Morgunblaðið - 23.08.2013, Side 27

Morgunblaðið - 23.08.2013, Side 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013 Sérsmíðaðar baðlausnir Speglar • Gler • Hert gler Öryggisgler • Litað gler • Bílspeglar Sandblástur • Álprófílar Máltöku- og uppsetningaþjónusta Við leggjum metnað okkar í að bjóða sérhæfðar og vandaðar lausnir á baðherbergi. Við bjóðum upp á sérsmíðaða spegla, sturtuklefa og sturtu-skilrúm. Þá erum við komnir með nýja útgáfu af ljósaspeglunum okkar vinsælu. Á nýrri heimasíðu okkar glerslipun.is er gott yfirlit yfir það sem er í boði. Auk þess bjóðum við alla velkomna í Vatnagarða 12 þar sem fagfólk veitir góða þjónustu og allar þær upplýsingar sem þarf. Vatnagarðar 12 | Sími 588 5151 | Fax 588 5152 | glerslipun.isSTOFNAÐ 1922 idex.is - sími 412 1700 framl.- sölu- og þjónustuaðili Schüco á Íslandi - merkt framleiðsla • Íslensk framleiðsla, framleitt af Idex álgluggum ehf. • Hágæða álprófílkerfi frá Schüco • Schüco tryggir lausnir og gæði • Þekking og þjónusta • Áralöng reynsla Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga ÁLGLUGGAR - þegar gæðin skipta máli www.schueco.is Þessi fagurgræni og myndarlegi afríski bolafroskur lét fara vel um sig á vigtinni í dýragarðinum í Lundúnum á miðvikudag en þá fór fram árleg mæling íbúa garðsins. Dýrin stór og smá eru vigtuð og stærð þeirra skrásett en upplýsingunum er deilt með dýragörðum út um all- an heim. Tilgangurinn er öðrum þræði að gera görð- unum kleift að bera saman upplýsingar og gögn um þúsundir dýra í útrýmingarhættu. holmfridur@mbl.is Árleg mæling íbúa í dýragarðinum í Lundúnum AFP Áhyggju- og streitulaus á vigtinni Réttarhöld hófust í gær yfir Bo Xilai, fyrrverandi leiðtoga komm- únistaflokksins í stórborginni Chongquing í Kína, en hann hefur verið ákærður fyrir mútuþægni og fjárdrátt og fyrir að hafa misbeitt valdi sínu til að hylma yfir morðið á breska kaupsýslumanninum Neil Heywood, sem kona Bos, Gu Kailai, var dæmd fyrir í fyrra. Bo, sem hefur ekki sést opinber- lega í 18 mánuði, neitaði sök og sagði m.a. vitnisburð konu sinnar hlægi- legan. Hann tók fyrir að hafa þegið mútur að upphæð 1,1 milljón júön frá kaupsýslu- manninum Tang Xiaolin og bar því við að hann hefði játað gegn vilja sínum við yfir- heyrslur. Þá sagði hann rangt að hann hefði þegið fjármuni og gjafir að andvirði 20,7 milljón júön, þar á meðal villu í suðurhluta Frakklands, frá Xu Ming, stjórnarformanni fyrirtækja- samsteypunnar Shide Group. Mál Bos hefur vakið gríðarlega at- hygli í Kína en hann var áður ein af vonarstjörnum kommúnistaflokks- ins og átti m.a. sæti í stjórnmálaráði flokksins, æðstu valdastofnun hans. Búist var við að hann yrði skipaður í fastanefnd ráðsins, sem tekur allar lykilákvarðanir í kínverskum stjórn- málum. Á ferli sínum vakti Bo athygli fyr- ir viðleitni sína til að endurvekja hefðir frá stjórnartíð Mao en hann sendi m.a. embættismenn til starfa í sveitum landsins og skikkaði verka- fólk til að syngja byltingarsöngva. Þverneitaði sakargiftum  Réttarhöld hefjast yfir vonarstjörnu kommúnistaflokks- ins, Bo Xilai  Ásakaður um mútuþægni og yfirhylmingu Bo Xilai Nýendurkjörinn forseti Zimbabwe, Robert Mugabe, sór embættiseið frammi fyrir þúsundum fagnandi stuðningsmanna í gær. Fylgismenn mótframbjóðanda hans, Morgans Tsvangirais, halda því fram að kosningarnar hafi verið ólögmætar og sagði William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, í gær að hann teldi að sjálfstæð rannsókn á ásökunum um kosningasvik þyrfti að fara fram til að úrslit kosninganna gætu talist trúverðug. „Það liggja fyrir áreiðanlegar sannanir fyrir því að þessar kosningar hafi ekki upp- fyllt viðmið Þróunarsambands ríkja í suðurhluta Afríku né zimbabwesk kosningalög,“ sagði í yfirlýsingu frá ráðherranum. Í innsetningarræðu sinni kallaði Mugabe vestræn ríki sem gagn- rýndu kosningar landsins „ógeðsleg“ og sagðist harma „siðferðilega var- mennsku“ þeirra. Harmar „siðferði- lega varmennsku“  Róbert Mugabe sór embættiseið AFP Forseti Morgan Tsvangirai hefur ásakað Mugabe um stórfelld kosningasvik.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.