Morgunblaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013 Opið í dag kl 10-15 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sýning verður opnuð í Hörpu í dag á verkum Ragnars Axelssonar ljósmyndara sem betur er þekktur undir heitinu RAX. Sýningin ber nafnið Fjallaland, eftir samnefndri bók RAX með mynd- um hans úr smalamennskum á Landamanna- afrétti undanfarin 25 ár. Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, minntist í ávarpi sínu við opnun sýningarinnar í gær á Jónas Hallgrímsson, Jóhannes S. Kjarval og Halldór Laxness og sagði þá hafa veitt þjóðinni nýja sýn á landið. Sagði for- setinn að með myndum sínum hefði Ragnar Ax- elsson á svipaðan hátt opnað augu landsmanna fyrir stórbrotinni fegurð landsins. Ólafur nefndi einnig þá miklu athygli sem ljósmyndir Ragnars frá norðurslóðum og af íbúum hins kalda norður- hjara hefðu vakið víða um heim. Þá flutti Pétur Blöndal einnig erindi við opnunina en hann skrif- aði textann í bókinni með RAX. Á myndinni er Ragnar með þekktum gangnamönnum á Land- mannaafrétti; þeim Engilbert Olgeirssyni, Kristni Guðnasyni fjallkóngi og Olgeiri Engilbertssyni, við opnun sýningarinnar. Þess má geta að fjallað er um bókina Fjallaland í Sunnudagsblaði Morg- unblaðsins í dag. RAX veitir þjóðinni nýja sýn á landið Stórbrotin fegurð landsins fönguð á sýningu Ragnars Axelssonar ljósmyndara í Hörpu Morgunblaðið/Árni Sæberg Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Aðgerðir Evrópusambandsins gagnvart Færeying- um munu hafa talsvert tekjutap í för með sér fyrir Samskip, að sögn Ásbjörns Gíslasonar, forstjóra fyrirtækisins. Miðað við væntingar fyrirtækisins um flutning á síldar- og makrílafurðum frá Fær- eyjum í ár gætu tekjur dregist saman um nokkur hundruð milljónir. Ásbjörn segir að Færeyingar hafi áætlað að veiða hátt í 150 þúsund tonn af makríl og yfir 100 þúsund tonn af síld. Búið sé að veiða tæplega helm- inginn af þessu magni og mikið hafi þegar verið flutt frá Færeyjum. „Við höfðum gert ráð fyrir talsverðri aukningu í gámaflutningum með auknum kvótum Færey- inga,“ segir Ásbjörn. „Síld frá Færeyjum hefur að talsverðu leyti farið á markaði í Evrópu og því er ljóst að þessar aðgerðir verða högg fyrir Færey- inga. Makríllinn hefur hins vegar frekar farið á fjar- lægari markaði eins og í Afríku, Asíu, Rússlandi og Balkanlöndum. Nú verður hins vegar ekki lengur hægt að flytja síld og makríl í gámaflutningakerfi okkar í gegnum hafnir í Evrópu, eins og til dæmis Rotterdam, þar sem afurðunum var umskipað. Í staðinn fara þessar afurðir væntanlega beint í frystiskip sem flytja vör- una til fjarlægari viðskiptalanda. Þessir flutningar koma trúlega í auknum mæli í hlut norsks skipa- félags, sem Samskip á hlut í,“ segir Ásbjörn. Spurður hvort tekjutap Samskipa geti verið ná- lægt hálfum milljarði segir hann ómögulegt um það að segja. Ljóst sé að um talsvert tekjutap sé að ræða sem geti hlaupið á nokkrum hundruðum millj- óna. Meira í laxi og botnfiski Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, segir að fyr- irtækið hafi einbeitt sér að flutningum á laxi og botnfiski frá Færeyjum, en hafi minna komið að flutningi á síld og makríl. Því hafi löndunarbann ESB á afurðir þessara fisktegunda ekki mikil áhrif á rekstur Eimskips. Talsvert tekjutap Samskipa  Refsiaðgerðir ESB koma niður á flutningum