Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 27
félaga sína eða doktorsnema. Þeir urðu að bragða íslenskan fisk „besta fisk í heimi“ (ég er ekki grunlaus um að það hafi verið liður í doktorsnáminu). Hann var örlátur á öllum svið- um, ekki síst var hann ósínkur á vísindaþekkingu sína. Gott dæmi er að eitt aðfangadagskvöld var hann svo önnum kafinn við að bjarga borunarvandræðum á Suðurskautinu (sem voru nota bene ekkert á hans vegum) að hann ætlaði aldrei að nást frá tölvunni þótt löngu væri orðið heilagt. Mér var fyrir margt löngu hætt að finnast hann skrýtinn og allt önnur orð lýsa Sigfúsi betur, svo sem hjarta- hlýja, greiðasemi, örlæti og for- dómaleysi. Fyrir honum voru all- ir jafnir. Hann kom fram af sömu virðingu við alla, barnabörnin, nemendur og virtustu vísinda- menn. Enda sóttust allir eftir ná- vist hans. Sagt hefur verið að að baki hvers afreksmanns standi góður maki. Sigfús stóð sannarlega ekki einn. Samband og samlyndi þeirra Pöllu var fallegt og um margt einstakt. Palla skapaði honum rými og tíma sem hann þurfti til að ná svo langt í lífs- starfi sínu. Hún fylgdi honum meira að segja sumar eftir sumar upp á Grænlandsjökul þar sem þau sváfu oft í tjaldi vikur og mánuði í margra tuga frosti. Sig- fús sagði líka oft að hans mesta gæfa hefði veri ð að finna hana Pöllu sína bak við massagreininn á Raunvísindastofnun. Sigfús vissi manna best að við munum seint skilja tilveruna til hlítar, kannski af því að hann varði ævi sinni í að reyna að skilja, skilja náttúruöflin, skilja verðurfar, skilja það sem okkur er hulið. Hann var sannfærður um að til væru víddir sem við hvorki þekktum né skildum. Hann trúði líka því að eitthvað gott tæki við að þessari jarðvist lokinni. Mig langar að trúa því að nú sé hann búin að koma sér fyr- ir mjúkum sófa með glas af eð- alrauðvíni, gorgonzolasneið og Dr. Hook á hæsta. Ég vil að lok- um þakka fyrir hartnær fimmtíu ára vináttu sem aldrei bar skugga á. Minningin um þennan einstaka öðling mun lifa. Hafdís Ingvarsdóttir. Í dag kveð ég með söknuði vin minn og nánasta samstarfsmann til margra ára, Sigfús J. Johnsen. Ég var svo lánsöm að kynnast honum fljótlega eftir að ég kom heim frá námi, og naut þeirra forréttinda að vinna með honum áratugum saman. Hann var ótví- rætt minn mentor – sá sem hafði mest áhrif á mig faglega, mótaði mig sem vísindamann og ekki síður sem manneskju. Sigfús var einn mesti vísinda- maður sem Ísland hefur alið enda hlotnuðust honum meiri al- þjóðlegar viðurkenningar en öðr- um íslenskum vísindamönnum. Hann var brautryðjandi við hönnun og smíði ísbora og heimsþekktur fyrir vísindastörf á sviði eðlisfræði jökla og þróun- ar loftslagsbreytinga. Í allri sinni snilld var Sigfús samt sem áður einstaklega lítillátur. Öllum leið vel í návist hans og ekkert var of lítilsvert til að gefa því gaum. Sigfús var mjög fjölhæfur vís- indamaður og jafnliðtækur við fræðin og gerð nýrra rannsókn- artækja. Hann hafði sérstakt lag á flóknum mælitækjum. Þegar tæki bilaði og ég hafði gefist upp við að finna hvað olli kom Sigfús með sína hugarró, tók í nefið og eftir smástund var tækið komið í lag. „Það þurfti bara smá barba- brellu,“ sagði hann og tók aftur í nefið. Menn höfðu oft á orði hversu óeigingjarn Sigfús var á tíma sinn og tæki. Jafnan var hann tilbúinn að hjálpa öðrum, vís- indamönnum og stúdentum, hvort sem var við útfærslur á verkefnum eða útreikninga, eða lána tæki – og ætlaðist aldrei til umbunar. Viðhorf hans til vís- indanna var samofið viðhorfi hans til lífsins. Í upphafi okkar samstarfs var ég vön að hafa reglu á þeim verkefnum sem áttu að vinnast yfir daginn. Sjaldnast náði ég að fylgja dagsplaninu. Sigfús hafði annan hátt á, sem ég lærði smám saman að tileinka mér. Mér er alltaf minnisstæður morguninn þegar ég áttaði mig á ólíkri nálgun okkar. Við sátum yfir morgunteinu þegar Sigfús sagði: „Jæja, hvað skyldi þessi dagur bera í skauti sér – hvað skyldum við læra nýtt í dag?“ Þá áttaði ég mig á frelsinu sem fylgir því að taka fagnandi öllum verkefnum og ekki líta á þau sem vandamál, og verða ekki upp- næm – jafnvel þó mælingar dags- ins færu á hvolf yfir biluðum tækjum. Ef ætti að lýsa Sigfúsi í einu orði mundi ég velja örlæti – hann var örlátur í víðasta skilningi þess orðs; á tíma sinn, þekkingu og hugmyndir, vísindalegar nið- urstöður og ekki síst var hann örlátur sem vinur. „Maður er manns gaman“ var eftirlætis orð- tak Sigfúsar og hann kunni að grípa tækifærið þegar það gafst og var reyndar einkar glöggur að koma auga á tækifæri til að gleðjast í góðra vina hópi, setjast niður með rauðvínsglas og góða osta – helst franska geitaosta – og spjalla um allt og ekkert. Það þurfti nefnilega ekki alltaf að segja mikið, nærvera og fé- lagsskapurinn var fyrir öllu. Ég er forsjóninni ævarandi þakklát fyrir að hafa átt Sigfús að vini. Við Össur biðjum Guð að blessa minningu hans og veita Pöllu og börnunum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum styrk í þeirra miklu sorg. Árný Erla Sveinbjörnsdóttir. Elskulegur vinur minn, Sigfús Johnsen, er sofnaður svefninum langa. Við Sigfús kynntumst fyrir 33 árum, þegar ég var að reyna að læra eðlisfræði. Kærastinn minn sagðist þekkja prófessor sem kynni þetta allt saman. Og Sigfús var prófessor, sannur prófessor. Það var auðsótt mál að kenna mér eðlisfræði. Ég mætti á heim- ili þeirra Pöllu við Bollagarða. Þar var líf og fjör. Við Sigfús sát- um í stofunni þar sem hann kenndi mér eðlisfræði. Þar voru líka strákarnir þeirra Sigfúsar og Pöllu og kærastinn minn, að spila borðtennis. Palla var í eld- húsinu með vinkonum sínum að búa til vorrúllur. Ég náði próf- inu. Síðan leið og beið og ég giftist kærastanum. Við Sigfús vorum komin í sömu fjölskyldu. Margar mjög skemmtilegar fjölskyldu- ferðir hafa verið farnar til Dan- merkur, á Júlla Blomm og á Still- inge Strand. Árin 2002 og 2011 áttum við yndisleg sumur í sum- arhúsi þeirra að Stillinge Strand. Oft vorum við mörg, en það var alltaf pláss fyrir alla. Elsti drengurinn okkar, Krist- ófer, var í konditornámi í Dana- veldi í tvö ár. Þá var nú, sem fyrr, gott að eiga Sigfús og Pöllu að. Kristófer var með lykil að heimili þeirra og fékk að vera hjá þeim eins og einn af krökkunum þeirra. Kristófer og við Svanur verðum alltaf þakklát fyrir það. Ég byrjaði í kennaraháskóla í Noregi 2008. Haustið 