Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013 Ofurmennið, eða Súpermanneins og við Íslendingarköllum hetjuna nú oftast,snýr aftur á hvíta tjaldið í Man of Steel og rauðu nærbuxurnar á bak og burt. Nú er hetjan í heilum galla og öllu dekkri en þeir hafa ver- ið, litirnir tónaðir niður. Enda er myndin sú dekksta hingað til um hetjuna, áhersla lögð á andlegar þjáningar drengsins frá plánetunni Krypton þegar hann kemst að því að hann er öðruvísi en börn Jarðar, býr yfir ofurmannlegum kröftum og eig- inleikum, heyrir grasið gróa og sér í gegnum holt og hæðir. Saga Súpermanns, þ.e. Kal-El, er rakin frá upphafi í Man of Steel, allt frá því hann fæðist með eðlilegum hætti á plánetunni Krypton (ólíkt öðrum börnum þar sem ræktuð eru eins og tómatar í gróðurhúsi) og er sendur af foreldrum sínum til Jarð- ar í geimflaug þar sem tortíming Krypton er yfirvofandi. Krypton springur í loft upp en faðir Kal-Els, Jor-El, er myrtur skömmu áður af vitfirrta hershöfðingjanum Zod sem hlýtur fangelsisdóm fyrir, er frystur ásamt fylgismönnum sínum og send- ur út í geim í e.k. fljúgandi geim- fangelsi. Zod sleppur úr prísundinni rúmum 30 árum síðar og hefur leit að genabanka allra Krypton-búa sem Jor-El tókst að senda með syn- inum til Jarðar. Á Jörðu er Kal-El, eða Clark Kent, orðinn fullorðinn og forðast fyrir alla muni að nota of- urkrafta sína, nema þegar bjarga þarf fólki úr háska. Enda er honum ætlað æðra hlutverk á Jörðu, að sögn fóstra hans, að leiða mann- kynið og verða bjargvættur þess líkt og frelsarinn sjálfur, Jesús Kristur. Og Jor-El birtist honum sem heil- mynd og færir honum sömu fréttir. Já, Kristsgervingarnir verða ekki öllu skýrari en þetta. Þegar Zod og hans föruneyti kemur til Jarðar og hótar að tortíma mannkyninu fái það ekki Kal-El í hendur, æsast leik- ar heldur betur. Súpermann fórnar sér að sjálfsögðu fyrir mannkynið enda góðmenni í gegn en kemst fljótlega að því að Zod er ekki treystandi. Upphefst þá mikill bar- dagi Súpermanns (og Bandaríkja- hers, auðvitað) við illmennin og eyði- leggingin sem honum fylgir gífurleg, háhýsin hrynja hvert af öðru og allt springur í loft upp sem sprungið getur. Snyder hefur áður sýnt töfra- brögð þegar kemur að því að færa myndasögur á hvíta tjaldið. Watch- men var tilkomumikið sjónarspil og óhætt er að fullyrða að hasarheimur Súpermanns hefur aldrei verið eins stórfenglegur og í þessari mynd. Snyder gefur allt í botn í hasarnum og aðdáendur hetjunnar verða ekki fyrir vonbrigðum. Leikarinn Henry Cavill er líkt og sérsniðinn í hlut- verkið, engu líkara en hann hafi sprottið fullskapaður úr höfði ein- hvers Súpermann-teiknara. Ljúf- mennskan holdi klædd og nóg er nú af holdinu, Cavill er svo sannarlega vöðvastæltasti Súpermann-leikarinn hingað til. Amy Adams er fantagóð í hlutverki Louis Lane, blaðakon- unnar sem Súpermann verður ást- fanginn af, og Kevin Costner og Diane Lane innileg í hlutverkum fósturforeldra hetjunnar. Michael Shannon stendur sig ágætlega sem illmennið Zod, sama illmenni og Terrence Stamp túlkaði með mun eftirminnilegri hætti í Superman II. Crowe er heldur líflaus Jor-El og Krypton-hluti myndarinnar er lang- dreginn og leiðinlegur. Annar galli myndarinnar er skortur á léttleika. Saga Súpermanns er skemmtilegt ævintýri og skondið, þrátt fyrir bibl- íulegar vísanir. Súpermann er has- arhetjan sem litlir drengir heillast af, draumurinn um að verða sterk- astur í heimi, dýrkaður af öllum, ósigrandi hetja sem getur flogið hraðar en byssukúla. Á að taka slíka sögu alvarlegum og jafnvel raunsæ- islegum tökum? Dæmi hver fyrir sig en það er í það minnsta tilraun til þess að hressa upp á gamla tuggu. Þrátt fyrir fyrrnefnda galla er Man of Steel mikil bíóveisla og Súp- ermann-aðdáendur munu eflaust ganga fullsáttir úr bíósölum. Þetta er glæsileg ofurhetjumynd, á því leikur enginn vafi en hana vantar einhvern sjarma á borð við þann sem Christopher heitinn Reeve færði Súpermann á sínum tíma. Stálmaðurinn Henry Cavill í hlutverki Súpermanns, reiðubúinn til átaka. Nærbuxnalaus frelsari Sambíóin Man of Steel bbbmn Leikstjóri: Zack Snyder. Aðalleikarar: Henry Cavill, Amy Adams, Diane Lane, Kevin Costner, Michael Shannon og Russell Crowe. Bandaríkin, 2013. 