Morgunblaðið - 23.08.2013, Page 38

Morgunblaðið - 23.08.2013, Page 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013 ✝ Þórhallur ÞórAlfreðsson fæddist í Reykjavík 30. september 1988. Hann lést af slysför- um 10. ágúst 2013. Foreldrar hans eru Alfreð Eyfjörð Þórsson, f. 1. júlí 1954, og Aðalheiður Þórhallsdóttir, f. 21. júní 1952. Þau eru bæði ættuð frá Akureyri. Systkini Þórhalls eru: Guðmundur Heiðar, f. 2. janúar 1969, sambýliskona hans er Sig- gerður Ólöf Sigurðardóttir, f. 25. desember 1963, hann á tvo syni. Berglind, f. 30. maí 1978, maki Sigurður E. Levy, f. 29. mars 1972, þau eiga tvö börn. Bryndís, f. 30. maí 1978, maki Styrmir Guðmundsson, f. 21. maí 1975, þau eiga fjórar dætur. Unnusta Þórhalls Þórs er Anna Sigríður Sig- urjónsdóttir, f. 1. maí 1990. Foreldrar hennar eru Margrét Sigmundsdóttir, f. 23. febrúar 1969, og Sigurjón Krist- ensen, f. 28. mars 1967, uppeldisfaðir Önnu Sigríðar er Árni V. Sveinsson, f. 24. desember 1957. Þórhallur Þór lauk grunn- skólaprófi frá Foldaskóla 2004. Hann stundaði nám í vélvirkjun við Vélskóla Íslands og Borg- arholtsskóla og vann við vél- virkjun, m.a. hjá Brimborg hf. en hjá Vélfangi ehf. frá árinu 2011 til dánardags. Útför Þórhalls Þórs fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 23. ágúst 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku litli bróðir minn er dá- inn. Það er fátt hægt að gera ann- að en að halda í þær góðu minn- ingar sem við eigum um þig, elsku Þórhallur. Efst í huga mér er þakklæti fyrir að hafa átt þennan yndislega og ljúfa dreng að bróður. Hann kom inn í líf okkar systra þegar við vorum tíu ára. Þú varst alltaf svo glaður og rólegur og af endalausri þolin- mæði leyfðir þú okkur að ves- enast með þig. „Lítill drengur ljós og fagur“ segir í texta lags Vilhjálms Vil- hjálmssonar, sem var spilað í fermingunni þinni og það minnir mig alltaf á þig. Ég man þegar þú komst með okkur Sigga í sveitina þrettán ára gamall og ég var svo ánægð með þig. Við tvö uppi á þaki að sópa og spjalla og þú alltaf glottandi út í annað. Aulahúmorinn tengdi okk- ur líka og við gátum alltaf hlegið saman. Síðastliðin þrjú ár höfum við varið meiri tíma saman en áður og mér þótti ótrúlega notalegt að þú baðst mig að koma með þér í leit að jakka og mamma sagði mér stuttu seinna að þú vildir óska að það væri styttra á milli okkar. Við náðum vel saman, þrátt fyrir aldursmuninn. Við áttum sameiginleg áhugamál, t.d. lík- amsrækt, og ég sem stóra systir leyfði mér að skipta mér af þér þegar mér fannst þú orðinn held- ur stór. Ég vildi þér allt það besta og mér fannst þú taka mark á mér. Þú varst samt alltaf svo flottur, sérstaklega þegar þú varst búinn að hafa þig til, glæsi- legur ungur maður. Þú varðst ótrúlega spenntur þegar við áttum von á Alfreð. Þú varst mikil barnagæla og sóttir í að vera með allri fjölskyldunni. Það kom strax í ljós þegar Sylvía fæddist og síðar Ásdís Heiða. Þú varst alltaf til í að passa. Þegar Alfreð litli mætti fór það ekki fram hjá neinum hvað þið tengd- ust sterkum böndum, þarna var lítill gaur á ferðinni með áhuga á vélum og tækjum eins og þú. Okkur Sigga þótti alltaf svo vænt um það þegar þið Anna hringduð og vilduð vera með börnunum. Þér leiddist nú ekki að fara með Alfreð á bílasýningar eða upp í vinnu til að skoða trak- tora og gröfur og þér þótti gaman hvað vinum þínum fannst þið líkir – að þú gætir átt hann. Ég leyfði þér að sjálfsögðu að eiga hlut í honum. Ég minnist þess líka hve glað- ur þú varðst þegar ég hringdi og bauð þér í