Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013 F ÍT O N / S ÍA Fífa salernispappírinn er einstaklega mjúkur þriggja laga pappír, náttúrulega hvíttur, án klórbleikiefna og viðbættra ilmefna. Þú færð Fífa í næstu verslun. WWW.PAPCO.IS FIÐURMJÚK FÍFA Á lífsleiðinni kynnist maður mörgum „veg- vísum“, fólki sem tek- ur að sér að leiða mann áfram á lífsins braut, til að rata hinn þrönga stíg dyggðarinnar. Allt byrjar þetta með mömmu og pabba, afa og ömmu. Hjá þeim fáum við ást og um- hyggju í vöggugjöf, og stóra tækifærið sem er lífið sjálft, það er ekki svo lítið. Lífið, til að láta gott af sér leiða, gera það sem hug- urinn stendur til, láta lífsafstöðuna birtast í verkum sínum. Taka síðan sjálfur við ábyrgðinni sem fylgir því að verða fullþroska maður. Svo eru það kennararnir. Allir gera sitt besta, en eins og gengur þá er ekki öllum gefið að leiða það besta fram í okkur. Nokkrir kennarar eru mér þó eftirminnilegir og manni þykir vænt um þá í minningunni, í barna- og gagnfræðaskóla eru þeir mér eftirminnilegastir sem sýndu mér gæsku og skilning, þó ég væri ekki duglegur að læra, og þætti mun skemmtilegra að stunda íþróttir. En það segir kannski sína sögu, að þeg- ar ég var kominn í nám, sem ég hafði áhuga á og hafði valið mér sjálfur, urðu allir kennararnir vinir mínir og eru mér ógleymanlegir, allir með tölu. Ég hef verið svo heppinn að kynnast góðum leiðtogum á lífsleið- inni sem hafa miðlað af góðmennsku sinni, og fetað sjálfir hinn þrönga stíg, og þeir eru margir, og ég á þeim mikið að þakka. Í hjarta okkar geymum við þetta fólk sem er einn okkar mikilvægasti sjóður. Þar eiga þó fjölskylda og vinir stærstan sess. Einn þessara manna var félagi minn og vinur, Hermann Gunn- arsson. Þó sumir vegvísarnir sem hann fór eftir sjálfur vísuðu ekki rétta veginn, þá leiðbeindi hann eng- um á þá slóð, hins vegar var Her- mann gleðigjafi og góð sál, sem var uppalinn við kné séra Friðriks Frið- rikssonar og því fagnaðarerindi miðlaði hann til okkar allra. Her- mann var öllum vinur með stóru vaffi. Það er hinsvegar ekki allir við- hlæjendur vinir, á lífsleiðinni tapast vinir, sumum af þeim gleymir maður fúslega, mönnum sem hafa verið eins og „höggormur í Paradís“, það er enginn missir að þeim. Svo stopult er margt í venslum og vild, vinn- irðu einn, þá týnirðu hinum. (E.B.) Þegar ég var ungur maður, að byggja upp fjölskyldu og kaupa mér atvinnutæki, þá var ég oft blankur, kvalinn af brjósklosi, og árum saman stóðu ekki efni til að taka sér svo mikið sem langa helgi. Þá var á tíma- bili sem mér fannst sem lífið væri orðið hálfgert úff, jafnvel þó ég hafi fengið í vöggugjöf létta lund. Þá tók ég upp á því að lesa ljóð, og fag- urbókmenntir. Það er ótrúlegt hvað hin miklu skáld geta lyft huganum upp á hærra stig, og veitt lífinu til- gang jafnt í gleði og sorg. Síðan hef ég lesið og lært, góð og gefandi ljóð sem ég gríp til þegar ég vil lyfta and- anum og gefa mér stund fyrir sjálfan mig, róa öldurót hugans. Vísir menn segja, að við þroskumst mest í þögn- inni. Ljóð hinna merku skálda eru oft- ast traustir vegvísar, hinir sönnu og traustu vinir. Einar Benediktsson er t.d. alltaf við rúmið mitt, til sjós og lands. En það eru ekki allir vitar sem vísa réttu leiðina, láttu mig þekkja það. Við þurfum alltaf að vera á varðbergi fyrir villuljósunum, vegvísum sem meina ekkert með því sem þeir