Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 31
Sigvaldi kynntist og fékk áhuga á kvikmyndagerð er hann var í FB, hóf hann þá að fikta við kvik- myndagerð með þeim árangri að vera útnefndur af RÚV Bjartasta vonin, fyrir tónlistarmyndband sem hann gerði fyrir vini sína 1992. Eftir framhaldsskóla sinnti hann ýmsum störfum tengdum kvikmyndagerð en eftir nám við NFTS vann hann einkum við klippingar, klippti á tímabili flest- ar myndir Friðriks Þórs Friðriks- sonar og Baltasars Kormáks og hefur klippt yfir tuttugu kvik- myndir á Íslandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Þá hefur hann klippt og leikstýrt fjölda auglýs- inga, hér á landi og erlendis. Eftir að Sigvaldi klippti stóra Hollywood-mynd með þekktum leikurum, árið 2006, hefur hann dregið úr klippingum og snúið sér meira að leikstjórn og framleiðslu. Hann hefur starfað við Lata- bæjarþættina á undanförnum ár- um, hefur m.a. haft umsjón með tæknimálum versins, er nú leik- stjóri þáttanna og hefur leikstýrt yfir 30 Latabæjarþáttum. Sigvaldi hefur auk þess verið að framleiða teiknimyndir í Bretlandi og á Indlandi og fékk verðlaun fyrir áhugaverðustu nýjungar í teiknimyndum á Cannes- kvikmyndahátíðinni 2009. Bjartsýnn ávaxtabóndi Sigvaldi var m.a. skólastjórnar- fulltrúi og sat í nemendaráði FB. Hann er forfallinn fluguveiðimað- ur og er farinn að fikta við flugu- hnýtingar. Þá á Sigvaldi jarð- arskika austur á Skeiðum þar sem hann hefur plantað yfir 6.000 trjá- plöntum á undanförnum átta ár- um. „Þetta eru trjáplöntur af ýmsu tagi en þær eru í rauninni bara undirbúningur fyrir ræktun á ávaxtatrjám. Það er draumurinn: Alvöru aldingarður á Skeiðunum.“ Heldurðu að það sé hægt? „Já, það skal heppnast. Ávaxta- trén eru markmiðið með öllu hinu. Og ég er viss um að það tekst því ég er fæddur bjartsýnismaður.“ Fjölskylda Kona Sigvalda er Margrét Ólafsdóttir, f. 25.11. 1974, sem starfar sjálfstætt. Foreldrar henn- ar eru Ólafur Jónsson, f. 24.9. 1946, viðskiptafræðingur í Reykja- vík, og Soffía Ragnhildur Guð- mundsdóttir, f. 17.9. 1949, hjúkr- unarfræðingur. Börn Sigvalda og Margrétar eru Tindur Thor Sigvaldason, f. 30.5. 2003; Elísa Sigvaldadóttir, f. 3.1. 2006; Ylfa Sigvaldadóttir, f. 7.5. 2010. Hálfsystkini Sigvalda, sam- mæðra, eru Unndór Egill Jónsson, f. 22.2. 1978, myndlistarmaður í Reykjavík; Sara Bjarney Jóns- dóttir, f. 25.1. 1980, læknir í Reykjavík; Hjálmar Melstað Jóns- son, f. 8.10. 1986, verslunarstjóri í Reykjavík; Þórdís Nadira Jóns- dóttir, f. 19.9. 1971, nemi í Reykjavík. Hálfsystkini Sigvalda, samfeðra, eru Eva Sigurbjörg Káradóttir, f. 1966, kennari í Vestmannaeyjum; Valur Páll Viborg, f. 7.1. 1969, við- skiptafræðingur í Garðabæ; Jór- unn Káradóttir, f. 16.2.1989, nemi í London; Alfreð Kort Kárason, f. 6.1. 1993, veitingamaður í Reykja- vík. Foreldrar Sigvalda eru Kári Kort Jónsson, f. 6.8. 