stóðréttirnar. Þú varst næstum rokinn af stað áður en símtalinu lauk. Þið Anna mættuð til að skemmta ykkur og hjálpa okkur Sigga með börnin og allir voru með bros á vör. Í mars sl. áttum við saman skemmtilegt páskafrí á Akureyri og eyddum við miklum tíma í fjallinu. Okkur öllum fannst gaman að skíða heim að húsi, þú varst reyndar á bretti og ég hafði ekk- ert í þig. Þar sá ég vel keppn- isskapið í þér. Þarna fann ég líka að aldursmunurinn skipti ekki máli lengur og við vorum farin að hlakka til að eiga fleiri gæða- stundir með ykkur Önnu. Á einu augabragði er allt breytt og ég harma að fá ekki að hafa þig lengur í lífi okkar. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mér og skilur eftir þig yndislegar minningar sem munu hjálpa okk- ur í gegnum sorgina. Í huga okk- ar ertu alltaf brosandi og með stríðnisglampa í augum. Hvíl í friði elsku bróðir og vin- ur. Berglind Alfreðsdóttir og Sigurður E. Levy. Elsku bróðir. Ég man hvað ég var spennt þegar þú fæddist, ég prjónaði og saumaði á þig líkt og enginn væri morgundagurinn, skoðaði fína vagna og barnadót með mömmu. Flott varð það að vera fyrir prins- inn. Fallegur með brúnu augun þín, vær og góður fylltir þú hjörtu okkar allra. Afi okkar, nafni þinn, hann Þórhallur, kvaddi okkur um vorið og þú fæddist um haustið 1988. Þú hafðir mikla takta frá honum og varst gömul sál, minningin um hann lifði í þér. Aðeins rétt rúm- lega 1 árs gekkstu með hendur aftan við bak og studdir þig við dyrastafinn í eldhúsinu. Þú þurft- ir líka mikið að leggja þig á dag- inn, enda varstu einstaklega ró- legur og snemma varð Villi Vill þinn uppáhalds söngvari. Ég naut þess að passa þig, vera með þig í kerru, klæða þig í fín föt og labba um hverfið. Þú varst mikill kóngur og mjög upp með þér yfir fallega heimilinu okkar, það var þín höll og frá 3 ára aldri labbaðir þú um húsið með vinum þínum og sagðir þeim frá hverju rými. Þótt þú værir ró- legur kannaðir þú auðvitað hvernig hlutirnir virkuðu. Þá er mér minnisstætt þegar þú fylltir klósettið af handklæðum og sturtaðir niður þar til vatnið flaut yfir þröskuldinn, fram á gang og niður stigaopið. Þú stóðst þarna inni á baði alsæll á bleyju og auð- vitað í stígvélum. Bílakall varstu mikill og var fyrsta bílferðin farin 2 ára á Gamla Grána inni í Landmanna- laugum, bíl sem hefur fylgt þér síðan og þú hefur endurbyggt nánast frá grunni. Þú fórst alltaf þínar leiðir, hafðir ekki áhyggjur af upplifun annarra, varst góður við alla, gast verið með öllum og einstaklega barngóður. Þú varst í miklu uppá- haldi hjá börnum okkar systkina þinna og kölluðum við þig stund- um „Yngsta afa í heimi“. Þú varst líka mikill vinur vina okkar og fékkst snemma það hlutverk að vera ljósamaður og DJ í partíum eða um 4-5 ára aldur. Margir af þínum bestu vinum hafa fylgt þér síðan þú varst í leikskóla. Það var alltaf stíll yfir þér á unglingsárunum. Þér líkaði vel að klæða þig upp, halda partí í höll- inni og fannst ekki verra að taka limmósínu í bæinn á útskriftinni þinni. Fjölskyldan var þér mjög kær og þú hélst vel utan um hana, vildir að við værum mikið saman og færum saman í ferðalög. Þér þótti mjög gaman að fara norður og þá sérstaklega til Helga í Lundskóg enda var það mikið æv- intýri fyrir strák eins og þig. Þú varst lánsamur að kynnast yndislegri unnustu þinni, henni Önnu Siggu, og fjölskyldu henn- ar. Við munum hjálpast að, að gæta hvort annars fyrir þig. En fyrirvarinn var enginn og eftir sitjum við aðeins með dýrmætar minningar. Það er sárt að hafa ekki fengið að hafa