Morgunblaðið - 24.08.2013, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.08.2013, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013 Opið í dag kl 10-15 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sýning verður opnuð í Hörpu í dag á verkum Ragnars Axelssonar ljósmyndara sem betur er þekktur undir heitinu RAX. Sýningin ber nafnið Fjallaland, eftir samnefndri bók RAX með mynd- um hans úr smalamennskum á Landamanna- afrétti undanfarin 25 ár. Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, minntist í ávarpi sínu við opnun sýningarinnar í gær á Jónas Hallgrímsson, Jóhannes S. Kjarval og Halldór Laxness og sagði þá hafa veitt þjóðinni nýja sýn á landið. Sagði for- setinn að með myndum sínum hefði Ragnar Ax- elsson á svipaðan hátt opnað augu landsmanna fyrir stórbrotinni fegurð landsins. Ólafur nefndi einnig þá miklu athygli sem ljósmyndir Ragnars frá norðurslóðum og af íbúum hins kalda norður- hjara hefðu vakið víða um heim. Þá flutti Pétur Blöndal einnig erindi við opnunina en hann skrif- aði textann í bókinni með RAX. Á myndinni er Ragnar með þekktum gangnamönnum á Land- mannaafrétti; þeim Engilbert Olgeirssyni, Kristni Guðnasyni fjallkóngi og Olgeiri Engilbertssyni, við opnun sýningarinnar. Þess má geta að fjallað er um bókina Fjallaland í Sunnudagsblaði Morg- unblaðsins í dag. RAX veitir þjóðinni nýja sýn á landið Stórbrotin fegurð landsins fönguð á sýningu Ragnars Axelssonar ljósmyndara í Hörpu Morgunblaðið/Árni Sæberg Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Aðgerðir Evrópusambandsins gagnvart Færeying- um munu hafa talsvert tekjutap í för með sér fyrir Samskip, að sögn Ásbjörns Gíslasonar, forstjóra fyrirtækisins. Miðað við væntingar fyrirtækisins um flutning á síldar- og makrílafurðum frá Fær- eyjum í ár gætu tekjur dregist saman um nokkur hundruð milljónir. Ásbjörn segir að Færeyingar hafi áætlað að veiða hátt í 150 þúsund tonn af makríl og yfir 100 þúsund tonn af síld. Búið sé að veiða tæplega helm- inginn af þessu magni og mikið hafi þegar verið flutt frá Færeyjum. „Við höfðum gert ráð fyrir talsverðri aukningu í gámaflutningum með auknum kvótum Færey- inga,“ segir Ásbjörn. „Síld frá Færeyjum hefur að talsverðu leyti farið á markaði í Evrópu og því er ljóst að þessar aðgerðir verða högg fyrir Færey- inga. Makríllinn hefur hins vegar frekar farið á fjar- lægari markaði eins og í Afríku, Asíu, Rússlandi og Balkanlöndum. Nú verður hins vegar ekki lengur hægt að flytja síld og makríl í gámaflutningakerfi okkar í gegnum hafnir í Evrópu, eins og til dæmis Rotterdam, þar sem afurðunum var umskipað. Í staðinn fara þessar afurðir væntanlega beint í frystiskip sem flytja vör- una til fjarlægari viðskiptalanda. Þessir flutningar koma trúlega í auknum mæli í hlut norsks skipa- félags, sem Samskip á hlut í,“ segir Ásbjörn. Spurður hvort tekjutap Samskipa geti verið ná- lægt hálfum milljarði segir hann ómögulegt um það að segja. Ljóst sé að um talsvert tekjutap sé að ræða sem geti hlaupið á nokkrum hundruðum millj- óna. Meira í laxi og botnfiski Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, segir að fyr- irtækið hafi einbeitt sér að flutningum á laxi og botnfiski frá Færeyjum, en hafi minna komið að flutningi á síld og makríl. Því hafi löndunarbann ESB á afurðir þessara fisktegunda ekki mikil áhrif á rekstur Eimskips. Talsvert tekjutap Samskipa  