Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013
Smáauglýsingar
Garðar
Eigum gott úrval
af hágæðasláttutraktorum frá
Austurríki. Gerðu samanburð.
Orkuver ehf., sími 534 3435.
www.orkuver.is
Snyrting
Spænskar gæðasnyrtivörur, fram-
leiddar úr náttúrulegum hráefnum,
og eru fyrir alla daglega umhirðu
húðar. Fjölbreyttar vörur sem henta
allri fjölskyldunni. Sjá nánar í
netversluninni: www.babaria.is
Sumarhús
Rotþrær, vatnsgeymar og alvöru
moltugerðarkassar
Rotþrær og siturlagnir. Heildarlausnir
- réttar lausnir. Vatnsgeymar frá 300
til 50.000 lítra. Lindarbrunnar.
Borgarplast.is
Mosfellsbæ. S. 561 2211.
Höfum til sölu 57 m2 sumarhús
ásamt 14 m2 svefnlofti, einnig 19 m2
gestahús, tilbúin til flutnings. Tökum
að okkur uppsteypu húsa og alls kyns
mannvirkjagerð. Byggingastjórn. Alla
almenna smíðavinnu. Höfum bygg-
ingarkrana, loftastoðir, mikið magn af
steypumótum ásamt öllum almenn-
um smíðaverkfærum.
Trésmíðar Sæmundar, s. 893 4527
eða tresmidar@ gmail.com
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Bókhald
N.P. þjónusta. Óska eftir bókhalds-,
eftirlits- og gæslustörfum auk endur-
skoðunar.
Uppl. í s. 861 6164.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Teg. 38842 Flottir dömuskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Stærðir: 36 - 41. Verð:
13.800.
Teg. 38156 Flottir dömuskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Stærðir: 36 - 40. Verð:
15.885.
Teg. 38599 Flottir dömuskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Stærðir: 36 - 40.
Verð: 16.700.
.
Teg. 38849 Flottir dömuskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Stærðir: 36 - 40. Verð:
15.885.
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Opið mán. - fös. 10 - 18.
Lokað laugardaga í sumar.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
NÝKOMNAR AFTUR OG
FRÁBÆRAR!!
í svörtu og hvítu stærðir :
S,M,L,XL á kr. 2.995,-
Í svörtu og hvítu, stærðir : S, M,
L, XL, á kr. 2.995.
Í svörtu og hvítu, stærðir : M, L,
XL, 2XL á kr. 2.995.
Í hvítu og svörtu, stærðir : M, L,
XL, 2X,L á kr. 1.995.
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-föst. 10-18.
Lokað laugardaga í sumar.
Þú mætir - við mælum og
aðstoðum.
www.misty.is
- vertu vinur
Vélar & tæki
MultiOne fjölnotavélar
Fjöldi fylgihluta í boði.
Skoðið úrvalið á síðunni okkar.
Orkuver ehf . sími 534 3435
www.orkuver.is
Jeppar
Nissan Patrol til sölu
Nissan Patrol 2009, ekinn 75 þús.
km, til sölu. Vel með farinn bíll.
Uppl. í síma 893 8075.
Bílaþjónusta
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD - árg. 2012.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Bílar aukahlutir
Fjarstýring fyrir bílskúrinn
Blikkaðu ljósunum tvisvar og
dyrnar opnast/lokast.
Orkuver ehf., sími 534 3435.
www.orkuver.is
Óskar frændi er allur. Féll frá
eftir stutta og snarpa atlögu við
krabbamein. Minningar hrannast
fram frá barnæsku og unglings-
árum. Svipuð lífsreynsla okkar
systkinabarnanna á unga aldri
varð til þess að við ólumst upp á
heimili móðurömmu og afa í
Kleppsholtinu við gott atlæti inn-
an um kærleiksrík og samheldin
skyldmenni. Haukur bróðir og
Óskar voru sem næst jafnaldrar,
sóttu nám í Laugarnesskóla, áttu
góða leikfélaga í hverfinu, tengd-
ust sterkum tryggðarböndum og
unnu saman á tímabili hjá Sam-
bandi íslenskra samvinnufélaga.
