Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013
TRAU
ST
OG G
ÓÐ
ÞJÓN
USTA
Í 16 Á
R
HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA: 9:30-18, LAUGARDAGA: 11-14
Verið velkomin
MIKIÐ ÚRVAL.
SJÓNMÆLINGAR
Á STAÐNUM.
FRÁBÆRT TILBOÐ Á
LES-,TÖLVU- OG FJAR-
LÆGÐARGLERAUGUM.
VERÐ FRÁ 18.900,
UMGJÖRÐ OG GLER.
Tónlistarhátíðin Reykjavík Mid-
summer Music var sett í gær og
verður framhaldið í dag. Allir við-
burðir dagsins fara fram í Norður-
ljósum Hörpu nema sá fyrsti sem fer
fram á Björtuloftum. Dagskráin
hefst í hádeginu kl. 12.15 en þá leik-
ur Víkingur Heiðar Ólafsson, list-
rænn stjórnandi hátíðarinnar, á og
kynnir 250 ára gamalt kantpíanó sitt
sem nýkomið er til landsins.
Klukkan 17 verður kvikmyndin
Ludwig van eftir tónskáldið Mauri-
cio Kagel sýnd. Myndina gerði hann
árið 1970 í tilefni af 200 ára afmæl-
isári Beethovens. „Myndin fæst við
arfleifð Beethovens og hvernig list
hans hefur verið pakkað inn í neyt-
endavænar umbúðir. Kvikmynda-
tónlistin samanstendur af brotum úr
ýmsum verkum Beethovens, sem
eru unnin og raðað saman þannig að
þau hljómi sem inni í höfði heyrn-
arlauss tónskáldsins,“ segir í til-
kynningu frá skipuleggjendum.
Post Scriptum er yfirskrift tón-
leika sem hefjast kl. 20.30, en þar
flytja Bryndís Halla Gylfadóttir, Sig-
rún Eðvaldsdóttir, Una Sveinbjarn-
ardóttir, Víkingur Heiðar Ólafsson
og Þórunn Ósk Marinósdóttir verkin
„Post Scriptum“ eftir Valentin Sil-
vestrov, „Ludwig van“ og „MM 51“
eftir Mauricio Kagel og Strengja-
kvartett nr. 2 eftir Camille Saint-
Saëns. Fyrir tónleikana eða kl. 19.30
fjallar Pétur Grétarsson um Kagel.
Dagskránni lýkur með miðnæt-
urtónleikum sem hefjast kl. 23.30, en
þar leika fyrrnefndir flytjendur
verkið „Piano and String Quartet“
eftir Morton Feldman. Fyrir tón-
leikana eða kl. 23 fjallar Pétur Grét-
arsson um tónskáldið.
Morgunblaðið/Einar Falur
Skapandi Víkingur Heiðar er listrænn stjórnandi Reykjavík Midsummer Music.
Fjöldi viðburða á RMM í Hörpu í dag
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Í listasafni ASÍ stendur yfir sýn-
ingin Augliti til Auglitis en þar eru
til sýnis portrett-verk eftir eldri
listamenn sem og samtíma-
listamenn, þekkta og lítið þekkta.
„Við leitumst við að sýna fjöl-
breytnina í íslenskum portrett-
verkum á 20. öldinni og fram til
okkar tíma,“ segir Kristín G.
Guðnadóttir en hún og Steinunn G.
Helgadóttir eru sýningarstjórar
sýningarinnar.
„Hér má sjá allt frá olíuverkum
til útsaumsmynda og alla flóruna
þar á milli. Við drögum fram þá
staðreynd að gerð portrettmynda
hefur verið ástunduð í íslenskri
myndlist í langan tíma á mismun-
andi hátt.“ Eitt af óhefðbundnari
verkum sýningarinnar er eflaust
hljóðverk eftir Díönu Karlsdóttur
sem sýnir eða öllu heldur leyfir
sýningargestum að heyra hjartslátt
flóttadrengs. „Í þessu verki segir
listamaðurinn mikið um tilfinningar
flóttadrengsins og hans stöðu.
Verkið er gott dæmi um breidd
verkanna á sýningunni.“
Frá Kjarval til nútímans
„Elstu myndir sýningarinnar eru
eftirprentanir af teikningum eftir
Kjarval sem hann gerði á Aust-
fjörðum á árunum 1927 til 1928,“
segir Kristín en Kjarval gaf mynd-
irnar út í möppu árið 1935 og hafa
margar þeirra hangið á heimilum
landsmanna allar götur síðan enda
urðu þær strax mjög vinsælar hjá
þjóðinni. „Þetta eru myndir af aust-
firskum bændum og sjómönnum og
voru fyrstu verk hans sem hlutu al-
menna viðurkenningu en nýstofnað
menntamálaráð keypti þær af hon-
um 1928.“
Á sýningunni má því sjá portett
sem spanna allt frá teikningum
Kjarval til nýrra verka samtíma-
listamanna.
„Nokkur fjöldi listamanna fæst
við portrett í dag, bæði hefðbundin
og óhefðbundin, það má segja að
þetta myndefni njóti enn nokkurrar
velgengni. Hér eru meðal annars
verk sem voru kláruð rétt fyrir
sýninguna sem er kannski til marks
um það að mannamyndagerð lifir
enn góðu lífi á Íslandi,“ segir Krist-
ín, en á sýningunni er leitast við að
skoða
stöðu þessa listforms í stærra
samhengi.
Lokadagar sýningarinnar
Portrettsýningin Auglitis til Aug-
litis er hluti af Listahátíð í Reykja-
vík en hún hófst 25. maí og lýkur
núna á sunnudaginn. „Aðsókn að
sýningunni hefur verið góð og hún
hefur fengið
jákvæðar viðtökur enda um fjöl-
breytta og forvitnilega sýningu að
ræða,“ segir Kristín en meðal verka
sem eru á sýningunni má meðal
annars sjá postulínsstyttur sem
listamaðurinn Hildur Bjarnadóttir
gerði af ömmunum sínum þremur.
Á sýningunni má einnig sjá nokk-
ur portrett af þekktum rithöf-
undum eins og Laxness og Þór-
bergi sem bókaútgefandinn Ragnar
heitinn í Smára gaf safninu, auk ríf-
lega þrjátíu mynda af Ragnari
Kjartanssyni myndhöggvara eftir
um þrjátíu mismunandi listamenn,
en verkin eru í eigu Safnasafnsins.
Síðasti sýningardagur er 23. júní.
Mannamyndagerð lifir í listasafni ASÍ
Morgunblaðið/Rósa Braga
Portrett Sýningin Auglitis til Auglitis í Listasafni ASÍ hefur fengið góðar móttökur sýningargesta enda fjölbreytt og áhugaverð.
Morgunblaðið/Rósa Braga
Sýningarstjórar Kristín G. Guðna-
dóttir, annar sýningarstjóranna.
Morgunblaðið/Rósa Braga
Listaverk Eitt af mörgum áhugaverðum verkum sýningarinnar.
Á sýningunni
má einnig sjá
nokkur portrett af
þekktum rithöf-
undum eins og
Laxness og Þór-
bergi Síðasti
dagur sýningar-
innar er á sunnu-
daginn