þig lengur hjá okkur, að þú skyldir þurfa að kveðja svona ungur. Þú munt lifa í hjörtum okkar, barna okkar og allra sem fengu að kynnast þér. Svo mörg voru hjörtun sem þú snertir. Við reynum að leita huggunar, eigum margt gott fólk til að taka á móti þér og biðjum þau að halda í hönd þína og leiða þig á þessu ferðalagi. Lofaðu okk- ur að finna návist þína og hjálp- aðu okkur að skilja lífið og tilgang þess. Góða ferð, elsku bróðir. Bryndís. Nú komið er að kveðjustund, elsku Þórhallur Þór, þar sem þú varst fenginn í mikilvægt starf annars staðar, en minning þín mun vera með okkur. Þú svo lífs- glaður, svo fallegur, hlýr, skemmtilegur og brosmildur minnir okkur á að rækta það góða í okkur sjálfum, sjá það góða í öðrum og meta lífið, því enginn veit morgundaginn. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og átt með þér margar frábærar stundir á Akureyri, Lundskógi og víðar, þar sem ýmislegt alltaf skemmti- legt var gert. Samveran með þér og þínum núna um síðustu páska er ómet- anleg minning, og ætlunin var að hittast öll að ári liðnu. Ekkert okkar grunaði að það yrði án þín. Kæri frændi og vinur, enn og aftur þökkum við fyrir allt og allt, hvíl í friði. Þín minning er dýr- mæt perla, við elskum þig. Kveðja, Anna Katrín, Halldór og fjölskylda. Fregnin um andlát frænda okkar Þórhalls Þórs kom eins og þruma úr heiðskíru lofti sem við áttum erfitt með að trúa. Slys gera ekki boð á undan sér, ungur maður í blóma lífsins er hrifinn á brott, hann sem átti svo margt eftir að gera. Viljum við minnast hans með fáeinum orðum. Elsku Þórhallur, við viljum þakka þér fyrir þessi 24 ár sem við fengum að verða samferða. Þú myndarlegur stór og stæðilegur ungur maður, þú sem afrekaðir svo margt á þinni stuttu ævi. Alltaf varstu eitthvað að brasa allt frá því að þú gast haldið á skrúfjárni eða málningarpensli. Þú varst svo iðinn við að laga hlutina og fórst létt með það eins og sjá má á gamla Pajerójeppan- um sem þú gerðir upp. Þú varst mjög duglegur og átt- ir mörg áhugamál, varst í íshok- kíi, fjallaferðum, útilegum og átt- ir stóran vinahóp. Síðast en ekki síst var fjölskyldan þér kær og þú vildir sem oftast vera með. Elsku Anna, Addi, Heiða, Heiðar, Berglind og Bryndís, við sendum ykkur okkar innulegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að veita ykkur styrk í sorg- inni. Blessuð sé minning Þórhalls Þórs. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Örn, Mattý og fjölskylda. Laugardagurinn 10. ágúst var bjartur og fagur. Addi, Heiða og tengdapabbi komu í morgunkaffi hjá okkur ásamt góðum vinum að austan. Um morguninn var ákveðið að fara í bíltúr þar sem leið okkar lá á fiskidaginn mikla á Dalvík. Þar var mikið fjör og eftir smá stopp þar var ákveðið að nýta daginn og fara til Ólafsfjarðar og Siglufjarð- ar líka, sem við og gerðum. Á leið- inni var mikið spjallað eins og gengur og gerist þegar vinir koma saman, ekkert var verið að hlusta á fréttir þennan dag. Leið- in lá svo aftur á Dalvík þar sem við borðuðum kvöldmat því þar voru að byrja góðir tónleikar um kvöldið. Rétt eftir matinn hringdi síminn. Það var prestur í síman- um sem sagði að Þórhallur Þór hefði látist í bílslysi. Stutt er milli gleði og sorgar. Gat þetta verið? Hann sem var að verða 25 ára, búinn að læra vél- virkjun og kominn með yndislega kærustu. Hann sem átti allt lífið framundan. Hann sem var svo stór og sterkur með stórt hjarta, góður drengur sem vildi alltaf vera með fjölskyldunni og frænd- fólki þegar tækifæri gafst. Hann sem langaði svo að