✝ Óskar Ein-arsson fæddist
á Suðureyri við
Súgandafjörð 26.
september 1934.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi í Reykjavík 8.
júní 2013.
Útför Óskars fór
fram frá Garða-
kirkju í Garðabæ
18. júní 2013.
Þegar Haukur lést,
49 ára að aldri, úr
sama sjúkdómi,
minntist Óskar hans
hlýlega. Öll vorum
við fædd vestur á
fjörðum, misstum
annað foreldri okk-
ar, höfðum ung að
árum orðið að flytja
suður til Reykjavík-
ur vegna þess, vor-
um send til sumar-
dvalar til skyldra eða vandalausra
eins og algengt var á þeim árum.
Andlát móður Óskars frá fimm
ungum börnum hafði mikil áhrif á
hann. Óskar var elsta barn Rí-
keyjar Örnólfsdóttur sem lést við
fæðingu yngsta barns síns. Var
Óskar þá tíu ára gamall og þau
systkinin tvístruðust til náinna
skyldmenna eða fylgdu föður sín-
um. Hélt hann ávallt sambandi við
systkini sín og reyndist þeim vel.
Sterk ábyrgðarkennd var til stað-
ar. Við systurnar minnumst þess
hve bókhneigður Óskar var frá
barnsaldri, íhugull, fremur hlé-
drægur og æfði handbolta af
kappi. Óskar lauk námi frá Sam-
vinnuskólanum sem þá var í
Reykjavík og var alla tíð dugnað-
arforkur við þau störf sem hann
innti af hendi. Hann var fróðleiks-
fús, vel lesinn, ljóðelskur, minn-
ugur og sagði skemmtilega frá því
sem hann hafði lesið eða upplifað.
Honum fórst vel úr hendi að
skrifa minningabrot og semja
tækifærisvísur og hann safnaði
rituðu efni um ættingja okkar að
vestan. Það hefði verið fróðlegt ef
honum hefði enst heilsa til að
skrifa endurminningar um fólkið
okkar úr Súgandafirði en þeim
fækkar nú óðum sem eru til frá-
sagnar um það. Börn þeirra Rúnu
og fjölskyldur þeirra voru stolt
hans enda framúrskarandi dugn-
aðarfólk. Síðastliðið ár jókst sam-
band okkar frændsystkinanna
vegna sameiginlegrar lífsreynslu.
Rifjuðum við upp liðna tíð og bár-
um saman bækur okkar. Sjúk-
dómurinn og eftirmeðferð reynd-
ust honum erfið lífsreynsla. Tók
hann álaginu með kjarki og dugn-
aði. Naut hann góðrar umhyggju
og alúðar eiginkonu sinnar og
fjölskyldu til hinstu stundar.
Elsku Rúna, afkomendur, systk-
ini Óskars og fjölskyldur, megi
góðar minningar um frænda ylja
ykkur um ókomin ár. Einlægar
samúðarkveðjur frá okkur Lauf-
eyju systur og mökum til ykkar
allra.
Helga Magnúsdóttir.
Óskar
Einarsson
Ég finn mig knúinn til að
setja nokkur orð á blað um
hana Ingibjörgu systur mína
sem var tekin frá okkur í síð-
ustu viku og allt of snemma.
Ég þekkti Imbu sem klára
og erfiða yngri systur. Klár
eins og til dæmis þegar hún
lærði að lesa með mér þegar ég
var í 7 ára bekk, ekkert mál!
Ég man eftir okkur sitjandi
saman í stofuglugganum í
Hraunbæ 40, smá útskýringar
með hverjum staf og svo kunni
sú litla að lesa. Erfiða því hún
gat ekki viðurkennt ósigur og
jafnvel þegar við slógumst sem
börn þá gat maður haft hana
undir en hún gafst aldrei upp!
Þannig hefur hún farið í gegn-
um lífið og aldrei gefist upp og
alltaf gengið í verkefni með því
hugarfari að þetta væri hægt.
Pabbi átti kannski þátt í þessu,
hann sagði alltaf „ég get allt“
Ingibjörg
Stefánsdóttir
✝ Ingibjörg Stef-ánsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 6.
nóvember 1967.
