Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013 ✝ Sigfús JóhannJohnsen fædd- ist í Ögri í Ög- urhreppi í N- Ísafjarðarsýslu 27. apríl 1940. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Slot- tet í Kaupmanna- höfn 5. júní 2013. Foreldrar Sig- fúsar voru Baldur Johnsen, læknir við Ísafjarðardjúp, í Vest- mannaeyjum og Reykjavík, síð- ar forstöðumaður Heilbrigð- iseftirlits ríkisins og Jóhanna Jóhannsdóttir Johnsen, söng- kennari og konsertsöngkona í Reykjavík. Foreldrar Baldurs voru Sigfús M. Johnsen, lög- fræðingur og bæjarfógeti í Vest- mannaeyjum og Sigurveig Guð- rún Sveinsdóttir, matreiðslukennari og húsfreyja í Reykjavík. Foreldrar Jóhönnu voru Jóhann Jóhannesson, bóndi á Möðruvöllum í Saurbæj- arhreppi í Eyjafirði og Guðrún Skúladóttir húsfreyja. Sigfús kvæntist Pálínu Matt- hildi Kristinsdóttur, f. 14. jan- úar 1943, þann 27. desember 1964. Börn þeirra eru: 1) Krist- inn, phd í eðlisfræði, f. 20. jan- úar 1966, maki hans er Herdís Dögg Sigurðardóttir. Börn starfaði við Niels Bohr- stofnunina til starfsloka. Sigfús varði mestöllum sínum starfs- aldri við rannsóknir á djúp- kjörnum úr Grænlandsjökli. Hann tók þátt í 36 borleið- öngrum á Grænlandsjökli og stjórnaði mörgum þeirra. Hann hlaut fjölda alþjóðlegra við- urkenninga sem brautryðjandi við hönnun og smíði ísbora sem og við öflun og túlkun marg- víslegra vísindagagna á sviði eðlisfræði jökla og þróunar loftslagsbreytinga síðustu 150 þúsund árin. Sigfús hlaut m.a. Seligman-kristalinn, æðstu við- urkenningu Alþjóðasambands jöklafræðinga árið 1997. Dana- drottning veitti Sigfúsi Danne- brogs-riddaraorðu árið 2000 og Sigfús var handhafi Hans Oeschger-orðu Evrópusam- bands jarðeðlisfræðinga fyrir framúrskarandi störf á sviði jöklarannsókna. Árið 2010 var Sigfús gerður að heiðursdoktor við Jarðvísindadeild Háskóla Ís- lands og heiðursfélaga í Jökla- rannsóknarfélagi Íslands. Sig- fús er höfundur yfir 200 vísindagreina, þar af 35 greina í Nature og Science. Hann er í úr- valsflokki vísindamanna og samkvæmt ISI-gögnum Thom- son Scientific Inc var oftar vitn- að til verka hans, á árunum 1990-2004, en nokkurs annars jarðvísindamanns starfandi í Danmörku. Minningarathöfn um Sigfús Jóhann Johnsen fer fram í Foss- vogskirkju í dag, 20. júní 2013, kl. 13. Kristins frá fyrra hjónabandi eru Katrín, f. 1997 og Freyja, f. 1999. Börn Herdísar og stjúpbörn Kristins eru Jón Sigurður, f. 1988 og Zoe, f. 1996. 2) Jóhann Johnsen læknir, f. 7. maí 1969, maki hans er Inga Maren Johnsen. Börn þeirra eru Ebba, f. 2006 og Björn, f. 2008. Börn Jóhanns frá fyrra hjónabandi eru Viktoría Helga, f. 1993 og Benjamín Jó- hann, f. 1996. 3) Valgerður Guð- rún Johnsen, sagnfræðingur og kennari, f. 19. apríl 1972, maki hennar er Kristján Þór Árna- son. Börn þeirra eru Sólveig Matthildur, f. 1994, Tómas Helgi, f. 1998 og Jóhann Gunn- ar, f. 2008. Að loknu stúdentsprófi frá MA 1959 lauk Sigfús meist- araprófi í tilraunaeðlisfræði við Kaupmannahafnarháskóla. Hann starfaði við háskólann þar til hann flutti til Íslands 1980 og var ráðinn dósent í jarðeðl- isfræði við Háskóla Íslands þar sem hann hlaut framgang í starf prófessors 1987. Árið 1989 hóf hann aftur störf við Háskólann í Kaupmannahöfn þar sem hann Pabbi fékk nýja skó þegar hann var barn á Ísafirði. Þetta voru fallegustu skór sem hann hafði nokkurn tímann séð, samt voru þetta bara ósköp venjulegar gúmmítúttur úr hrágúmmíi, lík- lega endurunnir hjólbarðar. En sem polli á vappi í kringum Silf- urgötuna á Ísafirði og í nærsveit- inni, þar sem hann lenti í ýmsum ævintýrum, voru þetta nánast yf- irnáttúrulegir skór. Pabbi gat hlaupið hraðar en áður og hann gat líka stokkið talsvert hærra, ekki nóg með það, steinarnir sem skutust