Morgunblaðið - 23.08.2013, Side 6

Morgunblaðið - 23.08.2013, Side 6
BAKSVIÐ Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl.is Ýmis framleiðslufyrirtæki og inn- flytjendur eru ósáttir við svokallaða „skanna-sölu“ hjá íslenskum versl- unarkeðjum. Slíkt fyrirkomulag gengur út á að verslanir greiða ein- göngu fyrir þær vörur sem eru seld- ar í gegnum skanna í búðinni en ekki fyrir þær vörur sem eru afhentar. „Ef ég afhendi 100 stykki af minni vöru og síðan selur búðin eingöngu 80 stykki þá gufa þessi 20 stykki bara upp í kerfinu og búðin ber enga ábyrgð,“ segir ónefndur eigandi matvælaframleiðslufyrirtækis á höf- uðborgarsvæðinu. Eigandinn vill ekki koma fram undir nafni af ótta við að missa viðskiptavild sína hjá stórum verslunarkeðjum. Mjög hagkvæmt fyrir verslanir „Búðin gerir eingöngu grein fyrir því sem fer í gegnum búðakassa og hvernig eigum við að gera grein fyrir þessum hlutum sem bara hverfa inni í búðinni og birtast aldrei á reikningi hjá neinum,“ spyr eigandinn. „Kostnaðurinn lendir allur á okk- ur og mér finnst ótrúlegt að það sé á okkar ábyrgð að borga fyrir það sem starfsfólk verslana skemmir eða það sem er stolið í verslunum. Þetta er mjög hagkvæmt fyrir verslanir enda bera birgjar alla ábyrgð og þeir enga. Eins og ég horfi á þetta þá er þetta bara ólöglegt.“ Eigandinn reynir ávallt að segja nei við slíku viðskiptafyrirkomulagi. „Við höfum fundið fyrir þessum þrýstingi stórfyrirtækja en margir neyðast til að samþykkja þetta og vita ekki betur.“ Samningar á frjálsum markaði Samtök iðnaðarins hafa sent er- indi til Samkeppniseftirlitsins vegna svokallaðrar „skanna-sölu“ að sögn Ragnheiðar Héðinsdóttur matvæla- fræðings hjá Samtökum iðnaðarins. Hún segir Samkeppniseftirlitið ekki telja sig geta tekið á slíkum málum nema upp komi einstök dæmi um beina misnotkun þar sem þeir geta ekki skipt sér af samningum á milli einstakra aðila á frjálsum markaði. „Við heyrum öðru hverju frá fé- lagsmönnum sem fá óskir frá versl- unarkeðjum um að taka upp slíkt fyrirkomulag,“ segir Ragnheiður. Hún segir fyrirkomulagið vera mjög óhagkvæmt fyrir birgja og að flestir þeirra séu mjög á móti þessu fyr- irkomulagi. Þrýstingur stórfyrirtækja „Birgjar eru almennt séð mjög á móti þessu en það gefur hins vegar augaleið að fyrirtæki eru í misgóðri aðstöðu til að standa gegn þrýsingi frá stórum viðskiptavinum. Við höf- um heyrt dæmi þess að lítil fyrirtæki hafi látið til leiðast að taka upp þetta fyrirkomulag með slæmum afleið- ingum. Hins vegar eru menn mjög tregir til að kvarta opinberlega af ótta við að missa viðskipti við stórar verslunarkeðjur. Það vill enginn ganga fram fyrir skjöldu og segjast finna fyrir slíkum þrýstingi enda vill enginn setja við- skiptasambönd sín í hættu. Ég tek bara undir það með mín- um félagsmönnum að slíkt fyrirkomulag hallar á þá þar sem framleiðslufyr- irtæki sitja uppi með alla rýrnun sem verður í búðinni.“ Óánægja ríkir með „skanna-sölu“  Verslanir greiða stundum eingöngu fyrir vörur sem eru skannaðar á búðarkassa  Birgjar óánægðir með að bera alla ábyrgð á rýrnun í verslunum  Sendu erindi til Samkeppniseftirlitsins Morgunblaðið/Rósa Braga Skanni á afgreiðslukassa Ekki eru allir á eitt sáttir um hvort verslanir eigi að greiða birgjum fyrir vörur sem þeir afhenda eða fyrir vörur sem þeir selja á búðarkassa. Erfitt er að eiga við samninga á frjálsum markaði. