Morgunblaðið - 23.08.2013, Síða 35

Morgunblaðið - 23.08.2013, Síða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013 eru þar sem þú ert kominn og enn fjölgar. Takk fyrir allt og megi sá sem öllu ræður styrkja fjölskyldu þína á þessum erfiðu stundum. Rafn Haraldsson. Elsku afi, nú er myndin af okk- ur saman á náttborðinu mínu; ég með víkingahatt, alveg pínulítil, og þú heldur á mér skælbrosandi, svo er hárlokkurinn minn á myndinni, fyrsta klippingin mín. Þú komst alltaf á hverja einustu ballettsýningu hjá mér og mér fannst svo gaman að hafa þig og ömmu að horfa á mig. Þér fannst alltaf mjög skemmtilegt að fara í sveitina og keyra á rauða trak- tornum þínum og slá grasið og ég fór oft á traktorinn með þér og keyrði. Ég hlustaði líka á þína síðustu andardrætti og hugsaði: „Afi Bjössi hefur örugglega átt gott líf.“ Elsku afi, þú varst mjög góður afi og ég elska þig mjög mikið, þú verður ávallt í mínu hjarta, elsku afi minn. Þín Andrea Marín. Elsku afi minn. Ég man þegar ég kom til ykkar ömmu á Grenó, þar fékk maður alltaf súkku- laðiköku, pönnukökur og kakó- malt. Amma er alltaf að gefa manni eitthvert gotterí. Núna þegar ég fer til ömmu þá hugsa ég alltaf um þig og hvað það var alltaf gaman hjá okkur. Þú áttir þinn sérstaka stól og þegar ég horfi á hann þá sé ég þig alltaf. Ég elska þig af öllu mínu hjarta, þú varst og ert besti afi í öllum heiminum. Þú elskaðir Mombasa og vildir alltaf vera þar. Alltaf þegar pabbi kom til þín þá spurð- ir þú: „Hvað segir Thelman mín gott?“ Alltaf þegar við komum í fiskibollur þá hljóp ég beint til þín og kyssti þig og knúsaði, svo vildi ég alltaf sitja hjá afa, það var best. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Hvíldu í friði. Þín afastelpa, Thelma Karen Halldórsdóttir. Hinn 7. ágúst 1994 lést afi Haraldur. Þá tóku afi Bjössi og amma Áslaug á móti okkur systk- inunum, hugguðu okkur og hjálp- uðu okkur að setja niður á blað minningar um afa. Núna 19 árum síðar á sama degi kvaddi afi Bjössi. Ég á ótrúlega margar góðar minningar um afa, minn- ingar sem ég mun lifa á alla tíð. Hann og María Dís voru orðnir svo góðir vinir og Katla Margrét náði að kúra aðeins hjá langafa líka en það þakka ég mikið fyrir. Hlakka til að segja henni frá langafa Bjössa þegar hún verður eldri. Tómatar minna mig alltaf svo á afa, hann var svo oft með tóm- atdjús, tómatsúpu eða bara tóm- ata á brauð. Man svo vel eftir því líka þegar ég var lítil og afi kenndi mér að borða tómata. Mér fannst þeir alltaf vondir en hann kenndi mér trikk að borða bara utan af þeim en ekki gumsið inni í, þá yrðu þeir betri með tíman- um. Í dag elska ég tómata og gumsið líka. Það er margt sem hann hefur kennt mér en eitt sem tókst ekki. Þegar ég var yngri með afa og ömmu í Mombasa reyndi afi að kenna mér grunn- atriðin í golfi. Ég var bara rosa- lega léleg að ná tökum á kylfunni. Hann reyndi heila helgi en svo gáfumst við upp. Ég er bara ekki golfari, ekki enn að minnsta kosti. Afi og amma hafa gert svo mikið skemmtilegt saman og okkur unga fólkinu finnst svo ótrúlegt hvað þau muna eftir öllu sem þau hafa gert. Það er fátt skemmtilegra en að fara á Greni- melinn eða í Mombasa og spjalla við þau og fá að heyra sögur. Hvert einasta smáatriði fylgir sögunum og svo sér maður þau horfa hvort á annað og brosa við þessar endurminningar. Ég mun sakna þess að fá að heyra sög- urnar hans afa en ég á vonandi eftir að heyra ennþá sögur frá ömmu og ég treysti því að hann hvísli að henni þeim smáatriðum sem hún gleymir. Þegar ég var lítil var ég alltaf eina prinsessan hans afa. Fyrsta barnið hans var mamma, svo komu sex strákar og fyrsta barnabarnið, Bjössi bróðir, en svo kom ég. Loksins kom stelpa og hann sagði mér oft frá því hvað hann var glaður. Með ár- unum eignaðist hann svo margar fleiri prinsessur og hann passaði upp á það að við værum allar prinsessurnar