2009 var komið að stærðfræðinni og þá bauðst Sigfús til að hjálpa mér á Skype. Eftir mikla hjálp yfir vet- urinn hringdi Sigfús og þau heið- urshjón komu til Balestrand og Sigfús hjálpaði mér. Ég náði stærðfræðinni með glæsibrag, enda góður kennari hann Sigfús. Síðasta sumar sagði ég honum að ég ætlaði að læra meiri stærð- fræði. Sigfús sagði ekki mikið, en hristi höfuðið, og þá vissi ég að þetta var sennilega ekki auðveld- asta valið. Þetta var að sjálfsögðu rétt. Sama dag sem Sigfús minn kvaddi þennan heim fór ég í stærðfræðipróf. Ég keyrði að heiman óvitandi um örlög þessa góða „kærasta“ míns. Allt í einu sá ég þennan fallega haförn, sem flaug rétt fyrir framan bílinn minn. Ég horfði í augu hans og mér fannst þetta vera lukkutákn. Þegar ég frétti seinna þennan sama dag að Sigfús væri sofn- aður svefninum langa vissi ég að þetta var hans lokakveðja til mín. Mér gekk vel í prófinu. Ég veit í hjarta mínu að hann verður einn- ig með mér í næsta stærðfræði- prófi. Ég gæti talið upp mörg hundr- uð minningar en þær eigum við, ég og fjölskylda mín, í hjarta okkar. Ég mun sennilega aldrei eignast svona vin, eins og Sigfús var, enda var ég uppáhalds- „kærastan“ hans, eins og Sigfús var vanur að kalla mig. Ég er þakklát fyrir vináttu Sigfúsar og fjölskyldu hans. Og þakklát fyrir að hafa getað fylgt honum síð- ustu sporin í Kaupmannahöfn þann 11. júní síðastliðinn Ég kveð þennan góða vin og þakka fyrir alla kennslu og visku. Við Svanur þökkum fyrir elsku Sigfúsar, umhyggju og kærleika. Við þökkum skemmti- legu samverustundirnar og ynd- islegheitin. Börnin okkar þakka líka samfylgdina af heilum hug og kveðja með söknuði. Guð blessi minningu góðs vin- ar. Guðrún Kjartansdóttir. Hálf öld er nú liðin frá því menn tóku að rekja með borun- um hina löngu sögu, sem skráð er í freðin íslög hins mikla Græn- landsjökuls. Í því starfi öllu ber hátt nafn merkilegs Íslendings, Sigfúsar Johnsens, sem nú hefur lotið í lægra haldi fyrir erfiðum sjúkleika. Sigfús nam eðlisfræði við Hafnarháskóla og hóf síðan störf á rannsóknastofu próf. Willi Dansgaards, sem þá var tekinn að rekja sögu loftslags með mæl- ingum á samsætum vetnis og súrefnis í fornum jökulís. Einn fyrsti afrakstur samstarfs þeirra var merk grein í tímaritinu Science um loftslagssögu sl. 100.000 ára, sem enn er vitnað til. Var ævibraut Sigfúsar þá mörkuð og við tók þróun sífellt fjölbreyttari rannsóknaraðferða auk þess sem stöðugt var skyggnst lengra aftur í tímann. Reyndist Sigfús mjög hugkvæm- ur og skapandi við þróun fræði- legra líkana, sem lýsa eðli og hegðun jökulíssins, auk þess sem hann gerðist fljótt forystumaður við hönnun og smíði ískjarna- bora. Þóttu tæknilausnir hans jafnan með afbrigðum snjallar. Á árunum 1980-2010 vannst svo hver sigurinn á fætur öðrum á hinum mikla jökli. Borunin við Dye 3 stöðina á sunnanverðum jöklinum náði botni 1981 og naut Sigfús þá meðal annars frábærr- ar aðstoðar Pálínu konu sinnar, sem tók virkan þátt í verkefnum á jöklinum um tveggja áratuga skeið. Var ávallt kært með þeim hjónum, enda voru þau jafningj- ar að greind auk þess sem lífs- skoðanir þeirra fóru mjög sam- an. GRIP-borunin á hákolli