Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 12
Útflutningstekjur af sjávarafurðum
Janúar til apríl 2012 og 2013
Heildarmagn
útflutnings
Heildar
útflutningstekjur
Ferskar
sjávarafurðir
Frystar
sjávarafurðir
Saltaðar
sjávarafurðir
2012 2013 Breyting
236.500 tonn 262.600 tonn 26.100 tonn
86.6 ma.kr. 91.3 ma.kr. 4.7 ma.kr.
14.74 ma.kr. 14.85 ma.kr. 0.11 ma.kr.
41.7 ma.kr. 44 ma.kr. 2.3 ma.kr.
9.6 ma.kr. 10.5 ma.kr. 0.9 ma.kr.
*Taflan tekur ekki til allra útfluttra sjávarafurða
FRÉTTASKÝRING
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Útflutningsverðmæti sjávarafurða
fyrstu fjóra mánuði ársins var
rúmlega 91,3 milljarðar króna en
var um 86,6 milljarðar króna á
sama tímabili í fyrra og jókst því
um 5,4%.
Heildarútflutningur sjávaraf-
urða jókst á sama tímabili um tæp
26.100 tonn. 262.6 þúsund tonn
voru flutt út fyrstu fjóra mán-
uðina í ár en 236.5 þúsund tonn
frá janúar til apríl árið 2012.
Hlutfall útflutningsverðmætis
sjávarafurða af heildarútflutnings-
verðmæti landsins frá janúar til
apríl var um 44% í ár en var á
41,9% árið 2012. Þetta kemur
fram í tölum um útflutnings-
verðmæti á vef Hagstofunnar.
16% verðlækkun á þorski
Meðalverð á sjávarafurðum hef-
ur lækkað talsvert undanfarin
misseri. Ef miðað er við tímabilið
janúar til apríl árin 2012 og 2013,
hefur útflutningsverðmæti aukist
um 5,4% og helgast það af því að
útflutningur sjávarafurða hefur
aukist um rúm 26 þúsund tonn
eða 11%. Á fyrstu fjórum mán-
uðum þessa árs fengust um 348
þúsund krónur fyrir hvert tonn af
sjávarafurðum en um 366 þúsund
krónur fengust á sama tímabili
árið 2012. Hér ber að athuga að
samspil útflutningsins á milli teg-
unda breytist á milli ára og hefur
áhrif á heildarverðmæti. Þannig
hefur verð á þorski, sem er verð-
mætasta útflutningsvaran og nem-
ur tæpum þriðjungi af útflutn-
ingstekjum sjávarafurða, lækkað
um 16% en útflutningur hefur af
sama skapi aukist umtalsvert.
,,Útflutningsverð hefur verið að
lækka og ef við berum saman
fyrstu fjóra mánuðina á þessu ári
miðað við fyrstu fjóra mánuðina á
síðasta ári hefur heildarmagn
þorskútflutnings aukist um 18%,
verðið hefur aftur á móti fallið um
16%,“ segir Jón Þrándur Stef-
ánsson, yfirmaður greininga hjá
ráðgjafarfyrirtækinu Marko Part-
ners.
Eins og fram hefur komið stafar
verðlækkunin einkum af auknu
þorskframboði á mörkuðum og þá
sér í lagi af Barentshafsþorski frá
Noregi og Rússlandi. Að sögn
Jóns Þrándar tekur verðlækkunin
til allra þorsktengdra vöruteg-
unda, ferskra, frystra og saltaðra.
Hann segir að áfram megi búast
við miklu framboði af þorski á
mörkuðum og nefnir því til stuðn-
ings að bæði á Íslandi sem og í
Barentshafi hafi verið gefin út
ráðlegging um aukinn þorskkvóta.
Þó að vitanlega eigi enn eftir að
gefa út þorskveiðikvóta á Íslandi
og í Barentshafi fyrir fiskveiðiárið
2013-2014.
Meira flutt út en verðið lægra
Útflutningsverðmæti sjávarafurða jókst á fyrstu fjórum mánuðum ársins miðað við árið 2012 þrátt
fyrir verðlækkun 11% útflutningsaukning Þorskverð hefur líklega náð botni
Morgunblaðið/RAX
Fiskur Útflutningsverðmæti sjávarafurða hefur aukist þrátt fyrir verðlækkun. Það stafar af auknum útflutningi.
Þess ber að geta að magn- og verðbreytingar á útfluttum þorskafurðum eru mismunandi
eftir vöruflokkum. Þegar allar vörur eru teknar saman og uppreiknaðar miðað við magn á heil-
um fiski, sem notað er í hverri vörutegund fyrir sig, þá er magnaukningin í útflutningi 18,2% og
verðlækkunin í heild 16,1%.
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013
VERKFÆRI SEM HÆGT ER AÐ TREYSTA !
Verslanir
www.sindri.is / Sími 575 0000
Viðarhöfða 6 - Reykjavík I Bæjarhrauni 12 - Hafnarfjörður
IBTGCAI9701
VERKFÆRASETT 97 STK.
Toppar 1/4” - 1/2” 4 - 32 mm
Toppar, skrúfjárn, tangir
Sexkantasett og fl.