koma norður þessa helgi en vildi ekki skilja Önnu Sigríði kærustu sína eftir eina heima, þar sem hún var að vinna þessa helgi. Við vorum vön að hittast á hverju sumri með fjölskyldurnar okkar þegar Þórhallur var lítill og gera eitthvað skemmtilegt, t.d. fara erlendis eða í sumarbústað- inn okkar þar sem farið var á fjór- hjól eða í jeppaferðir og eitthvað brasað, en þann stað elskaði hann. Þegar hann var fyrir norð- an um páskana á skíðum með fjöl- skyldunni sinni og kærustu gerði hann sér ferð í Fnjóskadal til að horfa á bústaðinn. Jafnvel þótt hann vissi vel að við værum er- lendis fór hann engu að síður til að upplifa gamlar og góðar minn- ingar. Hann var okkur mjög kær og sagt er að þeir deyja ungir sem guðirnir elska, sem við getum ekki skilið því þú áttir lífið fram- undan. Við fylgdumst náið með þér á uppvaxtarárum þínum og erum þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með þér. Við kveðjum Þórhall Þór elskulegan frænda sem var öllum svo kær og biðjum góðan Guð að blessa Önnu kærustu hans, Adda og Heiðu, Heiðar, Beggu, Bryn- dísi og þeirra fjölskyldur. Helgi Þór, Jóna María, Harpa og Hildur. Við þökkum þér vinur, hin frá- bæru kynni. Minningarnar um Þórhall eru bara ljúfar og góðar, frá fyrstu kynnum er við hittum hann með henni Önnu Siggu okkar. Hann mætti með henni í afmæli hjá litlu frændunum hennar og í fjöl- skylduboðin hjá afa og ömmu og í fjölskylduferðirnar. Okkar síð- ustu samverustundir hér voru um verslunarmannahelgina, þar sem mikið var grillað og borðað, allir glaðir að leika saman. Við vorum 16, öll fjölskyldan okkar. Við munum geyma þær minningar í hjörtum okkar. Hugur okkar er hjá elsku stúlkunni okkar, unnustunni hans, foreldrum, systkinum, afa, frændfólkinu öllu og öðrum að- standendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður guð gefa ykkur styrk og frið. Minning um góðan dreng mun ætíð lifa með okkur. Afi og amma Önnu Siggu, Sigmundur og Anna. Kveðja frá Stjórn Íshokkí- deildar Bjarnarins Falli menn frá í blóma lífsins er það ávallt harmdauði. Björninn minnist Þórhalls Þórs Alfreðs- sonar með mikilli virðingu og þakklæti. Hann var stór og mikill á velli og sterkur persónuleiki enda vakti hann athygli þar sem hann fór. Þegar hann hóf að æfa ís- hokkí með Birninum árið 1998 kom það vel í ljós að líkamlegur styrkur hans var mikill og hent- aði vel í íþróttina. Fyrstu árin spilaði hann sem varnarjaxl undir leiðsögn Jan Stolpe heitins og Sergei Zack. Þegar hann hóf að spila með meistaraflokki þá spil- aði hann sem miðherji og væng- maður. Í gegnum árin á meðan hann spilaði með Birninum var hann liðtækur við þjálfun yngri flokka og hefur það verið ánægjulegt fyrir hann að sjá hluta þeirra drengja sem hann þjálfaði verða Íslandsmeistara með Birninum árið 2012. Hann fylgdist ávallt vel með framgangi Bjarnarins eftir að hann hætti að spila með meist- araflokki og dundaði annað slagið með Old Boys. Hafði hann orð á því að þetta yrði árið sem hann kæmi til baka og léki með Hún- unum. Það er með þakklæti og virð- ingu sem við kveðjum nú góðan félaga, Þórhall Þór Alfreðsson. Unnusta, foreldrar, systkini og ástvinir, hugur okkar og bænir eru hjá ykkur og sendum við okk- ar innilegustu samúðarkveðjur og þökkum við Þossa allt hans góða starf sem hann vann fyrir ís- hokkídeild Bjarnarins. Guð blessi og varðveiti minn- ingu Þórhalls Þórs Alfreðssonar. F.h. Stjórnar Íshokkídeildar Bjarnarins, Stefán Örn Þórisson. Þórhallur Þór Alfreðsson Ég man þegar ég var lítil stelpa á Reyðarfirði hvað ég var