Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013 ✝ Guðrún Ólafs-dóttir fæddist í Hafnarfirði 1. apríl 1925. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 5. júní 2013. Guðrún var dóttir hjónanna Ólafs Hafliðasonar sjómanns og Ragnheiðar Helga- dóttur húsfreyju. Bróðir Guð- rúnar sammæðra er Gunn- laugur Breiðfjörð Óskarsson, eiginkona hans er Áslaug Guð- mundsdóttir. Börn Gulla af fyrra hjónabandi eru Óskar og Ásta. Guðrún ólst upp í Hafn- arfirði hjá móðurömmu sinni, eftir skilnað foreldra sinna, sem reyndist henni vel og var hennar fyrirmynd. Árið 1945 gekk Guðrún að eiga eftirlifandi eiginmann sinn Ríkharð Kristjánsson. Ríkharður er sonur hjónanna Jóhönnu Elínborgar Sigurð- ardóttur húsfreyju og Krist- jáns Björgvins Sigurðssonar sjómanns. Bjuggu þau í Hafn- arfirði. Börn Guðrúnar og Ríkharðs eru 1) Sigurjón, f. 1946, fv. maki Helen Guð- mundsdóttir, börn þeirra a) Ríkharður, f. 1966, maki Krist- ín Ingvarsdóttir, f. 1968, eiga þau þrjú börn og eitt barna- son og c) Sunna, f. 1990, sam- býlismaður hennar er Gunnar Þór Þórsson, f. 1989, þau eiga einn son. 7) Sigríður Ríkharðs- dóttir, f. 1960, maki Jón Gunn- ar Jónsson, f. 1961, börn þeirra eru a) Árni Þór, f. 1984, b) Ingibjörg, f. 1991, og c) Hafdís, 1994. 8) Óskírður drengur fæddur andvana 1966. Guðrún lauk fullnaðarprófi frá Barnaskóla Hafnarfjarðar. Guðrún og Ríkharð byrjuðu að búa hjá ömmu Sigríði en þar fæðast fyrstu börnin. Fluttust þau að Hringbraut en þar stækkaði fölskyldan næstu 14 árin, lá þá leiðin á Holtið þar sem fjölskyldan byggði sér hæð og voru þar í 10 ár í góðu sambandi við nágrannana. Ár- ið 1975 flyst fjölskyldan í hús sem þau hjónin byggðu að Heiðvangi 74 og bjuggu þar til þau fluttu að Hjallabraut 33. Leiðir þeirra hjóna lágu sam- an í Hafnarfirði þar sem þau ólust upp. Kynnast þau árið 1943, trúlofast 1944 og gifta sig 20. júní 1945 af séra Jóni Auðuns, en þess má geta að Ríkharður þurfti forsetabréf þar sem hann var undir lög- aldri. Í dag hefðu þau átt 68 ára brúðkaupsafmæli en milli þeirra var ávallt mikil hlýja og væntumþykja sem kom ber- lega í ljós í hennar veikindum. Guðrún verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafn- arfirði í dag, 20. júní 2013, og hefst athöfnin kl. 15. barn. b) Guð- mundur, f. 1968, fv. maki Laila, þau eiga saman fjóra syni. c) Helena, f. 1976, sambýlis- maður hennar er Örvar Ásberg Jó- hannsson, f. 1970, þau eiga tvö börn. 2) Kristján Björg- vin Ríkharðsson, f. 1947, d. 1965. 3) Hjalti, f. 1951, maki Magnhild- ur Erla Halldórsdóttir, f. 1948, dætur hennar eru Margrét og Þorbjörg. 4) Hildur, f. 1952, maki Bragi Þór Leifsson, f. 1951, börn þeirra eru a) Guð- rún Björg, f. 1970, maki Guð- laugur Sigurgeirsson, f. 1965, saman eiga þau fimm börn og tvö barnabörn. b) Kristján Björgvin, f. 1976, og c) Guð- laugur Þór, f. 1980, hann á tvær dætur. 5) Ragnheiður, f. 1955, fv. maki Þráinn Hauks- son, börn þeirra er a) Rúna Lísa, f. 1976, maki Sigurður Kristinn Lárusson, f. 1974, Saman eiga þau fimm börn. b) Rakel, f. 1983, hún á einn son og c) Þröstur, f. 1988. 