hans. Það var ekki sjaldan sem ég kúrði á afabumbu þegar ég var í heimsókn á Greni- melnum sem barn og svo sá ég hinar afastelpurnar og Maríu Dís langafastelpu gera það sama al- veg þar til hann fór. Afi lét mig alltaf vita reglulega hvað hann væri stoltur af mér en stoltastur var hann held ég af því að ég skyldi gera hann að lang- afa. Síðasta kvöldið hans fórum við Elín systir í heimsókn til hans á spítalann og tókum Kötlu Mar- gréti þriggja mánaða með. Hann var ekki alveg með fulla vitund en náði samt að brosa til hennar og segja „er hún komin að heim- sækja langafa“ og svo sagðist hann elska okkur systur. Þessi stutta stund sem við vorum hjá honum, þetta kvöld, mun aldrei gleymast. Ég sakna þín svo mikið elsku afi minn, takk fyrir allt. Ég elska þig. Áslaug María Rafnsdóttir. Mínir vinir fara fjöld feigðin þessa heimtar köld. Langlífir menn hafa haft á orði að gaman væri að lifa langan dag, en víst er um það að ellin er mörgum manni grimm; og þarf svo sem ekki háa elli til. En víst er um það að ellina bera menn misjafnlega. Sumir með þeim hætti sem þeir kasti ellibelgnum með öllu – en þeir eru því miður færri. Undirritaður hefir orðið fyrir því að úr hans röðum hafa gengið fyrir ætternisstapann ýmsir val- inkunnir menn sem mikill sjón- arsviptir er að. Brottför vinar míns Björns Björnssonar knúði ekki með þeim hætti hurða, að hann væri saddur lífdaga. Þegar við áttum síðasta tal saman að marki á Einimel, virtist hann fullur lífsorku og áhuga um fram- tíðina. Björn átti góða fjölskyldu, fjölda myndarlegra barna og hina kraftmestu eiginkonu, Ás- laugu H. Kjartansson, og töldu margir jafnræði með þeim hjón- um um öflugt hjónaband og bú- rekstur. Björn starfaði lengi á vegum Vífilfells við bifreiðaakstur, en lungann úr starfsævinni starfaði hann við bifreiðaakstur hjá Landsbanka Íslands. Þar bar fundum okkar fyrst saman og varð úr órofa vinátta og gagn- kvæmur skilningur, svo aldrei bar skugga á. Og er nú lokið hinni síðustu skötuveizlu á Einimel 9, þar sem angan og yndi fóru saman og menn blótuðu hinn helga Þorlák að gömlum sið og Björn var hrók- ur alls fagnaðar. Líf mitt hefði orðið snöggtum fátæklegra ef leiðir okkar Björns hefðu ekki legið saman. Ég kveð nú þennan einkavin minn með söknuði og óskum um velfarnað á nýjum brautum. Fjölskyldu hans sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur. Sverrir Hermannsson. Áslaug og Bjössi, eining, sem varla var hægt að slíta, en það hefur þó átt sér stað. Vonandi hittast þau síðar á enn betri stað. Björn, sem við leyfum okkur að kalla vin okkar, höfum við þekkt í nokkra áratugi og Ás- laugu konu hans svipað og notið gestrisni þeirra og elskulegheita. Þau voru ótrúlega samhent um alla hluti og aldrei heyrði ég illa talað um nokkra manneskju, þar sem þau voru. Þorrablótin, sem Áslaug hélt manni sínum og gest- um, voru þannig að þau gleymast aldrei og virðingin og ástúðin sem alltaf mætti manni þar sem þau voru, var innileg og hlý. Við þökkum góð kynni og sendum Áslaugu og hópnum þeirra okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Ásdís og Gunnar Waage. Og dagurinn leið í djúpið vestur, og Dauðinn kom inn til þín. Þú lokaðir augunum – andartak sem ofbirta glepti þér sýn. Og um varir þér brá fyrir brosi þeirra, sem bíða í myrkrinu og þrá daginn, – og sólina allt í einu í austrinu rísa sjá. (Tómas Guðmundsson) Í dag er til moldar borinn góð- ur vinur og viljum við minnast hans með örfáum orðum. Fyrstu kynni okkar voru í Vesturbænum í Reykjavík og Melaskólanum um miðja síðustu öld. Öld sakleysis, eftirvæntinga og uppbyggingar í íslensku þjóð- félagi. Þegar Bjössa er minnst kemur fyrst upp í hugann minning um glaðværan og ærslafenginn ein- stakling, traustan og einlægan. Á yngri árum var hann í siglingum og síðar rak hann eigin iðnfyr- irtæki og flutningafyrirtæki ásamt eiginkonu sinni í mörg ár. Hann hafði yndi af ferðalögum og áttum við þess kost að ferðast með þeim hjónum til London, Flórída og Brasilíu. Golf var eitt af áhugamálum Bjössa og var hann vel liðtækur golfari. Eitt sinn vorum við stödd í verslun við Armand Circle í Sara- sota með glæsilegt framboð á fatnaði fyrir golfáhugamenn. Meðal þess sem var á boðstólum voru grænir jakkar með bróder- ingu í brjóstvasa. „Þetta er jakkinn sem mig vantar og best að fara inn að máta.