Morgunblaðið - 23.08.2013, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.08.2013, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013 Allar gerðir af brautum fyrir rennihurðir (tré og gler), fataskápa og innréttingar. Brautir fyrir harmónikku- hurðir, lyfta og renna ofl. ALHLIÐA GÆÐA- LAUSNIR FYRIR RENNIHURÐIR Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Um 980 börn eru á biðlista eftir plássi á frí- stundaheimili í Reykjavík. Þá á eftir að manna um 60 stöðugildi til þess að sinna starfinu og þar af 24 störf þar sem um fötluð börn er að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavík- urborg er yfirleitt um 50% störf að ræða og því má gera ráð fyrir að eftir sé að ráða um 120 starfsmenn. Alls hefur borist 3.501 umsókn um frístundavist, auk 91 umsóknar í frístunda- klúbba fyrir fötluð börn og ungmenni. Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, telur að hægt hefði verið að vinna á biðlistum fyrr með betra skipulagi. „Það er dálítið undarlegt að skóla- og frí- stundaráð hafi ekki fundað fyrr en í gær (fyrra- dag),“ segir Marta. Ástandið sé verra nú en það var í fyrra þegar um 781 barn var á biðlista. Soffía Pálsdóttir, yfirmaður frístundamið- stöðva hjá Reykjavíkurborg, segist búast við því að hratt vinnist á biðlistum. Það helgist af því að flestir þeir starfsmenn sem muni verða ráðnir séu skólafólk sem sæki um þegar stundatöflur þess liggja fyrir. Hún segir að bú- ið sé að auglýsa eftir starfsfólki. Fjölskyldur í verulegum vanda Marta telur að hægt hefði verið að grípa til ráðstafana fyrr. „Fjölmargar fjölskyldur eru í verulegum vanda og það er of seint að skipu- leggja þetta þegar skólarnir eru að byrja,“ seg- ir Marta. Í fyrra tók nokkrar vikur að leysa vandann. „Hluti af skólastarfinu er rekstur frí- stundaheimila og maður spyr sig hvort ekki hefði verið heppilegra að gera einhverjar ráð- stafanir strax í vor með einhverjum hætti. Til dæmis með því að biðja foreldra um að skrá börn sín strax við skólalok. Þannig kemur það ekki á óvart hve margir sækja um,“ segir Marta. Soffía segir að fleiri hafi sótt um í ár en í fyrra. „Það er alltaf að fjölga þeim foreldrum sem sækja um þessa þjónustu. 95-98% barna í fyrsta bekk nýta þessa þjónustu. Við erum í samkeppni við aðra vinnustaði um starfsfólk en við erum einnig að súpa seyðið af því að geta ekki boðið fólki heilsdagsstörf,“ segir Soffía. 980 börn á biðlista í Reykjavík  Varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks telur borgina illa undirbúna og kallar eftir betra skipulagi  Bíða eftir því að skólafólkið sæki um, segir yfirmaður frístundamiðstöðva  Aldrei fleiri umsóknir Morgunblaðið/Ómar Bið 980 skólabörn eru á biðlista eftir plássi á frístundaheimili. Aldrei hafa fleiri sótt um. Frístundaheimili » 980 börn eru á biðlista eftir plássi á frístundaheimili í vetur. » Enn á eftir að ráða um 120 manns í 60 stöðugildi. » Borgarfulltrúi telur að hægt hefði ver- ið að undirbúa frístundaheimilin betur með betra skipulagi. » 95-98% barna í 1. bekk nýta þjón- ustuna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is Lagt var fram bréf í borgarráði í gær frá bankastjóra Landsbankans hf. varðandi lóð fyrir nýjar höfuð- stöðvar bankans. Reiturinn sem Landsbankinn óskar eftir er reitur fyrir framan hótel sem mun rísa við hlið Hörpu. Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi, segir að borgarráð hafi ekk- ert við það að athuga að Landsbank- inn fái þennan reit, en borgarráð vísaði ósk bankans til meðferðar hjá Sítusi hf. Fjórir reitir við Hörpu Sítus hf. átti fjóra reiti við Hörp- una. Reit eitt og tvö, en annar hefur verið seldur til Landfesta, dóttur- félags Arion banka. Þeir áttu kaup- rétt og keyptu hann í mars, en þeir eru byrjaðir að þróa það hvernig bygging verður á þeim reit. Reitur eitt stendur í söluferli eins og er, en það eru Stólpar sem hyggjast kaupa hann. Reiturinn sem hótelið mun standa á var seldur fyrr í þessum mánuði til Auro In- vestment ehf. Gerð var krafa um að þar myndi rísa að minnsta kosti fjögurra stjörnu hótel. Þá er seinasti reiturinn í eigu Sít- usar hf., sá sem Landsbankinn hef- ur óskað eftir að byggja á. Að sögn Árna Geirs Pálssonar, verkefnastjóra hjá Sítusi hf., þá hef- ur Landsbankinn lýst yfir áhuga á að byggja höfuðstöðvar sínar á reitnum. „Það hefur verið ljóst að þeir hafa haft áhuga á því, en ferlið er ekki komið langt,“ segir Árni Geir. Sítus hf. er að 54% í eigu rík- isins og 46% í eigu Reykjavíkur- borgar en stjórn Sítusar hf. tekur ákvörðun um sölu á reitnum. Lands- bankinn hefur nú þegar sent bréf til borgarinnar sem gerði engar at- hugasemdir og fer nú erindi bank- ans því inn á borð hjá stjórn Sítusar hf. Ákvörðun verður síðan tekin um hvað gert verður í framhaldinu, en Landsbankinn á mögulega eftir að leita líka til ríkisins eða fjármálaráð- herra, sem er annar af tveimur eig- endum Sítusar hf. Stjórn Sítusar hf. gæti ákveðið að fara í almennt útboð á reitnum, sem bankinn gæti þó boðið í og átt mögulega besta boðið. „Það er verið að passa upp á það að svæðið í kringum Hörpu verði byggt upp eins og það var hugsað í upphafi,“ segir Árni Geir. Landsbankinn óskar eftir reit við Hörpu  Ekki gerðar athugasemdir við áform bankans í borgarráði „Landsbankinn er að falast eftir lóð fyrir höfuðstöðvar af Sítusi hf,“ segir Kjartan Magnússon, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Þetta var sent til borgarráðs, svo að borgin væri með frá byrjun, því það er stórmál fyrir borgina hvað kemur á þennan reit,“ segir Kjartan, en hann segir al- mennt hafa verið rætt um málin á Hörpu-reitnum á borgarráðsfundi í gær. „Það er hinsvegar athyglisvert að það sé forgangsmál hjá ríkisbank- anum að byggja glæsilegar höf- uðstöðvar sem vafalaust munu kosta stórfé,“ segir Kjartan. Fram kemur í bókun borgarráðs að það fagni því að uppbygging á svokölluðum Hörpu-reit geti hafist fljótlega og undirstrikar þá hags- muni sem felast í því að ljúka upp- byggingu og frágangi svæðisins í heild á næstu árum. Athyglisvert forgangsmál bankans STÓRMÁL FYRIR BORGINA HVAÐ KEMUR Á ÞENNAN REIT Kjartan Magnússon Hafnarsvæðið Teikningarnar á myndinni sýna rétta staðsetningu bygginganna en ekki endanlegt útlit þeirra. 1 2 Hótel Banki Harpa Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Mælingamenn sem fóru að upptökum Vestari-Jökulsár í Skagafirði við Sátu- jökul í gær segja að lítið hlaup hafi hafist í ánni í fyrradag. Þá er sterk brenni- steinslykt á svæðinu. Benda athuganir til að jarðhitavatn hafi blandast jök- ulvatni og lítið jök- ulhlaup myndast. Lítil jökulhlaup eru þekkt á þessum slóðum. Upptök jarðhitavatnsins eru í Hofsjökli, en nán- ari staðsetning bíður frekari skoð- unar. Mælingamenn fóru á svæðið eft- ir að tilkynning barst í fyrradag um óvenjulegan grágruggugan lit í Vestari-Jökulsánni. Þá bárust einnig fregnir um að brennisteins- lykt væri af ánni. Mælir Veð- urstofunnar við Goðdalabrú stað- festir aukið rennsli í ánni, þó það sé ekki mikið. Sterk brennisteinslykt er nærri upptökum árinnar þar sem hún kemur undan Sátujökli. Er skýr- inganna að leita í brennisteins- vetni sem berst með hlaupvatninu þegar það kemur undan jöklinum. Styrkur þess er þá svo mikill að það getur skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi. Í tilkynningu Veðurstofu er ferðafólki eindregið ráðlagt að halda sig fjarri upp- tökum árinnar á meðan hlaupið stendur yfir. vidar@mbl.is Lítið jökulhlaup í Vestari-Jökulsá  Ferðafólk varað við því að vera ná- lægt upptökum árinnar nærri Sátujökli Gruggug Brennisteinslykt berst með litlu hlaupi í Vestari-Jökulsá sem á upptök í Hofsjökli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.