Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013 Hjólað í messu Veðrið var fallegt í Laugardalnum í gærkvöldi en þessi hjólreiðakona var á leið til kvennamessunnar við Þvottalaugarnar, í tilefni kvenréttindadagsins. Árni Sæberg Líklega hafa fáir ein- staklingar á Íslandi haft jafn miklar væntingar með sér í far- teskinu líkt og það ráðherralið sem nú skipar ríkisstjórn Ís- lands. Mikil nýliðun er í þing- heimi og ef marka má þær ræður sem fluttar voru við stefnuræðu forsætisráðherra þá er þegar kominn góður vísir að betri umræðu og breyttum vinnubrögðum. Það er mín von og líklega meirihluta þjóð- arinnar að þetta þing verði samhent í að vinna að góðum málum sem varða hag allr- ar þjóðarinnar og láti nú þjóðina í friði með einhverjum minniháttar málum og kvabbi. Það er samt dapurlegt að sjá hvernig viss fjölmiðlaumræða hefur verið á hveitibrauðs- dögum ríkisstjórnarinnar. Reynt hefur ver- ið að gera lítið úr umhverfisáherslum henn- ar vegna þess að nú á að samþætta (ekki fella niður) umhverfismál við aðrar greinar. Ekkert er gefið fyrir þau rök að það sé jafnvel betra fyrir vægi umhverfismála að vera samþætt sem flestum atvinnu- og iðn- aðargreinum. Hvers vegna á alltaf að ræða umhverfismál ein og sér og þá helst sem andstæðu við alla aðra málaflokka? Einnig hafa verið gerðar tilraunir til að gera lítið úr þeim einstaklingum sem taka nú við rekstri ríkisins án þess að sjáanleg ástæða hafi verið til þess. Það á sumsé að viðhalda leiðindunum ef svo má segja. Mikið hefur verið gert úr kynjamisrétti fastaefnda á meðan sjaldan er minnst á að stjórnarandstaðan fær formennsku og vara- formennsku í nokkrum nefndum. Endalaus umræða um aðildarviðræður eða ekki aðildarviðræður við ESB fær fáa til að leggja við hlustir. Enn er reynt að ala á sundrung frekar en því sem getur sameinað okkur sem er rangt því við skynjum öll mikla þreytu hjá almenningi á þessu eilífa karpi. Það er miklu fleira sem sameinar okkur heldur en sundrar þegar vel er að gáð. Við viljum öll atvinnu við hæfi, við viljum sann- gjarna skatta, við viljum stöðugt velferðar-, heilbrigðis- og menntakerfi. Þetta er ein- mitt tónninn sem er að finna í stefnuyfirlýs- ingu Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og vekur a.m.k. hjá mér vonir um bjartari framtíð á Íslandi held- ur en ég hafði fyrir nokkrum mánuðum. Kosningabaráttan sem leið einkenndist af þeim loforðum sem brunnu helst á þjóðinni, það eru skuldamál heimilanna og skattabreytingar. Þetta verður þingheimur allur að hlusta á. Aðrir málaflokkar þó mikilvægir hafi verið fengu ekki eins mikla athygli. Það er ljóst og hefur verið í þónokk- urn tíma að staða þjóðarbúsins er afar erfið og vandmeðfarin. Mér hugnast vel sú stefna að upplýsa loks um raunstöðu ríkissjóðs, sú staða er sögð vera mun verri en áður var gefið til kynna og var hún ekki glæsileg þá. Sannleikurinn verður líklega sár en um leið er hann vitundarvakning um til hvaða aðgerða þarf að grípa svo að þessu skipi verði snúið við af rangri leið. Það þarf að forgangsraða í niðurskurði sem og nauðsyn- legt er að opna hér fleiri gáttir svo að er- lendir fjárfestar sjái hér þau tækifæri sem svo sannarlega er að finna. Til þess þarf samhent átak allra upplýstra einstaklinga sem vettlingi geta valdið og festast ekki í gamaldags pólitískum átökum sem enginn hefur lengur áhuga á. Verkefnalisti nýrrar ríkisstjórnar er lang- ur og vandmeðfarinn. Ég hef tröllatrú á þessu efnilega fólki sem þar fer með völd. Við þurfum öll að sýna þeim uppbyggilegt aðhald og rýna í aðgerðir þeirra til gagns en ekki rífa þau og verkefni þeirra niður án málefnalegra raka. Við erum líklega öll sammála um að við getum og verði það þá okkar vilji, að Ísland komi vel undan næstu fjórum árum svo að við getum aftur sagt með stolti, „Ísland best í heimi“! Eftir Karen Elísabetu Halldórsdóttur »Endalaus umræða um að- ildarviðræður eða ekki aðildarviðræður við ESB fær fáa til að leggja við hlustir. Karen Elísabet Halldórsdóttir