Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013 STOFNAÐ 1987 einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n | Sk ipholt 50a Sími 581 4020 | www.gal ler i l i s t . i s VA XTALAUS M ál ve rk : Æ ja www.gilbert.is KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR ÖLL TÆKIFÆRI Knattspyrnufélagið FC Ógn stóð fyrir góðgerðarleik í gærkvöldi á gervigrasvellinum við KR-heimilið, til styrktar Ágústu Amalíu Sig- urbjörnsdóttur, þriggja barna móð- ur sem berst við krabbamein og missti auk þess nýverið systur sína úr lungnabólgu. FC Ógn skipa vask- ar konur og margar hverjar þjóð- kunnar, m.a. leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir og Rakel Garð- arsdóttir, framkvæmdastjóri Vest- urports, en mótherjar liðsins í góð- gerðarleiknum voru þekktir listamenn og liðsstjóri þeirra rithöf- undurinn Þorgrímur Þráinsson. Í liði Þorgríms voru þau Elín Ey, Eyj- ólfur Kristjánsson, Sigga Beinteins, Matti Matt, Hreimur Örn Heim- isson, Magni, Örvar í múm, Þórunn Antonía Magnúsdóttir, Garðar Thor Cortes, Jón Ólafsson, Hildur Vala, Sindri úr Seabear, Ragga Gísla, Erna Hrönn, Krummi Björgvinsson, DJ Margeir Steinar Ingólfsson og Felix Bergsson. Anna Svava Knútsdóttir, leikkona og uppistandari, var kynnir kvölds- ins en um skífuþeytingar sáu þær Carmen Jóhannsdóttir og Natalie G. Gunnarsdóttir. Eins og sjá má af meðfylgjandi myndum var hart bar- ist á vellinum og leikmenn hvattir ákaft af áhorfendum. Gleði Sigrún H. Sveinsdóttir, Lovísa Ólafsdóttir og Guðbjörg Björnsdóttir. Morgunblaðið/Styrmir Kári Skipulag Þorgrímur Þráinsson leggur línurnar fyrir listamennina á KR-vellinum í gærkvöldi. Leikið til styrktar Ágústu Amalíu Tiltal David James dómari lætur Jón Ólafsson ekki leika á sig. Harka Þórunn Antonía á fullri ferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.