1949, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, og Ólöf Elfa Sigvaldadóttir, f . 12.5. 1944, húsfreyja. Stjúpfaðir Sigvalda er Jón Egill Unndórsson, f. 3.3. 1951, kennari í Reykjavík. Úr frændgarði Sigvalda J. Kárasonar Sigvaldi J. Kárason Ólafur Jónsson oddviti, verslunarmaður, símavörður, sláturhússtjóri á Efra-Haganesi í Fljótum Jórunn Stefánsdóttir húsfr. í Efra-Haganesi Jón Kort Ólafsson b. á Efra-Haganesi í Fljótum Þuríður Guðlaug Márusdóttir húsfr. á Efra-Haganesi Kári Kort Jónsson framkvæmdastjóri í Rvík Márus Ari Símonarson b. á Fyrirbarði í Fljótum Sigurbjörg Jónasdóttir húsfr. á Minni-Reykjum í Fljótum Hjálmar Jónsson b. á Fjósum í Svartárdal í A-Húnavatnssýslu Ólöf Sigvaldadóttir húsfr. á Fjósum Sigvaldi Hjálmarsson rith., kennari og forseti Guðspekifélagsins Bjarney Halldóra Alexandersdóttir húsfr. í Rvík Ólöf Elfa Sigvaldadóttir húsfr. í Reykjavík Alexander Einarsson b. á Dynjanda Jóna Sigríður Bjarnadóttir húsfr. á Dynjanda í Leirufirði í Jökulfjörðum Jón Hjálmarsson erindreki og verslunarmaður í Reykjavík ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013 Jón Ívar Einarsson hefur varið dokt- orsritgerð sína við Læknadeild Há- skóla Íslands, „Tvíátta skeggsaumur í kviðsjáraðgerðum á konum“ (Bi- directional barbed suture in gynecolo- gic laparoscopy). Markmið þessa verkefnis var að rannsaka áhrif notkunar á tvíátta skeggsaumi í kviðsjáraðgerðum á kon- um. Höfundur varð fyrstur til að nota þessa tegund seymis í kviðsjár- aðgerðum árið 2008 og hefur síðan rannsakað áhrif þess á skurðtíma, mögulega fylgikvilla, samvaxtamynd- un og gróningu sára. Ritgerðin samanstendur af sex greinum sem hafa verið birtar í rit- rýndum tímaritum á síðastliðnum fimm árum. Þessar rannsóknir leiddu í ljós að notkun á tvíátta skeggsaumi styttir aðgerðartíma marktækt án þess að auka tíðni fylgikvilla. Sam- vaxtamyndun og gróning sára er einn- ig sambærileg við notkun á hefðbundu seymi. Tvíátta skeggsaumur virðist því öruggur og auðveldur í notkun í kvið- sjáraðgerðum kvenna. Notkun þessa seymis hefur aukist jafnt og þétt og er nú orðinn hluti af staðalmeðferð á stofnunum víða um heim.  Jón Ívar fæddist í Reykjavík árið 1969. Hann lauk stúdentsprófi frá MH árið 1989 og læknanámi frá HÍ árið 1995. Að loknu kandidatsári starfaði hann við Landspítalann í 2 ár en hélt svo í sérnám í fæðinga- og kvensjúkdómalækn- ingum við Baylor College of Medicine í Houston, Texas. Eftir sérnám lauk Jón Ívar 2ja ára undirsérnámi í flóknum kviðsjáraðgerðum við sömu stofnun og mastersnámi í klínískum rannsóknum við Harvard. Hann starfaði í 2 ár á Kvennadeild LSH en hefur síðan 2006 stýrt deild á Brigham and Women’s sjúkrahúsinu í Boston sem sérhæfir sig í flóknum kviðsjáraðgerðum ásamt því að kenna við læknadeild Harvard háskóla, nú sem Associate Professor. Jón Ív- ar ólst upp hjá Jóni Einarssyni og Öldu Júlíusdóttur en foreldrar