Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013
Sjá sölustaði á istex.is
LOPI 32
FOCUS
Nýi orkudrykkurinn...
þessi öflugi án sykurs!
Aðeins 2 hitaeiningar og
0,5 g kolvetni í 100 ml.
Koffín, guarana og ginseng... virkar strax!
15 kraftmiklar freyðitöflur í einum stauk. Skellt út í
vatn nákvæmlega þegar þér hentar – heima, í vinnunni,
skólanum, í ræktinni, í golfinu...
Handhægt, bragðgott og frábært verð
Vertu alltaf með orkuna við höndina og gríptu einn
stauk af FOCUS í næsta apóteki .
Fæst í helstu apótekum
brokkoli.is
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Gervigrasvöllurinn á félagssvæði
KA var formlega vígður og tekinn í
notkun í gær við hátíðlega athöfn.
Völlurinn, sem er af nýjustu og
bestu gerð, verður að mati þeirra
sem til þekkja gríðarleg lyftistöng
fyrir KA-menn og annað knatt-
spyrnufólk sem mun æfa á vellinum.
Oddur Helgi Halldórsson bæj-
arfulltrúi sagði að kostnaður við vall-
argerðina yrði rétt innan fjárhags-
áætlunar, tæpar 250 milljónir króna.
Mikilvægt var að völlurinn yrði
tilbúinn fyrir N1-mótið í byrjun júlí.
Þormóður Einarsson, fyrrver-
andi leikmaður KA, tók fyrstu op-
inberu spyrnuna á austurhluta vall-
arins við upphaf leiks b-liða KA og
Völsungs í 5. flokki stúlkna og
nokkrum andartökum síðar spyrnti
Siguróli Sigurðsson fyrsta sinni á
vestari vallarhelmingnum, þegar
leikur a-liða sömu félaga hófst.
Siguróli og Þormóður tóku
fyrstu skóflustungurnar þegar fram-
kvæmdir við völlinn hófust í janúar
og tilhlýðilegt var að láta þá ljúka
verkinu í gær …
Þegar verkið hófst í janúar af-
henti formaður KA, Hrefna G.
Torfadóttir, Eiríki Birni Björgvins-
syni bæjarstjóra fótbolta til varð-
veislu þangað til völlurinn yrði tilbú-
inn.
Feðgarnir Eiríkur Björn og
Birnir Eiðar skiluðu boltanum í gær.
Bæjarstjórinn hélt á syninum, sonur
á boltanum og afhenti Hrefnu. Og
hlaut rembingskoss að launum!
Menntaskólanum á Akureyri
var að venju slitið 17. júní, eins og
greint hefur verið frá. Dúx skólans
að þessu sinni, sá sem fékk hæstu
einkunn á stúdentsprófi, var Hlöð-
ver Stefán Þorgeirsson frá Húsavík.
Dúxinn var á eðlisfræðibraut og var
meðaleinkunn hans fyrir öll náms-
árin 9,28. Dúxinn fékk Gullugluna,
heiðursmerki MA, eins og venja er,
og að auki fjölmörg verðlaun fyrir
framúrskarandi námsárangur.
Vert er að geta þess að Hlöðver
Stefán lauk einkaflugmannsprófi
samhliða fyrsta árinu sínu í MA og
stundað framhaldsnám á klarinettu
við Tónlistarskólann á Akureyri.
Hann lék m.a. á klarinettu í upp-
færslu Freyvangsleikhússins á Góða
dátanum Sveik með námi í skól-
anum.
Bíladagar, árleg veisla bíla-
áhugamanna hvaðanæva af landinu,
tókust að mörgu leyti vel um síðustu
helgi. Það verður þó að segjast alveg
eins og er að hraðakstur og spól með
tilheyrandi hávaða í bænum að nóttu
er óþolandi. Er ekki hægt að
stemma stigu við þeim leiðindum
með einhverjum hætti?
Keppni í flestum greinum á Bíla-
dögum var skemmtileg, þótt sá sem
þetta skrifar skilji enn ekki það sem
kallað er Burn out þar sem bílar í
kyrrstöðu spóla þar til dekkin gefa
sig eða vélin bræðir jafnvel úr sér.
Varla var gott að vera hross á beit á
blettinum norðan við svæði Bíla-
klúbbs Akureyrar þegar fnyk af
brunnu gúmmí lagði þar yfir.
Norðurbandalagið frumsýnir
annað kvöld í Rýminu verkið Lúkas
undir stjórn Jóns Gunnars Þórð-
arsonar, leikskálds og leikstjóra.
Verkið er byggt á sögu sem allir
þekkja en fæstir viðurkenna að hafa
tekið þátt í, segir í tilkynningu frá
Jóni. „Verkið samanstendur af ótrú-
legum sönnum sögum. Sögum um
fólk, hefnd og frið, sögur af því
hversu orðljótt fólk getur verið á
kommentakerfinu.“
Þekktasta sagan í verkinu er
um hundinn Lúkas sem týndist
2007. Fljótlega bárust sögur af
meintum kvalafullum dauða hunds-
ins, ungur maður var gerður að
blóraböggli, dæmdur af samfélaginu
en hundurinn fannst svo vel á sig
kominn. Verkið er sagt fullt af svört-
um húmor og ekki við hæfi yngri en
14 ára.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Upphaf Þormóður Einarsson tók fyrstu spyrnuna á vellinum, fyrir leik b-liða KA og Völsungs í 5. flokki stúlkna.
Lyftistöng fyrir fótboltann
Ljósmynd/Finnur Bragason
MA Hlöðver Stefán Þorgeirsson,
dúx MA í vetur, og Jón Már Héð-
insson skólameistari 17. júní.
Gaman Ungir KA-menn léku sér með meistaraflokki á gervigrasinu í gær.