Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013
FERSKLEIKI • GÆÐI • ÞJÓNUSTA
HUMARSALAT “á la Café Paris”
með klettasalati, papriku, fetaosti, sultuðum rauðlauk,
cous-cous og hvítlaukssósu
RISARÆKJUR MARINERAÐAR
í chili, engifer og lime, bornar fram með spínati,
klettasalati, rauðlauk, tómötum,
mangó og snjóbaunum
BARBERRY ANDAR ,,CONFIT” SALAT
með geitaosti, brenndum fíkjum, fersku salati,
rauðrófum, melónu, ristuðum graskersfræjum,
rauðlauk og appelsínufíkjugljáa
- miðbæ Hafnarfjarðar -
Fjarðargata 13-15 I 220 Hafnarfjörður I www.fjordur.is
Bréf til blaðsins
Getur verið að íslenskir ráða-
menn hugsi ekki á þessum einföldu
og mannlegu nótum vegna þrýst-
ings af ýmsu tagi, sérstaklega eftir
að það var gerð-
ur versl-
unarsamningur
við Kína?
Gera þeir sér
almennt ekki
grein fyrir
ástandinu sem
námarekstur
Kínverja er í og
hve mikið er í al-
mennt í húfi
vegna kínverskra námuverka-
manna og Grímsstaða á fjöllum?
Þessir námuverkamenn eru ekki í
Kína lengur og koma því undir
vestræn lög varðandi námarekstur.
Menn hljóta að geta sett samasem-
merki við námareksturinn á Græn-
lendi og almennt hvíldarhótel á Ís-
landi sem Kínverjar eru að kaupa
eða reyna að kaupa fyrir kínverska
námuverkamenn. Það er allt í húfi
og námareksturinn getur ekki
gengið samkvæmt evrópskum lög-
um nema þeir fái frí og hvíld á til-
gerðum hvíldarhótelum. Auðvitað
mun þetta vera kallað Núbo-
túrismi eða ferðamennska því
námuverkamenn eru ferðamenn í
fríum sínum.
Þegar rúm 5.000 menn koma úr
námum Grænlands koma þeir til
með að hitta konur sínar eða aðrar
kínverskar konur sem vinna við
þjónustu við hótelin og yfirmanna-
hús á Grímsstöðum á fjöllum sem
mun verða kallað Chinatown og
það væri ekki ólíklegt að 1.000 kín-
versk börn geti orðið afraksturinn
af því á ári. Þessir námuverka-
menn munu koma til hvíldar úr
námunum einu sinni í mánuði,
kannski viku í senn.
Þetta er aðferð sem Kínverjar
hafa notað í hundruð ára til þess
að koma sér upp aðstöðu í öðrum
löndum enda eru Kínaþorp/
Chinatown í flestöllum löndum og/
eða borgum þeirra. Það eitt er víst
að það munu fæðast kínversk börn
á Íslandi sem á endanum verða ís-
lenskir ríkisborgarar ásamt að
vera kínverskir þegnar með her-
aga og þjóðfélagslegar skyldur.
VALDIMAR SAMÚELSSON,
Keifarási 3, 110 Reykjavík
Var gefið loforð með
Grímsstaði á Fjöllum?
Frá Valdimar Samúelssyni
Valdimar
Samúelsson
Nú hefur kínverska
stórveldið séð að hvorki
gengur né rekur að ná
hér fótfestu með aðstoð
Nubos. Lopapeysa og
harðfiskur duga ekki til
að villa mönnum sýn. Ís-
lendingar sáu í gegnum
það. Nú kasta Kínverjar
grímunni og kaupa sig
inn í íslenskt fyrirtæki,
sem fengið hefur leyfi
íslenskra stjórnvalda til
borunar á Drekasvæðinu. Nú verða
menn að halda fyrir augu sín til að
verða ekki fyrir geislum dollara-
merkisins og ánetjast því. Vonandi
hafa íslenskir ráðamenn úr fyrri rík-
isstjórn ekki skrifað undir eitthvað,
sem er Kínverjum í hag og okkur til
bölvunar þegar þeir fóru til Kína á
lokadögum valda sinna. Ef Kínverjar
fá það í gegn að öðlast rétt til borunar í
gegnum íslenskt fyrirtæki mun ekki
líða langur tími þar til þeir vilja landa-
kaup til að hafa hér aðstöðu og inn-
flutning kínverskra verkamanna, sem
ábyggilega verða nefnd-
ir sérfræðingar í olíu-
borun til að byrja með.
Þá fylgir hvert öðru,
fjöldi kínverskra verka-
manna kemur ásamt
fjölskyldum þeirra og
við verðum komnir í
fjötra Gleipnis, eins og
Fenrisúlfur forðum og
getum okkur ekki
hreyft og þeir munu þá
ráða ferðinni.
Góður vinur minn
sagði við mig, þegar síð-
ustu kosningar voru: „Ég kýs Sam-
fylkinguna. Ég vil heldur að við göng-
um í Evrópusambandið heldur en að
Kínverjar gleypi okkur.“ Getur verið
að það sé bara um tvennt að velja?