143 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tónlistarhátíðin All Tomorrow’s Parties (ATP) verður haldin í Ásbrú í Keflavík 28. og 29. júní nk. og með- al þeirra hljómsveita sem þar munu leika er hin íslenska múm. Örvar Þóreyjarson Smárason, liðsmaður sveitarinnar, var fenginn af skipu- leggjendum hátíðarinnar til að velja bækur á sérstakan bókalista hátíð- arinnar, bækur sem hátíðargestir ættu að lesa eða í það minnsta að glugga í. Morgunblaðið fékk þennan ágæta lista í hendur og er hann svohljóð- andi: The Sufferings of Prince Ster- nenhoch eftir Ladislav Klíma, Explorers of the New Century eftir Magnus Mills, Travels into Several Remote Nations of the World in Fo- ur Parts. By Lemuel Gulliver (eða Reisubók Gúllívers) eftir Jonathan Swift, Slash: Autobiography by Slash and Anthony Bozza eftir Slash og Anthony Bozza, Valerie and her Week of Wonders eftir Vitezlav Nezval, The Man who was Thursday: A Nightmare eftir G.K. Chesterton og að lokum All Quiet on the Western Front (þ.e. Tíð- indalaust á vesturvígstöðvunum) eft- ir Erich Maria Remarque. Textar og hugmyndir Örvar segist ekki búast við því að gestir muni lesa mikið meðan á há- tíðinni stendur en útilokar þó ekki að menn gluggi í bók milli tónleika. En hvað eiga bækurnar sameiginlegt? „Allar þessar bækur eiga það sam- eiginlegt að við höfum stolið ein- hverju úr hverri bók, textum eða hugmyndum,“ segir Örvar og á þar við múm. Spurður að því hvort þess- um bókalista verði fylgt eitthvað eft- ir á hátíðinni, t.d. með upplestri, seg- ist Örvar ekki halda að svo verði. „Þetta er örugglega bara gert til þess að hafa eitthvert lesefni þarna.“ -Er einhver bók öðrum fremri á listanum, sem þú ert hrifnastur af? „Þessi fyrsta þarna, The Suffer- ings of Prince Sternenhoch, ég keypti hana fyrir tilviljun og fór að lána fólki hana, er búinn að lána al- veg 20-30 manns hana og hún er orð- in kantslitin. Það hafa allir haft jafn- gaman af henni,“ segir Örvar og býður áhugasömum bókina til láns. Hann muni hafa hana með sér á há- tíðina. „Þetta er e.k. tékknesk, got- hic hryllingssaga, alveg smekkfull af geðveiki, djöflum og blóði,“ segir Örvar um efni bókarinnar. -Svona eins og tónlist múm? „Alveg eins og tónlist múm,“ svar- ar Örvar kíminn. „The dark side of the múm,“ bætir hann við. Bókaormur Örvar með eigin ljóða- bók, The Fruits Turn The Youth. Einhverju stolið úr hverri bók  Örvar bjó til bókalista fyrir ATP Morgunblaðið/G. Rúnar ALLT FYRIR SKRIFSTOFUNA V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is Múlalundur - fyrir betri framtíð KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM Á TOPPNUM Í ÁR KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA MANOFSTEEL3D KL.5-8-11 MANOFSTEEL2D KL.4:30-7:30-10:10-10:30 MANOFSTEELVIP KL.5-8-11 PAINANDGAIN KL.5:20-8-10:40 NOWYOUSEEME KL.8-10:30 HANGOVER-PART3 KL.5:50-8 IRON MAN 33D KL. 5:20 KRINGLUNNI MAN OF STEEL 3D KL. 5 - 8 - 11 MAN OF STEEL 2D KL. 5 - 10:30 PAIN AND GAIN KL. 8 - 10:40 NOW YOU SEE ME KL. 5:30 - 8 MAN OF STEEL 3D KL. 5 - 8 - 11 MAN OF STEEL 2D KL. 4 - 7 - 10 PAIN AND GAIN KL. 8 - 10:40 NOW YOU SEE ME KL. 5:30 - 8 - 10:30 HANGOVER - PART 3 KL. 5:50 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK MANOFSTEEL3D KL.8-11 PAINANDGAIN KL.10:30 NOWYOUSEEME KL.8 AKUREYRI MAN OF STEEL 3D KL. 5 - 8 - 11 PAIN AND GAIN KL. 8 NOW YOU SEE ME KL. 10:40 HANGOVER - PART 3 KL. 5:50 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á “PURE SUMMER MAGIC” ÓVÆNTASTI SMELLUR ÁRSINS „DREPFYNDIN GLÆPAGRÍNMYND“ „FYNDNASTA MYND SEM ÉG HEF SÉÐ Í ÁR.“  NEW YORK POST T.V. - BÍÓVEFURINN BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM ERU GRJÓTHARÐIR Í ÞESSARI FRÁBÆRU MYND OG VINSÆLASTI GRÍNÞRÍLEIKUR ALLRA TÍMA! FRÁBÆR GRÍNMYND NEW YORK DAILY NEWS FRÁ CHRISTOPHER NOLAN ÁSAMT Z. SNYDER KEMUR STÆRSTA MYND ÁRSINS MAGNAÐASTA BÍÓUPPLIFUN ÞESSA ÁRS! “SPECTACULAR”  EMPIRE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.