Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013
Signý Gunnarsdóttir
signy@mbl.is
Þegar ég var í níunda bekk íbarnaskóla áttum við aðteikna kennarann okkar ogvar keppt um bestu mynd-
ina innan alls skólans. Það lá svo vel
fyrir mér að teikna andlit en ég hafði
aldrei gert þetta áður og þarna kom
það mér svolítið á
óvart hvað þetta
var létt. Ég vann
þessa keppni og
það er svolítið
sniðugt því að
portretmyndir
eru eiginlega það
skemmtilegasta
sem ég geri í dag
og það má
kannski segja að
þessi keppni hafi
haft áhrif á val mitt á framhalds-
skóla því þegar ég kláraði grunn-
skóla kom aldrei neitt annað til
greina hjá mér en að fara á lista-
braut í Fjölbrautaskólanum í Breið-
holti,“ segir Anja Stella Ólafsdóttir,
myndlistarkona og verðandi list-
fræðingur.
Trúarbrögð listrænn
áhrifavaldur
Anja hefur verið önnum kafin
undanfarið við að undirbúa lokarit-
gerð sína í meistaranámi í listasögu
sem hún hyggst klára á næstu önn.
„Ég ætla að skrifa um Apple og trú.
Ég er með þá kenningu að velgengni
vörumerkisins Apple byggist á hug-
myndafræði og
gildismati sem er
fengið úr trúar-
brögðum. Ég tel að
Steve Jobs hafi not-
ast við gildi frá Zen
Búddatrú og yf-
irfært þau yfir í
Apple þar sem ein-
faldleikinn er
ríkjandi.“
Sjálf stendur
Anja utan trúfélaga
en var alin upp í
mjög trúarlegu um-
hverfi. Það er því
nærtækt að spyrja
hvort trúariðkun í
æsku hafi áhrif á
verk hennar og val
hennar á lokaverk-
efni. „Þegar maður
er að læra að verða
listfræðingur eins og ég þá áttar
maður sig á því að kristni og kaþólsk
trú eru búin að lita samfélagið okkar
gríðarlega mikið. Þannig að ég held
að það geti enginn maður slitið sig
lausan frá því að trúarbrögð hafi
veruleg áhrif á líf hans. Þetta er svo
stór hluti af menningu okkar. Brúð-
kaup og skírn og fermingar. Þetta
kemur allt frá trúarbrögðum og ger-
ir það að verkum að við mörkum
ákveðin tímabil í lífi okkar út frá
trúarlegum viðburðum.“
Námið dró Önju til Danmerkur
„Mála af því að ég
get ekki sleppt því“
Anja Stella Ólafsdóttir
málar ævintýralegar
mannhæðarháar myndir
á sama tíma og hún fæst
við meistararitgerð um
áhrif trúarbragða á
Apple í námi sínu í lista-
sögu. Fagurfræði um-
hverfisins hefur heillað
hana frá barnæsku og
hún vissi fljótt að leið
hennar myndi liggja á
listabrautina.
Móðurást Andlit Aþenu, dóttur Önju, rataði inn í verk sem hún vinnur að.
Anja Stella
Ólafsdóttir
Viridi Antro Fuglinn fann leið út úr myrkum hellinum.
Leikir sem voru vinsælir á Laugar-
vatni á árunum 1973-1980 verða rifj-
aðir upp í kvöld þegar Upplit – menn-
ingarklasi uppsveita Árnessýslu,
efnir til fjölskylduviðburðar í Bjarna-
lundi. Dagskráin hefst kl. 20. Hug-
myndir að leikjunum eru fengnar úr
íslenskuritgerð Guðnýjar Þorbjargar
Ólafsdóttur, sem hún skrifaði á loka-
ári sínu í ML, þar sem hún rifjar upp
leiki sem voru vinsælir á æskuárum
hennar á Laugarvatni. Helstu leik-
svæðin voru hjá Mörk, Ösp, Grund, á
barnaskólahlaðinu, upp við styttuna
af Jónasi, fyrir utan Héraðsskólann, í
Bjarkarlundi og Bjarnalundi. Sumir
leikjanna eru leiknir enn í dag, en
aðrir hafa lagst í dvala. Ann-Helen
Odberg, lektor við Menntavísindasvið
HÍ, ætlar að sjá til þess að ungir jafnt
sem aldnir skemmti sér og bregði á
leik. Gullið tækifæri fyrir fjölskyldur
að komi saman og hafa gaman.
Fjölskylduviðburður
Leikir á Laugarvatni fyrir 30 árum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nú fer hver að verða
síðastur að sjá sýn-
inguna Fuglar – list-
in að vera fleygur,
sem staðið hefur í
Gerðubergi frá því
um miðjan apríl.
Sýningin hefur not-
ið mikilla vinsælda
og má þar nefna að
hátt í þúsund leik-
og grunnskólabörn
hafa þegið leiðsögn.
Nú er lag að drífa
sig í dag eða á
morgun, því þá er
síðasti sýningar-
dagur. Opið er kl. 11-
18. Á sýningunni eru
listaverk eftir 40
listamenn en sýningarstjóri er Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. Verkin á sýning-
unni eru afar fjölbreytt en eiga það sameiginlegt að tengjast fuglum eða flugi
á einn eða annan hátt. Útgangspunkturinn er að sýna fugla eins og maðurinn
sér þá; fiðraða, tálgaða, teiknaða, glerjaða, málaða, myndaða, mótaða og tal-
aða á flug. Fugla á ljósmynd og fugla í lifandi mynd. Uppstoppaðir fuglar heilla
marga en ekki síður listaverk sem eru langsóttari eins og ljósmyndir af þremur
bræðrum sem allir heita fuglanöfnum og lóan sem er með rafhlöðu í maganum
og gefur frá sér hljóð úr hátalara sem um leið myndar auga fuglsins.
Fuglar – listin að vera fleygur
Lóa með rafhlöðu í maganum
Kaupstadur.is er vefverslun fyrir ís-
lenska hönnun. Nú geta viðskipta-
vinir um allt land pantað íslenska
hönnun á netinu og fengið hana
senda heim að dyrum. Þeir sem hafa
áhuga á að koma vöru á kaupstað.is
geta haft samband á kaupstadur.is
eða kaupstadur@kaupstadur.is.
Vefsíðan www.Kaupstadur.is
Íslenska hönn-
un á netinu
Kaupstaðarkonur Aldís María Valdi-
marsdóttir og Rakel Sævarsdóttir.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Frábær lausn fyrir hallandi
og óreglulega glugga
PLÍ-SÓL
GARDÍNUR
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri
alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Hringdu og bókaðu tíma í máltöku
Meira úrval • Meiri gæði
Íslensk framleiðsla
eftir máli