Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 11
fyrir fimm árum og hefur hún fest
rætur þar ásamt þremur dætrum
sínum. „Ég flutti til Árósa fyrir til-
viljun og hér er svo yndislegt að vera
að ég er ekkert á leiðinni í burtu.
Mér finnst líka svo ótrúlega gaman í
skólanum. Það er svo gaman að hafa
frjálsar hendur með það sem maður
er að rannsaka og vinna með.“ Anja
hefur lagt meiri áherslu á fag-
urfræðileg samskipti og sjónlist-
armenningu í námi sínu en hina
gömlu listasögu. „Ég hef verið að
skoða hvernig sjónlist birtist okkur í
daglegu lífi og hvernig þetta sjón-
ræna í umhverfinu okkar eins og Fa-
cebook er eins og ákveðinn staður í
rafrænu landslagi okkar. Þessi
gamla listasaga hefur verið svo mik-
ið og ítarlega rannsökuð að mér þyk-
ir áhugaverðara að fást við sjón-
menningu og fagurfræðisamskipti í
daglegu nútímasamhengi.“
Hraunmolar og málning-
arstrigar í hjólakörfu
Á sumrin notar Anja tækifærið
til að mála og stefnir hún á að setja
upp sýningu í haust. Myndir hennar
eru bæði ævintýralegar og draum-
kenndar og segist listfræðineminn
sjálfur eiga í erfiðleikum með að
greina þær. „Í listfræðinni er maður
með ákveðinn verkfærakassa sem
maður notar til að myndgreina
myndir, list og umhverfi og ég hef
eiginlega komist að því að sálgrein-
ing virkar ágætlega hjá mér. Ég er
rosalega mikið að vinna með það
sem ég er að ganga í gegnum hverja
stundina án þess að vera mjög mikið
að spá í það. Ég nota mjög mikið lík-
ingarmál og allegoríur (táknsögur) í
verkum mínum.“
Ef verk Önju eru skoðuð má sjá
að hún notast ekki eingöngu við olíu
á striga. „Ég nota svolítið íslenskt
hraun í myndirnar mínar. Ég á bróð-
ur sem er voða góður við mig. Hann
fer og tínir hraunmola fyrir mig og
setur í ferðatöskuna hjá dóttur
minni þegar hún fer til Íslands.“
Það eru ekki eingöngu hraun-
molarnir sem gera verk Önju sér-
stök heldur vinnur hún mörg verk á
marga litla strigabúta og púslar
þeim svo saman. Þegar hún er spurð
út í þessa aðferðafræði hlær hún og
svarar, „Ég geri þetta nú aðallega af
því að ég er alltaf á hjóli og er með
þrjú börn og ég kem bara litlum
strigabútum fyrir í hjólakörfunni
minni. Svo finnst mér svo leiðinlegt
að mála lítið þannig að þetta var
ákveðin lausn. Ég mála rosalega
stór verk og fólk nefnir það oft við
mig hvað það sé ópraktískt. Ég mál-
aði til dæmis mynd um daginn sem
var 1,75x1,2 metrar að stærð. Fólk
veltir því fyrir sér hvar þetta á að
hanga og ég hef ekki hugmynd um
það. Draumurinn er ad fá tækifæri
til að myndskreyta heilan vegg,
striginn er eiginlega alltaf allt of lít-
ill. Nú er ég að mála mynd af Aþenu
elstu dóttur minni. Hún einhvern
veginn datt inn í mynd sem ég var að
gera, alveg óvart en aðallega mála
ég af því að ég get ekki sleppt því.
Ég notast líka við myndsköpun sem
tjáningarmiðil og oft á ég erfitt með
að sofa ef ég kem ekki myndunum
frá mér. Litir og bækur hafa alltaf
verið það sem ég hef óskað mér í
jóla- og afmælisgjafir og það má
segja að ég segi sögur með litum.
Það er eiginlega það sem ég veit fyr-
ir víst að ég get gert með sóma.
Myndirnar mínar eru mjög persónu-
legar og draumkennda yfirbragðið
sem aðrir sjá en ég tek ekki sjálf
ekki eftir er eiginlega bara afrit af
mér. Ég hef átt hálfbrösótta ævi og
hæfileiki minn til að hverfa inn í
draumaheima hefur fleytt mér í
gegnum lífið og gert það fegurra.
Það má kannski segja að ég máli til
að verða heil.
Ævintýralegt Anja segir draumkennt yfirbragð verkanna vera afrit af sér.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013
Í kvöld býður Hafnarborg upp á
gönguferð um Hellisgerði í
Hafnarfirði þar sem sérstaklega
verður fjallað um listaverkin í
garðinum. Hellisgerði er einn
elsti opinberi skrúðgarður á Ís-
landi, opnaður 1923 og verður því
90 ára nú í sumar. Ólöf K. Sigurð-
ardóttir, forstöðumaður Hafn-
arborgar, annast leiðsögnina.
Gönguferðin hefst kl. 20 við
inngang Hellisgerðis sem snýr að
Reykjavíkurvegi og tekur um
klst.
Endilega...
Morgunblaðið/Eggert
Börn Að leik við tjörn í Hellisgerði.