undan nýju skónum fóru hraðar og talsvert lengra en áð- ur. Pabbi varð þó fyrir því á þessum fyrsta degi sínum í sam- vistum við fínu gúmmítútturnar að sparka annarri túttunni lengst út í á og þrátt fyrir misheppn- aðar tilraunir til þess að ná aftur í skóinn á leið sinni út í sjó sá hann skóinn aldrei aftur, en hann gleymdi þeim aldrei. Ég bað pabba ítrekað um að segja mér þessa sögu þegar ég var lítil; „pabbi, segðu mér sögu frá því að þú varst lítill,“ bað ég og þessi saga var yfirleitt svar pabba við suðið í mér. Ég hef mikið hugsað um þetta minningarbrot pabba á undan- förnum dögum enda sé ég að í dag á ég ýmislegt sameiginlegt með litla glókollinum á Ísafirði sem missti skóinn út í sjó. Ég er búin að missa pabba minn, ein- stakan mann og einn mikilvæg- asta einstakling í lífi mínu, en ég veit að minningin um hann mun lifa með mér það sem eftir lifir. Ég er ekki að reyna að líkja pabba við skó, hvað þá gúmmí- túttu, pabbi var engin gúmmí- tútta á meðal manna. En líkt og skórinn, sem gaf pabba yfirskil- vitlega hæfileika, hafði pabbi ein- stök og eftirminnileg áhirf á alla sem umgengust hann. Við gátum ekki stokkið hærra eða lengra, en við fengum betri innsýn í það hvað það þýðir að vera góð manneskja og okkur leið einfald- lega betur þegar pabbi var ná- lægt. Pabbi hefur verið fyrir- mynd mín í lífi mínu fram til þessa og verður enn. Hann var einstakur pabbi, eiginmaður og vinur og það skyldi ekki koma neinum á óvart vegna þess að hann hafði einstaka nærveru og var vinur allra sem hann komst í kynni við. Hann var algjörlega fordómalaus, hlýr og góður og það var alltaf stutt í brosið. Í stuttu máli þá var pabbi öðling- ur. Skórinn hans pabba, sem sigldi út í sjó, hefur lifað í minn- ingu okkar pabba í fjölmörg ár og ég veit að ég mun alla tíð lifa með minningar um pabba í hjart- anu, hann verður alltaf nálægur jafnvel þó hann sé einnig upptek- inn við önnur verkefni þessa stundina. Valgerður Guðrún Johnsen. Pabbi er dáinn. Hann lést í Kaupmannahöfn eftir langvar- andi veikindi sem að lokum drógu hann yfir móðuna miklu. Hann var vinmargur og átti sam- starfsfélaga út um allan heim. Útförin fór fram frá bæ hinna öldruðu í Kaupmannahöfn í fal- legri kirkju. Fjölmargir höfðu látið senda blómvendi og kransa. Svo mikið var af blómum að þeim hafði verið raðað allt í kringum kistuna og eftir miðjum endi- löngum ganginum, þannig að þegar við bárum kistuna út eftir athöfnina bárum við hana yfir blómaslóð sem vísaði okkur veg- inn út að líkbílnum. Kirkjan stendur við endann á langri götu umlukinni trjágöngum sem enda við stórt port. Það átti að brenna pabba og engin líkfylgd átti sér stað. Þegar við vorum búin að koma kistunni fyrir í bílnum ók hann löturhægt af stað út göt- una. Við stóðum öll í þögn og bið- um þess að bíllin æki út um hlið- ið. Þegar að hliðinu kom ók hann til vinstri. Himnaríki er sem sagt að finna til vinstri. Það er með miklum söknuði að ég hugsa til baka um líf pabba, og ég vildi óska þess að við hefð- um átt fleiri stundir saman. Þó get ég ekki annað en fagnað því lífi sem hann átti. Hann snerti fjölmargt fólk í gegnum sína ævi og mínir vinir voru vinir hans og vinir hans eru vinir mínir. Hann hikaði ekki við að bjóða kollegum sínum í mat til okkar Herdísar og vinir mínir nutu ósjaldan veislu hjá mömmu og pabba. Pabbi lifði ekki margföldu lífi. Líf hans snerist um vísindi, fjöl- skyldu, vini og ýmis áhugamál. Hann aðgreindi engan þessara þátta. Hann var alltaf í vinnunni, var ávallt að sinna vinum sínum, fjölskyldu og áhugamálum, allt í senn. Hann lifði fullu heildstæðu lífi. Pabbi bar virðingu fyrir öllu fólki, óháð því hvaðan það kom, aldri og fyrri störfum. Þegar hann talaði við börn talaði