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013 „Það er samningsatriði hvernig og á hvern rýrnun fellur og það er ekkert staðlað í slíkum samn- ingum,“ segir Gunnar Ingi Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. Verslunin hefur not- ast við „skanna-sölu“ samhliða öðrum leiðum um árabil. „Þróunin hefur verið sú að starfsfólki á gólfi hefur fækkað síðastliðin ár og það færist í vöxt að smásalar bera sjálfir ábyrgð á sínum vörum inni í versluninni, þetta er einfaldlega hluti af þeirri þróun,“ segir Gunnar. Hann segir slíkt fyr- irkomulag vera þekkt víða um heim. „Oft á tíðum er smásalinn að fá lægri álagningu heldur en ekki þar sem búðin þarf oft ekki að gera ráð fyrir kostnaði við birgðageymslu. Útfærslan á þessu fer eftir samningum við hvern og einn.“ Hann segir þessa leið vera eina birting- armynd af mörgum í viðskiptum og hann telur „skanna-sölu“ hafa færst í aukana á árunum eftir efnahagshrunið. „Þetta var leið til að dreifa fjárbindingunni og smásalinn tók þá aukinn þátt í þeim kostnaði sem felst í að láta vörur með lítinn veltu- hraða liggja í versl- unum.“ Hann segir suma smásala sjá hag sinn í slíku fyrirkomulagi og aðra ekki. „Þetta hef- ur reynst þeim vel sem eru duglegir að fylgjast með sinni vöru í búðinni.“ Samnings- atriði AUKNING EFTIR HRUN Gunnar Ingi Sigurðsson Umdeilt » „Skanna-sala“ gengur út á að greiða birgjum eingöngu fyrir þær vörur sem eru skann- aðar á búðarkassa. » Smásalar eru ósáttir við að bera ábyrgð á öllum þjófnaði og rýrnun sem verður inni í búðinni. » Samtök iðnaðarins sendu erindi til Samkeppniseftirlits- ins vegna málsins en það getur lítið gert. Frjósemi er mikil í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Listin blómstrar og konurnar einnig; þrjár voru með ung- börn með sér í vinnunni í gær, sú fjórða eignaðist dóttur í fyrrakvöld og enn ein á von á sér! Freyja Dögg Frímannsdóttir verk- efnastjóri er komin til starfa eftir barnsburðarleyfi en framkvæmda- stjóri Hofs, Ingibjörg Ösp Stef- ánsdóttir, og verkefnastjórinn Lára Sóley Jóhannsdóttir snúa senn aftur. Mæta þó þegar á einstaka fund, eins og í gær, enda verið að leggja lokahönd á skipulagningu vetrarins. Árni Gunnar Magnússon, sonur Ingi- bjargar Aspar, er rúmlega sjö mánaða, Kata Orradóttir og Freyju Daggar tæplega ellefu mánaða og dóttir Láru Sóleyjar, Hulda Margrét Hjaltadóttir, rúmlega sex mánaða. Dóttir Freyju Daggar er í aðlögun hjá dagmömmu og því ekki í fullri vist- un, faðirinn hefur ekki tök á því að hafa barnið með í vinnuna og Freyja Dögg er alsæl með að geta haft dótt- urina með sér á skrifstofunni. Verk- efnastjórinn, Heiðrún Grétarsdóttir, eignaðist dóttur í Reykjavík í gær og svo má geta þess að Hulda Sif Her- mannsdóttir, starfsmaður Akureyr- arstofu – sem er með aðsetur í Hofi – er ólétt og á von á sér í desember. Meðalaldurinn óvenjulágur á fundum í menningarhúsinu Hofi á Akureyri þessa dagana Barnalán í menning- arhofinu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Blessað barnalán Samstarfskonurnar þrjár í Hofi; frá vinstri: Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir með Árna Gunnar Magnússon, rúmlega sjö mánaða, Freyja Dögg Frímannsdóttir með Kötu Orradóttur, tæplega ellefu mánaða, og Lára Sóley Jóhannsdóttir með Huldu Margréti Hjaltadóttur, rúmlega sex mánaða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.