Morgunblaðið - 23.08.2013, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 23.08.2013, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013 LOKADAGAR Komdu og gerðu frábær kaup! LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK / SKEIFAN 11 VERSLANIR UM LAND ALLT Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is V ið Árni Már Erlingsson erum búin að vinna svo- lítið saman á síðustu ár- um, ég hef hjálpað hon- um að setja upp sýningar og við höfum verið saman í listagrúppunni Félag, forlag og fleira. Árni er einn af stofnefndum Festisvalls-hátíðarinnar ásamt Sig- urði Atla Sigurðssyni,“ segir Sig- urrós Eiðsdóttir, nemandi við mynd- listardeild Goldsmith-háskólans í London, en hún verður með nokkur verk til sýningar á Festisvalli sem fer fram á morgun í Artíma galleríi. Listrænt eðli frá föður „Fyrsta hátíðin fór fram fyrir fjórum árum og þær hafa allar verið haldnar í Reykjavík fyrir utan eina sem fór fram í Leipzig þar sem Árni Már vinnur sem listamaður,“ segir Sigurrós. Hún hefur lokið fyrsta árinu af fjórum í námi sínu í London en myndlistardeild Goldsmith- háskóla er ein sú besta í Bretlandi. „Ég vinn mest með texta og ljós- myndir. Ég finn það síðan yfirleitt bara út á síðustu stundu hvað það er sem ég vil sýna á hverri sýningu fyrir sig. Ég er til að mynda ekki ennþá búin að finna það út hvað ég ætla að sýna á Festisvalli. Ég er að fara að sækja filmur úr framköllun sem ég vonast til að geta unnið með. Það eru ljósmyndir sem ég hef tekið síðasta hálfa árið. Ég hef einnig gaman af því að vinna með tungumál, til að mynda hvernig íslenska þýðist yfir á ensku. Ég hef unnið með að beinþýða íslenska brandara yfir á ensku en þá líta þeir oft á tíðum mjög furðulega út. Ég hef því mjög gaman af því að vinna með alls konar orðagrín,“ segir Sigurrós. Hún kveður dvöl sína í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa mótað sig að einhverju leyti sem listamann. „Ég var með mjög góðan mynd- listarkennara í MH, Louise Harris. Hún hjálpaði mér einmitt mikið með umsóknina inn í Goldsmith og mælti mikið með þeim skóla. Annars held ég að ég fái mitt listræna eðli að mestu leyti frá föður mínum, hann er nokkuð listrænn. Ég man eftir því að hafa verið að skoða teikniblokkirnar hans þegar ég var yngri og langað að teikna eins og hann. Svo fór ég reyndar út í eitthvað allt annað, ég teikna og mála lítið nú orðið,“ segir Sigurrós. Ábyrgðin mikil í Goldsmith Í verkum Sigurrósar má gjarn- an finna ýmsa ádeilu og segir hún margt spila þar inn í. „Ég er mikill femínisti og verk mín hafa oft á tíðum verið lituð af því. Ég hef unnið mikið með tímarit og hvernig kvenlíkaminn er birtur þar í fáránlegri mynd. Síðasta árið í Goldsmith hef ég reyndar verið mik- ið að vinna með kaldhæðni og tungu- mál. Í lokasýningunni minni var ég til dæmis með tvö verk. Annað þeirra var nokkuð gróf ljósmynd af róna sem býr í götunni minni sem ég lét prenta á mjög viðkvæmt efni til að skapa ákveðna andstæðu. Ég blanda mikið saman textum og ljósmyndum og vinn þannig með blandaða tækni. Ég er ekki hrifin af því að gera bara eitthvað eitt og sér, teikna, mála eða taka ljósmyndir,“ segir hún. Hún segir námið í London talsvert frá- brugðið því sem hún hefur vanist hérna heima og að ábyrgð nemand- ans sé meiri. „Það eru kannski fjörutíu mis- munandi vinnusmiðjur og ef mann langar að læra að