Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013 NÝTT hjá Jónínu Ben www.nordichealth.is Margir eiga ekki heimangengt eða geta af öðrum ástæðum ekki ferðast erlendis. Ég hef hannað 4 vikna námskeið á netinu þar sem ég hef dagleg afskipti af meðferðinni og vinn í samráði við lækni um lyf og líðan. Þú getur byrjað hvenær sem er með því að skrá þig hjá mér á joninaben@nordichealth.is eða í síma 822 4844 og greiða námskeiðsgjaldið sem er 35.000 kr. fyrir 4 vikur. Innifalið: Ítarlegt námsefni sem varðar hreyfingu,• mataræði, hugarfar, lífsstílssjúkdóma og lyf. 2 einkafundir• 3 fyrirlestrar• Eftirfylgni• Matardagbók• Uppskriftir• Verkefnið Í form á 40 dögum.• Hreinsaðu líkamann með 4 vikna netnámskeiði Frábært prógam fyrir alla sem vilja heilbrigða sál í hraustum líkama. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þetta er góður tími til að ræða vanda- málin við maka þinn eða náinn vin. Sýndu skoðunum annarra virðingu og leitaðu sam- komulags við þá. 20. apríl - 20. maí  Naut Til þess að ná árangri getur reynst nauðsynlegt að fela öðrum hluta verkefnisins. Staða þín er sterk á vinnustaðnum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft að einbeita þér að fjöl- skyldunni og heimilinu í dag. Ekki vera leiður ef þér finnst erfitt að skilja það sem þú gerðir áður fyrr. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Reyndu að hressa upp á hugs- anaganginn sem er þarft verk en reyndu þó að finna þinn eigin takt og halda honum. Nú er tækifærið til þess að skipuleggja líf sitt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Gefstu ekki upp þótt í móti blási. Mundu að við erum öll mannleg og reyndu að dæma ekki aðra harðar en þú dæmir sjálfan þig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Stundum verða hlutirnir að fá að hafa sinn gang, þótt allt sé ekki eins og þú helst kysir. Vertu óhræddur þótt einhverjum í kring- um þig kunni að finnast þú með óþarfa stæla. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það eru kaflaskipti í aðsigi og þú sem hefur haft í meiru en nógu að snúast átt nú allt í einu lausa stund. Gefið ykkur svolítinn tíma til að sinna sjálfum ykkur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú átt á hættu að missa stjórn á þér seinni partinn en mundu að það er ekki þess virði. Búðu þig undir óvænta gesta- komu, birgðu þig upp. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það styttist í að fólk sjái störf þín í réttu ljósi og þú fáir að njóta ávaxta erfiðis þíns. Þú munt hugsanlega játa einhverjum ást þína í dag. 22. des. - 19. janúar Steingeit Svolítil háttvísi kemur þér vel áleiðis í dag og gerir þér fært að sigla milli skers og báru í erfiðum aðstæðum. Eitthvað óvenjulegt gerist hjá vini eða í hópi sem þú til- heyrir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Tekjumöguleikar leynast í skap- andi hugmynd sem þú hefur lumað á um nokkurt skeið. Taktu tíma í að hugsa um hvernig þú ætlar að hafa fríið sem þú ert að fara í. 19. feb. - 20. mars Fiskar Láttu það ekki slá þig út af laginu, þótt verkefni dagsins séu einhæf. Þú ættir að láta það eftir þér að leita hugsvölunar í góðri bók, kvikmynd eða tónlist. Ómar Ragnarsson þurfti aðnauðlenda flugvél af gerðinni Cessna, TF-TAL, við Sult- artangalón að kvöldi þjóðhátíð- ardagsins vegna vélavandræða. Við nauðlendinguna brotnaði nef- hjólið af og flugvélin hafnaði á hvolfi. Ómar slapp þó ómeiddur frá byltunni. „Ekki einu sinni gler- augun brotnuðu, ég er alveg heill. En það er auðvitað leiðinlegt að þetta skuli gerast á vél besta vinar míns,“ sagði hann í samtali við Mbl.is. Hagyrðingarnir fóru á kreik er tíðindin bárust. Fyrst Ágúst Marinósson: Féll nú ólán illa í skaut, Ómar gekk af trúnni. Kallinn byltu harða hlaut, hann