Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Kristinn Gálgahraun Deilt um nýtt vegstæði. Hanna Birna Kristjánsdóttir innan- ríkisráðherra mun í næstu viku hitta andstæðinga þess að Álftanesvegur verði lagður í gegnum Gálgahraun. Í þeim hópi eru m.a. Hraunavinir og fulltrúar úr minnihluta bæjarstjórn- ar Garðabæjar. Ögmundur Jónasson fór fram á það, á meðan hann var innanríkis- ráðherra, að beðið yrði með fram- kvæmdir við veginn þar til búið væri að funda með þeim sem að málinu kæmu. „Málið var í þeim farvegi þegar ég tók við ráðuneytinu,“ sagði Hanna Birna. „Það kom því í minn hlut að eiga fundi með Garðabæ og Vega- gerðinni og sá fundur er að baki. Ég mun svo funda með þeim sem hafa verið andsnúin framkvæmdinni í næstu viku og fara yfir málið með þeim.“ gudni@mbl.is Fundir um Álftanesveg 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Andri Karl Jón Pétur Jónsson „Ég er mjög undrandi á niðurstöð- unni og átti alls ekki von á henni,“ segir Margrét Gunnlaugsdóttir, réttargæslumaður ungrar konu sem kærði tvo menn fyrir nauðgun í nóvember 2011. Mennirnir voru sýknaðir af ákæru um nauðgun í Hæstarétti í gær. Margrét telur dóminn leggja of mikla áherslu á aðdraganda meintrar nauðgunar. „Þeir voru ekki ákærðir fyrir að aka henni eitt né neitt. Það var ákært fyrir aðra hluti og því ekki aðalatriði í málinu að hún skuli fara upp í bílinn.“ Ingibjörg með sératkvæði Meirihluti Hæstaréttar telur að í skýrslu stúlkunnar hjá lögreglu og fyrir dómi hafi gætt verulegs misræmis um ýmis mikilvæg atriði og að um önnur slík atriði hafi framburður hennar stangast á við sýnileg sönnunargögn. Hafi hér- aðsdómur ekki rökstutt með full- nægjandi hætti hvernig unnt væri að leggja frásögn stúlkunnar til grundvallar í málinu. Þá hefðu verið annmarkar á rannsókn máls- ins hjá lögreglu. Fimm hæstaréttardómarar dæmdu í málinu en einn þeirra, Ingibjörg Benediktsdóttir, skilaði sératkvæði. Hún segir það hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um að hafa nauðg- að stúlkunni. Þeir Stefán Logi Ívarsson og Þorsteinn Birgisson voru áður sak- felldir fyrir nauðgun í Héraðsdómi Reykjavíkur 11. janúar sl. Þar voru þeir dæmdir fyrir að hafa með ofbeldi og ólögmætri nauðung þröngvað 18 ára stúlku til sam- ræðis og annarra kynferðismaka, en þeir voru sakaðir um að halda í hendur hennar og nýta sér yf- irburði vegna aðstöðu- og aflsmun- ar. Hlaut Stefán Logi fimm ára fangelsisdóm og Þorsteinn fjög- urra ára og sex mánaða fangelsi. „Átti alls ekki von á þessu“  Sýknaðir af nauðgun  Misræmi í framburði og annmarkar á rannsókn Hæstiréttur segir í dómi að ákæru- valdinu hafi mis- tekist að sanna sekt mannanna. María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Bensínþjófnaður er vaxandi vandamál sem erf- itt hefur reynst að sporna við. Söluskálinn Freysnes í Öræfum hefur þurft að grípa til þess ráðs að krefja viðskiptavini um tryggingu, til dæmis að skilja eftir kreditkort eða önnur verð- mæti, á meðan þeir dæla bensíni á bílinn. „Við rákum okkur á að það var orðið eitt- hvað um það að keyrt var í burtu án þess að borga og þess vegna biðjum við nú alla um að skilja eftir kreditkort eða önnur verðmæti þeg- ar dælt er bensíni á bílinn,“ segir Anna María Ragnarsdóttir hjá söluskálanum Freysnesi. Þetta fyrirkomulag hefur vakið athygli en ekki er vitað um fleiri bensínafgreiðslustaði sem hafa þurft að grípa til þessa ráðs. „Viðskiptavinir okkar hafa skilning á þessu fyrirkomulagi en það kemur þó fyrir að sumum Íslendingum finn- ist þetta skrýtið. Auðvitað er það leiðinlegt að geta ekki sýnt viðskiptavininum fyllsta traust en um háar upphæðir getur verið að ræða.