Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013
SVIÐSLJÓS
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Þetta svæði er alveg rennislétt og lengsta
brautin er 1.300 metrar en hún gæti verið
1.600 metrar ef notuð væru einhver alvöru
verkfæri,“ segir Ómar Ragnarsson flug-
áhugamaður en undanfarinn áratug hefur
hann unnið að gerð og viðhaldi Sauðár-
flugvallar við Sauðá á Brúaráröræfum,
skammt frá Kverkfjöllum.
Flugbrautirnar eru nú orðnar fimm talsins,
alls 4,7 km langar og 20 til 30 m breiðar með
5.000 fermetra flughlaði. Sé
litið á samanlagða lengd
flugbrautanna segir Ómar
Sauðárflugvöll vera næst-
stærsta flugvöll landsins á
eftir Keflavíkurflugvelli. Á
vellinum má t.a.m. finna
rauðbleikan forláta húsbíl,
valtara, vindpoka og breytt-
an flugvallarjeppa.
„Síðasta brautin kom síð-
asta sumar og af þessum
fimm flugbrautum eru tvær nothæfar fyrir
Fokker, Herkúles og jafnvel stóru bandarísku
herflutningavélarnar C-17,“ segir Ómar.
Ómar sér fyrir sér að hægt verði í framtíð-
inni að nota Sauðárflugvöll undir almennt flug
auk þess sem völlurinn gæti hentað vel til
nauðlendinga og fyrir björgunarflugvélar
verði stórslys eða náttúruhamfarir á öræf-
unum. „Þá erum við með fullkominn flugvöll
og allar þessar brautir og þetta mikla rými til
þess að koma flugvélum inn á svæðið.“
Boeing 757 gerði aðflug að vellinum
Formleg vinna við lagningu flugvallarins
hófst sumarið 2004 þegar Ómar merkti og valt-
aði tvær flugbrautir, 1.300 m langa NA-SV
braut og 800 m langa N-S braut. Þetta ár kom
hann einnig fyrir „flugstöð“ Sauðárflugvallar,
gömlum húsbíl af gerðinni Ford Econoline.
Þriðja brautin, 1.000 m löng A-V braut, bættist
við árið 2006 en það sumar gerði Fokker 50 vél
aðflug að vellinum auk þess sem Boeing 757
gerði aðflug árið eftir. „Þannig að ef stærsta
flugbrautin væri malbikuð gæti Boeing 757
einnig lent þarna í neyðartilfellum.“
Í nóvember árið 2007 átti sér stað alvarlegt
flugatvik í námunda við Sauðárflugvöll þegar
Fokker-vél í innanlandsflugi með 38 farþega
missti skyndilega vélarafl. Flugmönnum vél-
arinnar tókst að lenda henni heilu og höldnu á
Egilsstaðaflugvelli á öðrum hreyfli en atvikið
segir Ómar hafa undirstrikað hve mikilvægt sé
að hafa flugvöll á þessu svæði. Atvik þetta átti
þátt í því að Ómar lagði í enn frekari uppbygg-
ingu Sauðárflugvallar.
Sögulegt flugvallarstæði
Svæðið hentar að sögn vel undir flugvallar-
starfsemi en vanalega er völlurinn opinn frá
lokum maí og fram í nóvember. „Flugvöllurinn
stendur svona eins og stallur og þess vegna
verður hann alltaf fær u.þ.b. tveimur til þrem-
ur vikum fyrr en umhverfi hans,“ segir Ómar.
„Völlurinn er náttúrugerður, það þarf ekk-
ert annað en að merkja hann og valta á hverju
vori og þá er hann alveg öruggur,“ segir Ómar
og bætir við að flugmaðurinn og síðar flug-
málastjóri, Agnar Koefoed-Hansen, hafi í
könnunarferð sinni um landið árið 1938 valið
þennan stað sem hentugt svæði til lendingar.
„Hann lenti á allskonar stöðum sem síðar
urðu að flugvöllum. Einn af þeim stöðum sem
hann lenti á var þessi. Og er það skjalfest því
hann sendi Halldóri bónda á Brú bréf þess efn-
is hvort í lagi væri, landeigandans vegna, að
þarna yrði gerður flugvöllur,“ segir Ómar og
bendir á að í dag sé Sauðárflugvöllur eini við-
urkenndi og skráði flugvöllurinn á hálendinu
af þessari stærð en alls tók um þrjú ár fyrir
Ómar að fá öll tilskilin leyfi.
„Ef skoðaður er listi yfir þá flugvelli á Ís-
landi sem eru alþjóðlega viðurkenndir þá er
þetta Sauðárflugvöllur international airport
núna. Hann stenst allar alþjóðakröfur og er
með alþjóðaheitið BISA,“ segir Ómar og bend-
ir á að BI sé tákn fyrir Ísland en SA eru tveir
fyrstu stafirnir í heiti flugvallarins. „Mér
fannst þetta líka dálítið fyndið því maður er
búinn að vera að bisa við þetta í tíu ár.“
Annar stærsti flugvöllur landsins
Sauðárflugvöllur hefur alls fimm flugbrautir Lengsta brautin er 1.300 m Samanlögð lengd
flugbrauta er 4,7 km Boeing 757 gæti lent á vellinum, segir Ómar Ragnarsson flugáhugamaður
Ljósmynd/Ómar Ragnarsson
Flugbrautir Sauðárflugvöllur úr lofti en fimm flugbrautir eru á vellinum, sú lengsta 1.300 m. Í
baksýn eru Kverkfjöll. Þetta er eini viðurkenndi flugvöllurinn á hálendinu, af þessari stærð.
Ómar Ragnarsson
Ljósmynd/Ómar Ragnarsson
Aðbúnaður Rauðbleik „flugstöð“ Sauðárflugvallar tekur sig vel út við hlið flugvallarjeppans.
Þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-LÍF, flutti flugvélina TF-TAL af slysstað og yfir á vinnu-
svæði Búðarhálsvirkjunar. Flugmaður vélarinnar, Ómar Ragnarsson fréttamaður, þurfti að
nauðlenda við Sultartangalón sl. mánudag vegna vélavandræða. „Ég er að vinna í því núna að
klára vettvangsrannsóknina sem ekki var hægt að klára á meðan vélin var á hvolfi,“ segir
Ragnar Guðmundsson, rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, en að því loknu
verður flakið sett á flutningabíl sem flytur það í flugskýli nefndarinnar á Reykjavíkurflugvelli
til frekari rannsóknar.
Þegar Morgunblaðið náði tali af Ragnari í gær var lagt upp með að vélin yrði komin til
Reykjavíkur seint í gærkvöldi eða nótt en aðspurður segir hann hífinguna hafa gengið vel fyr-
ir sig þótt undirbúningur hafi tekið nokkuð langan tíma. Við nauðlendinguna grófst nefhjól
flugvélarinnar niður í jarðveginn með þeim afleiðingum að hún hafnaði á hvolfi. Var fljótlega
ljóst að skemmdir voru miklar eftir byltuna. Enn er of snemmt að segja til um hvort hægt verði
að bjarga einhverjum hlutum vélarinnar þar sem enn á eftir að fara betur yfir hana.
„Það er alveg á tæru að vélin er mikið skemmd og ég hugsa að hún verði ekki flughæf aftur.
Það getur vel verið að hægt sé að bjarga einhverjum hlutum úr henni,“ segir Ragnar og bætir
við: „Það bendir allt til þess að síðasta flug hennar hafi verið með TF-LÍF.“ khj@mbl.is
Síðasta flugið með aðstoð TF-LÍF
Ljósmynd/Ófeigur Ö. Ófeigsson