Morgunblaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 51
Bækur Yrsu hafa verið gefnar út á fjölda tungumála. Bókin Við vilj- um jól í júlí hlaut viðurkenningu Barnabókaráðs Íslands 1999 og bók- in Bíóbörn hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 2003. Yrsa fékk Blóðdropann, hin íslensku glæpasagnaverðlaun, fyrir bókina, Ég man þig, 2011, og Tindabykkj- una, verðlaun Glæpafélags Vest- fjarða, fyrir sömu bók og bókina Brakið, ári síðar. Yrsa sat lengi í stjórn Verkefnastjórnunarfélags Ís- lands og í nokkur ár í stjórn Félags ráðgjafaverkfræðinga. Heima er best Þegar kemur að áhugamálum segist Yrsa vera sérstaklega áhuga- laus um flest vinsæl áhugamál: „Ég hef nákvæmlega engan áhuga á golfi, laxveiðum, hestamennsku né fjallgöngum. Ég nýt þess hins vegar að vera heima hjá mér. Ég hef alltaf lesið mikið og hlusta töluvert á tón- list og þetta er einmitt upplagt að gera heima. Ég hef einnig gaman af að fá góða vini í heimsókn og mat.“ Ertu þá góður kokkur? „Nei, nei. Ég kann ekkert að elda. Ég er lítt húsleg og var þess vegna aldrei boðið í saumaklúbb þar sem ég hefði kannski getað fengið góð ráð og bætt mig. Ég spæli egg og útbý núðlasúpur sem eru mitt uppá- hald. Annað elda ég ekki. Hins veg- ar er sonur minn flinkur í eldhús- inu.“ Hvað lestu helst, burðarþolsfræði og glæpareyfara? „Eiginlega hvað sem er. Glæpa- og spennusögur hafa samt lengi ver- ið ofarlega á listanum.“ Hefurðu lesið Agöthu Christie? „Já, já. Það er bara svo langt síðan. Ég sporðrenndi henni allri þegar ég var krakki.“ Fjölskylda Eiginmaður Yrsu er Ólafur Þór Þórhallsson, f. 17.2. 1964, viðskipta- fræðingur. Foreldrar hans eru Þór- hallur Jónsson, f. 1.10. 1927, fyrrv. kaupmaður í Reykjavík, og Ásrún Ólafsdóttir, f. 11.6. 1932, fyrrv. skrifstofumaður. Þau eru búsett í Mosfellsbæ. Börn Yrsu og Ólafs eru Máni Ólafsson, f. 18.4. 1985, nemi í véla- verkfræði en sonur hans er Reginn Freyr Mánason, f. 27.9. 2006; Krist- ín Sól Ólafsdóttir, f. 21.11. 1996, menntaskólanemi. Systir Yrsu er Laufey Ýr Sigurð- ardóttir, f. 9.7. 1966, taugalæknir í Orlando í Flórída og átta barna móðir. Maður hennar er Jón Sæ- mundsson framkvæmdastjóri. Foreldrar Yrsu eru Sigurður B. Þorsteinsson, f. 15.4. 1943, læknir og smitsjúkdómasérfræðingur, og Kristín Halla Jónsdóttir, f. 21.11. 1943, fyrsti íslenski kvendoktorinn í stærðfræði. Þau eru búsett á Sel- tjarnarnesi. Úr frændgarði Yrsu Sigurðardóttur Yrsa Sigurðardóttir Kristín Ólafsdóttir húsfreyja Guðjón Jónsson verkamaður Vilborg Guðlaug Guðjónsdóttir húsfr. í Rvík Jón Níels Jóhannsson bílstj. í Rvík Kristín Halla Jónsdóttir dr. í stærðfræði og fyrrv. dósent við KHÍ Jóhann Ármann Jónasson úrsmiður Kristrún Einarsdóttir húsfr. í Hafnarfirði Guðni Benediktsson skósmiður í Hafnarfirði Laufey Guðnadóttir húsfr. í Hafnarfirði Þorsteinn Eyjólfsson skipstj. í Hafnarfirði Sigurður B. Þorsteinsson læknir og sérfræðingur í smitsjúkdómalækningum Guðný Þorsteinsdóttir húsfr. í Hákoti Eyjólfur Þorbjörnsson b. í Hákoti á Álftanesi Eyjólfur Þorsteinsson skipstj. í Hafnarf. Þorsteinn Eyjólfsson skipstj. í Hafnarf. Eyjólfur Þorsteinsson knapi og heimsm. í ísl. hestaíþróttum Þuríður Jónsdóttir taugasálfr. í Rvík. Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari í Sinfóníuhlj. Ísl. Arngunnur Ýr Gylfadóttir listmálari Guðný Jónsdóttir kennari í Rvík. Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari í Sinfóníuhlj. Ísl. Ólöf Jónsdóttir húsfr., systurdóttir Haraldar Níelssonar prófessors, föður Jónasar Haralz bankastjóra, af ætt sr. Sveins Níelssonar á Staðastað Sigríður Guðný Jónsdóttir ljósm. og skáld Oddur Jónsson framkvæmdastj. Mjólkurfél. Rvíkur. Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður Marta María Oddsdóttir stærðfræðikennari ÍSLENDINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013 Árni Jónsson, alþingismaðurfrá Múla, fæddist á Reykjumí Reykjahverfi 24.8. 1891. Hann var af Reykjahlíðarætt og Skútustaðaætt, sonur Jóns Jóns- sonar, alþm. í Múla, og Valgerðar, dóttur Jóns Jónssonar, þjóðf.m. á Lundarbrekku. Eiginkona Árna var Ragnheiður Jónasdóttir og eignuðust þau þrjár dætur og synina Jón Múla, tónskáld og útvarpsmann, og Jónas, alþm. og rithöfund. Árni lauk stúdentsprófi frá MR 1911, var við verslunarstörf í Hull á Englandi 1912-15 og náði þar góðum tökum á enskri tungu. Hann var verslunarmaður á Seyðisfirði 1916, verslunarstjóri á Vopnafirði 1917-24, forstjóri Brunabótafélags Íslands 1924-28, ritstjóri í Reykjavík 1928- 30, ritstýrði og gaf síðan út Austfirð- ing á Seyðisfirði en gerðist starfs- maður Sölusambands íslenskra fisk- framleiðenda í Reykjavík 1933. Árni var ritstjóri Varðar, stjórn- málaritstjóri Vísis til 1942, ritstjóri Þjóðólfs og síðan Íslands 1942-44. Hann stundaði síðan ritstörf í Reykjavík til æviloka. Þá sat hann í bæjarstjórn Reykjavíkur 1942-44 og var um tíma í útvarpsráði. Árni var alþm. Borgaraflokksins eldri og Íhaldsflokksins 1923-27 og Sjálfstæðisflokksins 1937-42. Þá skildu leiðir með honum og sjálf- stæðismönnum, einkum vegna her- verndarsamningsins við Bandaríkin, sumarið 1941. Þegar Þjóðviljaritstjórarnir Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson og Sigurður Guðmundsson sátu í haldi í Bretlandi var Árna og fleiri blaðamönnum boðið til Bretlands. Þar heimsótti Árni þá Þjóðviljamenn í fangelsið og talaði skörulega þeirra máli. Í sömu ferð hélt hann glimr- andi ræðu í BBC sem mæltist vel fyrir, en bresku gestgjafarnir köll- uðu hann „Personality number one“. Árna var gleðimaður og hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Hann var heimsborgari, fyrirmannlegur á velli, ágætur söngmaður, flug- mælskur, beittur penni og drengur góður. Árni lést 2.4. 1947. Merkir Íslendingar Árni Jónsson Laugardagur 95 ára Jensína Jensdóttir Sæmundur Þorsteinsson 90 ára Árni Byron Pétursson 85 ára Jóhanna F. Karlsdóttir Jóhann Þorsteinsson Lilja Bjarnadóttir Marta O. Hagalínsdóttir Sigríður Hannesdóttir Torfey Margrét Steinsdóttir 80 ára Hjördís Hjartardóttir Svava Margrét Þorleifsdóttir Þórir Vignir Björnsson 75 ára Auður Steinþórsdóttir Sólveig Kristbjörg Gísladóttir 70 ára Halla Soffía Jónasdóttir Pálína Helga Imsland Sigurður Þórarinsson Steinunn Jónsdóttir Sæmundur Kristjánsson 60 ára Árdís Jónasdóttir Birgitta