6) Jó- hann, f. 1956, maki Fríða Rut Baldursdóttir, f. 1957, börn þeirra eru a) Baldur, f. 1980, b) Birgir, f. 1984, sambýlis- kona hans er Heiðdís Helga- dóttir, f. 1984, þau eiga einn Hún Rúna eins og hún var kölluð meðal vina er dáin. Hún lést 5. júní sl. Fyrir mér var þetta mikill harmur, hún var tengdamóðir mín í 43 ár. Ég var aðeins 16 ára þegar ég kom fyrst inná heimili þeirra Rúnu og Rikka ástfanginn upp fyrir haus. Það hrannast upp minn- ingarnar, þá fyrst er að nefna hvað hún tengdamóðir mín tók vel á móti mér og sýndi mér aldrei annað en sömu umhyggju og hún sýndi öllu sínu fólki. Síð- an komu barnabörnin hvert af öðru samtals þrjú og það fyrsta fékk nafnið Guðrún að sjálf- sögðu. Það var gaman að fylgjast með krökkunum þegar þau uxu úr grasi og voru að biðja mömmu sína um að laga buxur eða sokka og hún sagði að það væri ekki hægt, þá kom hjá þeim: hún Rúna amma getur það. Það var einnig áðdáunar- vert að fylgjast með hvað henni tókst að gera jafn vel fyrir öll barnabörnin því þau vöru mörg og auðvelt að gleyma, en ég veit að það var mikið mál hjá henni að allir fengu það sama. Áfram getur maður minnst, þegar ég var 19 ára og Hildur 17 og hún rak okkur út að skoða íbúðir því við ættum að kaupa okkur íbúð, við gætum ekki ver- ið inná heimilinu hjá henni og með barn á leiðinni. Kom ekki annað til en unga fólkið ætti sína eigin íbúð.Hún var raungóð með afbrigðum enda leitaði maður oft og iðulega til hennar með þau vandamál sem upp komu á fyrstu árum búskapar okkar, og það var sama hversu vonlítil staðan var, alltaf tókst henni að koma manni á rétta braut og allt fór vel. Ég gæti setið hér lengi enn og rifjað upp liðnar stundir en ég ætla að láta nægja að tipla á þessum fáu brotum sem koma fyrst upp í hugann. Ég get ekki lokið þessu án þess að minnast á pönnukök- urnar hennar sem voru þær bestu í heimi en þegar var af- mæli eða eitthvað var um að vera, þá kom Rúna amma alltaf með pönnsur. Eftir situr að aðdáun mín og ást á henni tengdamóur minni var ótakmörkuð enda mín gæfa í lífinu að við skyldum hittast og með þessum fátæklegu orðum þakka ég henni fyrir. Tengda- föður mínum sem lifir ástkæra eiginkonu sína til 68 ára, Guð- rúnu Ólafsdóttur, votta ég mín innilegustu samúð. Þinn tengdasonur, Bragi Þór Leifsson. Elsku amma okkar, þín verð- ur sárt saknað en við munum halda fast í þær góðu minningar sem við höfum átt með þér. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur og tilbúin að bjóða okkur í góm- sætar kjötbollur og pönnukök- ur. Þú varst kletturinn í þessari fjölskyldu og alltaf var hægt að treysta á þig ef eitthvað bjátaði á og þú passaðir vel upp á þína fjölskyldu. Þegar foreldrar okkar fóru í ferðalög voruð þú og afi alltaf tilbúin til að bjóða okkur í mat eða gera eitthvað skemmtilegt með okkur eins og að fara í Kolaportið eða bæjarferðir. Þú hringdir daglega til að passa upp á það að allt væri í lagi hjá okkur systkinunum og ekkert vantaði á heimilinu. Það lifir sterkt í minningu hversu mikinn forgang þú settir heilsu allra í kringum þig, ef eitthvað amaði að þá varstu fljót að finna bestu lausnina, hvort sem það voru góð ráð, prjón- aðar flíkur fyrir kuldann eða eitthvað rosa sterkt töfraseyði sem þú