segja eða gera. Það er nefnilega því miður staðreynd að á leið okkar í gegnum lífið verður á vegi okkar allra sjálfhverft og vont fólk, sem kemst stundum til áhrifa. Á sumum, þó mjúkmálir séu, þá er eins og sitji lítill svartur púki á öxl- inni á þeim og taki af þeim stjórnina. Pössum okkur á að þiggja ekki leið- sögn þeirra. Oft er hægt að þekkja þetta fólk úr, maður sem talar illa um aðra, er spegillinn af sjálfum sér. Eftir Ómar Sigurðsson Ómar Sigurðsson » Svo stopult er margt í venslum og vild, – vinnirðu einn, þá týn- irðu hinum. (E.B.) Höfundur er skipstjóri. Vegvísarnir Í nýjum stjórn- arsáttmála má lesa um hvernig rík- isstjórn Framsókn- arflokks og Sjálfstæð- isflokks ætlar sér að nálgast umhverfismál og verður að segjast að sú nálgun er bæði nýstárleg og hress- andi. Talað er um að mikilvægt sé að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og nettólosun gróðurhúsalofttegunda, m.a. með því að draga úr beinni losun þeirra af mannavöldum og beita efnahagslegum hvötum til „grænnar starfsemi“. Þetta er svo sem ekkert nýtt og ferlega klisju- kennt í rauninni, eitthvað sem um- hverfisverndarsinnar og vinstri plebbar hafa talað um árum saman fyrir daufum eyrum. En þetta er ekki potturinn og pannan í snilld- arlegri áætlun Sigmundar og Bjarna. Það er ekki fyrr en afgangurinn af stjórnarsáttmálanum er skoð- aður að í ljós kemur hversu mikil nýlunda umhverfisvernd nýrrar ríkisstjórnar mun verða. Þannig er annar kafli tileinkaður olíu- og gasvinnslu og áætlunum ríkisstjórn- arinnar í þeim málum. Ég veit hvað þú ert að hugsa, lesandi góður; auðvitað ætla þeir að stinga öllum slíkum framkvæmdum undir stól fyrst þeir taka þessa kreddukenndu afstöðu til umhverf- isins og vilja draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda og notkun jarðefnaeldsneytis. Varla getur sami aðili lýst sig reiðubúinn að framleiða vöru og síðan talað niður notkun hennar í næstu setningu og viðurkennt skaðsemi hennar. En jú, kæri les- andi, þarna sést best hversu frum- leg nálgun Sigmundar og Bjarna er; stefnuyfirlýsing stjórnar þeirra hengir sig ekki í hefðbundin lögmál eins og orsök og afleiðingu. Í stað þess að gera annað af tvennu mögulegu; viðurkenna þá vá sem stafar af losun jarðefnaeldsneytis annars vegar eða afneita henni og ráðast í vinnslu og sölu jarð- efnaeldsneytis hins vegar, hafa strákarnir ákveðið að gera hvort tveggja. Vissulega leita á hugann ýmsar Hressandi ný umhverfisvernd Eftir Finn Guðmundarson Olguson Finnur Guðmundarson Olguson Hin nýja ríkisstjórn landsins hefur verkin að vinna. Þar er ekki síst það að einfalda, spara og draga veru- lega saman víða í op- inberum rekstri. Lík- lega verður ekki lengi eða oft jafn gott lag og nú til þess að ger- breyta Íslandi til hins betra í þessum efnum og nauðsynin og skynsemin til þess ætti að vera öllu grandvöru fólki augljós. Hvað er nauðsynlegt og hvað er að fara illa með fé Margir íslenskir stjórn- málamenn hafa löngum glennt sig til þess að herma eftir voldugri löndum með því að setja hér á stofn alls kyns ríkisfyrirbrigði sem þær, hinar stærri þjóðir en við er- um, þurfa ef til vill á að halda eða hafa efni á að reka, enda þurfa þessir óábyrgu stjórnmálamenn ekki að standa straum af kostn- aðinum sem af gjörðum þeirra hlýst. Ef við skilgreinum hið op- inbera í stuttu máli sem það sem við getum ekki ein og þurfum því nauðsynlega að gera sameiginlega til þess að farnast vel, þá er það góð byrjun. Þar má t.d. almennt nefna heilbrigðisþjónustu, lög- gæslu, öryggi og landvarnir, sam- göngur, menntun o.