Sterk plasttaska
19.900 m/vsk
Okkar besta verð
Hildur Hjörvar
hhjorvar@mbl.is
„Ég hóf undirskriftasöfnunina vegna
þess að mér blöskrar þessi forgangs-
röðun ríkisstjórnarinnar; að hún skuli
ætla að fella niður þetta veiðigjald en
þurfi að hefja niðurskurð í velferðar-
kerfinu á móti þessum tugmilljörðum
sem tapast,“ segir
Ísak Jónsson,
annar upphafs-
manna undir-
skriftasöfnunar-
gegn lækkun
veiðigjaldsins sem
hefur á innan við
tveimur sólar-
hringum fengið
um 24 þúsund
undirskriftir. Á
vefsíðu undirskriftalistans er skorað
á Alþingi að samþykkja ekki breyt-
ingu á lögum um veiðigjöld, en verði
þingið ekki við þeirri ósk verður list-
inn afhentur forseta Íslands og hann
hvattur til að beita málskotsrétti sín-
um.
Ísak segir viðtökurnar hafa komið
sér á óvart. „Ég var að vonast til að
fyrsta daginn kæmu kannski 1-2.000
undirskriftir, sem mér þótti bjart-
sýnisspá en þetta fer fram úr björt-
ustu vonum því fyrsta sólarhringinn
söfnuðust 8.500 undirskriftir.“
Málskot eðlileg krafa
Hann segist ekki telja líklegt að
það Alþingi sem nú starfi verði við
kröfunni um óbreytt veiðigjald, en
bindur vonir við að forsetinn synji
lögunum staðfestingar, fáist nægilega
margar undirskriftir. „Hann hefur
þegar gefið það út að honum þyki
þessi sameign þjóðarinnar eitt þeirra
mála sem henta hvað best í þjóðarat-
kvæðagreiðslu, svo að ef hann ætlar
að vera samkvæmur sjálfum sér þyk-
ir mér líklegt að hann beiti málskots-
rétti,“ útskýrir Ísak og vísar þar til
orða forseta Íslands, herra Ólafs
Ragnars Grímssonar, í útvarpsþætt-
inum Sprengisandi á Bylgjunni í maí í
fyrra. Í umræðum um setningu veiði-
gjaldsins, sem þá var í burðarliðnum,
sagði forsetinn meðal annars að hann
ætti erfitt með að hugsa sér stærri
mál sem eðlilegt væri að setja í þjóð-
aratkvæðagreiðslu, ef einhver hluti
þjóðarinnar teldi það mikilvægt. Þá
sagðist forsetinn telja fá mál eins vel
til þess fallin að fara í þjóðaratkvæða-
greiðslu og kvótamálin.
„Ég tel það eðlilega kröfu, safnist
jafnmargar undirskriftir og gerðust
við samþykkt Icesave-samninganna,
að forsetinn beiti málskotsréttinum.
Hann hefur talað um að honum skuli
beita þegar gjá er milli þings og þjóð-
ar og ef svo margar undirskriftir
safnast væri hann ekki sjálfum sér
samkvæmur ef hann myndi ekki beita
málskotsréttinum,“ segir Ísak, en
skemmst er að minnast þess þegar
um 38 þúsund manns skrifuðu undir
áskorun til forsetans um að synja Ice-
save-lögunum staðfestingar árið
2011, sem hann og gerði.
24 þúsund undirskriftir
á tveimur sólarhringum
Krefjast óbreytts veiðigjalds Blöskrar forgangsröðun
Ísak Jónsson
Veiðigjaldið
» Áætlað er að fyrirhugaðar
breytingar á veiðigjaldi minnki
tekjur ríkissjóðs um 9,6 millj-
arða á þessu og næsta ári.
» Útgerðarmenn hafa gagn-
rýnt frumvarpið fyrir mis-
munun útgerða og hækkun
gjalds á uppsjávarfisk.
» Fjármálaráðherra segir
stefna í 30 milljarða kr. halla á
rekstri ríkissjóðs á þessu ári.
„Fiskverð á
mörkuðum
fór að lækka
um mitt síð-
asta ár. Við
höfum gert
ráð fyrir því
að líkur séu
á því að
þorskverð
hafi náð
ákveðnum
botni og teljum líkur á því að
það fari að jafna sig. Þá er ekki
þar með sagt að verðið muni
hækka mikið, en hins vegar að
verðið muni ekki lækka mikið úr
þessu, það er ólíklegt,“ segir
Jón Þrándur.
Gengi krónunnar gagnvart
evru og dollar hefur hækkað að
undanförnu. Að sögn Jóns hefur
lækkað gengi frá því fyrir hrun
haft jákvæð áhrif á afkomu
sjávarútvegsfyrirtækja þar sem
stór hluti af kostnaði þeirra sé í
íslenskum krónum en jafnframt
telur hann að styrking krónu að
undanförnu gagnvart öðrum
gjaldmiðlum muni ekki hafa
mikil áhrif á útflutingstekjur og
afkomu fyrirtækja.
Gengi íslensku krónunnar var
t.d. 158-169 krónur gagnvart
evru fyrstu fjóra mánuði ársins
2012 en var 153-170 krónur á
sama tímabili árið 2013. „Þess-
ar sveiflur sem hafa verið á
gengi krónunnar á þessu ári
munu ekki hafa afgerandi áhrif
á stóru myndina, þó auðvitað
hafi gengisþróun í einhverja
ákveðna átt í lengri tíma áhrif á
afkomu,“ segir Jón.
Þorskverð náð
botninum
LÍTIL ÁHRIF GENGIS
Jón Þrándur
Stefánsson