hann við þau, ekki til þeirra. Hann átti aldrei í deilum, heldur vildi hann ræða málin með þeim hætti að að lokum var líklegra en ekki að við- mælandi sæi sjálfur hvar hníf- urinn stóð í kúnni. Hann sagði ekki fólki hvað það ætti að gera, hugsa, eða trúa, en hjálpaði því sjálfu að finna sína leið. Uppá- haldsmáltæki pabba var að „að- gát skal höfð í nærveru sálar“. Hann lifði samkvæmt því. Pabbi var um margt trúarlega þenkj- andi, og hafði óbifandi trú á að vera okkar á jörðinni væri ein- ungis stutt viðvera á löngu ferða- lagi. Ennfremur var hann sann- færður um að eftir veru hans hér væri hann kominn með ný verk- efni til þess að takast á við. Pabbi er dáinn og ég minnist hans með söknuði í hjarta, ég get þó ekki annað en glaðst yfir lífi hans og vona að trú hans standi. Kristinn Johnsen. Yndislegi Sigfús tengdafaðir minn er fallinn frá. Hljóður, góð- ur og afar bljúgur maður. Síð- asta heimsóknin hans til Íslands var óvænt er hann bankaði á dyrnar á febrúarmorgni 2012, með fangið fullt af gjöfum eins og hans var venja. Einn morgun knýr það dyra og þegar við opnum starir það á okkur bláum augum og spyr hikandi: Kem ég of snemma ég hlakkaði svo til Og enginn úthýsir vori með himinblá augu í febrúar. (Þórður Helgason) Það er ekki hægt að lýsa hreinu hjartalagi í orðum svo vel fari, og því kveð ég nú. Herdís Sigurðardóttir. Þegar ég hóf nám í eðlisfræði við Kaupmannahafnarháskóla haustið 1973 að lokinni vinnu við uppgræðslu gosöskunnar á Heimaey, var ljóst að ég var að fara í fótspor frænda míns ágæts, Sigfúsar Jóhanns, sem þá þegar hafði gert garðinn frægan; var kennari við skólann og mik- ilvirkur vísindamaður á sviði jarðeðlisfræði. Hann vann að rannsóknum á samsætum í ís- kjörnum Grænlandsjökuls ásamt Willy Dansgaard og teymi hans. Sigfús var lykilmaður í þeim hópi; maðurinn sem hannaði og smíðaði borinn sem veitti innsýn í veðurfar fortíðar. Það var fyrir daga almennrar umræðu um hnattræna hlýnun. Við Bergþóra komum oft á Ib- sensveginn þar sem þau Pálina og börnin höfðu aðsetur á ein- staklega ljúfu og hlýlegu heimili. Eiginlega var það lítil náttúru- fræðimiðstöð; krakkarnir söfn- uðu dýrum, jurtum og steinum – heimilið var fullt af sýnum og dýrgripum náttúrunnar. Ég átti margar stundir með frænda þar sem við ræddum fræðin. Hann hafði mikinn áhuga á sögu rannsókna á Grænlandi og sögu landsins almennt, hafði komið tugum sinnum til Græn- lands, sem var honum annað heimili. Góð vinátta tókst með okkur. Þegar ég kom heim til Íslands að loknu námi var Sigfús að setja upp massagreininn sem Alþjóða kjarnorkustofnunin hafði gefið Háskóla Íslands og þar naut hann síðar samvinnu við Árnýju Sveinbjörnsdóttur og fleiri sem héldu áfram samstarfi við Sigfús og héldu merki hans og fræð- anna á lofti. Dag einn fyrir nokkrum árum hitti ég Sigfús sem sagði mér að Margrét Þórhildur Danadrotting hefði veitt sér riddarakross Dannebrog fyrir rannsóknir sín- ar. Sigfús sagði mér að hann hefði verið nýkominn úr Græn- landsleiðangri og svo dasaður að hann myndi varla eftir atburð- inum! Þarna var Sigfúsi vel lýst; hann var ekki upptekinn af eigin ágætum. Þá var ég líka um það bil að átta mig á að þessi kæri frændi minn var í vísindaheim- inum einn þeirra íslensku vís- indamanna sem mest var vitnað í samkvæmt alþjóðlegum vísitöl- um. Ég lít til baka um liðinn veg. Eðlisfræðin á vel við okkur. Sig- fús faðir minn hafði eitthvað komið að eðlisfræðikennslu nafna síns forðum daga sem kennari í Gagnfræðaskóla – ég valdi sjálfur þessa fræðigrein, fegursta allra! Sigfús Jóhann verður okkur vinum hans og ætt- ingjum ávallt minnisstæður fyrir ljúfmennsku samhliða einstökum brilljans. Það var gleðilegt að geta fagn- að sjötugsafmæli Sigfúsar