þ.h. þótt borg- ararnir geti einnig ágætlega sinnt sumu af þessu samhliða hinu op- inbera. Ef hafist verður handa strax við að taka út og skilgreina og endurskoða frá grunni rétt- mæti og arðsemi alls batterísins, allra stofnana, nefnda og hvað þetta allt heitir þá er þess að vænta að skera megi mjög víða og mikið niður á kjör- tímabilinu. Það er varla eðlilegt, eða höf- um við efni á því að um helmingur hag- kerfisins og um þriðj- ungur vinnuaflsins sé á vegum opinberra aðila, aukinheldur að þeir sem sinna þeim störfum skuli vera ráðnir til allt að lífs- tíðar og á sérkjörum, sbr. í lífeyrismálum? Með þeim aðgerðum sem vonandi verður gripið til í fjármálum þjóð- arinnar og ég hef áður lýst í öðr- um greinum, þá verður mikil þörf fyrir aukið vinnuafl sem ætti að fást m.a. með fækkun opinberra starfsmanna. Með því að sníða stakk eftir vexti 320 þúsund manna eyþjóðar gæfist þá vænt- anlega einnig aukið svigrúm til þess að hlúa að undirstöðuverk- efnunum sem lengi hafa mátt þola of þröngan kost. Aukum aðhald og þrengjum að spillingunni Ég hef lesið í stefnu flokka rík- isstjórnarinnar um ýmsar ráða- gerðir um stóraukið aðhald í rík- isfjármálum og m.a. um umgengni og hlýðni við fjárlög og er það af- ar vel og til fyrirmyndar. Með því að gera öllum opinberum fyr- irbærum það einnig skylt að birta daglega og með mánaðarlegum samantektum á sérstökum vefsíð- um öll útgjöld og greiðslur sínar og þær útskýrðar í það smæsta er von að svonefndum örlætisgjörn- ingum fækki. Fátt yrði og arðbær- ara en að einfalda mjög og nú- tímavæða allan opinberan rekstur með aukinni tæknivæðingu og með kunnáttu utanaðkomandi sérfræð- inga á rekstrarsviðum, enda eiga læknar að líkna, kennarar að fræða en til þess menntaðir stjórnendur að stýra. Þá þarf að taka á sérhagsmunum, lags- bræðralögum og vinnusvikum og útrýma með þunga og koma á fullri skilvirkni, m.a. með vel sett- um markmiðum og svo nauðsyn- lega afkastamælingum alls staðar eða eins og gert er í vel reknum einkafyrirtækjum. Með því að auka einnig samkeppni hvar sem henni verður við komið er einnig von á aukinni hagkvæmni, heið- arleika og hagsæld. Þeir einir sem væru andsnúnir því að þessi verð- ugu markmið næðu fram að ganga lýstu þá væntanlega eiginhyggju og sjálfum sér um leið. Aðgerða þörf á ótal sviðum Í stuttum blaðagreinum er að- eins hægt að drepa á það helsta, en vegferðin hefst með einu skrefi. Það er einlæg von mín að ríkisstjórnin fái starfsfrið annars vegar og nái svo þeirri samheldni og einurð sem þarf til þess að um- bylta landinu með hraði til gæfu og framfara sem svo nauðsynlega þarf. Það er e.t.v. stór pöntun en einföldun, uppstokkun og end- urskipulagning alls hins opinbera kerfis verður að takast á kjör- tímabilinu. Það er hægt ef á því er tekið og þá mun velfarnaður aukast og þjóðin kætast. Ný ríkisstjórn þarf að minnka ríkisbáknið Eftir Kjartan Örn Kjartansson » Fátt yrði og arðbær- ara en að einfalda og nútímavæða allan op- inberan rekstur með aukinni tæknivæðingu og með kunnáttu sér- fræðinga á rekstrar- sviðum. Kjartan Örn Kjartansson Höfudur er varaformaður Hægri grænna, flokks fólksins. Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.