hans eru Kristín A. Kjartansdóttir og Einar Vilberg. Synir hans eru Ívar Karl og Róbert Kári Jónssynir. Doktor Doktor í læknisfræði 101 ára Jón Hannesson 90 ára Guðrún Guðmundsdóttir 80 ára Elín Óskarsdóttir Þórunn Bjarnadóttir 75 ára Bárður Ragnarsson Hálfdán Kristján Hermannsson 70 ára Barði Þórhallsson Birna Bjarnadóttir Bragi Björgmundsson Halldór Friðgeirsson Lúðvík Bjarnason Ólafur Helgi Jóhannsson Rúnar Guðmundsson Sævar Gestsson 60 ára Árný Erla Sveinbjörnsdóttir Bryndís Magna Steinsson Guðlaugur Már Valgeirsson Gyða Bentsdóttir Helga Magnea Magnúsdóttir Hjörleifur K. Júlíusson Hrafn Þórðarson Ingveldur Þorkelsdóttir Magnús Björn Jónsson Óskar Helgi Óskarsson Sigurlaug Vilhjálmsdóttir Sigursteinn S. Einarsson Þórhallur Ágúst Ívarsson 50 ára Ágústa Kristjana Ragnarsdóttir Helga S. Hilmarsdóttir Knudsen Jóhannes A. Levy Kamma Viðarsdóttir Kristgeir Friðgeirsson Ólafur Geir Jóhannesson Ragnheiður Ragnarsdóttir Vigdís Einarsdóttir 40 ára Andemariam Teklesenbet Beyene Baldur Hólm Jóhannsson Birna Ingimarsdóttir Hafþór Barði Birgisson Halldór Björgvin Ívarsson Helgi Eiríksson John Snorri Sigurjónsson Jónína Laufey Jóhannsdóttir Katalin Tóth Lóa Mjöll Ægisdóttir Ólafur Unnarsson Stefán Bjarki Ólafsson Sturla Bergsson 30 ára Atli Sigþórsson Ágústa Guðrún Ólafsdóttir Guðni Þór Þórðarson Guðrún Elísa Sævarsdóttir Ingólfur Hreimsson Karol Galazyn Malgorzata Nowak Oddný Helga Óðinsdóttir Ómar Ingi Ómarsson Sigurður Jóhann Ingibergsson Svava Björnsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Eiríkur er fæddur í Reykjavík, ættaður frá Súgandafirði og starfar sem tæknimaður hjá Ný- herja á Ísafirði. Maki: Fanný Margrét Bjarnardóttir, f. 1983, sjúkraliði. Barn: Guðrún María, f. 2012. Foreldrar: Steen Joh- ansson, f. 1957, fram- kvæmdastjóri í Noregi, og Halla Leifsdóttir, f. 1957, sérfræðingur hjá Valitor. Eiríkur Gísli Johansson 40 ára Halldóra er að- stoðarleikskólastjóri í Drafnarsteini. Maki: Gunnar Reynir Val- þórsson, f. 1975, frétta- maður á 365. Börn: Valþór Reynir, f. 2000, og Rannveig Ethel, f. 2006. Foreldrar: Guðmundur Hauksson, f. 1945, hús- gagnasmiður og vinnur í Epal, og Rannveig Þóra Garðarsdóttir, f. 1949, hjúkrunarfræðingur. Halldóra Guðmundsdóttir 50 ára Ester er Dalvík- ingur og vinnur á Bóka- safni Dalvíkurskóla. Maki: Valur Júlíusson, f. 1962, framkvæmdastjóri hjá O. Jakobssyni. Börn: Hrund, f. 1990, Kristín, f. 1994, Úlfar, f. 1996, og Ýmir, f. 1998. Foreldrar: Ottó Jakobs- son, f. 1942, sjómaður og útgerðarmaður á Dalvík, og Kristín Gunnlaugs- dóttir, f. 1943, d. 2013, húsfreyja. Ester Margrét Ottósdóttir Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ -ÞAÐ ER TENGI Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • tengi@tengi.is Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 HREINSIEFNI FYRIR HEITA POTTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.