keyptir á Spáni. Þú passaðir alltaf að allir væru við góða heilsu og ekki mátti hnerra án þess að fá meðal frá þér. Dæmi um góðan boðskap sem við lærðum frá þér var þegar við vorum ung og öll stórfjöl- skyldan var saman í bústaðar- ferð, þá tókum við þátt í dans- keppni. Ingibjörg dansaði við Sunnu en þú við Hafdísi. Þegar Ingibjörg og Sunna lentu svo á vinningsreit í danskeppninni varstu snögg að koma Hafdísi á sama reit svo hún fengi líka vinning. Þú passaðir ávallt upp á það að enginn yrði útundan. Við viljum þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gefið okk- ur og við munum sakna þín, elsku amma, þú átt ætíð stað í hjarta okkar allra. Árni Þór, Ingibjörg og Hafdís. Í dag, þegar við kveðjum okkar elskulegu ömmu í hinsta sinn, koma upp í huga okkar ógrynni af góðum minningum. Rúna amma var kjarnakona sem hafði gengið í gegnum súrt og sætt á sinni löngu ævi en var ávallt kletturinn í fjölskyldunni. Amma var dugnaðarforkur og bar ekki utan á sér það mikla mótlæti sem hún hafði gengið í gegnum. Amma var alltaf til staðar og aldrei komum við að tómum kofunum hjá henni. Þeg- ar við systkinin kíktum í heim- sókn til ömmu og afa var strax farið að yfirheyra okkur hvort við værum ekki örugglega að taka lýsi, hvort við værum svöng og hvað mætti bjóða okk- ur en amma linnti ekki látum fyrr en við þáðum eitthvað. Amma var mjög gjafmild og fór- um við sjaldan frá henni án þess að vera með einhver föt, vett- linga eða skartgripi í poka en alltaf átti hún eitthvert glingur í pokahorninu eftir einhverja Spánarferðina svo ekki sé minnst á prjónaskapinn. Það var alltaf gott að koma til ömmu og það var hægt að ræða við hana um öll heimsins mál enda var hún fordómalaus og lífs- reynd kona. Amma var mjög góðhjörtuð og umhyggjusöm, mátti ekkert aumt sjá og vildi öllum hjálpa. Ef svo vildi til að það væri hor í nös eða smá hósti þá var séð til þess að við tækj- um inn C-vítamín og værum alltaf í sokkum. Amma var alltaf með ráð við öllu enda víðförul. Ef einhver fjölskyldumeðlimur var á leið út fyrir landsteinana þá var amma mætt með mitt- istösku sem átti að fela innan- klæða og passa sig á þjófunum auk þess sem hún laumaði alltaf til okkar smáaurum í gjaldeyri. Amma var ótrúlega merkileg kona í augum okkar barna- barnanna og vorum við mjög stolt af henni. Þrátt fyrir mik- inn fjölda afkomenda var hún með alla afmælisdaga á hreinu og sá alltaf um að kaupa jóla- og afmælisgjafir handa öllum og halda utan um þennan stóra hóp. Í dag 20. júní hefðu amma og afi átt 68 ára brúðkaupsafmæli en það eitt og sér þykir mjög merkilegt nú á dögum. Það er því mjög erfitt að minnast Rúnu ömmu án þess að nefna Rikka afa í sömu andrá enda ótrúlega samrýmd hjón sem hafa upp- lifað bæði gleði og sorgir lífsins saman. Elsku Rikki afi, þegar við kveðjum ömmu í dag í hinsta sinn vitum við að eftir situr mik- ill söknuður og tómarúm í þínu hjarta þar sem lífsförunautur þinn til 69 ára er fallinn frá. Við biðjum góðan guð að gefa þér styrk um leið og við sendum þér og börnum þínum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Elsku amma, við þökkum þér fyrir allt. Það voru forréttindi að fá að eiga ömmu eins og þig. Við biðjum góðan guð að geyma þig. Hvíldu í friði. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. (Hugrún) Þín barnabörn, Rúna Lísa, Rakel og Þröstur. Elsku amma, finnst svo óraunverulegt að þú sért farin. Þú varst svo hraust og dugleg að ég var handviss um þú mynd- ir lifa að eilífu, en svo er auðvit- að ekki. Þú varst ein af þessum allra bestu, ástríkari og um- hyggjusamari konu verður erf- itt að finna. Þú komst alltaf færandi hendi með nýbakaðar pönnsur í afmæli og veislur, ef ég hóstaði í návist þinni varstu strax komin inn í lyfjaskápinn að týna saman lyf og vítamín sem myndu gera mér gott. Þú passaðir alltaf upp á að allir ættu alltaf nóg af vettling- um og ullarsokkum og minntir okkur á ef þér fannst við ekki nógu vel klædd. Ekkert skipti þig meira máli en velferð þeirra sem þér þótti vænt um. Elsku amma, ég á eftir að sakna þín svo sárt, það hafa ver- ið alger forréttindi að eiga þig að. Ég á svo mikið af góðum og hlýjum minningum um þig, þær mun ég geyma og varðveita í hjarta mínu og segja Braga Val sögur af elsku bestu Rúnu ömmu. Ég kveð þig með söknuði. Hildur Ýr. Elskuleg amma mín hún Rúna er farin. Ég var svo hepp- in að við fengum viðvörun um að ævi hennar væri að styttast í annan endann. Það var ómet- anlegt að fá tíma til að kveðja hana, konu sem hefur haft svo mikið að segja í lífi mínu. Amma eða amma og afi, en það er þannig að alltaf nefnir maður þau í sömu andránni eða Rúnu og Rikka eins og þau eru kölluð. Nánari einingu er vart hægt að hugsa sér. Hvort um sig fékk að vera það sjálft en alltaf hugsuðu þau vel hvort um annað. Foreldrar mínir voru ung að árum þegar þau áttu mig, móðir mín er elsta stelpan þeirra og ég fyrsta stelpan í stórum hópi barnabarna og nefnd Guðrún í höfuðið á henni. Ég var mikið hjá henni Rúnu ömmu og var hún mér mín önnur móðir. Hún átti alltaf tíma fyrir svona skott eins og mig en ég var víst dálítið fyrirferðarmikill krakki. Þegar við svo fluttum á Selfoss var það aðeins erfiðara að hitta ömmu en amma og afi komu ótrúlega oft í heimsókn. Einnig fékk ég að fara með rútunni til Reykja- víkur og var svo sótt á BSÍ, þessar ferðir voru æðislegar, en ég skil það varla í dag af hverju ég fékk að fara svona oft í bæ- inn en mikið er ég þakklát fyrir það. Amma sá alltaf til þess að ég ætti nýjustu trendin, eitt árið var það strokkur annað árið var það vélprjónuð húfa sem var rúlluð upp og sat hálfskökk á hausnum. Hún var alltaf að reyna að gera öllum gott, gauka að manni því sem hún hélt að mann vantaði. Einnig prjónaði hún mikið, sokka og vettlinga. Þegar fór að hausta tók hún fram körfuna sína og lét mig fá fyrir börnin mín og vinkvenna minna. Það var heima hjá henni sem ég varð Eurovision-fan. Þetta var löngu fyrir þátttöku Íslend- inga. Þarna söfnuðust saman börnin hennar og tengdabörn með öll börnin sín í pínulitlu sjónvarpsholi og var setið á öll- um stólum sem hægt var að koma fyrir og legið undir þeim líka. Í hléi var svo slegið upp veislu og spáð í lögin og úrslitin. Í minningunni voru þetta æv- intýratímar. Rúna amma fylgdist alltaf vel með öllum, ef einhver var að flytja lét