fyrir nokkrum árum með fjölskyld- unni. Nú er ljóst að öðlingurinn er allur. Við Bergþóra sendum Pöllu, Kristni, Jóhanni, Valgerði og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur við fráfall Sigfúsar frænda. Blessuð sé minning hans. Þorsteinn Ingi Sigfússon. Mér fannst hann skrýtinn. Í fyrsta skipti sem ég var boðin til þeirra hjóna Sigfúsar og Pöllu var ég látin horfa á skyggnusýn- ingu (heila eilífð að því er mér fannst) af borun í klaka á Græn- landsjökli! Annað sem kom mér kúnstugt fyrir sjónir var að hann hafði alltaf rúðustrikaða stílabók við höndina og gat tekið upp á því grípa til hennar og fara að reikna í miðju samkvæmi og gleyma algerlega stund og stað. En hann gat líka verið manna hressastur og dansað fram undir morgun þegar tækifæri gafst. En svona var Sigfús, fullur af þverstæðum: Sjálfhverfur, viss um að allir deildu ástríðu hans fyrir loftslagsrannsóknum en um leið sá umhyggjusamasti og hjálpsamasti sem til var. Hann var mikill Íslendingur og stoltur af þjóðerni sínu og öllu því sem íslenskt var en kaus að dvelja meiri hluta ævi sinnar erlendis. Þegar Sigfús var staddur á Ís- landi hringdi hann oftar en ekki og sagði: „Ég kem á eftir og við fáum okkur fisk. Áttu nokkuð seytt rúgbrauð?“ Svo mætti hann, hafði komið við í fiskbúð- inni, og oftar en ekki með danska Sigfús Jóhann Johnsen ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ERNA BRYNHILDUR JENSDÓTTIR, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands sunnudaginn 16. júní. Útför hennar fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 22. júní kl. 13.00. Guðjón Gunnarsson, Guðjón Rúnar Guðjónsson, Guðrún Samsonardóttir, Gunnar Guðjónsson, Guðný Rósa Magnúsdóttir, Sólrún Guðjónsdóttir, Þór Benediktsson, Erlingur Þór Guðjónsson, Kristín Eiríksdóttir, Snorri Geir Guðjónsson, Eva Maria Hillströms, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHILDUR ÓLAFSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 15. júní. Hún verður jarðsungin frá Neskirkju fimmtu- daginn 27. júní kl. 13.00. Þórður Bjarnason, Edda Karen Haraldsdóttir, Hjördís Sif Bjarnadóttir, Hilmar Þórarinn Hilmarsson, Birta Dís, Atli Þór, Darri, Haraldur Hrafn og Hjörtur Þór. ✝ Yndislegi sonur okkar, bróðir og barnabarn, ÍSAK INGI GUÐBJARTSSON, sem lést þriðjudaginn 11. júní verður jarðsunginn frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 22. júní kl. 14.00. Ólöf María Jónsdóttir, Stefán Ó. Stefánsson, Guðbjartur Atli Bjarnason, Ania Zimolag, Baldur Þór, Mikael Máni Meyvant, Jakub, Sólveig Br. Skúladóttir, Jón Ísak Harðarson Guðrún Guðbjartsdóttir, Bjarni Albertsson. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, AÐALHEIÐUR SIGFÚSDÓTTIR frá Garðbæ, Eyrarbakka, er látin. Útför verður frá Eyrarbakkakirkju klukkan 14.00 föstudaginn 21. júní. Vigfús Markússon, Elínbjörg Ingólfsdóttir, Ása Magnea Vigfúsdóttir, Ellert Hlöðversson. ✝ Faðir okkar, sonur, bróðir og afi, RÓBERT JÓNSSON, lést á D-deild Heilsugæslustofnunar Suðurnesja í Keflavík mánudaginn 10. júní. Jarðarför hans fór fram 19. júní í Fossvogs- kapellu. Jón Ágúst Ólafsson, Björn Róbertsson, Snædís Róbertsdóttir, Karítas Róbertsdóttir, Arnar Jónsson, Ellen Jónsdóttir og barnabörn. ✝ Útför og minningarathöfn um okkar ástkæru SIGRÍÐI HJARTARDÓTTUR COLLINGTON, Sirrý, sem lést í Bandaríkjunum fimmtudaginn 7. febrúar, verður haldin í Dómkirkjunni miðvikudaginn 26. júní kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Wayne Collington, Gabriela Bóel, Oliver Thor, Freyja Ena, Ingibjörg F. Ottesen, Garðar Valur Jónsson Bóel Ísleifsdóttir, Ena James, Bóel Hjartardóttir, Hjálmar Þorsteinsson, Hjörtur Kristjánsson, Anna Margrét Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.