Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013
7
16
EIN STÆRSTA
SPENNUMYND
SUMARSINS!
FRÁBÆR GAMANMYND SEM
ENGIN MÁ MISSA AF!
SUMARSMELLURINN Í ÁR!
Missið ekki af þessari
stórkostlegu teiknimynd
frá höfundum Ice Age
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
L
L
12
THE ICEMAN Sýnd kl. 8 - 10:20
THE INTERNSHIP Sýnd kl. 5:30 - 8 - 10:30
EPIC 2D Sýnd kl. 5
EPIC 3D Sýnd kl. 5
FAST AND FURIOUS 6 Sýnd kl. 8 - 10:30
H.K.
-Monitor
BYGGT Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM
UM LEIGUMORÐINGJANN RICHARD KUKLINSKI
KORTIÐ GILDIR TIL
30. september 2013
RA FYRIR ÁSKRIFENDUR– MEI
MOGGAKLÚBBURINN
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT
EÐA Í SÍMA 569 1100
Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.
Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann.
Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.
MOGGAKLÚBBURINN
YFIR 20% AFSLÁTTUR Á
GOLFKORTINU ÚT JÚNÍ 2013
Einstaklingskort: Almennt verð 9.000 kr.
Moggaklúbbsverð 7.000 kr.
Fjölskyldukort: Almennt verð 14.000 kr.
Moggaklúbbsverð 11.000 kr.
Golfkortið
Kortið veitir fría spilun á 28 völlum um
land allt og að auki gildir kortið sem
2 fyrir 1 á nokkra velli. Nú getur þú eða
fjölskyldan spilað án stórútgjalda í fríinu.
Hvernig nota ég afsláttinn?
Farðu inn á www.golfkortid.is. Veldu „Kaupa kort“ og
veldu kortategund. Smelltu á „Afsláttarmiði“ og í auða
reitinn slærðu inn: MBL. Afslátturinn birtist þá um leið.
1
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15 16
17
18
19
20
21
22 23
24
25
26
27
28
31
30
29
3
2
Allar nánari upplýsingar
eru á www.golfkortid.is
Sýning á landslagsmálverkum Lu
Hung verður opnuð í Ráðhúsi
Reykjavíkur í dag kl. 16. Kínversk-
íslenska menningarfélagið efnir til
sýningarinnar og er hún haldin í til-
efni af 60 ára afmæli félagsins. Til-
gangur sýningarinnar er að kynna
hina stórmerku listakonu og þær
aðferðir sem hún beitir til að túlka
íslenskt landslag, eins og segir í til-
kynningu.
„Lu Hong tvinnar saman í verk-
um sínum íslenska þjóðarvitund og
ævafornar hefðir kínverskrar
myndlistar,“ segir m.a. í tilkynning-
unni. Lu Hong fæddist í Peking árið
1957 og 15 ára hóf hún myndlist-
arnám undir handleiðslu Shu Daxi-
ons, eins mikilsvirtasta núlifandi
málara í hefðbundnum kínverskum
stíl. Hún hóf síðar nám við Kín-
verska listaháskólann í Peking með
kínverska landslagmálun sem sér-
grein. Lu Hong varð fyrst kvenna
til að ljúka slíku námi við skólann,
árið 1985. Hún flutti síðar til Jap-
ans og kynnti sér þar japanska mál-
verkahefð og hélt einkasýningu í
Tókýó í maí 1989.
Lu Hong kynntist Íslandi í gegn-
um íslenska námsmenn þar í borg
og fékk mikinn áhuga á landinu og
náttúrunni. Hingað kom hún fyrst
árið 1990 og hefur síðan túlkað ís-
lenska náttúru með aðferðum kín-
verskrar landslagsmálunar. Hún
giftist íslenskum manni árið 1991
og eiga þau tvö börn og búa í
Garðabæ.
Fyrstu sýninguna hér á landi hélt
hún árið 1990 og var hún merkileg
fyrir þær sakir að í fyrsta sinn voru
sýnd verk kínversks málara af ís-
lenskri náttúru, unnin með fyrr-
nefndri aðferð. Myndirnar málar
Lu Hong með kínversku bleki og
vatnslitum á þunnan bambuspapp-
ír. Sýningin stendur til 30. júní.
Listakonan Lu Hong sýnir í Ráðhúsinu.
Íslenskt landslag með kínverskri aðferð
Samsýningin Spectators verður opnuð í dag kl. 18 í Artíma
galleríi að Skúlagötu 28. Á henni verða sýnd verk eftir
myndlistarmennina Stephen Morrison, Þránd Þórarinsson
og Rögnvald Skúla Árnason og vísar sýningartitillinn í
myndefni þeirra sem tengjast manneskjunni sjálfri og
ástandi hennar.