Refsiaðgerðir ESB koma niður á flutningum fyrirtækisins frá Færeyjum  Tekjur gætu dregist saman um hundruð milljóna, segir forstjóri Samskipa Morgunblaðið/Árni Sæberg Þórshöfn Aðgerðir ESB geta haft margvísleg áhrif. María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Gunnar Bragi Sveinsson utanrík- isráðherra segir í svari til Árna Páls Árnasonar, formanns Sam- fylkingarinnar, að hlé hafi verið gert á aðildarviðræðum við Evr- ópusambandið en umsóknin hafi ekki verið afturkölluð. Þá vísar Gunnar Bragi í lögfræðiálit þar sem fram kemur að þingsályktanir, sem ekki byggjast á sérstakri heimild í lögum eða stjórnarskrá, bindi stjórnvöld ekki umfram það sem af þingræðisvenjunni leiðir. „Þetta svar sýnir að þær yfirlýs- ingar ráðherrans undanfarið um að Ísland sé ekki umsóknarríki stand- ast ekki og það er mikið áhyggju- efni hvernig ríkisstjórnin stendur að þessum málum,“ segir Árni Páll. „Ríkisstjórnin hefur umboð til þess að gera hlé á aðildarviðræðum en ekki til þess að slíta þeim eða vinna tjón á aðildarferlinu nema með því að bera það undir þjóðina. Það eru takmörk fyrir því hversu langt er hægt að ganga í því að skaða ferlið eins og með því að leysa upp samn- inganefndina.“ Þá er Árni Páll ekki sammála túlkun ráðherrans á vægi þingsályktana. „Áratugum saman höfum við byggt stærstu ákvarð- anir í utanríkismálum Íslands á þingsályktunum. Það er fráleitt að halda því fram að þær hafi enga þýðingu og dæmin sýna það en við gengum t.d. í NATO á grundvelli þingsályktunar.“ Aðildarumsóknin hefur ekki verið afturkölluð  Þingsályktun ekki talin bindandi  Skaðar aðildarferlið Gunnar Bragi Sveinsson Árni Páll Árnason „Þetta er auðvitað sérstaklega skemmtilegt þar sem ég er svo al- gerlega ekki veiðimaður en í dag er ég hins vegar stærsti veiðimaðurinn. Svona getur veiðin verið, þetta er bara alveg magnað,“ sagði Guð- mundur Annas Árnason í samtali við mbl.is en hann landaði í gær 50 punda laxi í ánni Lakselva í Finn- mörku í Noregi. Talið er að þetta sé stærsti lax sem Íslendingur hefur landað. Guðmundur hefur starfað undanfarnar þrjár vikur sem kokkur í veiðihúsi við ána og hefur aldrei áð- ur veitt lax. Hann brá sér hins vegar í gær í ána og þá beit skrímslið á. „Við erum náttúrlega búnir að vera með fullt af hópum hérna í Lakselva, marga flotta veiðimenn, og ég hef bara verið að elda ofan í þá. Síðan fékk ég smá frí í dag og skellti mér út í ána í tvo tíma og fékk strax stærsta laxinn. Þetta er auð- vitað bara alger hundaheppni.“ Guðmundur var á ferð með mági sínum sem er leiðsögumaður og var á veiðum annars staðar í ánni. „Hann sagði mér að öskra bara ef ég fengi hann. Síðan byrjaði ég að öskra að ég væri kominn með hann og þá hljóp hann til með vídeó- kameruna og byrjaði að leiðbeina mér hvernig ég ætti að draga hann inn. Á endanum þurfti okkur tvo og þriðja manninn til þess að ná honum. Þeir kalla þessa fiska krókódíla í Noregi,“ segir hann. Að sögn Guðmundar var laxinum síðan sleppt. Fyrst voru teknar margar myndir af laxinum og mynd- band tekið upp. Til stendur að gera afsteypur af laxinum úr tré, önnur verður sett upp í veiðikofanum þar sem Guðmundur starfar og hina fær hann til eignar. hjorturjg@mbl.is Veiddi 50 punda maríulax Risalax Guðmundur Annas Árnason kátur með sinn 50 punda maríulax.  Kokkurinn landaði „krókódíl“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.