Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013 Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070 fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook Hádegisseðill • Mánudag til föstudags kl. 11.30-14.00 Njóttu þess að borða góðan mat í hádeginu Rómantískur og hlýlegur veitingastaður á þremur hæðum í miðbæ Reykjavíkur - Súpa dagsins með heimabökuðu brauði .......................... kr. 790 - Kjúklingasúpa með grænmeti, chilly og núðlum ........... kr. 1.290 - Sjávarréttasúpa Caruso................................................ kr. 1.350 - Kjúklingasalat m. hunangsgljáðum kjúklingastrimlum .. kr. 1.390 - Tómatsalat m. mozzarella og ruccolasalati í jurtaolíu .... kr. 1.250 - Salat Templada m. hvítlauksristuðum nautastrimlum .... kr. 1.650 - Caruso chef´s salat ...................................................... kr. 1.290 - Caruso kjötlasagna...................................................... kr. 1.390 - Spaghetti carbonara .................................................... kr. 1.390 - Hvítlauksristaðar risarækjur Risotto ............................. kr. 1.450 - Ferskasta sjávarfang dagsins ....................................... kr. 1.670 - Pítsa með tveimur áleggstegundum að eigin vali .......... kr. 1.390 - Pítsasamloka með kjúkling, pepperoni og salati ........... kr. 1.390 - Ristað lambafille með villisveppum og parmesan.......... kr. 2.890 - Blandaður ítalskur krapís með ávöxtum.......................... kr. 950 - Panna Cotta með ávöxtum og jarðarberjasósu................. kr. 950 Hjá okkur er alltaf notalegt bæði í hádeginu og á kvöldin Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stóðhesturinn Jarl frá Árbæj- arhjáleigu er hæst dæmda kynbóta- hrossið í ár. Raunar eru tveir aðrir stóðhestar með sömu einkunn, 8,71. Hrossaræktarráðunautur þarf að reikna aðaleinkunn með fjórum aukastöfum til að athuga hverjum á fyrst að bjóða að sýna fyrir hönd Ís- lands á Heimsleikum íslenska hests- ins í flokki stóðhesta 7 vetra og eldri. Eiganda Feykis frá Háholti verður fyrst boðið. Hesturinn er í Þýska- landi og eru því líkur á að hann verði fulltrúi Íslands. Hvert þátttökuland má sýna tvö hross í hverjum sex flokka kynbóta- sýningar á Heimsleikunum í Berlín. Skilyrðið er að hrossin séu fædd í viðkomandi landi. Því eiga hross sem seld hafa verið frá Íslandi sömu möguleika og hross sem alið hafa all- an sinn aldur hér. Ekki er algengt að barist sé um landsliðssæti fyrir kynbótahross. Hrossin sem send eru héðan eiga ekki afturkvæmt. Því þurfa eigend- urnir helst að hafa selt þau fyr- irfram. Þá geta eigendur góðra stóð- hesta haft góðar tekjur af þeim á markaðnum hér heima. Því er nið- urstaðan oft að hross í eigu erlendra ræktenda eða hestamanna halda uppi merki Íslands. Reglan er sú að óskað er eftir að hæst dæmda hrossið í hverju flokki fari. Ef það er ekki falt þá er beðið um það næsta og svo koll af kolli. Röðin að skýrast Guðlaugur Antonsson hrossa- ræktarráðunautur segir stefnt að því að senda einn hest í hvern flokk í ár. Síðustu héraðssýningunni lauk um helgina og liggur því nokkuð ljóst fyrir hvaða hross verða í efstu sætum. Þó verður að hafa þann fyr- irvara á að tvö fjórðungsmót eru eft- ir og hugsanlegt að röðin breytist. Tveir stóðhestar, 7 vetra og eldri, eru efstir með sömu einkunn, 8,71. Feykir frá Háholti er heldur hærri, með einkunnina 8,70750, þegar reiknað er með fleiri aukastöfum. Hann er úti í Þýskalandi og því lík- legt að