Græn- landsjökuls 1989-1992 og rann- sóknastarfið í kjölfar hennar var hápunkturinn á ferli Sigfúsar og fór orðstír hans þá stöðugt vax- andi. Vísinda- og tæknimenn frá Frakklandi, Þýskalandi, Eng- landi, Rússlandi, Japan og fleiri löndum sóttust eftir þátttöku í boruninni og þessir lærisveinar Sigfúsar urðu síðar stjórnendur viðamikilla djúpborana á Suður- skautslandinu og víðar. Úr hin- um 3.000 m langa GRIP-ískjarna fengust stórmerkar upplýsingar um miklar og snöggar veðurfars- sveiflur á síðasta jökulskeiði og er oft talað um að tímamót hafi orðið í loftslagsfræðunum er þessi niðurstaða var endanlega staðfest. NGRIP-djúpborunin fór fram 1996-2004 og veitti ískjarninn traustar upplýsingar um lok síð- asta hlýskeiðs ísaldar á norður- hveli, auk þess sem enn var við niðurstöðurnar bætt með NEEM-boruninni, sem lauk 2010. Var Sigfús þá farinn að heilsu, enda hafði hann ávallt lagt sig allan fram við vinnuna í borgryfjunum, auk þess sem hann nýtti hverja stund á milli borvakta til að rýna í gögn sín og fræði. Mikið var jafnan til hans leitað um ráðgjöf og samstarf hvers konar og ávallt var hann boðinn og búinn að deila gögnum sínum með öðrum vísindamönn- um. „Við alla vildi ég gott eiga,“ mælti Gunnar á Hlíðarenda eitt sinn við Njál vin sinn og fannst mér oft að Sigfús hefði þá setn- ingu að einkunnarorðum. Fjölskylda Sigfúsar hefur nú misst kæran eiginmann, föður og afa og fjölmargt vísinda- og fræðafólk saknar þessa merkis- manns, sem dáður var og virtur um alla jörð. Með verkum sínum hefur Sigfús Johnsen reist sér veglegan bautastein og mun nafn hans verða á lofti um langan ald- ur. Þorsteinn Þorsteinsson. Meira: mbl.is/minningar MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013 Minningarnar streyma fram á stundu sem þessari; minningar um góða, indæla ömmu og tengdamömmu. Ófáum stundum eyddum við í Bröttu- hlíðinni, fjölskyldan, og þá var oft vel veitt. Jóna María kenndi yngri kynslóðinni handtökin við kleinugerð og pönnukökubakstur okkur til ómældrar ánægju. Sól- ardögum var eytt í fallega garð- inum sem Jóna María sinnti af al- úð líkt og öllu öðru sem hún tók sér fyrir hendur. Við yljum okkur við slíkar minningar og þó þær geri söknuðinn sáran vitum við að Helgi tekur á móti henni opnum örmum. Elsku amma og tengda- mamma, okkur langar að kveðja Jóna María Hannesdóttir ✝ Jóna Maríafæddist á Bakka í Ölfusi 21. apríl 1926. Hún lést 4. júní 2013. Jóna María var jarðsungin frá Hveragerðiskirkju 14. júní 2013. þig með eftirfarandi ljóði: Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Takk fyrir allt og allt. Hvíl í friði. Jón Ingi Skúlason, Inga Þóra Jónsdóttir og Helga Björg Jónsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR PÁLMADÓTTUR, Bolungarvík. Pálmi Árni Guðmundsson, Lene Birck Vestergård, Kristján Jón Guðmundsson, Drífa Gústafsdóttir, Jónína Elva Guðmundsdóttir, Bergur Ingi Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hlýju og vinar- hug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, RAGNHEIÐAR DÓRÓTHEU ÁRNADÓTTUR, Geirlandi við Suðurlandsveg. Bragi Sigurjónsson, Árni Brynjar Bragason, Þuríður Ketilsdóttir, Helga Björk Bragadóttir, Friðrik