu
ár til viðbótar. Fyrsta blauta sum-
arið í þessari lotu hafi verið árið 2007
og veðurmynstrið standi yfirleitt í
tíu til 20 ár í senn.
The Daily Telegraph hefur eftir
Stephen Belcher, sem stjórnar lofts-
lagsrannsóknum bresku veðurstof-
unnar, að hugsanlega megi rekja
breytinguna á stefnu skotvindsins til
loftslagsbreytinga og bráðnunar
hafíss á norðurslóðum. Hann leggur
hins vegar áherslu á að margir
flóknir þættir geti stuðlað að veður-
mynstrinu, meðal annars breytingar
á virkni sólar, stærri veðurkerfi í
Kyrrahafi og hafstraumar. Rann-
saka þurfi betur hvaða áhrif hlýnun
Atlantshafsins, bráðnun hafíssins og
stefna háloftavinda hafi á veðurfarið.
bogi@mbl.is
Votum sumrum
spáð í Bretlandi
AFP
Væta Ferðamenn fylgjast með verði
í vondu veðri við Buckinghamhöll.
Jarðvegsþjöppur - Vatnsdælur - Malbikunarvélar
Vinnustaðamerkingar - Vélsópar - Hellulagningatæki
A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is
Tæki til verklegra
framkvæmda
Stofnað 1957