alltaf spennt að fá að fara í Öxl í sveitina til ömmu og afa á sumrin. Í sveitinni hjá ömmu og afa var margt spennandi að sjá og upp- lifa. Í Öxl var haldið í gamla tím- ann og ekki mikið hlaupið á eftir nýjungum. Allt sumarið var mik- ið af fólki í heimsókn í Öxl og margir dvöldu í langan tíma og aldrei var neinum neitað um gist- ingu hjá ömmu. Einnig var mikið af krökkum í sveitinni á sumrin sem þurftu að vinna en þar sem ég var afa- og ömmustelpa fékk ég að vera prinsessan á bænum og fékk að gera það sem mér Ingibjörg Bergmann Hjálmarsdóttir ✝ IngibjörgBergmann Hjálmarsdóttir fæddist á Blönduósi 20. janúar 1913. Hún andaðist á Heilbrigðisstofn- uninni á Blönduósi 1. ágúst 2013. Útför Ingibjarg- ar fór fram frá Þingeyrarkirkju 12. ágúst 2013. fannst skemmtileg- ast. Ég man þó eftir því að ég hjálpaði oft ömmu að leggja á borðið fyrir matinn og það varð að gera eftir settum reglum þar sem hver átti sín mataráhöld og ekki vinsælt hjá heimilis- fólkinu ef einhver fékk vitlausan gaff- al. Ég gaf einnig stundum köttunum og hænunum og svo vorum við amma stundum látnar standa fyrir hestunum þegar verið var að reka þá. Það var alltaf mikið líf og fjör í sveit- inni. Alltaf hafði amma tíma til að spila við mig, hún átti það líka til að spá fyrir gestum og gangandi, bæði í spil og bolla. Eftir að afi veiktist og þau amma fluttu á Blönduósi breyttist mikið og ég saknaði þess að geta ekki farið í sveitina þar sem mér hafði svo oft liðið vel. En þó svo að íbúðin þeirra hafi verið lítil var samt aldrei neitt mál þegar ég kom með alla fjölskylduna mína að fá gistingu. Svo voru bakaðar pönnukökur með miklum sykri og spilað við krakkana. Börnin mín elskuðu langömmu og sóttu í að vera í heimsókn hjá ömmu Bo- gey þegar langamma var í Reykjavík. Enda var langamma engin venjuleg langamma, hún var falleg langamma, smá stríðin og gerði óspart grín að sérvisk- unni í sjálfri sér eins og hún kall- aði það. Það var fastur liður að koma við á Blönduósi þegar farið var annað hvort suður eða austur að hitta ömmu og ekki síst færa henni brjóstsykur. Stundum lás- um við saman ljóð þegar ég kom í heimsókn enda var kveðskapur og ljóðlist stór partur af hennar lífi. Það var alltaf hægt að glett- ast við ömmu og hún var alltaf hreinskilin og lét mig alveg heyra það ef henni fannst fötin sem ég var í furðuleg og hárið frekar druslulegt þegar það var flaks- andi svona laust og með alls kon- ar liti. Amma átti erfitt með að skilja margar af þeim breyting- um sem áttu sér stað í samfélag- inu enda skiljanlegt þegar maður veltir því fyrir sér hversu miklar breytingar hafa orðið á hundrað árum. Það var frekar fyndið þeg- ar við fórum fyrir ekki svo mörg- um árum á veitingastað í borginni og þegar amma fékk matinn sinn þá fannst henni skammturinn allt of stór fyrir gamla kerlingu og hundskammaði aumingja þjón- ustustúlkuna fyrir bruðl á matn- um og hvað það ætti eiginlega að þýða að gefa henni svona mikið. Ég er svo þakklát fyrir að vera nýbúin að hitta þig, elsku amma, þó svo að dregið hafi verið af þér var stutt í glettnina og hláturinn hjá þér. Ég kveð þig nú, amma mín, og þó það sé alltaf sárt að kveðja þá veit ég að þú ert nú komin til afa. Inga Rún Sigfúsdóttir. Mín kæra vinkona, Ingibjörg, til margra áratuga er gengin á vit feðra sinna. Ég kveð með þökk fyrir alla vináttu á lífsleiðinni. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Far í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðrún (Dúna).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.