Pálsdóttir Björn Heimir Sigurbjörnsson Guðjón Ingi Hauksson Guðmundur F. Haraldsson Halldór Jón Hjaltason Ingveldur H. Sigmarsdóttir Sólveig Eyfjörð Ottósdóttir 50 ára Aðalheiður Jóhannsdóttir Anna Viðarsdóttir Einar Olavi Mantyla Eyjólfur Ágúst Kristjánsson Guðmundur I. Guðmundsson Gunnar Sigurðsson Indriði Halldór Guðmundsson Ingigerður Stefánsdóttir Jakob Ingvar Magnússon Jóhanna Kristín Teitsdóttir Kristinn Tryggvi Gunnarsson Sveindís D. Hermannsdóttir Þorsteinn E. Þorsteinsson 40 ára Alda Björk Sigurðardóttir Arnar Sigurbjörnsson Elín Guðrún Sigurðardóttir Hafrún Eva Arnardóttir Ingrid Delorghris Van Tak Iveta Spilo Jóhannes Hreiðar Símonarson Kristbjörg Eva Aðalsteinsdóttir Ragnhildur Ragnarsdóttir Smári Sigurðsson Steindór Halldórsson 30 ára Agnar Logi Traustason Björn Jónsson Guðrið Helena Petersen Jón Garðar Jensson Kolbrún Eva Ólafsdóttir Marcin Winkiewicz Rafn Camillusson Sunnudagur 102 ára Kristín H. Jónsdóttir 90 ára Unnur Kristjánsdóttir 85 ára Benedikt Hans Alfonsson Björg Ívarsdóttir Guðbjörg Gísladóttir 80 ára Geir Sævar Guðgeirsson Ingibjörg Þórarinsdóttir Júlíana Guðrún Ragnarsdóttir Minna Christensen Unnur Þórðardóttir 75 ára Grethe G. Ingimarsson Lilja Kristjánsdóttir 70 ára Elín Magnfreðsdóttir Guðmundur Sveinsson Hrafnhildur Þórarinsdóttir Jóhann Friðrik Kárason 60 ára Auður Tryggvadóttir Erla Guðjónsdóttir Guðsteinn Frosti Hermundsson Halldóra Hannesdóttir Helgi Walter Ágústsson Hilmar Sæberg Ásgeirsson Ingveldur Gestsdóttir Kristín J. Sigurjónsdóttir Pétur Árnmarsson Sigfús Indriði Bragason Sigurveig Gunnarsdóttir Svanhvít Jóhanna Jónsdóttir Sveinn Georg Davíðsson 50 ára Árni Þormar Baldursson Bjarni Hákonarson Eugeniusz Nabakowski Guðbjörg Halldórsdóttir Hafsteinn Elí Arnarson Ólafur Helgi Guðgeirsson Reynir Ágúst Árnason Samúel Björnsson Ævar Örn Jósepsson 40 ára Berglind Hálfdánsdóttir Helga Þorsteinsdóttir Marzena Wasilewska Ormur Jarl Arnarson Soffía Inga Ólafsdóttir Viðar Hrafn Steingrímsson Þorbjörg Gísladóttir 30 ára Agata Dominika Dziemieszonek Bergsveinn Alfons Rúnarsson Deniss Terescenko Guðleif Edda Þórðardóttir Guðmundur Gauti Sveinsson Guðrún Ásta Þrastardóttir Helgi Bjarnason Hulda Harðardóttir Magnús Magnússon María Sveinbjörnsdóttir Nansy Rut Helgadóttir Nikulás Ágústsson Sigríður Árnadóttir Sigurjón Veigar Þórðarson Særún Thelma Jensdóttir Þórunn Þórhallsdóttir Til hamingju með daginn Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Funahöfði 1 | 110 Reykjavík Sími 567 4840 www.bilo.is | bilo@bilo.is Funahöfði 1 | 110 Reykjavík Sími 580 8900 | bilalind.is Vantar alltaf fleiri bíla á skrá! Fylgstu með okkur á facebook Fylgstu með okkur á facebook MIKIL SALA LEXUS RX350 Árgerð 2008, ekinn aðeins 49 Þ.KM, sjálfskiptur. Bíll fyrir vandláta, lítur út sem nýr. Einn eigandi. Verð 4.980.000. Rnr.400027 SUBARU FORESTER 06/2006, ekinn 87 Þ.km, sjálfskiptur, flott eintak! Verð 1.690.000. Raðnr.135968 - Komdu og sjáðu! HYUNDAI TUCSON LUX 4X4 10/2007, ekinn 116 Þ.km, bensín, sjálfskiptur, leður, sóllúga. MJÖG GOTT VERÐ 1.790.000! Raðnr.310721. Komdu og sjáðu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.