hann sé til reiðu fyrir mótið. Hinn hesturinn er Narri frá Vestri- Leirárgörðum, með einkunnina 8,70500. Af hryssum, 7 vetra og eldri, er Kolka frá Hákoti efst með 8,66 í ein- kunn. Hún hefur áður verið hæst dæmda hryssan en ekki verið föl á HM. Í öðru sæti er Þöll frá Enni með 8,44 í einkunn. Jarl frá Árbæjarhjáleigu er hæst dæmdi 6 vetra stóðhestur landsins, með einkunnina 8,71 og raunar með betri einkunn en Feykir og Narri því einkunnin er nákvæmlega 8,71000. Skýr frá Skálakoti er í öðru sæti með 8,59. Ef eigendurnir þeirra vilja ekki mæta með þá til Berlínar er röðin komin að Gíg frá Brautarholti sem er með 8,53 í einkunn en hann er í Þýskalandi. Tveir kunnir knapar háðu einvígi um stöðu hæst dæmdu 6 vetra hryssunnar. Í því ljósi verður að telja öruggt að Guðmundur Björg- vinsson fari með Furu frá Hellu til Berlínar. Hún fékk einkunnina 8,53 og er í eigu Norðmanns. Brigða frá Brautarholti sem Þórarinn Ey- mundsson sýndi var rétt á eftir með 8,52 í einkunn. Kolskeggur frá Kjarnholtum stendur efstur 5 vetra fola með 8,48 í einkunn og Villingur frá Breiðholti í Flóa í öðru sæti með 8,46. Í þriðja sæti er Hrói frá Flekkudal með 8,44. Í flokki 5 vetra hryssa eru efstar og jafnar Karmen frá Blesastöðum og Komma frá Ytra-Vallholti með einkunnina 8,34 og Vakning frá Hóf- gerði er rétt á eftir með 8,33. Fimm efstu hryssurnar eru hér á landi en sú sjötta í Þýskalandi. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kynbætur Menn og hestar búa sig undir þátttöku í Heimsleikum íslenska hestsins sem haldnir verða í Berlín í Þýskalandi í byrjun ágúst. Reikna með aukastöf- um til að velja fulltrúa  Jarl frá Árbæj- arhjáleigu hæst dæmda hrossið Helgiganga í minningu Auðar djúp- úðgu verður farin laugardaginn 22. júní í Dölum, þar sem hún nam land fyrir rúmum 1100 árum. Auður djúpúðga Ketilsdóttir var eina konan í hópi landnámsfólks sem fór fyrir eigin leiðangri til Ís- lands og ein fárra þeirra sem Land- námabók segir að hafi verið krist- innar trúar. Gangan hefst með helgistund við Krosshólaborg í Dölum kl. 14 en Landnáma segir að Auður hafi reist krossa við Krosshóla og haft þar bænarhald sitt. Gengið verður síð- an að Auðartóftum og Hvamms- kirkju. Gert er ráð fyrir að dag- skráin öll taki þrjá til fjóra tíma og við það miðað að gangan sé fjöl- skylduvæn, að ungir og aldnir geti tekið þátt í henni. Gangan er á veg- um Biskupsstofu og Dalabyggðar. Kross Minnismerki um Auði djúpúðgu á Krosshólaborg þar sem hún reisti krossa. Ganga í minningu Auðar djúpúðgu Agnès Hubert, sérfræðingur um jafnréttismál inn- an Evrópusam- bandsins, heldur erindi á tveimur opnum fundum, á Akureyri og í Reykjavík, í vik- unni. Fyrri fund- urinn verður á Hótel KEA, Akureyri, í dag milli klukkan 12 og 13 og sá síðari í Nor- ræna húsinu á morgun klukkan 12- 13. Fjallað verður um stefnu ESB í jafnréttismálum og áhrif sambands- ins á þróun þeirra mála í aðildarríkj- unum. Fundirnir eru á vegum Evr- ópustofu og fleiri stofnana. Fundir um jafnrétt- ismál og ESB Agnès Hubert Sumarsólstöðuganga verður í Við- ey á morgun, 21. júní. Þór Jak- obsson, veðurfræðingur, og fleiri leiða gönguna. Í göngunni verður sagt frá sól- stöðum, sólstöðumínútunni, hátíð- um og hefðum í tengslum við sól- stöður og saga Viðeyjar sögð í stórum dráttum. Siglt verður frá Skarfabakka kl. 20 og hefst gangan þegar allir eru komnir í land eða um kl. 20:30. Sumarsólstöðu- ganga í Viðey STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.