„Listamennirnir vinna út frá forsendum fígúratífrar
málarahefðar – Spectators samanstendur af hrífandi olíu-
málverkum þriggja einstaklinga sem hafa mismunandi
forsögu og reynslu. Til verður samsuða mismunandi
áherslna innan ákveðinnar umgjarðar sem ber að skoða,“
segir í tilkynningu. Sýningarstjóri er Alexander Jean Ed-
vard Le Sage de Fontenay.
Mannlegt Kynningarmynd fyrir sýninguna, hluti þriggja
verka eftir listamennina þrjá sem sýna í Artíma galleríi.
Spectators opnuð í Artíma
Það er ætíð happafengur aðfá Jacob Fisher í heim-sókn. Þrisvar kom hannmeð Svend Asmussen
hingð og auk þess hefur hann spilað
inná diska í Reykjavík með Bjössa
Thor og Tomma Einars. Nú hefur
maður disk frá Storyville, því sögu-
fræga hljómplötufyrirtæki, þar sem
Jacob leikur með Sigga Flosa, Kjeld
Lauritsen organista og Kristian
Leth trommara. Þessi diskur boðar
ekki neina byltingu, en hann er frá-
bær fyrir þá sem vilja njóta þekktra
lagboða í næmri djassatúlkun. Night
Fall, nefnist hann og þar er dásmleg
túlkun á gömlum söngdönsum eins-
og These Foolish Things og The To-
uch of Your Lips. Siggi er vanur org-
elkvartettnum frá samvinnu sinni
við Þóri Badurs, Jón Pál og Östlund,
en hér tekst enn betur til. Besta lag
skífunnar er dúett hans og Jacob
Fisher, Skylark; hrein perla.
Þeir félagar héldu dúetttónleika á
Café Rosenberg þann 16. júní og eru
það einir bestu tónleikar sem ég hef
verið á lengi. Mér komu í hug orð
Niels Hennings, er við ræddum eitt
sinn um tónlist, og ég var í dálitlum
vafa um dúetta hans og Joe Pass.
„Þegar við leikum saman þekkta
söngdansa leiða saman hesta sína
tveir menn sem gjörþekkja efnivið-
inn og geta fundið nýjar leiðir til að
skapa listaverk.“
Þetta gerðist á Rósenberg. Þeir
byrjuðu á að leika Time After Time
og skelltu sér svo í bíbopp, Joy
Spring eftir Clifford Brown. Allt var
það ágætt, en þriðja lagið hóf tón-
leikana uppá nýtt svið, Blue Monk
eftir Thelonius, og aldrei hef ég
heyrt gítarista ná tónhugsun Monk
jafn vel og Jakob gerði þarna. Síðan
var leikin samba, Gentle Rain eftir
Bonfa, og Siggi leitaði á slóðir Stan
Getz og tókst aðdáanlega vel upp.
Ljóðið glitraði í blæstri hans. Þá var
slegið á léttari strengi einsog í On
The Sunny Side of The Street, þar
sem Siggi lét eftir sér að ýlfra dálítið
og Willow Weep for Me er Jacob
blúsaði ástsælann söngdansinn með
rennisleða á fingri, svo gömlu sveita-
blúsararnir gengu ljósum logum um
salinn.
Margt var annað á dagskrá einsog
þegar óskað var eftir Django John
Lewis úr salnum og Jakob lék verkið
einn, en skipti fljótlega yfir í stríðs-
hest djassleikara, All The Things
You Are, og lék meira að segja vers-
ið.
Þessir tónleikar voru ótrúlega
magnaðir, bæði sem skemmtun og
listræn upplifun, en í djassi fer það
oftar en ekki saman. Vonandi eigum
við eftir að fá disk með Jacobi og
Sigga, en þangað til verður ekki of-
mælt með kvartettdiski Sigga og
Lauritsen, þar sem Jacbb er í einu
aðalhutverkanna: Night Fall.
Samsett mynd/Karolina Zapolska
Flottir Sigurður Flosason og Jacob Fischer heilluðu gagnrýnanda.
Frábærir Flosa-
son og Fischer
Café Rosenberg og geisladiskur
Sigurður Flosason og Jacob Fischer
bbbbm
Sigurður Flosason altósaxófón og Ja-
cob Fisher gítar; auk þeirra leika á disk-
inum Kjeld Lauritsen á orgel og Kristian
Leth á trommur. Reykjavík 16. júní og
Kaupmannahöfn ágúst 1912.
VERNHARÐUR
LINNET
TÓNLIST