Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013
Heimsins öflugasta Hersluvél
1057Nm 20Volt
Iðnaðarvélar
fyrir fagmenn
Síðumúla 11, 108 Reykjavík,
sími 568 6899, vfs@vfs.is
www.vfs.is
W7150 ½ Rafhlöður
2* 3,0 Ah Li-Ion
Létt og þægileg
aðeins 3,1 kg
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Barack Obama, forseti Bandaríkj-
anna, lagði til að Bandaríkin og
Rússland fækkuðu kjarnavopnum
sínum um þriðjung í ræðu sem hann
flutti við Brandenborgarhliðið í
Berlín í gær.
Obama kvaðst vilja að samið yrði
um að bandarískum og rússneskum
kjarnavopnum í Evrópu yrði fækk-
að. „Þetta eru skref sem við getum
tekið til að skapa heim friðar og rétt-
lætis,“ sagði Obama þegar hann
ávarpaði um 6.000 námsmenn og
embættismenn við Brandenborgar-
hliðið sem varð að tákni kalda stríðs-
ins vegna Berlínarmúrsins sem var
lagður fyrir aftan hliðið. „Enginn
múr getur staðið í vegi fyrir þránni
eftir réttlæti … sem brennur í
mannshjartanu,“ sagði hann.
Obama skírskotaði einnig til
frægrar ræðu sem John F. Kenn-
edy, þáverandi forseti Bandaríkj-
anna, flutti í Berlín fyrir tæpum 50
árum þegar hann sagði við Berl-
ínarbúa: „Ich bin ein Berliner“.
Önnur ríki afvopnist
Ekki er ljóst hvort Vladímír Pút-
ín, forseti Rússlands, vilji semja við
Obama um að fækka kjarnavopnum
landanna. Dmítrí Rogozín, aðstoðar-
forsætisráðherra Rússlands, sagði
að ekki væri hægt að taka tillögu
Obama alvarlega í ljósi þess að
Bandaríkjastjórn héldi til streitu
áformum um að byggja upp eld-
flaugavarnakerfi í Evrópu.
Einnig var haft eftir ráðgjafa Pút-
íns í utanríkismálum í gær að tillaga
Obama gengi ekki upp nema önnur
ríki, sem eiga kjarnavopn, féllust á
kjarnorkuafvopnun.
Vill fækkun
kjarnavopna
Rússar taka tillögu Obama fálega
AFP
Á slóðum kalda stríðsins Barack Obama og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, við Brandenborgarhliðið eftir að bandaríski forsetinn flutti ræðu sína.
Kjarnavopnabúr heimsins
Heimild: SIPRI
Talið er að kjarnorkuveldi heimsins eigi
nú meira en 17.000 kjarnaodda
Indland
90-110 (80-100)
Pakistan
100-120 (90-110)
Ísrael
80 (80)
Bretland
225 (225)
Frakkland
300 (300)
Kína
250 (240)
Rússland Bandaríkin
8.500
(10.000 í fyrra)
7.700
(8.000 í fyrra)
Stjórnendur breskra banka, sem
gerast sekir um gáleysisleg brot í
starfi, eiga á hættu að verða dæmd-
ir í fangelsi og sviptir kaupaukum
samkvæmt tillögum nefndar sem
breska ríkisstjórnin skipaði til að
leggja drög að breytingum á lögum
um starfsemi banka.
Nefndin var skipuð vegna
hneykslismála í tengslum við björg-
un breskra banka í fjármálakrepp-
unni árið 2008 og Libor-hneykslis-
ins sem komst í hámæli í fyrra-
sumar þegar stórir alþjóðlegir
bankar voru sakaðir um að hafa
með óeðlilegum hætti haft áhrif á
millibankavexti, svokallaða Libor-
vexti.
David Cameron, forsætisráðherra
Bretlands, hefur lýst yfir stuðningi
við tillögur nefndarinnar um að
refsa bankastjórnendum sem hegða
sér með óábyrgum hætti.
Stjórnend-
um banka
verði refsað
Bresk nefnd vill að
brotin varði fangelsi
Vegfarandi virðir fyrir sér stóran sorphnött í miðborg Genfar. Í honum
eru 35 tonn af sorpi sem tekið var úr ruslakössum borgarinnar á þremur
dögum. Hann er til sýnis til að vekja athygli á sorphirðuátaki í borginni.
AFP
Sorphnöttur til sýnis í Genf
Félagar í kínverskri dýraverndarhreyfingu hafa efnt
til mótmæla í borginni Yulin í Guangxi-héraði í
suðurhluta Kína síðustu vikur og krafist þess að yfir-
völd banni árlega hundakjötshátíð sem verður haldin
þar á morgun. Hermt er að hátíðin hafi verið haldin í
nokkra áratugi í tengslum við sumarsólstöður. Hund-
um er þá haldið í búrum áður en þeir eru drepnir,
fláðir og eldaðir, að sögn dýraverndarhreyfingar-
innar. Hún telur ólíklegt að henni takist að koma í
veg fyrir hátíðina en segir að mótmælin hafi orðið til
þess að kínversk yfirvöld hafi hert eftirlitið með með-
ferðinni á hundunum.
KÍNA
Reynt að hindra árlega hundakjötshátíð
Ráðamenn í
Norður-Kóreu
sögðu í gær að
ekkert væri hæft
í frétt um að
Kim Jong-Un,
leiðtogi landsins,
hefði gefið hátt-
settum
embættis-
mönnum eintök af bók Adolfs Hitl-
ers, Mein Kampf. Fréttin var birt
á vef norðurkóreskra útlaga sem
segja að Kim hafi sagt undir-
mönnum sínum að lesa bókina
vandlega til að læra af henni því
Hitler hafi tekist að endurreisa
Þýskaland á skömmum tíma eftir
síðari heimsstyrjöldina. Norður-
Kóreustjórn sagði að markmiðið
með fréttinni væri að gera lítið úr
Kim Jong-Un og hótuðu að myrða
„afstyrmin“ sem stæðu á bak við
hana.
NORÐUR-KÓREA
Æfir yfir frétt um
að Kim dái Hitler