Örn Egilsson, Sigurjón Rúnar Bragason, Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Guðrún Hlín Bragadóttir, Narfi Ísak Geirsson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem heiðruðu minningu elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGU J. GÍSLADÓTTUR, Vogatungu 5, Kópavogi. Þökkum fyrir auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Öldrunarlækningadeild B4 fyrir hlýju og fagmennsku. Guðrún Halldórsdóttir, Baldur Jónsson, Guðborg Halldórsdóttir, Andri Már Ólafsson, Birna Friðfinnsdóttir, Baldur Baldursson, Anna Rún Einarsdóttir, Kristín Sveiney Baldursdóttir, Hlynur Guðlaugsson og barnabarnabörn. Elsku hjartans afi minn. Í Lindargötustráknum sagðirðu að ég væri sá vinur sem skildi þig best og ég get ekki sagt annað en að þú hafir verið minn. Það er kannski ekki al- gengt að fólk tengist með svona mikinn aldursmun á milli sín en ég get ekki munað eftir að hafa verið eitthvað annað en glöð þegar ég fékk að eyða tíma með þér. Þú varst alltaf svo reiðubúinn að gera allt sem í þínu valdi stóð til að gleðja mig og aðra og það var eitthvað sem mér þótti, og þykir enn, óendanlega vænt um. Það virt- ist ekki skipta máli hvað við vorum að gera og gat það verið allt frá ljóðalestri til þess að njóta góðrar myndar saman. Þú hefur kennt mér mikið, sumt gagnlegra en annað en allt samt áhugavert. Ég hafði ekk- ert endilega alltaf áhuga á því sem þú kynntir fyrir mér, eins og óperunni og gömlu kúreka- sögunum, en ég hafði þó alltaf jafn gaman af því að hlusta á allar þær sögur sem þú hafðir að segja af þeim ævintýrum sem þú lentir í. Þó að þú sért núna farinn, er eitt sem mun Albert Jensen ✝ Albert Jensenhúsasmíða- meistari fæddist í Reykjavík 27. sept- ember 1931. Hann lést á Landspítala Fossvogi 7. júní 2013. Útför Alberts fór fram frá Fossvogs- kirkju 19. júní 2013. sitja eftir að eilífu og það eru allar þær yndislegu minningar sem þú hefur skilið eftir fyrir mig og okkur öll til að njóta. Minningarnar eru ófáar og hver ann- arri skemmtilegri og ég þakka bara fyrir að hafa fengið að eyða þó svona miklum tíma með þér til að búa þær allar til. Auðvitað er alltaf hægt að óska eftir meiri tíma en það er þó huggun í því að þér líður vel núna, enda fannst þér sjálfum vel vera kominn tími til að þú myndir fá frið. Þrátt fyrir að söknuður sé eitt- hvað sem verður alltaf til stað- ar þá reyni ég að ímynda mér að þú sért einhversstaðar hlaupandi um á sterkum fót- leggjum í grasinu hjá Dalakof- anum, með sólina skínandi nið- ur á þig og hlátur sem berst með vindinum. Svo eru auðvit- að allir þeir sem þú hefur verið að bíða eftir að hitta aftur þarna hjá þér og ég vona bara að í allri gleðinni sem þú von- andi finnur núna, að þú hafir tíma til að líta inn á okkur við og við. Ég veit að þú horfir núna niður til okkar og þakkar fyrir að hafa fengið að fara eft- ir langa og stranga baráttu sem þú barðist í með aðdáunar- verðri jákvæðni og smitandi brosi á vör. Ég er svo stolt af öllu sem þú gast áorkað þrátt fyrir mikinn mótvind á tímum. Þú ert og munt alltaf vera hetj- an mín, elsku besti afi. Hera Björg Jörgensdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.