...farið í lista-
verkagöngu
Fjarðarkaup
Gildir 20. - 22. júní verð nú áður mælie. verð
Svínakótilettur, kjötborð ............. 1.298 1.698 1.298 kr. kg
Hamborgari 115 g, kjötborð ....... 210 252 210 kr. stk.
Ísfugl kjúklinga-hvítlauksvængir .. 498 644 498 kr. kg
Ísfugl frosinn kjúklingur .............. 598 798 598 kr. kg
Goða pylsur, 10 stk.................... 539 649 539 kr. pk.
Ali svínahnakki .......................... 1.398 1.729 1.398 kr. kg
KS lambabógur ......................... 898 1.149 898 kr. kg
Fjallalamb fjallalæri ................... 1.398 1.598 1.398 kr. kg
SS ítalskar grísahnakkasn., úrb... 1.998 2.545 1.998 kr. kg
FK Bearnaise sósa ..................... 414 522 414 kr. stk.
Hagkaup
Gildir 20. - 23. júní verð nú verð
áður
mælie. verð
Holta heill kjúklingur ferskur........ 749 999 749 kr. kg
Holta kjúklingaleggir í mangó/chi 699 999 699 kr. kg
Ísfugl kalkúnalundir ................... 2.399 3.199 2.399 kr. kg
Ísl. naut hamborgarar, 2x175 g... 637 849 637 kr. pk.
Fjallabrauð................................ 299 449 299 kr. stk.
Baguette-brauð ......................... 169 269 169 kr. stk.
Kjarval
Gildir 20. - 23. júní verð nú verð
áður
mælie. verð
Goða hamborg. m/ brauði, 4 stk. 798 998 798 kr. pk.
Holta kjúklingaleggir texaskr. ...... 798 998 798 kr. kg
SS grískar grísahnakkasneiðar .... 1.998 2.498 1.998 kr. kg
SS kryddl. lambalærissneiðar ..... 2.878 3.598 2.878 kr. kg
Hatting Twist&toast brauð........... 479 529 479 kr. pk.
Veronabrauð nýbakað ................ 428 536 428 kr. stk.
J.Oliver spagetti, 500 g .............. 253 298 253 kr. pk.
J.Oliver pastas. ric/basil, 400 g .. 338 398 338 kr. stk.
Krónan
Gildir 20. - 23. júní verð nú verð
áður
mælie. verð
ÍM kjúklingalundir ...................... 2.248 2.498 2.248 kr. kg
ÍM kjúklingaleggir ...................... 659 829 659 kr. kg
ÍM kjúklingabringur .................... 1.953 2.298 1.953 kr. kg
ÍM kjúklingalæri, úrbeinuð .......... 1.949 2.298 1.949 kr. kg
Holta kjúklingaleggir texaskr. ...... 649 949 649 kr. kg
Kjúklingur m/lime/rosmarin ....... 1.198 1.349 1.198 kr. kg
SS grísahnakki piparleginn ......... 1.498 1.878 1.498 kr. kg
Nóatún
Gildir 21. - 23. jún verð nú verð
áður
mælie. verð
Lambafille m/fitur., kjötborð ....... 3.698 4.398 3.698 kr. kg
Ungnautafille, kjötborð............... 3.697 4.349 3.697 kr. kg
Grísafille m/fitu, kjötborð ........... 1.998 2.498 1.998 kr. kg
Holta grillbringur Grand Orange... 2.158 2.698 2.158 kr. kg
SS kryddl. lambatvírifjur ............. 2.508 3.135 2.508 kr. kg
Kryddaðir kartöflub. í grillbakka... 449 469 449 kr. pk.
Kryddaðar sætar kartöflur í grillb. 599 679 599 kr. pk.
Mjólka skyrterta mangó/ástara. .. 998 1.198 998 kr. stk.
Helgartilboðin
FRÁBÆR VERÐ
Á FLOTTUM MERKJUM
Fjölbreytt úrval fyrir alla aldurshópa
Opið:
Virka daga kl. 11-18 Laugardaga kl. 11-16 Sunnudaga kl. 13-17
Vínlandsleið 6 113 Reykjavík
Sundbolir
Dömustærðir
Verð: 7.990 - 12.990 kr.
Outlet-verð:
frá 4.990 kr.
Stelpustærðir:
Verð: 6.990 kr.
Outlet-verð:
3.990 kr.
Bikiní
Dömustærðir
Verð: 7.990 kr.
Outlet-verð:
frá 1.990 kr.
Stelpustærðir:
Verð: 5.990 kr.
Outlet-verð:
3.990 kr
Sundskýlur
Herrastærðir:
Verð: 5.990 kr.
Outlet-verð:
3.990 kr.
Strákastærðir:
Verð: 4.990 kr.
Outlet-verð:
2.990 kr.
Watershorts
Herrastærðir
Verð:8.990 - 7.990 kr.
Outlet-verð:
3.990 kr.
Strákastærðir:
Verð: 4.990 kr.
Outlet-verð:
2.990 kr.
40% 55%
75%
Sundföt
60%
Skannaðu kóðann
til að skoða fleiri
verk eftir Önju.