Höfundur er 2. varaþingmaður Sjálfstæðisflokks- ins í Suðvesturkjördæmi. Nýir tímar Í nokkurn tíma hafa lög um lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) verið til endurskoðunar. Tvö frumvörp varðandi breyt- ingar hafa verið lögð fram. Ann- að á haustþingi 2012 af Lilju Mósesdóttir alþingiskonu og hitt af þáverandi menntamálaráð- herra, Katrínu Júlíusdóttir. Frumvarp Lilju gekk í meg- inatriðum út á að lagt var til að endurgreiðsla lántaka falli niður við 67 ára aldur og að ábyrgð ábyrgðarmanna á námslánum falli niður þegar ábyrgðarmaður nær 67 ára aldri að uppfylltum skilyrðum. Frumvarp Katrínar gekk hins veg- ar út að námsmenn sem ljúka þriggja ára framhaldsnámi á tilsettum tíma fái eina millj- ón fellda niður af námslánum sínum. Frum- varp Katrínar lagði einnig til í samræmi við frumvarp Lilju að ábyrgð ábyrgðarmanna á námslánum falli niður þegar ábyrgðarmaður nær 67 ára að uppfylltum skilyrðum. Krafan um ábyrgðarmenn á námslán hefur verið og er að mínu mati enn mjög umdeild og hefur því verið haldið fram að hún samræmist ekki markmiði laga um LÍN að tryggja skuli jafnrétti til náms. Sumir námsmenn hafa ekki átt þess kost að fá ábyrgðarmann á lán sín og hafa því þurft að leggja fram bankatryggingu í þess stað. Árið 2009 var reglum LÍN breytt þannig að frá og með gildistöku laganna eru námsmenn sjálfir ábyrgir fyrir endurgreiðslu eigin námsláns, að uppfylltum skilyrðum um lánshæfismat. Þ.e.a.s. ekki þarf lengur að leggja fram yfirlýsingu annars manns um sjálfskuldarábyrgð. Þessar reglur eru þó ekki afturvirkar sem þýðir að ábyrgðarmenn á eldri lánum fá ekki fellda niður ábyrgðina. Ævilöng ábyrgð ábyrgðamanns á námslán er að mínu mati með öllu óásættanleg. Sérstaklega þegar litið er til þess að ekki þarf ábyrgðamann á ný námslán hjá LÍN. Ég tel það því einungis verið að fara milliveg með að samþykkja þá breytingu að ábyrgð ábyrgðarmanna á eldri lánum sé felld niður við 67 ára aldur. Ég hefði þó viljað að frumvarpið ætti að ganga enn lengra en lagt er til og fella niður alla ábyrgð ábyrgðarmanna afturvirkt samstundis. Á þann hátt er stígið skref til jafnræðis á milli núver- andi og eldra regluverks lána- sjóðsins. Ábyrgðarmenn námsmanna eru oftar en ekki foreldrar þeirra eða fjölskyldumeðlimir. Tökum sem dæmi námsmann sem tók námslán fyrir 2009 með foreldra sína sem ábyrgðarmenn. Fari svo að námsmaðurinn lendi í efna- hagslegum erfiðleikum og geti ekki staðið undir greiðslum mun það einnig valda fjölskyldunni erfiðleikum og í versta falli gjald- þroti. Svo ekki sé talað um að deyi báðir foreldrar námsmannsins eru það erfingjarnir sem sitja upp með ábyrgð náms- lánsins. Námsmaðurinn sem hins vegar tók námslánið eftir 2009 stendur og fellur með því einn. Margir lífeyrisþegar á Ísland búa við kröpp kjör. Flestir vilja fara á eftirlaun með ró í huga og öryggi í efnahag en ekki að hafa áhyggjur af námslánum barnanna sinna. Það eru því góð rök fyrir utan jafnræðisregluna að fella niður ábyrgðir á námslánum samstundis eða í minnsta kosti við lífeyrisaldur. Ég legg til að endanlega verði hægt að tryggja jafnræði námsmanna varðandi ábyrgðir á námslánum. Lagt verði fram laga- frumvarp um breytingu á lögum LÍN þar sem eina breytingin er að ábyrgð ábyrgðarmanna verði annað hvort afnumin afturvirkt eða falli niður við lífeyrisaldur. Eins og staðan er hjá ríkissjóði Íslands í dag tel ég óraunhæft að tvinna frumvarpið saman með niðurfellingu á endurgreiðslu námslána hvort sem það er við 67 ára aldur eða í formi afsláttar ef námi er lokið á tilsettum tíma. Að lokum vill ég brýna fyrir alþingismönnum mikilvægi þess að það ríki samstaða þingmanna, þvert á flokka, að samþykkja þessar breytingu á lögum LÍN. Eftir Hilmar Ögmundsson Hilmar Ögmundsson Ábyrgðarmenn á námslánum LÍN » Löngu tímabært að ábyrgð ábyrgðarmanna á náms- lánum LÍN verði annað hvort afnumin afturvirkt eða falli niður við lífeyrisaldur Höfundur er hagfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.