Hvar eru landvættirnar? Sagt er að
Guð og góðar vættir vinni í gegnum
fólk. Vonandi verðum við ekki vinalaus
eins og í hruninu. Jú, Færeyingar
gleymdu okkur ekki. Sá er vinur, sem í
raun reynist.
Því má ekki gleyma að stjórnendur
Kína nú eru þeir, sem bældu niður
með hörku stúdentaóeirðirnar á Torgi
hins himneska friðar og réðust inn í
hið friðsæla og trúaða land Tíbet og
lögðu það undir sig og væru nú til-
búnir að leggja fleiri lönd undir sig,
ekki með vopnum, því þora þeir ekki
heldur peningum, sem lítið sigldir
menn beygja sig fyrir.
Íslendingar, stöndum saman gegn
kínversku óvættinni og svörum henni
fullum hálsi, eins og barnið í þjóðsög-
unni, sem var á milli vita og svaraði
óvættinni á aðfangadagskvöld, þegar
hún sagði á glugganum: „Sko minn
fót, sko minn fót, sko minn gráa ding-
ulfót.“ Þá sagði barnið: „Ert þú Jesú
Kristur, sem fæddist í nótt?“ Óvættin
hvarf og vonandi hverfur Kínahættan
líka. Íslendingar, höldum vöku okkar!
Guð blessi Ísland.
Ísland er enn í hættu
Eftir Eyþór
Heiðberg »Nú verða menn að
halda fyrir augu sín
til að verða ekki fyrir
geislum dollaramerk-
isins og ánetjast því.
Eyþór Heiðberg
Höfundur er athafnamaður.
Þónokkur ár eru liðin
síðan undirritaður benti
ítrekað á þær óþörfu
skemmdir sem eigendur
bifreiða og rekstrarfólk
gatna urðu að setja
verulegar fjárhæðir í
til að bæta tjón á bílum
og umferðarmerkjum
og ljósastaurum.
Ástæðan að mínu áliti
var sú að ljósastaurar
eru enn röngu megin í
beygjum og svo hitt að umferðarmerki
voru á sterkum járnrörum.
Ég benti á að athuga mætti hvort
ekki væri hægt að setja þau umferð-
armerki sem oftast væri ekið á, á rör
sem væri svo veikbyggt að við árekst-
ur legðist það auðveldlega niður með
sem minnstum skaða á bíl tjónvalds-
ins. Að því kom að nokkur skilti voru
sett á plaströr en þá kom önnur hætta,
sú að við árekstur gat skiltið henst
burtu og þá jafnvel á gangandi vegfar-
endur eða á aðra bíla.
Plastinu var þá hætt en
álrör notuð í staðinn.
Núna þekkja flestir sem
aka um borgina óhöpp
þar sem ekið hefur verið
á umferðarskilti sem þá
liggur flatt og bílar hafa
gjarnan ekið nánast eða
alveg óskemmdir á
brott.
Þá er aðeins eitt sem
getur valdið slæmum
skemmdum, en það er
þegar stútur þess rörs
sem álrörinu er stungið niður í stendur
of hátt upp úr yfirborðinu. Þegar
umferðarskiltið hefur lagst kurteislega
niður og bíllinn rennur yfir festingu ál-
rörsins geta orðið mjög slæmar og
dýrar skemmdir á undirvagninum.
Þetta þarf að laga.
Ljósastaurar
Verstu óhöppin verða þegar bifreið
er ekið á ljósastaur. Þeir eru afar
sterkir og jafnvel við högg sem þeir
standa sig vel af, þá verða jafnvel stór-
skemmdir á bílnum. Ég hafði marg-
sinnis bent á að sérstaklega væri
óheppilegt að hafa ljósastaura ut-
anverðu í beygjum. Eitt sinn átti ég
erindi í stjórnstöð rafveitunnar í
Reykjavík og er ég gekk hjá opnu
rými þar, kölluðu menn þar inni í mig
og sögðu: „Þú ert alltaf að kvarta
undan ljósastaurum, en veist ekkert
hvað þú ert að gagnrýna“. Ég stans-
aði snögglega og sagði bara „Jæja?“.
Staurarnir eru settir niður sam-
kvæmt evrópskum staðli. Ég var að
flýta mér og hélt því áfram án svars.
Áður en ég var kominn út úr húsinu
áttaði ég mig á viðeigandi svari eða
því að vitanlega væri það býsna fínn
dauðdagi að látast við það að aka á
ljósastaur samkvæmt evrópskum
staðli.
Ég tel að við hönnun gatna og um-
ferðarmannvirkja eigi að hafa í huga
að forðast allt sem getur valdið tjón-
um og slysum. Ef miðflóttaaflið væri
haft í huga, væri ekki stöðugt verið að
setja upp nýja staura t.d. við afreinar
af Miklubraut og víðar.
Slysagildrur – umferðarskilti
Eftir Kristin
Snæland » Verstu óhöppin
verða þegar bifreið
er ekið á ljósastaur.
Kristinn Snæland
Höfundur er rafvirkjameistari.