“ Þá var farið inn og mátað á staðnum, Bjössi ákvað að kaupa jakka sem fór afar vel og klædd- ist, án þess að þurfa að sigra á einu af stórmótum atvinnugolf- ara, (PGA). Þannig gat Bjössi skartað fallegum grænum jakka þegar mætt var til leiks á Bobby Jones golfvellinum í Sarasota, ásamt gestgjafanum Sigurjóni Helgasyni, skipstjóra og öðlingi frá Stykkishólmi. Einnig er minnisstætt þegar við keyptum risahumarinn á Copacabana ströndinni í Río de Janeiro. Þar voru nokkrir fiski- menn að koma úr róðri fyrir utan Río Palace hótelið sem við bjugg- um á. Humarinn varð auðvitað aðalnúmerið í glæsiveislu sem forréttur fyrir sex manns sama kvöldið. Það var sjálfur yfir- matreiðslumaður hótelsins sem sá um þá veislu. Bjössi naut þess að gleðjast með vinum sínum og hafði áhuga fyrir velgengni þeirra. Hann hafði lifandi áhuga fyrir umhverfi sínu og öllu sem til framfara horfði fyrir land og þjóð. Þannig gat hann ávallt tekið þátt í um- ræðum og var vel inni í málum og tillögugóður. Bóndadagur á Þorra var hald- inn hjá þeim hjónum sl. 40 ár og voru þá haldin blót með ljúffeng- um íslenskum mat og tilheyrandi veigum á heimili þeirra hjóna. 40 til 50 manna blót voru algeng, sér í lagi þegar fjölskylda þeirra stækkaði. Það er mikið mál að halda slíkar veislur en þar hefur samheldni þeirra hjóna, kraftur húsmóðurinnar og frábær matar- gerð farið vel saman. Það var alltaf spennandi að vera boðinn til þeirra hjóna í sælureitinn á Syðri Reykjum, Mombasa og eiga notalega kvöld- stund, njóta margrétta kvöld- verðar með þeim eða fleiri vinum. Nú þegar komið er að kveðju- stund, viljum við þakka allar þær góðu stundir sem við höfum notið með góðum dreng. Við færum Áslaugu, börnum þeirra og fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Björns Björnssonar. Þórdís og Haukur. Sameiginlegur vinur okkar hjóna, Björn Björnsson eða Bjössi eins og hann var kallaður, er látinn. Þegar við minnumst hans kemur í hugann rólegur, hnyttinn og fjölfróður maður um menn og málefni. Bjössi var gæfumaður í einkalífi með sína góðu og dugmiklu konu, Áslaugu, og börnin sér við hlið. Heimili þeirra hjóna á Grenimel, þar sem þau tóku á móti gestum með miklum höfðingsskap, var alltaf glæsilegt. Þar undi Bjössi sér í stólnum sínum með viskí í glasi, sagði sögur og var húsbóndi á sínu heimili en Áslaug sá um mat- argerðina af myndarskap. Þeirra aðalsælureitur var sumarhúsið á Syðri-Reykjum þar sem þau undu sér best með stórfjölskyld- unni og vinum. Það verður tóm- legra núna hjá okkur vinum hans þegar við njótum ekki nærveru hans og skemmtilegra sögu- stunda. Að leiðarlokum þökkum við honum samfylgdina. Kærri vin- konu okkar, Áslaugu, og fjöl- skyldu sendum við hjónin innileg- ar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Bjössa. Kristinn og Björk. Það er erfitt að finna réttu orð- in til að kveðja góðan vin, hann Bjössa, eftir meira en hálfrar ald- ar kynni og vináttu. Bjössi var mjög yfirvegaður og ljúfur mað- ur. Enginn er jú eilífur þótt við viljum ekki trúa að okkar nán- ustu hverfi á braut. Elsku besta vinkona mín, hún Áslaug, giftist Bjössa sínum ung að aldri og upp frá því var það ætíð „Áslaug og Bjössi“ í öllum tilvikum. Ætíð hefur mér verið tekið sem einni af fjölskyldunni. Við áttum óteljandi ógleymanlegar samverustundir hvort sem var á Grenimelnum eða í sumarhúsi þeirra Mombasa, sem var mesti sælureitur Bjössa. Þar spilaði