Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013 Ég er að stinga af í fimm vikna ferðalag um Asíu í næstuviku,“ segir Ólafur Geir Jóhannesson danskennari, semverður 50 ára í dag, en hann fékk ferð til Bangkok í af- mælisgjöf frá vinahópnum sínum. Ólafur hlakkar mikið til ferðarinnar og telur slíkar gjafir miklu betri heldur en hefðbundnar afmælisgjafir. „Þetta er miklu betra heldur en efnislegir hlutir á borð við skyrtunælur og erma- hnappa.“ Ólafur hefur verið danskennari í 33 ár en samhliða því hefur hann selt fasteignir og meðhöndlað fólk með Bowen-tækni. “Ætli ég dansi ekki bara á bak við lokuð gluggatjöld og sleppi ærlega fram af mér beislinu hérna heima í tilefni dagsins,“ segir Ólafur en hann segir dans með frjálsri aðferð vera bestu líkamsræktina. Ólafur ætlar að bjóða nánustu fjölskyldu í kaffiboð hjá móður sinni í dag og sér ekki fram á að geta haldið stóra veislu fyrr en í fyrsta lagi í haust þegar fólk er komið heim úr sumarfríum. Stórafmælið leggst vel í Ólaf og hann lítur björtum augum til framtíðar. „Maður er í raun í sínu besta líkamlegu og andlegu ástandi núna þegar erfiðasti hjallinn er búinn í lífinu. Það er margt spennandi í gangi og ekkert nema sól í kortum framtíð- arinnar,“ segir Ólafur og hlær. „Hálf öld liðin hjá á augabragði án þess að maður geri sér grein fyrir því.“ Ólafur Geir Jóhannesson 50 ára Fimmtugur Ólafur Geir Jóhannesson heldur sér ungum í dansi. Asíureisa og dans á bak við gluggatjöld Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjanesbær Jenný Sara fæddist 25. febr- úar kl. 11.09. Hún vó 2.935 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Sigrún Svava Thoroddsen og Elís F. Gunnþórsson. Nýr borgari S igvaldi fæddist í Reykja- vík 20.6. 1973 og átti þar heima til tveggja ára aldurs. Þá flutti hann með móður sinni, systur og stjúpa til Óðinsvéa í Danmörku, og tveimur árum síðar til Álaborgar þar sem hann átti heima til sjö ára aldurs. Auk þess dvaldi hann hjá móðurafa og ömmu í Vogunum um hálfs árs skeið og síðan hjá föður sínum og stjúpu í nokkra mánuði í Breið- holtinu. Hann flutti síðan í Breið- holtið með móður sinni og stjúpa og var þá í Hólabrekkuskóla. Sigvaldi var í Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti 1990-93 og stundaði síðar nám í kvikmynda- klippingu við National Film and Television School (NFTS) í Eng- landi. Sigvaldi J. Kárason, kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi – 40 ára Leikstjórn Sigvaldi Jón Kárason leikstýrir Latabæjarþætti. Bæjarstjórinn í Latabæ til halds og trausts í bakgrunni. Ætlar að koma sér upp aldingarði á Skeiðum Morgunblaðið/Kristinn Frumsýning Sigvaldi var framleiðandi Gnarr kvikmyndarinnar. Hér er hann ásamt Gauki Úlfarssyni, leikstjóra myndarinnar, Jóni Gnarr, borgarstjóra og aðalleikara, og Birni Ófeigssyni, í Egilshöll í nóvember árið 2010. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Svarið við spurningu dagsins Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is tilbúnar í pottinn heima Fiskisúpur í Fylgifiskum Verð 1.790 kr/ltr Súpan kemur í fötu en fiskinum er pakkað sér. Eldunaraðferð þegar heim er komið: Súpan er hituð upp að suðu, fiskinum er jafnað út milli súpudiska eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram. Hvað þarftu mikið? Súpa sem aðalréttur – 0,5 ltr/mann Súpa sem forréttur – 0,25 ltr/mann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.