Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013
SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA
Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á
sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan.
Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur
sínum náttúrulega lit.
GERUM SÓLPALLINN
EINS OG NÝJAN
info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is
S: 897 2225
Víða um land var haldið upp á kvenréttindadaginn 19. júní í
gær. Kvenréttindafélag Íslands var með fjölbreytta dagskrá
sem hófst með því að blómsveigur var lagður að leiði bar-
áttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavalla-
kirkjugarði. Að þeirri athöfn lokinni var gengið að Hallveig-
arstöðum þar sem boðið var til kaffisamsætis. Um kvöldið var
síðan árleg kvennamessa við Þvottalaugarnar í Laugardal,
þar sem Agnes M. Sigurðardóttir biskup var meðal við-
staddra. Þá afhenti Femínistafélag Íslands hvatning-
arverðlaun sín í gær, Bleiku steinana, sem runnu til nokkurra
félaga í kvikmyndaiðnaði, með hvatningu um að auka veg
kvenna í íslenskri kvikmyndagerð.
Haldið upp á kvenréttindadaginn með ýmsum viðburðum í gær, 19. júní
Morgunblaðið/Eggert og Árni Sæberg
Blómsveigur, kvennamessa og bleikir steinar
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þarna er ákveðin hálendisstemn-
ing sem sótt er í. Það myndi breyt-
ast og skera þjóðgarðinn í sundur á
rúmlega hundrað kílómetra löngum
kafla,“ segir Þórður H. Ólafsson,
framkvæmdastjóri Vatnajökuls-
þjóðgarðs, um hugmyndir Austfirð-
inga um lagningu hálendisvegar frá
Kárahnjúkavirkjun að Sprengi-
sandsleið. Vegurinn myndi fara
þvert í gegnum þann hluta þjóð-
garðsins sem liggur fyrir norðan
Vatnajökul.
Vatnajökulsþjóðgarður endur-
skoðaði samgöngukerfi innan þjóð-
garðsins. Í fyrstu tillögu var lagt til
að akstur vélknúinna ökutækja yrði
ekki leyfður um Vikrafellsleið og
Vonarskarð og var það umdeilt.
Eftir rannsókn á svæðunum var
ákveðið í vor að Vikrafellsleið yrði
opnuð en Vonarskarð áfram lokað
fyrir umferð ökutækja.
Um þetta svæði, á milli Sprengi-
sandsleiðar og Öskju, liggja Gæsa-
vatnaleið og Dyngjufjallaleið en
þær eru lítið eknar. Um 600 bílar
fara um hvora leið á sumri. Hægt er
að fara frá Kárahnjúkum inn á
þessar leiðir um Kverkfjallaleið.
Vatnajökulsþjóðgarður var stækk-
aður í vor með friðlýsingu Krepput-
ungu en þar eru meðal annars
Kverkfjallarani og Hvannalindir.
Nýja svæðið er ekki komið inn í
stjórnunar- og verndaráætlun þjóð-
garðsins.
„Ef til þessa verkefnis kæmi er
væntanlega verið að ræða meira og
minna um alveg nýja veglínu, frá
Kárahnjúkum og vestur á Sprengi-
sandsleið. Hún myndi óhjákvæmi-
lega skerða stór svæði víðerna,“
segir Þórður.
Breytt lega
Líta verður á nýjan Vatnajök-
ulsveg í tengslum við Sprengi-
sandsleið sem liggur á milli Suð-
ur- og Norðurlands. Á
svæðisskipulagi miðhálendisins er
gert ráð fyrir að vegur þar verði
lagður á nýjum stað, á suðurhlut-
anum vestan við Kvíslaveitur, í
tengslum við virkjanir og línulagnir.
Þvert í gegnum þjóðgarðinn
Vatnajökulsvegur myndi skerða stór svæði víðerna að sögn framkvæmdastjóra
Vatnajökulsþjóðgarðs Yrði væntanlega á alveg nýrri veglínu frá Kárahnjúkum
Hálendisvegir Laga þarf veginn um Sprengisand til að hugsanlegur
Vatnajökulsvegur nýtist. Ekki er ljóst hvar nýi vegurinn tengdist.