hann á kvöldin íslenska diska, en einn af hans uppáhaldsdiskum var með Helga Björns og var hann mikið spilaður. Margar voru ánægjulegar utanlandsferð- irnar með þeim hjónunum og systur minni og var hann ótrú- lega þolinmóður að umgangast okkur þrjár kellurnar. Ein slík ferð var fyrirhuguð til Portúgals, en Portúgal var honum kær. Bjössa verður sárt saknað hvort sem er heima eða að heiman. Ég kveð þig, elsku Bjössi minn, með miklum söknuði. Guð blessi Áslaugu, börnin þeirra, barnabörn og barnabarnabörn. Kveðja, Bergljót (Begga). HINSTA KVEÐJA Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (23. Davíðssálmur) Kristján, Guðrún, Guðni og Arna María. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Hver minning er dýrmæt perla. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn, ég elska þig og mun ávallt geyma þig í hjarta mínu. Þinn sonur, Ingi Þór Stefánsson. Leiðir okkar Stefáns Þórs lágu fyrst saman árið 2005 í gegnum viðskipti, en Stebbi var umsvifa- mikill í innflutningi og sölu á byggingalausnum og byggingar- efni frá baltnesku löndunum til Íslands. Kynni okkar leiddu smám saman til góðrar vináttu. Þótt höf og lönd skildu að, héldum við ágætu sambandi og hittumst reglulega bæði hérlendis og er- lendis. Stebbi bjó og starfaði í Lett- landi og á ég margar góðar minn- ingar tengdar ferðum mínum og samstarfsmanna þangað út, þeg- Stefán Þór Ingason ✝ Stefán ÞórIngason fædd- ist í Reykjavík 11. september 1953. Hann andaðist á heimili sínu í Riga í Lettlandi 29. júlí 2013. Útför Stefáns Þórs fór fram 16. ágúst 2013. ar verið var að und- irbúa framleiðslu byggingalausna. Stebbi var laginn við að leysa úr vandamálum sem upp komu við dagleg störf enda bjó hann yfir góðri almennri þekkingu, var frem- ur bjartsýnn að eðl- isfari og hafði jafn- framt gott lag á að vinna með ólíku fólki. Við áttum oft innihaldsríkar og gefandi samræður um lífið og til- veruna. Hann ræddi líka við mig um stærsta fjársjóðinn sinn, börnin og barnabörnin norður á Akureyri og fann ég að þau skip- uðu stóran sess í huga hans og hjarta. Þegar við hittumst síðast fyrir nokkrum mánuðum síðan, var Stebbi orðinn veikur. Bjartsýnin var þó ríkjandi sem fyrr þó þrek hefði dvínað. Hann hafði áformað að koma heim til Íslands nú í byrj- un ágúst og leita sér lækninga. Hverfulleiki lífsins birtist okk- ur stundum napur og Stebbi kvaddi áður en til þessarar ferðar kom. Þá er aftur mikilvægt að muna, að þegar við kveðjum vini, standa minningarnar eftir sam- hliða góðum kynnum og þær ber að varðveita. Saga lífsins er sann- arlega að hryggjast og gleðjast, heilsast og kveðjast. Far í friði minn kæri vinur. Við sjáumst e.t.v. síðar. Kristine, börnum Stefáns og fjölskyldu votta ég mína dýpstu samúð. Aðalgeir Hólmsteinsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR frá Hömrum, lést á dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal mánudaginn 19. ágúst. Útför hennar fer fram frá Stóra-Vatnshorns- kirkju laugardaginn 24. ágúst kl. 14.00. Benedikta Guðjónsdóttir, Gunnar Hinriksson, Ólafur Guðjónsson, Jónas Guðjónsson, Áslaug Finnsdóttir, Sigrún Guðjónsdóttir, Björn H. Skúlason, Kristinn Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Lokað í dag, föstudaginn 23. ágúst, vegna útfarar vinar og samstarfsfélaga, ÞÓRHALLS ÞÓRS ALFREÐSSONAR. Vélfang ehf. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, móðursystir, amma og langamma, SVEINBJÖRG JÓNATANSDÓTTIR, Hvassaleiti 58, Reykjavík, lést miðvikudaginn 21. ágúst. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 30. ágúst kl. 15.00. Jónatan Ólafsson, Sigrún Sigurðardóttir, Loftur Ólafsson, Kristín Helga Björnsdóttir, Helga Torfadóttir, Anton Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðs- lógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birt- ingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.