Hún lést á krabba-
meinsdeild Land-
spítala – Háskóla-
sjúkrahúss 8. júní
2013.
Útför Ingibjarg-
ar fór fram frá Frí-
kirkjunni 15. júní
2013.
kannski meira í
gríni en alvöru en
samt var hann að
segja okkur að ef
við legðum okkur
fram gætum við
gert hvað sem er,
ég tók þetta alla-
vega þannig að við
gætum náð langt ef
við legðum okkur
fram. Systir mín
tók þetta skrefinu
lengra og að gefast upp var
ekki til í hennar huga sama
hvaða verkefni hún gekk í og
þau voru af mörgum toga.
Þegar ekkert of vel gekk að
fá „alvöru“ vinnu eftir útskrift-
ina frá Bifröst þá ákvað hún að
flytja út til mín í Svíþjóð, þar
var hún allavega nógu lengi til
að læra sænsku, hjálpa mér á
verkstæðinu, bæði með ein-
staka viðgerðir og aðeins í bók-
haldinu líka, og eins og henni
var lagið þá prófaði hún hvað
sem var, á nokkrum cross-
keppnum tók hún að sér að
vera mechanic-aðstoðarmaður
fyrir mig og það gat hún eins
og allt annað.
Hennar draumur um barn
rættist þegar hún eignaðist
Ragnar Örn, augasteininn sinn
sem eins og með flest annað
tók töluverða baráttu að eign-
ast. Þetta var þannig hjá henni,
vaða í það sem henni fannst
þurfa að gera og gefast aldrei
upp! Þegar hún byrjaði bardag-
ann við krabbameinið þá trúði
ég aldrei öðru en að hún myndi
gera eins og venjulega, með
sigurvilja og þrjósku mundi
hún sigra að lokum, og það leit
þannig út um tíma, það eru
ekki nema nokkrar vikur síðan
hún fór með Pála sínum, Rósu,
Beggu og mökum á Kaldbak og
skemmti sér ótrúlega vel. Hún
fór í leikhús með Kristrúnu vin-
konu sinni. Hún mætti í út-
skriftarveisluna hennar Söndru
á Eurovision-kvöldinu fyrir
bara 3 vikum og fékk sér eitt
hvítvínsglas með klaka og vildi
helst ekki fara heim. Þá fannst
okkur sjúkdómurinn erfiður en
vonin var til staðar.
En það kom að lokum að því
að hún þurfti að viðurkenna
ósigur og það var ekki hvaða
andstæðingur sem er heldur
þessi miskunnarlausi sjúkdóm-
ur sem varð henni um megn.
Og kannski var það til marks
um hversu langt meinið hafði
náð, en kannski ennþá meira
hversu sterk og ákveðin hún
var í baráttunni gegn því að
lokabaráttan tók ekki langan
tíma eftir að hún á sinn hátt
stjórnaði síðasta fundinum með
læknum og hennar nánustu þar
sem hún spurði allra erfiðu
spurninganna. Hún tók svörin
og komst að þeirri rökréttu
niðurstöðu að bardaginn væri
endanlega búinn. Daginn eftir
var hún farin.
Elsku Imba mín, takk fyrir
allt og góða ferð.
Þinn stóri bróðir,
Ragnar (Raggi).
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Neðst á
forsíðu mbl.is má finna upplýs-
ingar um innsendingarmáta og
skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í
hægra horninu og velja viðeig-
andi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir
birtingu á útfarardegi þarf
greinin að hafa borist á hádegi
tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánu-
degi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, jafnvel
þótt grein hafi borist innan
skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minn-
ingargreina er 3.000 slög.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að
senda stutta kveðju, Hinstu
kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem aðstand-
endur senda inn. Þar kemur
fram hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og
hvenær hann lést og loks
hvaðan og hvenær útförin fer
fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn, svo og
æviferil. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minning-
argreinahöfundar eru beðnir
að hafa skírnarnöfn sín undir
greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa
notuð með minningargrein
nema beðið sé um annað. Ef
nota á nýja mynd skal senda
hana með æviágripi í inn-
sendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent má senda
myndina á netfangið minn-
ing@mbl.is og gera umsjón-
arfólki minningargreina við-
vart.
Minningargreinar