fyrirtækisins frá Færeyjum  Tekjur gætu dregist saman um hundruð milljóna, segir forstjóri Samskipa Morgunblaðið/Árni Sæberg Þórshöfn Aðgerðir ESB geta haft margvísleg áhrif. María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Gunnar Bragi Sveinsson utanrík- isráðherra segir í svari til Árna Páls Árnasonar, formanns Sam- fylkingarinnar, að hlé hafi verið gert á aðildarviðræðum við Evr- ópusambandið en umsóknin hafi ekki verið afturkölluð. Þá vísar Gunnar Bragi í lögfræðiálit þar sem fram kemur að þingsályktanir, sem ekki byggjast á sérstakri heimild í lögum eða stjórnarskrá, bindi stjórnvöld ekki umfram það sem af þingræðisvenjunni leiðir. „Þetta svar sýnir að þær yfirlýs- ingar ráðherrans undanfarið um að Ísland sé ekki umsóknarríki stand- ast ekki og það er mikið áhyggju- efni hvernig ríkisstjórnin stendur að þessum málum,“ segir Árni Páll. „Ríkisstjórnin hefur umboð til þess að gera hlé á aðildarviðræðum en ekki til þess að slíta þeim eða vinna tjón á aðildarferlinu nema með því að bera það undir þjóðina. Það eru takmörk fyrir því hversu langt er hægt að ganga í því að skaða ferlið eins og með því að leysa upp samn- inganefndina.“ Þá er Árni Páll ekki sammála túlkun ráðherrans á vægi þingsályktana. „Áratugum saman höfum við byggt stærstu ákvarð- anir í utanríkismálum Íslands á þingsályktunum. Það er fráleitt að halda því fram að þær hafi enga þýðingu og dæmin sýna það en við gengum t.d. í NATO á grundvelli þingsályktunar.“ Aðildarumsóknin hefur ekki verið afturkölluð  Þingsályktun ekki talin bindandi  Skaðar aðildarferlið Gunnar Bragi Sveinsson Árni Páll Árnason „Þetta er auðvitað sérstaklega skemmtilegt þar sem ég er svo al- gerlega ekki veiðimaður en í dag er ég hins vegar stærsti veiðimaðurinn. Svona getur veiðin verið, þetta er bara alveg magnað,“ sagði Guð- mundur Annas Árnason í samtali við mbl.is en hann landaði í gær 50 punda laxi í ánni Lakselva í Finn- mörku í Noregi. Talið er að þetta sé stærsti lax sem Íslendingur hefur landað. Guðmundur hefur starfað undanfarnar þrjár vikur sem kokkur í veiðihúsi við ána og hefur aldrei áð- ur veitt lax. Hann brá sér hins vegar í gær í ána og þá beit skrímslið á. „Við erum náttúrlega búnir að vera með fullt af hópum hérna í Lakselva, marga flotta veiðimenn, og ég hef bara verið að elda ofan í þá. Síðan fékk ég smá frí í dag og skellti mér út í ána í tvo tíma og fékk strax stærsta laxinn. Þetta er auð- vitað bara alger hundaheppni.“ Guðmundur var á ferð með mági sínum sem er leiðsögumaður og var á veiðum annars staðar í ánni. „Hann sagði mér að öskra bara ef ég fengi hann. Síðan byrjaði ég að öskra að ég væri kominn með hann og þá hljóp hann til með vídeó- kameruna og byrjaði að leiðbeina mér hvernig ég ætti að draga hann inn. Á endanum þurfti okkur tvo og þriðja manninn til þess að ná honum. Þeir kalla þessa fiska krókódíla í Noregi,“ segir hann. Að sögn Guðmundar var laxinum síðan sleppt. Fyrst voru teknar margar myndir af laxinum og mynd- band tekið upp. Til stendur að gera afsteypur af laxinum úr tré, önnur verður sett upp í veiðikofanum þar sem Guðmundur starfar og hina fær hann til eignar. hjorturjg@mbl.is Veiddi 50 punda maríulax Risalax Guðmundur Annas Árnason kátur með sinn 50 punda maríulax.  Kokkurinn landaði „krókódíl“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.