Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Vesturlönd,ekki sístBandarík-
in, hafa um langt
skeið verið mjög
háð innflutningi á
olíu frá Mið-
Austurlöndum.
Strax upp úr síðari heims-
styrjöldinni urðu Bandaríkin
háð innflutningi á olíu og inn-
flutningur jókst hröðum
skrefum. Samhliða þessu hef-
ur utanríkisstefna Bandaríkj-
anna að miklu leyti snúist um
að tryggja þeim aðgang að ol-
íu. Svipað á við um Evrópu þó
að það sé misjafnt eftir ríkj-
um.
Gríðarlegar breytingar
hafa orðið í þessu efni á allra
síðustu árum. Frá árinu 2005
hefur innflutningur farið úr
um 60% af olíunotkuninni í
Bandaríkjunum niður í um
40%. Ný spá Orkustofnunar
Bandaríkjanna bendir til að
þessi þróun muni halda áfram
á næstu áratugum. Meg-
inspáin gerir að vísu ráð fyrir
hægfara þróun en fráviks-
spár, sem þó eru alls ekki fjar-
stæðukenndar, gera ráð fyrir
áframhaldandi hraðri þróun.
Samkvæmt slíkum spám kann
að vera að Bandaríkin verði á
ný orðin olíuútflutningsríki
eftir um tvo áratugi.
Töluverðar deilur eru um
þær aðferðir sem beitt er við
þá jarðefnaeldsneytisvinnslu
sem valdið hefur fram-
leiðsluaukningunni í Banda-
ríkjunum. Ýmsir telja að
fylgifiskur vinnslunnar sé óá-
sættanleg nýting og mengun
vatns. Þetta sjónarmið hefur
enn sem komið er haft meiri
áhrif í Evrópu en í Bandaríkj-
unum og meiri áhrif í Kali-
forníu en í Texas, þar sem
framleiðsla hefur aukist gríð-
arlega. En þrátt fyrir meiri
efasemdir í Kaliforníu tókst
ekki að koma lögum sem
banna þessar vinnsluaðferðir í
gegnum þingið þar. Ástæðan
er sú að gríðarlegir hags-
munir eru í húfi og líklegt má
telja að einmitt af
þeirri ástæðu
muni vinnslan
halda áfram og
vaxa jafnt innan
sem utan Banda-
ríkjanna.
Þessi nýja
vinnsla hefur mikil áhrif á ol-
íuverð og þar með á afkomu
alls almennings. En þessi
bylting í olíuframleiðslu –
breytingin er svo afgerandi að
varla er ofmælt að tala um
byltingu – mun að öllum lík-
indum hafa áhrif langt út fyrir
almennt verðlag eða veski
neytenda.
Eins og nefnt var hér að of-
an hefur utanríkisstefna
Bandaríkjanna og fleiri ríkja
að miklu leyti snúist um olíu
eða það sem kalla mætti orku-
öryggi ríkjanna. Bandaríkin
hafa á liðnum áratugum lagt
mikið á sig til að tryggja að
þau hefðu aðgang að nægri
orku og meðal annars af þeim
ástæðum látið sig mjög varða
hvað gerðist í Mið-Aust-
urlöndum.
Líkur eru á að eftir því sem
Bandaríkin komast nær því að
verða sjálfum sér næg um olíu
minnki áhugi þeirra á að beita
sér í þessum heimshluta og
jafnframt að átök í þessum
heimshluta hafi minni áhrif á
olíuverð. Raunar virðist sem
þessara áhrifa á olíuverðið sé
þegar tekið að gæta.
Þær nýju vinnsluaðferðir á
jarðefnaeldsneyti sem að-
allega hafa verið þróaðar í
Bandaríkjunum á síðustu ár-
um hafa þegar haft umtals-
verð áhrif, annars vegar stað-
bundin áhrif á atvinnulíf og
hins vegar á heimsmark-
aðsverð á olíu. Þegar fram í
sækir er líklegt að við bætist
umtalsverðar breytingar á ut-
anríkisstefnu margra áhrifa-
mikilla ríkja. Þó að ríkjum
Mið-Austurlanda þyki stund-
um nóg um afskipti ut-
anaðkomandi ríkja af svæðinu
er ekki endilega víst að þau
muni fagna þessari þróun.
Verði Bandaríkin
sjálfum sér næg um
olíuvinnslu mun af-
staðan til utanrík-
ismála breytast}
Bylting í orkumálum
Olli Rehn, efna-hags- og pen-
ingamálastjóri
Evrópusambands-
ins, sagði í gær að
hættan á að evran leysist upp
væri liðin hjá. Og hann bætti
við: „Evrópa er ekki lengur á
gjörgæslu þó að sjúkling-
urinn þurfi enn um sinn að
vera undir eftirliti og á lyfja-
gjöf.“
Þetta eru athyglisverðar
lýsingar á stöðu efnahags-
mála í Evrópu-
sambandinu hjá
manninum sem
fer með þann
málaflokk í fram-
kvæmdastjórninni.
