Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 171. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Lést í bílslysi í Skötufirði 2. Íslendingar strandaglópar … 3. Háskaleg ljósmyndataka … 4. Forseti ÍSÍ bráðkvaddur »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Skáldsagan Upp til sigurhæða eftir Ingibjörgu Hjartardóttur kom út í Þýskalandi fyrir þremur mánuðum og hefur hlotið jákvæða dóma þar í landi. Bókin heitir í þýskri þýðingu Die andere Tochter og er bók mán- aðarins hjá forlaginu Salon Literatur Verlag. Tvær skáldsögur Ingibjargar hafa komið út hjá forlaginu, Hlust- arinn og Þriðja bónin. Morgunblaðið/Kristinn Upp til sigurhæða vel tekið í Þýskalandi  Franska forlag- ið Bayard Jeu- nesse hefur keypt útgáfuréttinn á bók Bryndísar Björgvinsdóttur, Flugan sem stöðv- aði stríðið. Stefnt er að útgáfu bók- arinnar á frönsku snemma árs 2015. Bókin hlaut Ís- lensku barnabókaverðlaunin árið 2011 og var auk þess tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. Fluga Bryndísar flýgur í Frakklandi  Alþjóðlegi Strumpadagurinn verð- ur haldinn hátíðlegur víða um heim á laugardaginn, fæðingardegi skap- ara Strumpanna, Peyo, og þá m.a. í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Garðurinn verður skreyttur fánum og blöðrum í Strumpa- bláum lit, tveggja metra hár Strumpur verður á svæðinu, andlitsmálun o.fl. Fyrirtækið Sena stendur fyrir uppá- komunni. Strumpaður garður á Strumpadeginum Á föstudag Norðaustan 3-8 m/s. Víða bjart með köflum en skýjað og dálitlar skúrir NA-til og einnig SV-lands síðdegis. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast S- og V-lands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 3-8 m/s og væta af og til norðan- og austanlands, en annars bjart með köflum og síðdegisskúrir. Hiti yf- irleitt 10 til 15 stig að deginum. VEÐUR Víkingur Reykjavík, Grótta, KR, Fylkir og Fram komust í gærkvöldi í 8 liða úrslit Borgunarbikars karla í knattspyrnu. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Gróttu sem liðið kemst svo langt í bikarkeppninni. Framarar lentu í kröpp- um dansi í heimsókn sinni til Ólafsvíkur. Úr- slitin réðust ekki fyrr en í vítaspyrnu- keppni. »2 Grótta í 8 liða úr- slit í fyrsta sinn „Liðinu hefur gengið vel og það skiptir náttúrlega öllu máli,“ segir KR- ingurinn Óskar Örn Hauksson en hann er leikmaður 7. umferðar Pepsi- deildarinnar í knattspyrnu hjá Morgunblaðinu. Óskar Örn fór á kostum í seinni hálfleik gegn ÍA í Frostaskjólinu síðasta sunnu- dag. »2-3 Liðinu gengur vel og það skiptir öllu máli Íslandsmeistarinn Haraldur Franklín Magnús úr GR er að gera það gott á Breska áhugamannamótinu í golfi og komst í gær í gegnum 64 manna úr- slitin. Lagði hann enskan kylfing, Michael Saunders, að velli 2/0 á 18 holum í holukeppninni og er þar af leiðandi kominn í 32 manna úrslit. Haraldur mætir Victor Lange frá S- Afríku í 32 manna úrslitum í dag. »1 Haraldur Franklín gerir það gott á Englandi ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is „Við hjóluðum hingað og stopp- uðum á leiðinni og fórum í leiki. Nú eru krakkarnir byrjaðir að vaða og komnir út í bátana og eru að ýta frá landi. Við förum á hverju ári í „kanóferð“ hingað og hún vekur alltaf mikla lukku,“ segir Hjördís Björnsdóttir, skátaforingi hjá skátafélaginu Segli í Breiðholti. Mikið um að vera Félagið starfrækir útilífsskóla fyrir börn á aldrinum 8-12 ára á sumrin og fór í gær ásamt skátafé- laginu Garðbúum í Bústaðahverfi í hina árlegu „kanóferð“ útilífsskól- ans. „Ég veit um börn sem skrá sig í skólann einungis til þess að koma í þessa ferð,“ segir Kolbrún Ósk Pét- ursdóttir, foringi hjá Garðbúum, en um 30 börn fóru með í ferðina. „Það er alveg hörku dagskrá í sumar. Við erum búin að fara í sund, í klifur og sig í Öskjuhlíð, við fórum einnig í Nauthólsvík og busl- uðum í sjónum og fórum í leiki,“ segir Sædís Ósk Helgadóttir, for- ingi hjá Garðbúum, og bætir við: „Við heimsóttum einnig hjálparsveit skáta í Reykjavík og fórum í hjóla- ferð í Indíánagil. Það er hellingur að gerast og börnin eru hæst- ánægð.“ „Ég væri til í að vera hér alltaf“ Freyja Rúnarsdóttir, 7 að verða 8 ára, og Oliver Örn Chelbat Kaaber, 11 ára, eru meðal barnanna sem fóru í kanóferðina að Rauða- vatni. „Það er alveg rosalega gaman í skátunum, ég væri til í að vera hér allt- af, “ segir Oliver Örn. Börnin hjól- uðu langa leið að vatninu og segir Oliver Örn að það hafi verið erfitt. Freyja tekur í sama streng: „Ég hjólaði allt sjálf en þurfti stundum að teyma hjólið.“ Þau eru bæði handviss um að þau fari aftur í útilífsskóla skátafélag- anna og aðspurð segir Freyja að hún ætli pottþétt að mæla með skólanum við vini sína. Þrátt fyrir allt gamanið síðustu daga eru Oli- ver Örn og Freyja þó spenntust fyrir útilegunni við Hafravatn, en þar gista börnin yfir nótt ásamt skátaforingjunum. Hvorugt þeirra segist þó hafa áhyggjur af því að fá heimþrá og sakna mömmu og pabba meðan á ferðinni stendur. „Ég hef oft gist hjá vinum mínum,“ segir Oliver Örn kokhraustur að lokum. Kátir skátar róa á Rauðavatni  Skátanámskeið mjög skemmtileg dægradvöl barna Morgunblaðið/Rósa Braga Sigurreifir skátar Börnin fögnuðu þrekrauninni, en í gær hjóluðu þau að Rauðavatni og réru út á vatnið á litlum báti. Í útilífsskóla skátafélaganna er lögð áhersla á útiveru og gildi skátahreyfingarinnar. „Miðað við önnur hefðbundnari leikja- námskeið þá gerir útiveran og ævintýramennskan okkar nám- skeið frábrugðin öðrum,“ segir Bergþóra Sveins- dóttir, foringi hjá skátafélaginu Segli. Hún segir að einnig verði far- ið með börnin í útilegu við Hafravatn, en þar er gist yfir nótt. „Öll skátafélögin sem eru með útilífsskóla fara í útilegu yfir nótt. Það hefur gengið rosalega vel síðustu ár og börnin verða hug- fangin af starfinu,“ segir Berg- þóra. Fjölmörg skátafélög starfrækja útilífsskóla yfir sumarið ætluð börnum á aldrinum 8-12 ára. Hægt er að fræðast nánar um skólana á slóðinni www.utilifsskoli.is. Börnin hugfangin af starfinu ÆVINTÝRAMENNSKA Í SKÁTAHREYFINGUNNI Á SUMRIN Bergþóra og Hjördís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.