var ekki á Frúnni. Þá Höskuldur Jónsson: Vösk þar þótti vendingin, viðhaldið var breima, í loftköstum var lendingin nú ljómar Frúin heima. Davíð Hjálmar Haraldsson lagði orð í belg: Ómar í lofti oft lék sér og hló, þann listamann Guð hefur skapað. Með svona gommu af gleraugum þó hann gat varla annað en hrapað. Jón Arnljótsson sló líka á létta strengi: Aldrei vantar Ómar kraft, á undan, gjarnan, skrefinu. Þarna varla hefur haft hárrétt gler á nefinu. Það sást til kerlingarinnar á Skólavörðuholtinu raula þessa vísu: Á það hafa margir minnst og mínu hrósað hárinu. Sjálfri mér og flestum finnst ég fríkka með hverju árinu. Jón Valur Jensson yrkir í tilefni af minningavísum Kristjáns Hreinssonar í minningargrein um Baldur Jónasson í Morgunblaðinu í gær: Þegar góðir falla frá, finn ég á mínum beinum, göngu lífs þótt leiki mér á, að lengi er von á einum. Skáldið Þórarinn Eldjárn kastar fram: Ríkur maður áleit að örlæti dygði skammt. Varð síðar öreigi og eftir það með öllum deilir jafnt. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Ómari, gleraugum og nauðlendingu Í klípu „TAKTU EINA UM LEIÐ OG ÞÚ FERÐ AÐ FINNA FYRIR ÁBYRGÐ.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG HATA LITINN, EN ÉG TEK HANN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að heimsækja ömmu og afa. ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA 50% AFSLÁTTUR. PABBI, ÞARF ÉG AÐ VERÐA VÍKINGA- STRÍÐSMAÐUR EINS OG ÞÚ ALLT MITT FULLORÐINSLÍF? VISSULEGA EKKI SONUR SÆLL! VIÐ ERUM MEÐ VÍKINGANÁM- SKEIÐ SEM ÞÚ GETUR BYRJAÐ Í STRAX TIL AÐ VERÐA VÍKINGA- STRÍÐSMAÐUR! PLANTAN NÁÐI AÐ VAXA! ÉG HUGSA AÐ ÉG KALLI HANN „EDDI“. EÐA EKKI. HANN MEINTI ÞETTA EKKI, LÁRA. Víkverji drattaðist fram úr í gær-morgun eftir að hafa legið yfir körfubolta fram á nótt, sjötta leiknum í viðureign Miami Heat og San Ant- onio Spurs. Sporarnir frá Texas virt- ust ætla að tryggja sér meistaratit- ilinn, en á síðustu stundu tókst kyndurunum frá Flórída að jafna leikinn og knýja fram framlengingu. Í framlengingunni skiptust liðin síðan á að skora og var spennan óheyrileg. x x x Leikurinn var ekki búinn fyrr en umfjögur og Víkverji í slíku uppnámi að hann náði ekki að festa svefn strax. Þó heldur hann hvorki með Miami né San Antonio og ætti því að standa á sama. En þegar drottning íþróttanna er annars vegar á Víkverji erfitt með að hemja sig. x x x Rimma þessara tveggja liða hefurverið nokkuð furðuleg. Tveir leikir hafa verið jafnir undir það síð- asta og ráðist á lokasekúndunum, en hinir fjórir voru burst þar sem liðin skiptust á að valta hvort yfir annað. Mestur var munurinn þegar San Ant- onio vann með 36 stiga mun. Í þeim leik var eins og dygði liðsmönnum sporanna að henda boltanum upp í námunda við körfuna og hann sog- aðist niður um hringinn. x x x Þjálfari San Antonio, Gregg Popo-vich, er skrautlegur. Undir lok fimmta leiksins eggjaði hann menn sína áfram með því að segja þeim að sýna leikmönnum Miami enga mis- kunn og „berja fyllinguna úr þeim“. Popovich er lítt gefinn fyrir heimskulegar spurningar. Eftir einn leikinn var hann spurður „hversu stórkostlegt“ væri að njóta velgengni jafn lengi og leikmaðurinn Tim Dunc- an, sem er 37 ára, hefur leikið í NBA síðan 1997 og unnið fjóra titla nú þeg- ar, hefði gert: „Sannarlega stórkost- legt. Það er hversu stórkostlegt. Hversu stórkostlegt? Hvernig á ég að svara þessu? Sannarlega, sannarlega stórkostlegt. Ég er ekki að reyna að vera sniðugur. Hvað á ég að segja? Hann er fáránlegur. Hann er stór- kostlegur eins og þú sagðir.“ víkverji@mbl.is Víkverji Lofsöngur Maríu Og María sagði: Önd mín miklar Drottin og andi minn gleðst í Guði, frelsara mínum. (Lúkasarguðspjall 1:46-47)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.