Enn athyglisverðara er þó
að hann skuli nú segja að
hættan á að evran leysist upp
sé liðin hjá. Hvenær var upp-
lýst að þessi hætta væri fyrir
hendi? Hefur því ekki verið
neitað allan tímann? Rétt eins
og gert er nú?
Hættan sem ekki
var er liðin hjá}Evrópa á lyfjum
H
in mjög svo önuga stjórnarand-
staða landsins hefur verið iðin
við að agnúast út í splunkunýja
ríkisstjórn. Reyndar var
stjórnarandstaðan ansi fljót til
og var búin að koma sér í nöldurgírinn og saka
Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk um að
svíkja kosningaloforð þó nokkru áður en búið
var að mynda ríkisstjórn þessara flokka. Þetta
má með sanni kallast að vera langt á undan
sjálfum sér.
Stjórnarandstaðan virðist hafa ákveðið að
stunda upphrópunarstjórnmál og gólar óg-
urlega flesta daga. Eftirlætisiðja hennar þessa
dagana er að dunda við það löngum stundum
að snúa út úr orðum forsætisráðherrans, Sig-
mundar Davíðs Gunnlaugssonar, og afbaka
þau á allan mögulegan hátt. Það er nokkurn
veginn sama hvað forsætisráðherrann segir í fjölmiðlum
eða á þingi, stjórnarandstaðan er mætt og byrjar sam-
stundis að góla og saka forsætisráðherrann um svik og
pretti. Þetta gengur svo langt að þegar forsætisráð-
herrann talar á þjóðlegum nótum á sjálfan 17. júní, eins
og hann á vitanlega að gera, þá er hann sakaður um þjóð-
rembu. Er nú ekki í lagi að elska landið sitt og vilja auðga
það?
Það lýsir svo sannarlega ekki afturhaldsstefnu að vitna í
þjóðskáld og Fjölnismenn í ræðu á þjóðhátíðardaginn held-
ur eru það meðmæli með forsætisráðherra sem virðist vel
lesinn – alveg eins og forsætisráðherrar eiga að vera. For-
sætisráðherra virðist einnig annt um þjóð sína
og vill varðveita íslenskan menningararf. Þar
mæta honum einnig kaldar kveðjur og hann er
sakaður um að vera ekki maður nútímans. For-
sætisráðherra veit, það sem gagnrýnendur
hans vita ekki, að þjóð sem glatar menningar-
arfi sínum glatar stórum hluta af sjálfri sér.
Forsætisráðherra landsins er andvígur aðild
Íslands að Evrópusambandinu. Við erum
örugglega nokkuð mörg sem myndum óska
þess að hann væri mun blíðari í garð þess sam-
bands en ekki verður á allt kosið. En við meg-
um ekki að láta eins og að þeir sem eru and-
snúnir aðild Íslands að Evrópusambandinu,
hvort sem það er forsætisráðherra eða aðrir,
séu nánast sjálfkrafa fulltrúar argasta aft-
urhalds og uppfullir af þjóðrembu. Samkvæmt
þeirri skilgreiningu væri stór hluti íslensku
þjóðarinnar þjóðrembulegir afturhaldssinnar.
Stjórnarandstaða landsins er vissulega vakandi en hún
er á góðri leið með að gera sig marklausa með nöldri, út-
úrsnúningum og almennri geðvonsku. Stjórnarandstaðan
hefði átt að hafa vit á að fara sér hægt í byrjun og leyfa
ríkisstjórninni að hefja störf áður en farið var að gagn-
rýna hana. Það var ekki gert heldur hófust upphrópanir
töluvert áður en ríkisstjórnin hafði verið mynduð. Upp-
hrópanir stjórnarandstöðunnar eru því nú þegar orðnar
eins og grátstafir þeirra sem ekki hafa enn sætt sig við að
hafa glatað völdum og eru tilbúnir til að gera hvað sem er
til að endurheimta þau. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Upphrópanir og 17. júní
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
E
kki verður annað sagt
en að með frumvarpi
Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar for-
sætisráðherra um
breytingu á lögum um Hagstofu Ís-
lands sé gengið mjög langt í því að af-
nema það sem menn telja að sé eðli-
legur trúnaður um persónuleg
málefni einstaklinga í viðskiptum sín-
um við fjármálafyrirtæki. Þetta kom
fram í ræðu Sigríðar Á. Andersen,
varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins,
í umræðum um frumvarpið á Alþingi
í fyrradag.
Með frumvarpinu, sem er hluti
af tíu þrepa áætlun ríkisstjórnarinnar
um aðgerðir vegna skuldavanda
heimilanna, er Hagstofunni veitt
heimild í þágu hagskýrslugerðar til
að óska eftir upplýsingum af fjár-
hagslegum toga frá fyrirtækjum og
einstaklingum í atvinnurekstri um
viðskipti þeirra við þriðja aðila.