gera eitthvað ákveðið þarf maður bara að sjá til þess sjálfur að maður fari. Annars er ég bara fjóra daga vikunnar í stúd- íóplássinu mínu að vinna að því sem ég vil skapa. Við hittum kennarann einu sinni til tvisvar á önn til að tjá henni hverju við erum að vinna að og af hverju. Svo erum við með yfirferð einu sinni á önn og þá þarf hver og einn að útskýra fyrir stærri hópi hvers vegna viðkomandi sé að gera það sem hann er að gera. Þá er mað- ur svolítið berskjaldaður hvað gagn- rýni varðar en það er allt bara upp- byggilegt,“ segir hún. Mikið um að vera í London Meðal þeirra sem hafa numið við listadeild Goldsmith-háskólans eru þeir Damien Hirst, Lucien Freud og Steve McQueen og segir Sigurrós gaman að fá að feta í fót- spor þeirra. „Einn dag í viku förum við á milli listasafna og lærum að gagn- rýna list og listamenn. Margir lista- menn sem koma úr Goldsmith eru mjög bitrir yfir því að hafa ekki náð jafnlangt og þessir tilteknu lista- menn. Það er samt bara mjög gaman Blandar saman ljósmyndum og lýrík Festisvall er árlegur viðburður þar sem mynd- og tónlistarmenn sýna verk sín. Sig- urrós Eiðsdóttir, listnemi í Goldsmith-háskólanum í London, er ein þeirra sem eiga verk á sýningunni en hún segir talsverðan mun á listaflórunni hér heima og úti. Listaverk Sigurrós reynir oft að nota andstæður í verkum sínum. Í hljómsveitinni Bad Days eru miklir gleðipinnar en hljómsveitin spilar svokallaða indí-popp-þjóðlagatónlist. Hún mun koma fram í tvígang á morgun á Menningarnótt. Fyrri tón- leikarnir verða kl 18.20 í Víkinni, Sjó- minjasafninu í Reykjavík, en seinni tónleikarnir verða kl. 20.30 í hvalaskoðunarbátnum Christinu sem stendur við Café Haiti við höfnina. Meðlimir eru Eyvindur Karlsson, sem sér um söng og gítarspil, Hallur Guð- mundsson plokkar bassann, Guðjón Guðjónsson lemur húðir, Símon Hjaltason leikur á mandólín og raf- magnsgítar og Hjalti Stefán Krist- jánsson sér um restina. Vefsíðan www.reverbnation.com/baddaysmusic Ljósmynd/Hjalti St. Kristjánsson Bad Days Sprelligosarnir í hljómsveitinni njóta þess að spila saman. Spila á hvalaskoðunarbáti Skemmtileg dagskrá verður á morg- un á Menningarnótt í IÐU við Lækj- argötu. Kl. 16-18 ætlar Helgi Einars- son götulistamaður og graffari að skapa verk fyrir framan verslunina og allir geta fylgst með ferlinu. Kl. 16 mun Guðjón Ragnar Jónasson þýð- andi lesa úr bókinni Mennirnir með bleika þríhyrninginn, bók um líf sam- kynhneigðra í fangabúðum nasista. Kl. 18 spilar Soffía Björg angur- væra þjóðlagaskotna popptónlist sem hittir beint í hjartastað. Kl. 18.45 spilar tónlistarmaðurinn Einar Lövdahl efni af nýútgefinni plötu sinni, Tímar án ráða. Endilega … … njótið graffs og söngs Morgunblaðið/Eggert Einar Lövdahl Spilar á morgun. Í dag kl. 18 verður fyrri sýningin á dansviðburðinum SCAPE of GRACE í Listasafni Íslands í Hafnarhúsinu. Fólkið á bak við SCAPE of GRACE eru þau Hallvarður Ásgeirsson og Saga Sigurðardóttir. Þau vinna m.a. út frá sambandi tónlistar og líkama. Þau sem koma að verkinu með þeim eru: Katrín Gunnarsdóttir, Kristinn Guð- mundsson, Sigurður Arent Jónsson, Védís Kjartansdóttir, Alexander Roberts, Ásgerður Gunnarsdóttir og Elsa María Blöndal. Seinni sýningin verður á sunnudag kl. 18. Dansviðburður í dag á Reykjavík Dance Festival Samband tónlistar og líkama Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.