“ Breytt viðhorf gagnvart þjófnaði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, segir bensínþjófnað vera vandamál og þá sér- staklega þar sem fólk getur dælt á bílinn sinn og borgað eftir á. „Það er erfitt að segja til um það hvort bensínþjófnaður sé að aukast en við erum þó alltaf að reyna að koma í veg fyrir slíkt. Í Freysnesi er staðan óvenjuleg þar sem þar er hvorki starfsmaður á plani né myndavélar. Þá er líka afgreiðslan innarlega í húsinu þannig að útsýni starfsmanna yfir svæðið er takmarkað. Þess vegna hefur verið brugðið á það ráð að krefja fólk um einhvers konar tryggingu.“ Einar segir að greina megi ákveðna breyt- ingu í viðhorfi fólks til þjófnaðar. „Þróunin virð- ist vera sú að fólki virðist í auknum mæli standa á sama þó það sé staðið að þjófnaði en hér áður fyrr þótti það hneisa að stela.“ Aðspurður hvort til standi að setja upp myndavélar í Freysnesi segir Einar það ekki leysa vandann. „Þjófnaður á sér einnig stað þar sem myndavélar eru til staðar og dæmi eru um að fólk bara brosi framan í myndavélarnar á meðan það stelur bensíni.“ Bensínþjófnaður erfiður viðureignar  Keyrt í burtu án þess að borga  Krefja viðskiptavini um tryggingu áður en bensín er tekið  Fólki stendur á sama þótt það verði uppvíst að þjófnaði  Myndavélar leysa ekki vandann Morgunblaðið/Golli Bensín Dæmi eru um það að keyrt sé í burtu án þess að greitt sé fyrir bensínið. Miðnætursólin skartaði sínu fegursta í Skagafirði í fyrri- nótt og varpaði geislum sínum yfir Málmey. „Á þessum tíma er sólin lengst í norður frá miðbaug himins og kemst þess vegna hæst á loft,“ segir dr. Þorsteinn Sæ- mundsson stjörnufræðingur, en sumarsólstöður verða á morgun, föstudag, klukkan 05.04 að morgni. Dagsetning sumarsólstaða breytist lítillega ár frá ári. „Það er fyrst og fremst vegna hlaupáranna, vegna þess að það er ekki fullkomið samræmi milli árstíðaársins og almanaks- ársins,“ útskýrir Þorsteinn. Hann segir 21. júní vera langalgengustu dagsetningu sumarsólstaða á þessari öld, en einnig er 20. júní algengur. Möguleiki er að sum- arsólstöður falli á 22. júní, það gerðist síðast árið 1975 og verður næst árið 2203. Þá er ráðgert að árið 2488 falli sumarsólstöður á 19. júní, en það hefur ekki gerst eftir að gregoríska tímatalið var tekið upp. hhjorvar@mbl.is Ljósmynd/Björn Ingi Óskarsson Skín við sólu Skagafjörður Sumarsólstöður verða árla dags á morgun „Mikilvægt er að fram komi að þeir sem hafa orðið fyrir ófyr- irséðri höfuðstólsbreytingu vegna hrunsins fá leiðréttingu,“ segir Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis, en nefndin ræddi í gær að- gerðir vegna skuldavanda heim- ilanna auk annarra mála. „Það á ekki að hafa áhrif þó að viðskipti hafi síðar átt sér stað eða húsnæði verið selt. Sá sem var skuldari við höf- uðstólshækk- unina varð fyrir tjóninu.“ Fyrir nefndinni liggur nú þingsályktun- artillaga með aðgerðarlista í 10 liðum vegna skuldavanda heimilanna. Ekki var farið ítarlega í einstök atriði á fund- inum, en fólk úr ráðuneytum mætti og kynnti innihald tillög- unnar. „Við erum núna að fara yfir innihaldið og þetta verður síðan lagt fyrir þingið og séð hvort vilji sé hjá því til að fela ríkisstjórninni að fara í þessi verkefni,“ segir Frosti en virðisaukaskattur á ferðaþjónustu var meðal annars ræddur á fundinum. Ófyrirséð höfuðstólsbreyting verður leiðrétt Frosti Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.