Í greinargerð frumvarpsins
kemur fram að tilefni breytinganna
sé nauðsyn áreiðanlegra upplýsinga
um skuldir heimila og fyrirtækja frá
fjármálastofnunum. Undir upplýs-
ingagjöf af þessu tagi falla meðal ann-
ars upplýsingar um lánveitingar,
hver sé lántaki, skilmála (t.d. lengd,
vaxtakjör, hvort lánið sé verðtryggt
eða ekki og svo framvegis), hvort lán-
ið sé íslenskt eða erlent, stöðu láns,
greiddar afborganir og vexti sem og
vanskil og úrræði í þágu skuldara
tengd láninu (t.d. hin svokallaða 110%
leið). Þá segir í 3. grein frumvarpsins,
sem kveður á um ofangreindar heim-
ildir, að ákvæði annarra laga um
trúnaðar- og þagnarskyldu víki fyrir
ákvæðum greinarinnar. Í greinar-
gerð frumvarpsins er þetta ákvæði
skýrt sem svo að þar sé m.a. horft til
58. gr. laga um fjármálafyrirtæki.
Felur í sér hættu á misnotkun
Í greinargerð frumvarpsins eru
áhrif þess metin. Þar segir m.a. að
þegar persónuupplýsingum er safnað
í miklum mæli þá feli slíkt ávallt í sér
hættu á misnotkun sem og að óráð-
vandir aðilar komist í gögnin. Jafn-
framt eigi ekki að vanmeta mikilvægi
bankaleyndar og trúnaðartrausts
milli fjármálastofnana og við-
skiptavina þeirra. „Við gerð frum-
varpsins og með hliðsjón af gildandi
lögum um Hagstofu Íslands er örugg
meðferð viðkomandi gagna tryggð af
fremsta megni og að þau verði ein-
göngu nýtt í þágu útgáfu töl-
fræðilegra upplýsinga sem ekki verð-
ur hægt að rekja til einstaklinga eða
einstakra fyrirtækja. Hagstofa Ís-
lands hefur mikla reynslu í meðferð
upplýsinga af þessu tagi og þar eru til
staðar verkferlar og öryggiskerfi sem
hingað til hafa ekki sætt gagnrýni,“
segir í greinargerðinni.
Þjóðfélagslegir hagsmunir
Þá segir jafnframt í greinargerð-
inni að þegar horft sé til þess hversu
mikilvægt það sé út frá þjóðfélags-
legum hagsmunum að vinna töl-
fræðilegar upplýsingar um skulda-
vanda bæði heimila og fyrirtækja þá
verði að telja að þeir vegi þyngra en
hinir hugsanlegu ókostir sem greint
er frá að ofan, sem í raun séu hverf-
andi þegar betur er að gáð.
Einnig er bent á það í greinar-
gerð frumvarpsins að Persónuvernd
hafi gert athugasemdir við fyrri
frumvörp um þetta efni, þ. á m. við
frumvarp Gylfa Magnússonar, þáver-
andi efnahags- og viðskiptaráðherra,
frá árinu 2010 um rannsókn á fjár-
hagsstöðu skuldugra heimila. „Við
gerð þessa frumvarps hefur verið
tekið tillit til þessara varnaðarorða
Persónuverndar. Þannig er gert ráð
fyrir að hinar nýju heimildir skuli
endurskoðaðar fyrir árslok
2017. M.a. skuli þá meta
hvort þjóðfélagsleg nauðsyn
fyrir slíkri tölfræði sé enn
til staðar,“ segir í grein-
argerðinni.
Langt gengið í af-
námi trúnaðarskyldu
Morgunblaðið/Sverrir
Hagstofa Íslands Auka á heimildir Hagstofunnar til að afla upplýsinga.
„Mér finnst tilganginum ekki
nægilega lýst í þessu frum-
varpi,“ segir Sigríður Á. And-
ersen í samtali við Morgunblaðið
og bætir við: „Það er erfitt að
átta sig á því hvort þetta varði
einhverjar upplýsingar um til
dæmis greiðsluvanda heim-
ilanna, sem að kallaður hefur
verið svo, eða hvort tilgangurinn
lúti að einhverjum sértækum að-
gerðum á einhvern hátt.“ Þá
segist hún velta því fyrir sér,
óháð tilgangi frumvarpsins,
hvort ekki sé hægt að ná mark-
miðum frumvarpsins með ein-
hvers konar vægari aðgerðum.
Aðspurð hvort frumvarpið feli
í sér afnám á bankaleynd segir
Sigríður: „Einhver kynni að segja
að það væri með öllu verið að af-
nema hana með þessu.“ Hún
bætir við að jafnframt sé
óljóst í frumvarpinu
hvort upplýsingarnar eigi
að vera dulkóðaðar.
Bendir hún á að ef ætl-
unin sé að upplýsingarnar
séu dulkóðaðar þá
þurfti slíkt að
koma skýrt fram í
frumvarpinu
sjálfu.
Tilgangurinn
ekki nógu ljós
AFNÁM BANKALEYNDAR
Sigríður Á.
Andersen