Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Reykjanesvirkjun Stöðugt þarf að bora til að halda við gufuöflun fyrir háhitavirkjanir. Næsta stóra verkefni HS orku er að bora niðurdælingarholu við Reykjanesvirkjun. Tilgangurinn er að halda jafnvægi á jarð- hitakerfinu. Ekki hefur verið ákveðið hve- nær borað verður. Júlíus Jónsson, forstjóri HS orku, segir að fyrirtækið vilji dæla niður 50-60% af þeim vökva sem tekinn sé upp úr jarð- hitakerfinu, líkt og gert er á virkjanasvæð- inu í Svartsengi. Tilgangurinn er að halda uppi þrýstingi í jarðhitakerfinu. Júlíus segir að þörf sé á að auka niðurdælingu á Reykjanesi. Virkjunin þar sé rekin á hærri þrýstingi en virkjunin í Svartsengi og þurfi þrýstingur því að vera meiri. HS orka lét bora tvær borholur á Reykja- nesi í vetur og laga þá þriðju. Var það gert til að viðhalda gufuöflun fyrir virkjunina. Bor- uninni var ætlað að tryggja núverandi rekst- ur orkuversins með nauðsynlegu varaafli og um leið að leggja drög að orkuöflun fyrir stækkun orkuversins. Júlíus segir nauðsyn- legt að bora viðhaldsholur reglulega, eins og gert var ráð fyrir í áætlunum um virkj- unina. HS orka hefur hug á því að leggja fráveitu fyrir affallsvatn frá niðurdæling- arsvæði við orkuverið í Svartsengi til sjáv- ar. Það háir rekstrinum að ekki er hægt að dæla öllu affallsvatninu niður í jarð- hitageyminn. Skipulagsstofnun taldi fram- kvæmdina ekki líklega til að hafa í för með sér umtalsverð áhrif á umhverfið og úr- skurðaði að hún skyldi ekki háð mati á um- hverfisáhrifum. Náttúruverndarsamtök kærðu ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í nóvember en niðurstaða úrskurðarnefndar liggur enn ekki fyrir. helgi@mbl.is Stefnt að borun niðurdælingarholu á Reykjanesi  Tilgangurinn að halda jafnvægi í jarðhitakerfinu  Beðið úrskurðar um fráveitu í Svartsengi Júlíus Jónsson FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013 Börkur Birgisson, sem ákærður hef- ur verið ásamt öðrum manni fyrir að hafa orðið manni að bana á Litla- Hrauni í maí á síðasta ári, var í gær sendur í læknisskoðun. Börkur kenndi sér meins við þingsetningu máls hans í Hér- aðsdómi Suður- lands í síðustu viku, en að sögn lögmanns Barkar hlaut hann meiðslin við flutn- inginn frá fang- elsinu í hér- aðsdóm. Lögmaðurinn gagnrýnir flutninginn á Berki, en sérsveitarmenn lögregl- unnar fylgdu honum handjárnuðum í dóminn. Eðlilegir fangaflutningar Páll Winkel, forstjóri Fangels- ismálastofnunar, segir stofnunina hafa um áratuga skeið haft farsælt samstarf við lögregluna þegar kem- ur að fangaflutningum. „Lögreglan flytur fanga fyrir okkur í vissum til- fellum, og síðan flytjum við stundum fyrir þá gæsluvarðhaldsfanga. Það er því ekki óeðlilegt að lögreglan komi að flutningi á föngum með þessum hætti,“ segir Páll. Það fari síðan eftir ýmsu hvaða kröfur séu gerða til öryggisráðstafana. „Það eru gerðar meiri kröfur þegar fang- ar eru fluttir í og úr lokuðum fang- elsum heldur en ella.“ Börkur er vistaður á svokölluðum öryggisgangi á Litla-Hrauni þar sem hann er að- skilinn frá hinum föngunum og sætir strangara eftirliti. bmo@mbl.is Börkur undir lækn- ishendur  Kenndi sér meins eftir þingfestingu Ljósmynd/Pressphotos.biz Fangaflutningar Börkur var fluttur frá héraðsdómi á Litla-Hraun á sjúkrabörum. Páll Winkel Hæstiréttur hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi sem var ákærður fyrir að hafa ekið bifhjóli á ofsahraða og undir áhrifum fíkniefna án þess að sinna stöðvunarmerkjum lögreglu. Þá var maðurinn sviptur ökurétti í tvö og hálft ár. Var háttsemin talin varða við ákvæði umferðarlaga, auk 168. gr. og 4. mgr. 220 gr. al- mennra hegningarlaga. Dæmdur fyrir akstur í vímu á ofsahraða                       !   "### $%    &'( ) *+ ,        -  .   $  / 0 $%    $,        $ % %   hljóðláta &' 10 1 )  *+             á góðu verði.    !"##  !  ! 2  3 45 678 (((   Hraðkerfi 15 7 kg Tekur mest anti-vibration Design Orkuflokkur Ný Siemens þvottavél - með öllum þeim eiginleikum semmenn þurfa í dagsins önn. " ! 9  ,   :    ,  ,;   %  8   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.