Vatnajökulsvegur
» Áhugahópur um þjóðbraut
norðan Vatnajökuls undirbýr
tillögur að lagningu vegar milli
Austur- og Suðurlands.
» Leiðin milli Egilsstaða og
Reykjavíkur myndi styttast um
180 kílómetra.
Starfshópur Vegagerðarinnar,
Landsnets og Landsvirkjunar
hefur mótað tillögur um legu
vegarins á suðurhluta Sprengi-
sands en tillögur um norður-
hlutann eru í vinnslu.
Eiríkur Bjarnason, forstöðu-
maður áætlanadeildar Vega-
gerðarinnar, segir að ekki hafi
verið mótuð afstaða til þess
hvernig vegur verði lagður á
leiðinni. Sjálfur segist hann sjá
fyrir sér eitthvað uppbyggðan
veg sem væri opinn lengur
fram á vetur og hægt að opna
fyrr á haustin og hafi burð-
arþol fyrir algengustu öku-
tæki.
Vegna lítilla fjárveit-
inga til vegamála er
ekki gert ráð fyrir
fjárveitingum á
samgönguáætlun á
næstu árum til lag-
færinga á veginum
um Sprengisand.
Núverandi vegur er
niðurgrafinn. Hann
hefur ekki verið
opnaður í sumar.
Tillögur um
legu vegarins
NÝ SPRENGISANDSLEIÐ
Morgunblaðið/RAX
Maðurinn sem
féll í Hjalta-
dalsá í Skaga-
firði þriðjudag-
inn 11. júní
síðastliðinn hét
Jón Ólafsson,
til heimilis á
Kárastöðum í
Hegranesi í
Skagafirði. Jón
var 69 ára að aldri, fæddur 21.
maí 1944. Hann var ókvæntur og
barnlaus. Jón, sem var á minka-
veiðum ásamt bróður sínum, féll í
ána um miðjan dag hinn 11. júní.
Leit hófst um einum og hálfum
tíma síðar og leituðu tugir björg-
unarsveitamanna, jafnt á nóttu
sem degi, alla síðustu viku, en án
árangurs. Að sögn lögreglunnar á
Sauðárkróki hefur formlegri leit
verið hætt en björgunarsveitir
munu engu að síður sinna eft-
irgrennslan áfram.
Lét lífið í Hjalta-
dalsá í Skagafirði
Ólafur Eðvarð Rafns-
son, forseti Íþrótta-
og ólympíusambands
Íslands og forseti
FIBA Europe, er lát-
inn, fimmtugur að
aldri.
Hann varð bráð-
kvaddur í Sviss í gær
þar sem hann sótti
fund í miðstjórn
FIBA World, Al-
þjóðakörfuknattleiks-
sambandsins.
Ólafur fæddist 7.
apríl 1963 í Hafnarfirði, sonur
Rafns Eðvarðs Sigurðssonar, for-
stjóra DAS í Reykjavík, og Rann-
veigar Ernu Þóroddsdóttur, fóstru
í Hafnarfirði. Ólafur starfaði sem
lögmaður og rak eig-
in lögmannsstofu í
Hafnarfirði. Hann var
formaður Körfuknatt-
leikssambands Ís-
lands frá 1996 til
2006 en það ár var
hann kosinn forseti
ÍSÍ. Ólafur var kjör-
inn forseti FIBA Eu-
rope árið 2010. Hann
tók í lok síðasta mán-
aðar við stöðu forseta
framkvæmdastjórnar
Smáþjóðaleikanna.
Ólafur stundaði sjálfur körfu-
knattleik um árabil með Haukum
og lék m.a. með landsliði Íslands.
Ólafur lætur eftir sig eiginkonu
og þrjú börn.
Andlát
Ólafur Eðvarð
Rafnsson, forseti ÍSÍ