Morgunblaðið - 23.08.2013, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 23.08.2013, Qupperneq 23
Blokkin og marningurinn, sem unn- in er úr beinagarðinum eru fryst og m.a. notuð til að móta fiskiborgara og -buff í verksmiðjum erlendis. Til stendur að framleiðsla á slíkri vöru hefjist hjá fyrirtækinu innan tíðar. Hnakki og sporður eru flokk- aðir og pakkað eftir stærð í pappa- kassa. Þurrís er bætt í kassana og fiskurinn er fluttur ferskur úr landi á hverjum degi. Kílóverðið á stærstu hnökkunum er álíka hátt eða jafnvel hærra en á bestu nauta- lundum, að sögn Hreiðars. Og ekkert fer til spillis. Haus- arnir eru hertir og seldir á Níger- íumarkað, roðið er selt til fram- leiðslu dýrafóðurs og það sama gildir um beinin sem finnast í marn- ingnum. Nýtingin er 100%. „Þessi mikla nýting er ein mesta breytingin sem ég hef séð á þessum rúmu 30 árum sem ég hef unnið í fiski,“ segir Hreiðar. „Hér nýtum við bókstaflega allt.“ Morgunblaðið/Eggert Reynsla og þekking Hreiðar Áskelsson gæðastjóri hefur starfað hjá HB Granda og forverum fyrirtækisins í 33 ár. Morgunblaðið/Eggert Þorskur á þurru landi Þetta þorskflak var skorið niður með vatnsbunu. 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Einverjum gæti þótt það hafa verið í gær sem þeir sigldu síðast með Akraborginni, en reyndar eru rúm 15 ár síðan þetta sögu- fræga skip hætti farþegasigl- ingum og fékk nýtt hlutverk. Akraborgin, eða Boggan eins og sumir vildu kalla skipið, sigldi á milli Reykjavíkur og Akraness, en ferðir hennar lögð- ust af með tilkomu Hvalfjarðar- ganganna árið 1998. Nú heitir Akraborgin Sæbjörg og gegnir hlutverki skólaskips Slysavarna- skóla sjómanna, eftir að miklar breytingar höfðu verið gerðar á skipinu. Akraborgin var rekin af hlutafélaginu Skallagrími og stytti leiðina á milli Suður- og Vesturlands um klukkustund og var góður valkostur fyrir þá sem ekki höfðu hug á að aka fyrir Hvalfjörð. Sú Akraborg sem hætti sigl- ingum árið 1998 var þriðja skipið í röð sem bar þetta rómaða nafn. Ferðir Akraborgar hófust árið 1956 með nýju skipi. Það sigldi til ársins 1974, en þá var tekið í notkun stærra skip sem einnig rúmaði bíla og var fyrsta bílferj- an hér á landi. Síðasta Akraborg- in var síðan í siglingum frá árinu 1982 og til loka ferðanna. Hún gat flutt allt að 350 þúsund far- þega og 100 þúsund bíla á ári. Búin stöðugleikauggum Fyrir tíma Akraborgarinnar sigldu önnur skip þessa leið, gufuskipið Faxi var þeirra fyrst en það sigldi á milli þéttbýlis- staða við Faxaflóa frá árinu 1891 og nokkrum árum síðar voru siglingar á milli Reykjavíkur, Borgarness og Akraness orðnar nokkuð reglulegar. Margir farþegar Akraborg- arinnar tengdu ferðirnar gjarn- an við velting og sjóveiki, en Akraborgin sem síðast var í sigl- ingum var búin stöðugleika- uggum sem áttu að koma í veg fyrir hliðarvelting. Það skip var 887 tonn, gat flutt allt að 75 bíla og 400 farþega í þremur far- þegasölum. Akraborgin var kvödd með viðhöfn í Akraneshöfn að kvöldi dags 10. júlí 1998 er hún kom að bryggju eftir sína síðustu ferð. Skipið var fánum prýtt og var hvert sæti skipað. Fimmtán ár eru síðan Akraborgin hætti siglingum Morgunblaðið/Árni Sæberg Akraborgin Margir kvöddu hana við bryggju á Akranesi eftir síðustu ferðina 10. júlí 1998, en Hvalfjarðargöngin voru opnuð næsta dag. Lögð af þegar göng voru opnuð Eva Laufey Kjaran Her- mannsdóttir er fædd og uppalin á Akranesi og hefur lengstum verið búsett þar. Hún segir nándina í samfélaginu, útivistarmöguleika og fólkið í bænum helstu kostina við bæinn. „Hérna er allt við höndina og svo búa líka flestir í fjölskyldunni minni hérna,“ segir Eva. „Þetta er sérstaklega fjöl- skylduvænt samfélag.“ Eva heldur úti vinsælu matar- bloggi og er þessa dagana að leggja lokahönd á matreiðslubók sem mun koma út fyrir jólin. Spurð að því hvort í henni megi finna einhverja sérrétti Skaga- manna segir hún það ekki fjarri lagi, því að hluti uppskriftanna komi frá ömmu hennar á Akra- nesi. „Þarna verða mjög fjöl- breyttar uppskriftir, til dæmis að réttum sem hafa verið mikið eld- aðir í fjölskyldunni minni. Ég legg áherslu á ódýran heim- ilismat, einfaldar og auðveldar uppskriftir,“ segir Eva. Uppáhaldsstaðurinn Akrafjallið Hún segir möguleika til útivist- ar og íþrótta nánast ótæmandi á Skaganum. Þar sé eitthvað fyrir alla sem vilji lifa heilbrigðu lífi. „Akranes er eins og ein stór úti- vistarperla. Langisandur er eitt dæmi, svo erum við með góðan golfvöll og skógræktin okkar er einstök. En ef ég á að nefna einn uppáhaldsstað, þá er það Akra- fjallið sem ég geng oft upp á.“ annalilja@mbl.is Fjölskylduvæn útivistarperla Morgunblaðið/Kristinn Sérréttir af Skaganum Eva Lauf- ey Kjaran vinnur þessa dagana að matreiðslubók þar sem m.a. verða uppskriftir frá ömmu hennar á Akranesi. Eva segir óþrjótandi möguleika til útvistar á Akranesi.  Næst liggur leiðin í Borg- arnes og verður fjallað um líf og störf þar á morgun. Á morgun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.