hún alla vita ef ske kynni að einhver gæti hjálpað til. Ef einhver var veikur og vantaði hunang í teið sitt var hún mætt með hunang og beisk- an. Það var allt henni viðkom- andi í þessari fjölskyldu því þetta var fjölskyldan hennar. Amma var trúuð kona og lét reglulega biðja fyrir manni í veikindum eða öðrum erfiðleik- um. Mamma mín sagði um dag- inn að við syrgjum hana því við eigum svo fallegar minningar um hana. Það er svo satt, ég sakna hennar svo mikið. Elsku afi og fjölskylda, megi góðar minningar um hana ylja okkur í sorginni. Elsku amma, takk fyrir mig, án þín hefði lífið verið tómlegt. Með kveðju, Guðrún Björg. Elsku Rúna. Þú varst mér alltaf svo góð systir og varst mér mikils virði. Þú varst alltaf bjartsýn og sanngjörn og gafst mér styrk. Þú varst til staðar í veikindum mínum og heimsóttir mig reglu- lega á spítalann. Þegar þið Rikki komuð í bústaðinn til okk- ar Ásu var alltaf gaman. Þar áttum við saman góðar stundir og eins þegar við fórum saman í ferðalög um landið. Elsku Rúna mín. Við söknum þín og þú munt alltaf lifa í minn- ingum okkar. Hvíl í friði. Gunnlaugur (Gulli) bróðir. Elsku Rúna mín, nú er kallið komið. Ég var bara krakki þegar fjölskylda mín flutti á Hring- brautina í næsta hús við þig. Urðum við systkinin leikfélagar barna þinna. Svo líða árin og við hjónin byggjum okkur hús á Heiðvanginum og þið Rikki líka, þar lágu lóðir okkar saman. Myndaðist góður vinskapur á milli okkar. Þú varst yndisleg kona og vildir allt fyrir alla gera. Ósjaldan vitna ég í þig. Alltaf var jafn gott að hitta ykk- ur Rikka, þó að í seinni tíð hafi það aðallega verið á förnum vegi. Elsku Rúna, hvíl í friði. Takk fyrir allar góðu stundirnar. Rikki minn og fjölskylda, Guð veri með ykkur. Steinunn og Björn. Guðrún Ólafsdóttir ✝ Elskulegur stjúpfaðir minn, afi okkar og bróðir, JÓN KLEMENZ JÓHANNESSON lyfjafræðingur, áður til heimilis að Stóragerði 28, Reykjavík, sem lést á Droplaugarstöðum mánudaginn 10. júní, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 21. júní kl. 15.00. Elín Davíðsdóttir, Bergljót Gyða Guðmundsdóttir, Kolbrún María Guðmundsdóttir, Kristján Páll Guðmundsson, Óskar Gíslason og systkini hins látna. ✝ Ástkær maður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, ÞÓRHALLUR DAN JOHANSEN, Urriðakvísl 9, Reykjavík, lést miðvikudaginn 12. júní á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Hann verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 21. júní kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Anna Lilja Gunnarsdóttir, Bertha Ingibjörg Johansen, Elliði Vignisson, Gyða Dan Johansen, Ari Edwald, Hallur Dan Johansen, Oddný Jóna Bárðardóttir, Agnar Gunnar Agnarsson, Atsuko Sato og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og bróðir, HERJOLF SKOGLAND yfirvélstjóri, Melgerði 10, Reykjavík, sem lést hinn 5. apríl í Haugesund í Noregi verður jarðsettur frá Fossvogskapellu föstudaginn 21. júní kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnhildur Jónsdóttir, Elsa Herjolfsdóttir Skogland, Hulda Björg Herjolfsdóttir Skogland, Árni Herjolfsson Skogland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.